Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Kona eða stúlka
óskast
nú þegar til afgreiöslustarfa f
söluturn! vlö Háaleitisbraut.
Vaktavinna. Þarf ekki aö vera
vön. Upplýslngar gefur Siguröur
(sfma 43660.
Sófasett
Svefnsófi og 3 stólar til sölu á
Hávallagötu 1, til sýnis eftir kl. 5.
Uppl. f sfma 12440.
Til sölu
feröatækl meö og án kassettu
og klukku. Sími 26757 — 27470.
Seljum
lopapeysur á hagstæöu veröi. S.
27470 — 26757.
Keflavík
Tll sölu 3|a herb. sérhæö í tvíbýli
ásamt bllskúr. Sér inngangur.
Til sölu allar geröir fasteigna
bæöl gamlar og nýjar. Höfum
myndlr af flestum eignum á
söluskrá.
Sandgerói
90 fm efrl hSBÖ ásamt bílskúr.
Laus nú þegar. Fæst á góöum
kjörum ef samiö er strax.
Grindavík
Glæsilegt elnbýlishús 140 fm
ásamt bflskúr. Aö mestu fullklár-
aö. Úrval elgna á söluskrá,
sérhæölr, raöhús, parhús, íbúöir
o.m.fl. Opiö alla daga frá kl.
10—6.
Elgnamiölun Suöurnesja, Hafn-
argötu 57, síml 3868.
Félag austfirskra
kvenna
Fyrsti fundur vetrarins
veröur haldinn mánudaginn 1.
október aö Hallveigarstööum kl.
20.30. Rætt um basarinn,
myndasýning.
Fíladelfía Reykjavík
Barnaguösþjónustur hefjast í
dag kl. 14. öll börn eru velkom-
In. Forstööukona Björg Hall-
dórsdóttir.
Fíladelfía
Fíladelfía Selfossi
Vaknlngarvikan heldur áfram kl.
16.30. Samhjálþ hefur samkom-
una. Forstööumaöur Óli Ágústs-
son.
Fíladelffa
Framkonur
Fundur veröur haldlnn í Fram-
húslnu mánudaginn 1. október
1979 kl. 20.30. Tízkusýning.
Mætum allar.
Stjórnin
Kvenfólag
Laugarnessóknar
Byrjum félagsstarfiö mánudag-
inn 1. okt. f fundarsal kirkjunnar
kl. 8 e.h. Ath. breyttan fundar-
tfma. Sigríöur Hannesdóttir,
kemur á fundinn, ræöir um
framsögn og lelklist. Altar konur
hjartanlega velkomnar.
Stjórnin
Fimleikadeild I.R.
Vetrarstarfiö aö hefjast. Eldrl
flokkar mæti á mánudögum kl.
6.50, yngrl flokkar og byrjendur
á laugardögum kl. 9.30 í íþrótta-
húsl Breiöholtsskóla.
Stjórnin
O Akur 5979. 1017—FJH.
□ Helgafell 59799292 IV/V—5.
Eyfirðingar
sunnanlands
Kvennadelld Eyfirölngafélagslns
heldur árlegan kaffidag á Hótel
Sögu Súlnasal sunnudaginn 30.
september. Húslö opnaö kl. 2.
Tilkynning frá
Skíöafélagi Reykjavíkur
Skíöagöngufólk sem ætlar sér
að æfa meö félaginu í vetur er
beöiö aö tilkynna þátttöku fyrir
1. okt. n.k. f sfma 12371 Ellen
Sighvatsson eöa síma 66435
Matthías Sveinsson. Kostnaöi
viö æfingarnar veröur mjög stillt
í hóf.
Stjórn Skíöafélags
Reykjavíkur
/MAferðafélag
l^gg%“í$LANDS
^IÉÍF ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og IS533.
Sunnudagur 30. sept.
kl. 09.00 Hlööufell (1188) Ekiö
um Þingvöll, Laugardal og upp á
Miödalsfjall, síöan inn á Hlööu-
velli og gengiö þaöan á fjalliö.
Frábær útsýnisstaöur í góöu
skyggni. Verö kr. 3500- gr.
v/bílinn.
kl. 09.00 Haukadalur — Hreppar
— Álfaskeiö. í samvinnu viö
skógræktarfélögin er farin skoö-
unarferö um þessa staði. Ekið
veröur um Þingvöll, Gjábakka
og Laugardal í Haukadal. Nú
skartar skógur og lyng sfnum
fegursta haustskrúöa. Verið vel
búin og hafiö meö ykkur nesti til
dagsins. Verö kr. 5000- gr.
v/bílinn.
kl. 13.00 Sveifluháls Róleg eftir-
miödagsganga. Verö kr. 2000 -
gr. v/bílinn.
Ferðirnar eru farnar frá Um-
feröamiöstööinni að austan-
veröu. Ferðafélag íslands.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Námsflokkar
Seltjarnaness
Innritun í haustnámskeiö fer fram í Valhúsa-
skóla eöa í síma 20007, í dag og á morgun kl.
13—15, og mánudaginn 1. október kl.
16—18.
Námsflokkarnir munu starfa á fimmtudags-
kvöldum frá og meö 11. október—13.
desember. Á haustönn eru eftirfarandi
námskeiö:
Franska 1. og 2. flokkur.
Enska 1. og 2. flokkur
Þýzka 1. og 2. flokkur
Spænska 1. og 2. flokkur
Bókfærsla
vélritun
Barnafatasaumur
Keramik.
Þór F.U.S. Breiöholti
Aöalfundur félagsins veröur haldinn í félagsheimili Sjálfstæöismanna
aö Seljabraut 54 mánudaginn 8. okt. kl. 20.00.
Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Byggingafélags Alþýðu, Hafnarfirði verður
haldinn fimmtudaginn 4. okt. n.k. kl. 8.30, í
húsi slysavarnarfélagsins.
Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
Fimleikadeild
Stelpur
6—9 ára athugiö.
Byrjendanámskeiö í fimleikum verður haldiö
dagana 1—5. október.
Upplýsingar í síma 39301, sunnudaginn 30.
september kl. 12—15.
Bifreiðaíþróttaklúbbur
Reykjavíkur
Gengst fyrir Rally dagana 20.—21. október
n.k. Ekin veröur um 700 km. leið. Keppnin
hefst við Hótel Loftleiðir laugardaginn 20.
október og lýkur þar síödegis sunnudaginn
21. október. Fyrri þátttökufrestur rennur út á
miönætti miðvikud. 3. okt. og sá síðari
miövikud. 10.októþer.
Félagsfundur verður haldinn að Hótel Loft-
leiðum í Kristalsal mánudagskvöldið 1. okt.
kl. 20:30 og veröur þá rætt um fyrirhugaöa
rally-keppni og upplýsingar veittar.
Væntanlegir þátttakendur eru sérstaklega
hvattir til aö mæta.
Stjórnin.
Aðalskipasalan
Vesturgötu 17
símar 26560 og 28888
Heimasími 51119.
Skip til sölu
6 — 7 — 8 — 9 — 10 — 11 — 12 — 13 — 15 — 17 — 19 — 29 —
30 — 53 — 55 — 61 — 62 — 64 — 65 — 66 — 70 — 81 — 85 — 86
— 87 — 88 — 120 — 140 — 230 tn.
Einnig opnir bátar af ýmsum stæröum.
Minning:
Þorbjörg Guörún
Kristófersdóttir
Kom huggari, mig hugga þú.
kom hönd og bind um sárin.
Kom dögg og svala sálu nú,
kom sól og þcrra tárin.
Kom hjartans heilsulind
kom heilög fyrirmynd.
Kom Ijós og lýstu mér,
kom líf er ævin þver,
kom eilífð bak vid árin.
V.Briem
Föstudaginn 21. september 1979
lést í Landspítalanum Þorbjörg
Guðrún Kristófersdóttir. Fædd
var hún 8. maí 1926 á Klúku við
Arnarfjörð. Foreldrar hennar
voru Kristín Jónsdóttir og Kristó-
fer Árnason, sem þar bjuggu, og
var hún yngst barna þeirra, sem
voru átta talsins. Af þeim eru
látin Sigríður María og Pétur
Ástráður, en eftir lifa Sigríður,
Jón, Ragnar, Jóna og Magnfríður.
Guðrún, eins og hún var af
flestum kölluð, ólst upp með
systkinahópnum á Klúku, og var
ávallt eftirlæti foreldra sinna og
systkina, enda yngst eins og áður
var sagt.
Hún mun hafa verið í foreldra-
húsum fram til ársins 1942—1943,
er hún fluttist til Reykjavíkur.
Var hún fyrst hjá Sigríði systur
sinni, sem var henni alla tíð skjól
og skjöldur. Sýndi Sigríður henni
sérstaka umönnun í hennar miklu
og löngu veikindum, en hún varð
að vera langdvölum í Reykjavík
undir læknismeðferð. Ég vil fyrir
mágkonu minnar hönd þakka
þeim hjónum báðum, Sigríði og
Ólafi, þeirra frábæru umhyggju,
sem hún naut alla tíð hjá þeim.
Guðrún var að eðlisfari hugljúf
og góð kona. Brosið hennar blítt
og hlýtt og í vinahópi létt og
lífsglöð, framkoma hennar hóg-
vær, hver sem í hlut átti. Hún bar
veikindi sín með þögn og þolin-
mæði þar til yfir lauk.
Eftir að hún fluttist til Rey-kja-
víkur, vann hún ýmis störf, fyrst
við bókband og seinna í Leðuriðj-
unni hjá Atla ÓLafssyni. Guðrún
kvæntist manni sínum, Tómasi
Tómassyni frá Helludal í Biskups-
tungum, 28. desember 1965. Var sú
athöfn í Skálholtskirkju og var þá
um leið skírður sonur þeirra,
Kristófer Arnfjörð, sem var eina
barn þeirra og sólargeisli foreldr-
anna. Þau bjuggu í Helludal og
verður Guðrún lögð til hinstu
hvíldar í Haukadal í Biskups-
tungum, laugardaginn 29. sept-
ember.
Að lokum vil ég undirrituð
þakka elskulegri mágkonu allar
ánægjustundir fyrr og síðar,
tryggðina við okkur hjónin, börnin
okkar og barnabörn, hlýja brosið,
sem öllum veitti gleði sem hana
þekktu. Ég vil ennfremur flytja
henni og Tómasi þakkir fyrir litlu
Sæunni Kristínu, sem þau voru
alltaf svo góð. Og að endingu vil ég
biðja Guð að geyma hana og
greiða henni veg um eilífð alla.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Ég vil svo, Tómas minn, biðja
algóðan Guð að vera með þér og
Kristófer mínum Arnfjörð í ykkar
sáru sorg við missi konu þinnar og
móður.
Öllum ættingjum votta ég mína
dýpstu samúð.
Sigurfljóð Jensdóttir
ATHYGLI ska! vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði. að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubiii.