Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 3 J
Jóhann T. Bjarnason
framkv.stj. Fjórðungss.
Vestfirðinga:
Málið
kom ekki til kasta
Fjórðungssambandsins
„Ég gerði tilraun til að fara í frí
eftir 8 ára starf, og málið var
útkljáð þegar ég kom heim, upp-
lýsti Jóhann T. Bjarnason, frkvstj.
Fjórðungssambandsins, aðspurður
um hvort leitað hefði verið álits
eða umsagnar Fjórðungssam-
bandsins varðandi flugleyfi þau
sem Vængir höfðu áður.
Menn verða að gera sér grein
fyrir, að sveitarfélögin hafa sinn
sjálfsákvörðunarrétt, og við get-
um ekki gefið þeim nein fyrir-
mæli. En hvort hægt er að tala
fyrir málum er annar handleggur.
Það hefur ekki verið fjallað um
málið í Fjórðungssambandinu,
enda ekki verið haldinn stjórnar-
fundur síðan þetta kom upp á.
Þetta bar mjög brátt að og lögð
áherzla á að leysa málið fljótt.
Finnst þér Fjórðungssambandið
ekki réttur vettvangur fyrir mál
eins og flugsamgöngur?
„Nú, sveitarstjórnarmenn verða
að gera þessi mál upp við sig, það
verður að halda sig við þau vald-
mörk sem sambandinu eru sett.
Hörður Guðmundsson flugmaður
Þar fyrir utan held ég, að
samband Harðar og sveitarstjórn-
armanna hafi veröið heldur tak-
markað."
Hvort málið yrði tekið fyrir á
næsta fundi sambandsins í októ-
ber yrði að koma í ljós, sagði
Jóhann að lokum.
Guðvarður Kjartansson
oddviti á Flateyri:
Enginn hafði sam-
band nema Arnarflug
„Það er skemmst frá því að
segja, að enginn lét í sér heyra við
okkur nema Arnarflug, en einn
gömlu Vængjaflugmannanna, Við-
ar Hjálmtýsson, hafði samband
hingað.
Nú, hér var haldinn hrepps-
nefndarfundur, bæði formlegur og
óformlegur, þar sem þetta nál var
ítarlega rætt og athugað, áður en
ákvörðun var tekin um að mæla
með Arnarflugi.
Já, það var talað við Hörð
Guðmundsson á ísafirði. Einn
hreppsnefndarmanna ræddi við
Hörð, en okkur fannst ekki koma
nægilegt út úr því sem ann bauð
upp á, m.a. að ef farþegar yrðu
fáir, tveir til þrír, þá yrði ef til vill
vikið að því ráði að fljúga með þá í
veg fyrir Flugleiðavél á ísafirði,
Þetta er tvímælalaust afturför
miðað við þjónustu þá sem menn
hafa búið við. Ég held að menn
yrðu lítið hrifnir af að aka fyrst
inn á Holtsflugvöll og hoppa siðan
upp í flugvél til að láta flytja sig
til ísafjarðar og þaðan til Reykja-
víkur."
Vestfirðingar hafa nú viðrað
það sjálfir að efla sitt eigið flugfé-
lag?
„Það kom fram á fundi, sem
haldinn var í Hnífsdal um flugmál
fjórðungsins, að Hörður vildi fá
eina flugleið til að efla sinn
rekstur og mér finnst hafa verið
komið til móts við það með því að
fá honum leyfi á rútunni ísafjörð-
ur — Gjögur — Hólmavík.
Kannski mætti líka koma á þeirri
þjónustu við Djúpið.
Annað sem vegur náttúrulega
mjög þungt á metunum er, að
þarna kemur ein rekstrarieg heild
inn í dæmið með sterkan fjárhags-
legan bakhjarl. F.H.
Hér eigast þeir við Komanishin og Karpov á skákmóti i Leningrad 1977, sem Romanishin sigraði á
ásamt Tal. Lengst til vinstri má greina Smyslov, fyrrum heimsmeistara.
Háfjallaskák
í SÍÐARI hluta ágústmánaðar
tókum við Guðmundur Sigur-
jónsson þátt í opnu alþjóðlegu
skákmóti í Gausdal í Noregi.
Árlega eru haldin a.m.k. tvö
alþjóðleg skákmót i Gausdal
auk nokkurra veikari móta sem
að mestu leyti eru svipuð norsk-
um skákmönnum. Flestir skák-
menn kunna þar allvel við sig.
Staðurinn er í rúmlega 800
metra hæð yfir sjávarmáli og
mjög einangraður. Þar rikir
því aigjör kyrrð og gott næði til
að tefla skák. Þegar siðan
stund gefst milli stríða geta
keppendur iðkað íþróttir, enda
aðstæður til þess með bezta
móti. Gönguleiðir i nágrenninu
eru margar skemmtilegar,
sundlaug er á staðnum svo og
tennisvellir.
Gausdalur hefur þvi getið sér
gott orð meðal skákmanna og i
ár var þátttakan með albezta
móti. Sjálfir sögðu heimamenn
að þetta væri sterkasta skák-
mót sem nokkru sinni hafi verið
háð á norskri grund.
Hæst bar auðvitað þátttaka
sovézka stórmeistarans Roman-
ishins, en hann hefur undanfar-
in ár verið einn sterkasti móta-
skákmaður í heimi og teflir t.d.
nú á millisvæðamótinu í Riga.
Auk hans voru fjórir aðrir stór-
meistarar mættir til leiks, þeir
Guðmundur Sigurjónsson, Ro-
batsch, Austurríki, hinn kunni
skákrithöfundur Keene frá Eng-
landi og Westerinen, Finninn
óþreytandi, sem teflir allt árið.
Eins og marga hafði grunað
fyrir fram tók Romanishin þeg-
ar forystuna og hélt henni til
loka mótsins. Hann lenti aðeins
einu sinni í vandræðum. Það var
gegn indverska alþjóðlega meist-
aranum Ravi Kumar, sem vakti
mikla athygli á mótnu fyrir
þrautseigju sína í erfiðum stöð-
um, sem oft reyndi á vegna
ófullnægjandi byrjunarkunnáttu
hans.
Sá eini sem veitti Romanishin
verulega keppni var ungur Svíi,
Lars Karlsson að nafni. Hann
hefur náð mjög góðum árangri
að undanförnu og enginn vafi er
á því að í honum hafa Svíar
eignast mikið efni. Skákstíll
hans minnir töluvert á stíl landa
hans Ulfs Anderssonar, en hann
er þekktur fyrir að sætta sig
ekki við jafntefli fyrr én í fulla
hnefana.
Um árangur okkar íslending-
anna er það að segja að Guð-
mundur tefldi af miklu öryggi og
tapaði engri skák. Hann hélt
Romanishin t.d á mottunni með
svörtu og var þó með heldur
lakara tafl lengst af. Það er mín
skoðun, að ef Guðmundi tekst að
öðlast meiri snerpu og bæta
tækni sína þá sé hann fyllilega
fær um að komast í hóp sterk-
ustu stórmeistaranna.
í taflsmennsku minni gætti
hins vegar mikils óöryggis og
það var aðeins í endatöflunum
sem mér tókst að ná mér á strik,
eins og reyndar oft áður.
Röð efstu manna á mótinu
varð þessi:
1. Romanishin,
Sovétríkjunum, 7 vinningar af
níu mögulegum. 2. Karlsson,
Svíþjóð, 6% v. 3—7. Morris,
Bandaríkjunum, Wibe, Noregi,
Keene, Énglandi og Svíarnir
Ornstein og Kaiszauri 6 v.
8—12. Guðmundur Sigurjóns-
son, Margeir Pétursson,
Federowicz, Bandaríkjunum,
Schússler, Svíþjóð og Ofstad,
Noregi 5'Á v. 13—21. Robatsch,
Austurríki, Goodman, Englandi,
Dobosz, Póllandi, Cusi,
Filipspseyjum, Westerinen,
Finnlandi, Odendahl,
Bandaríkjunum, Gulbrandsen,
Noregi og Svíarnir Ekström og
Wahlbom.
Andstæðingar Guðmundar
voru þessir: Moris V2 Raaste,
Finnlandi 1, Burger, Bandaríkj-
unum 1, Romanishin Á,
Kaiszauri '/2, Karlsson '/2, Rog-
ers, Ástralíu '/2, Federowicz V2.
í síðustu umferð vorum við
Guðmundur svo óheppnir að
þurfa að tefla innbyrðis og lauk
skákinni með jafntefli. Aðrir
andstæðingar mínir voru þessir:
MacPherson, Englandi 0, Haugli,
Noregi 1, Tiller, Noregi 1, B.
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Stein, V-Þýzkalandi 1, Ravi
Kumar, Indlandi 0, Raaste,
Finnlandi lA, Gruchacz, Banda-
ríkjunum 1, Odendahl '/2.
Á þessari upptalningu sést að
Guðmundur átti í höggi við mun
sterkari andstæðinga en ég, enda
tefldi hann allan tímann í toppn-
um, en ég tapaði í fyrstu umferð.
Við skulum nú líta á tvær
stuttar skákir frá mótinu:
Hvitt: Guðmundur Sigurjóns-
son
Svart: Raaste (Finnlandi)
Réti byrjun
I. Rf3 - Rf6,2. g3 - b6,3. Bg2
- Bb7, 4. 0-0 - c5, 5. c4 -
e6, 6. b3 - Be7, 7. Bb2 - 0-0,
8. Rc3 — a6, (Nákvæmara er hér
að leika 8... d5, en Raaste hefur
líklega vonast eftir því að Guð-
mundur beindi skákinni yfir í
Drottningarindverska vörn með
9, d4)
9. e3 - Ha7, 10. De2 - d5?!
(Eftir að taflið opnast standa
allir menn hvíts á réttum stöð-
um: Það hefði því að öllum
líkindum verið hyggilegra að
leika hér 10... d6)
II. cxd5 - Rxd5, 12. Rxd5 -
Bxd5,13. Hfdl - Bf6,14. d4 -
cxd4, 15. e4! .(Svartur er nú
þegar kominn í alvarleg vand-
ræði).
Ba8,16. Rxd4 — Hd7? (Svörtum
hefur yfirsést næsti leikur hvíts.
Skárra var 16... Rd7)
17. e5! (Þessi öflugi leikur trygg-
ir hvítum vinningsstöðu)
Bxg2, 18. exf6 - Ba8, 19. fxg7
— He8, 20. Rf3! (Svartur á nú
enga viðunandi vörn gegn ferða-
lagi riddarans yfir á g4)
IId5, 21. Re5 - Rd7, 22. Rg4 -
Dg5, 23. h4 - Dh5, 24. Hxd5 -
Bxd5, 25. Hdl - Ha8, (Hvítur
hótaði 26. Hxd5 auk þess sem
svartur varð að valda á peðið)
26. Hd4 - b5, 27. Dc2 - f5.
28. Hxd5! - exd5, 29. Dxf5!
Svartur getur ekki lengur valdað
bæði peðið á d5 og h6 reitnum.
Hann gafst því upp.
Hvítt: Donaldson (Bandaríkjun-
um)
Svart: Ornstein (Svíþjóð)
Frönsk vörn
I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 -
c5, 4. exd5 — Dxd5!? (Nýlega
hefur rykið verið dustað af þess-
um leik, því að mörgum er illa
við að tefla með staka peðið á d5)
5. Rgf3 — cxd4, 6. Bc4 — Dd6,
7.0-0 - Rf6, 8. Rb3 - Rc6, 9.
Rbxd4 — Rxd4, 10. Rxd4 —
Bd7, (Vænlegri áætlun var
10.. . a6 með hugmyndinni Dc7
og Bd6, en þá verður hvítur
hugsanlega að eyða tíma í að
valda peðið á h2)
II. b3 - a6, 12. Bb2 - Dc7?
(Svartur varð að gera sér fram-
haldið 12... Be7 að góðu)
13. De2 — Bd6 (Skárra var
13.. . Be7, 14. Hadl - 0-0, 15.
Rf5! — exf5, 16. Dxe7 — Hae8,
17. Dd6 þó að hvítur standi
miklum mun betur)
14. Rf5! - Bxh2+, 15. Khl -
0-0 (Eða 15. ..0-0-0-, 16.
Rxg7 — Re8,17. Rh5 og síðan 18.
g3)
~5W: S Ú
■ i«l 111
1 1 AH
mSm
WM, {\ wm. wm ÁS wm.
A Wtp. O)
& JsL
1:2 Í
16. Rxg7! - Df4, 17. Rh5! og
svartur gafst upp.