Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 34
34
Guðmundur
Sveinsson:
Góðir áheyrendur, nemendur,
kennarar og annað starfsfólk
Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
I
Eg býð ykkur öll hjartanlega
velkomin til skólasetningarinnar
hér í Bústaðakirkju, laugardaginn
1. september 1979.
Upphaf skólastarfs er alltaf
sérstæður og merkur atburður.
Miklar vonir eru bundnar við
tímann sem í hönd fer, að hann
gefi uppskeru sem erfiði, í skólan-
um takist okkur öllum sameigin-
lega að skapa þann hug er til
átaka hvetur, þann vilja að sigrast
verði á tregðu og torfærar leiðir
reynist greiðar. I skólanum okkar
verði það eggjun og hvatning sem
betur hefur en úrtölur og undan-
sláttur, að litið verði á starfið sem
sérstætt tækifæri að þroskast,
vitkast og göfgast.
Vafalaust á hún að vissu leyti
samsvörun við upphaf skólastarfs
hverju sinni sagan alkunna um
ungmennin þrjú sem héldu í för og
lögðu af stað í örlagaríka leit. Eitt
þeirra fór til þess að leita gleðinn-
ar, fagnaðarins. Annað fór til að
leita ávinnings, gengis eða far-
sældar. Hið þriðja leit öðrum
augum á stefnumið fararinnar.
Það hugðist leita skyldunnar,
skyldunnar við ættjörð, sjálft sig
og þjóð sína. Við þekkjum öll eða
flest þessa sögu og vitum að leitin
að gleðinni virtist óráðin og mark-
miðið hverfult, leitin að ávinningi
í velgengni og farsæld varð fyrr en
varir að blindgötu. Það reyndist
vera leitin ein að skyldunni, sem
bjó yfir velgengni og tryggði
árangur og það sem meira var fól
einnig í sér gleði og farsæld.
Þess hefur verið óskað sérstak-
lega að nýnemendur Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti kæmu til
þessarar skóiasetningar. Hvort
tveggja er að nýnemahópurinn er
mjög fjölmennur og eins hitt að
gera á þeim sérstaklega grein
fyrir skólastofnuninni er þau nú
hefja nám við. Nýnemar Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti eru
ekki allir að hefja nám á fram-
haldsskólastigi. Sumir eiga þar
lengri eða skemmri námsferil að
baki sem þeir fá að fullu metinn
til áfanga og eininga eins og þetta
er kallað í námskerfi skólans
okkar.
Nýnemar eru eftir því sem næst
verður komist á milli 500 og 600. í
byrjun júnímánaðar höfðu 720
nýnemar sótt um inngöngu í Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti. Var þá
hætt að taka á móti frekari
umsóknum, en áætla má að nær
200 til viðbótar hafi leitað eftir
vist í skólanum. Ég sé ekki ástæðu
til að ræða hér ítarlega um þenn-
an vanda skólans svo serstæður
sem hann þó er og athyglisverður.
Hitt ætla ég að sé nýnemum
skólans ríkara í hug við upphaf
námsferils síns á nýjum stað að
vita hvers eðlis skólastofnun sú er
sem þeir hafa innritast í. Ég mun
því víkja nokkrum orðum að Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti sem
menntastofnun og gera um leið
örstutta grein fyrir sérstöðu skól-
ans.
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti
var stofnaður árið 1973 eða fyrir
rúmum sex árum. Skólastarfið var
undirbúið í tvö ár eftir að ákvörð-
un hafði verið tekin um skóla-
stofnunina. Haustið 1975 hóf skól-
inn starf, var settur 4. október það
ár sem fyrsti og eini fjölbrauta-
skóli landsins. Skólinn starfaði þá
á fjórum námssviðum og voru
námsbrautirnar 28. Ég mun síðar
gera námssviðum og námsbraut-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Fyrsti stúdentahópurinn frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
mÉT WpM i
g&*k nffrfjnHn ,% P JB A*, 1| V-J '
Hugs jónir —
K vídi—Frelsun
um skil í þessari skólasetningar-
ræðu. Hitt ætla ég að nýnemar
telji forvitnilegra að fá vitneskju
um hversu marga nemendur skól-
inn hefur leitt fram að mismun-
andi lokamarki á þeim fjórum
árum sem liðin eru frá því reglu-
bundið skólastarf hófst. Ég mun
leitast við að gera nokkra grein
fyrir þessum atriðum, enda ætla
ég að þau muni um leið gefa
nýnemum hugboð um námsmögu-
leika og að nokkru um námsskip-
an. Ég mun taka námssviðin í
stafrófsröð, enda þótt það komi
nokkuð þvert á byggingu námsins
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
þar sem finna má eins árs grunn-
námsbrautir, tveggja ára brautir,
þriggja ára brautir og loks fjög-
urra ára brautir til stúdentsprófs.
Þá eru hugtökin eins — tveggja —
þriggja og fjögurra ára brautir
einnig villandi, þar sem áfanga-
kerfi skólans skapar nemendum
möguleika að hraða námi, ljúka
tilskyldum einingurti á skemmri
tíma svo og að ætla sér lengri tíma
til að ljúka áföngum og hljóta
tilskyldar einingar.
Á almennu bóknámssviði eoa
menntaskólasviði hefur skólinn
tvívegis brautskráð stúdenta á
þrem námsbrautum til þessa,
eðlisfræðibraut, náttúrufræði-
braut og tungumálabraut. Enn
hafa stúdentar ekki verið braut-
skráðir á þrem námsbrautum
sviðsins, félagsfræðibraut, tónlist-
arbraut og tæknibraut. Standa
vonir til að svo verði í lok haust-
annar í desembermánuði næst-
komandi.
Á heilbrigðissviði hefur skólinn
tvívegis brautskráð sjúkraliða á
heilsugæslubraut og munu nú um
40 þeirra hafa hlotið starfsrétt-
indi heilbrigðisráðuneytisins. Þá
hefur skólinn brautskráð snyrti-
sérfræðinga á snyrti- og heilbrigð-
isbraut. Loks hafa tvívegis verið
Ræða við skóla-
setningu Fjöl-
brautaskólans
í Breiðholti, flutt
í Bústaðakirkju,
laugardaginn
1. september
Guðmundur Sveinsson
brautskráðir stúdentar á heil-
brigðissviði, heilsugæslubraut.
Allir stúdentar skólans hafa sam-
eiginlegan 87 eininga bóknáms-
kjarna og verða auk þess að hafa
kjörgreinar brauta sem tryggja
rétt til framhaldsnáms á háskóla-
stigi.
Á hússtjórnarsviði hefur skól-
inn brautskráð nemendur eftir
eins árs grunnnám á matvæla-
tæknibraut, sem skipulögð var í
samráði við Hótel- og veitinga-
skóla íslands undir forsjá
menntamálaráðuneytisins að nám
þetta verði metið til styttingar á
samningsbundnu námi í fram-
reiðslu og matreiðslu. Enn hefur
skólinn brautskráð nemendur eft-
ir tveggja ára hússtjórnarnám, en
það er nú að breytast yfir í
framhaldsnám á matvælatækni-
braut skipulagt í samvinnu við
forráðamenn sjúkrastofnana í
höfuðborginni að undirbúa undir
störf á mötuneytum sjúkrahús-
anna eftir 34 vikna verkþjálfun.
Skipulagslega verður þessi mennt-
un algeriega hliðstæð sjúkraliða-
náminu og er þess að vænta að hér
verði brotið blað í námi í mat-
vælatæknifræðum með sérþarfir
sjúkrastofnananna og stærri
mötuneyta landsins í huga. í
desembermánuði næstkomandi
mun Fjölbrautaskólinn í Breið-
holti brautskrá fyrstu stúdentana
á hússtjórnarsviði.
Á listasviði hefur skólinn braut-
skráð nemendur í tveggja ára
grunnnámi myndlistar- og hand-
íðabrautar, sem svarar til forskóla
Myndlistar- og handíðaskóla ís-
lands með mun meira bóknámi þó.
Þá brautskráði skólinn á síðasta
vori nemendur eftir tveggja ára
framhaldsmenntun í auglýsinga-
teikningu og almennum listgrein-
um og enn við sama tækifæri
fyrstu stúdenta sem brautskráðir
hafa verið á íslandi á listasviði
með fullgildan stúdentsppfs-
kjarna ásamt kjörgreinum.
Á tæknisviði hefur skólinn á
iðnfræðslubrautum brautskráð
nemendur sem hér segir: Á eins
árs grunnnámsbrautum málm-
iðna, rafiðna og tréiðna alls um
100 nemendur. Á eins árs fram-
haldsbrautum iðnfræðslu hafa
lokið tilskyldum einingafjölda, 25
á húsasmíðabraut, 14 á rafvirkja-
braut og 20 á vélsmíðabraut, en á
síðustu brautinni stunda nám
bæði vélvirkjar og rennismiðir.
Tveggja ára námi á iðnfræðslu-
brautum hafa þannig lokið eftir
kröfum Iðnfræðsluráðs til áfanga,
eininga og verknámstíma samtals
59 nemendur. Á tveggja ára fram-
haldsbrautum iðnfræðslu sem lýk-
ur með sveinsprófi eftir ákvarðað-
an verknámstíma hafa nú þegar
lokið námi, sjö húsasmiðir með
sveinsréttindum, fjórir vélvirkjar
sem einmitt í dag fá afhent
sveinsprófsskilríki sín. Þá ljúka ef
Guð lofar fjórir rafvirkjar
sveinsprófi í nóvembermánuði
næstkomandi, en þeir hafa tafist
vegna erfiðleika í skipulagsmálum
skóiastofnunarinnar í Breiðholti.
Fyrstu stúdentar á tæknisviði
verða brautskráðir í desember-
mánuði næstkomandi. Þeir ljúka
stúdentsprófi áður en þeir hafa
lokið verknámstíma og gengið
undir sveinspróf í iðngreinum
sínum.
Uppeldissvið er yngsta náms-
svið Fjölbrautaskólans í Breið-
holti, var raunverulega fyrst
stofnað á síðasta skólaári, 1978—
1979. Þar sem nemendur með
almenna bóknámsáfanga hófu
nám á uppeldissviði síðastliðið
haust, tókst að brautskrá 10 nem-
endur á tveggja ára námsbrautum
á vetrinum. Námssviðið var skipu-
iagt frá grunni á síðasta ári og
margt sem bendir til að það verði
mjög vinsælt námssvið með þrem
brautum.
Á viðskiptasviði Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti hafa flestir nem-
endur lokið prófum til þessa.
Almennt verslunarpróf sem taka
má á þrem tveggja ára náms-
brautum hafa nú þegar hátt á
annað hundrað nemendur lokið.
Sérhæfðu verslunarprófi, einnig á
þrem námsbrautum hafa 40 nem-
endur lokið. Sérhæfðu brautirnar
eru sjálfstæðar og harla mark-
vissar, brautir í tölvufræðum,
stjórnunarfræðum og sölufræð-
um. Stúdentar hafa tvívegis verið
brautskráðir á viðskiptasviði. Ný