Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
UIHHORP
Umsjón: Anders Hansen.
Skafti Harðarson.
NýstjórnSUS
kjörin á Húsavík
XXV. þing SUS var haldið
á Húsavík dagana 14. tii 16.
æptember siðastliðinn, eins
og rækilega hefur verið
skýrt frá í fréttum. Þingið
var haldið á Hótel Húsavík,
en þar er öll aðstaða mjög til
fyrirmyndar og tókst þing-
hald með ágætum. Á annað
hundrað manns sóttu þing-
ið, ungir sjálfstæðismenn úr
öllum kjördæmum landsins.
Stjórnarkjör fór fram á
sunnudag. Jón Magnússon
var einróma endurkjörinn
formaður Sambandsins, en
hann var fyrst kjörinn for-
maður SUS á þinginu í Vest-
mannaeyjum fyrir tveimur
árum. Á þinginu voru sam-
þykktar breytingar á lögum
SUS, sem fela það í sér að
tala stjórnarmanna verður
eftirleiðis óbreytt, án kjör-
fylgis Sjálfstæðisflokksins í
næstu kosningum til Alþingis
á undan. í samræmi við þessa
lagabreytingu voru eftirtalin
kjörin í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna til
næstu tveggja ára: Úr Vest-
urlandskjördæmi: Þorkell
Fjeldsted. Vestfjarðakjör-
dæmi: Guðmundur Þórðar-
son. Norðurlandskjördæmi
vestra: Karl Pálsson. Norður-
iandskjördæmi eystra: Björn
Jósef Árnviðarson og Gunn-
laugur Jón Magnússon. Aust-
urlandskjördæmi: Rúnar
Pálsson. Suðurlandskjör-
dæmi: Ólafur Helgi Kjart-
ansson og Magnús Kristins-
son. Reykjaneskjördæmi:
Fríða Proppé, Margrét Geirs-
dóttir, Þórunn Lúðvíksdóttir
og Júlíus Rafnsson. Reykja-
víkurkjördæmi: Árni Bergur
Eiríksson, Bessí Jóhanns-
dóttir, Erlendur Kristjáns-
son, Björn Hermannsson,
Kjartan Jónsson, Jón 0.
Halldórsson, Sverrir Bern-
höft, Gísli Baldvinsson og
Gústaf Níelsson.
Hin nýkjörna stjórn hefur
enn ekki skipt með sér verk-
um, en gerir það væntanlega
á fyrsta fundi sínum í dag.
Formaður, fyrsti og annar
varaformaður, ritari og
gjaldkeri stjórnarinnar
mynda framkvæmdastjórn.
Miklar breytingar urðu á
stjórn SUS að þessu sinni, en
eftirtaldir sátu í síðustu
stjórn en gáfu ekki kost á sér
til endurkjörs: Inga Jóna
Þórðardóttir, Björn Jónas-
son, Anders Hansen, Hilmar
Jónasson, Sigurður Jónsson,
Sigurpáll Einarsson, örn
Kærnested, Baldur Guð-
laugsson, Þorvaldur Mawby,
Haraldur Blöndal, Sveinn
Guðjónsson, Hreinn Loftsson
og Tryggvi Gunnarsson.
Frá störfum SUS-þingsins á Húsavík: Einar K. Guðfinnsson i ræðustól, og aðrir á myndinni,
talið frá vinstri: Gísii Baldvinsson fundarritari, Jón Magnússon formaður SUS, og Ililmar
Jónsson fundarstjóri.
Tímaritið Stefnir komið út
Stefnir, 4. tölublað
1979, er nú nýkomið út,
og á nú um það bil að
vera að berast áskrif-
endum. Nokkur brögð
hafa verið að því að
undanförnu að ritið
hefur ekki komist á
áfangastað, og eru þeir
áskrifendur sem ekki
hafa fengið blaðið því
vinsamlega beðnir um
að hafa samband við
skrifstofu Stefnis í Val-
höll, sími 81900. Nýir
áskrifendur geta einnig
gerst áskrifendur með
því að hafa samband
við Stefán H. Stefáns-
son í síma 82900, eða
Andres Hansen rit-
stjóra í síma 77556.
STEFNIR
Forsíða siðasta tölublaðs
Stefnis. Forsíðumyndin er
eftir Emiliu Björnsdóttur,
ljósmyndara.
Síðasta tölublað
Stefnis hefur að geyma
greinar eftir ýmsa
unga sjálfstæðismenn,
auk annars efnis. Þeir
sem rita greinar í ritið
að þessu sinni eru þeir
Jón Magnússon, Jón
Halldórsson, Inga Jóna
Þórðardóttir, Vilhjálm-
ur Egilsson, Kjartan
Gunnarsson og Róbert
T. Árnason. Þá er í
ritinu ritstjórnargrein
eftir Andres Hansen,
smásaga eftir Hrafn
Gunnlaugsson rithöf-
und og viðtöl eru við þá
Svein Guðjónsson
gjaldkera ÆSÍ og Frið-
rik Friðriksson for-
mann Félags frjáls-
hyggjumanna, auk
margvíslegs annars
efnis.
Mikil gróska í
starfi Bókaklúbbs
áhugamanna um
frjálshyggju
Frá því að Félag frjáls-
hyggjumanna var stofnað i
maí sl. hefur verið starf-
ræktur á þess vegum bóka-
klúbbur, Bókaklúbbur
áhugamanna um frjáls-
huggju.
Við höfðum samband við
Skafta Harðarson, umsjón-
armann bókaklúbbsins og
spurðum hann hvernig
starfsemi klúbbsins hefði
gengið.
„Frá því að við gáfum út
fyrsta fréttabréf okkar í júní
sl. höfum við selt fleiri titla,
en við nokkurn tímann höfð-
um gert okkur vonir um,“
sagði Skafti „og nú er svo
komið að við höfum selt hátt
í þrjú hundruð bækur og
bæklinga. Þetta sýnir ljós-
lega hversu mikil þörf var
orðin fyrir þjónustu eins og
þessa, þar sem bókabúðir hér
á landi eiga mjög lítið úrval
af bókum um frjálshyggju og
má t.d. nefna að hægur vandi
er að fara hér í bókabúðir og
afla sér bóka eftir hagfræð-
inginn John Kenneth Gal-
braith, sem nýtur lítillar
virðingar fræðimanna, en
hins vegar verður að sér-
panta rit eins og Capitalism
and Freedom eftir nóbels-
verðlaunahafann í hagfræði,
Milton Friedman. Bók Fried-
mans buðum við í síðasta
fréttabréfi og hefur hún selst
með eindæmum vel ásamt
bókum eins og t.d. The Road
to Serfdom og The
Constitution of Liberty eftir
F.A.Hayek, The Open Society
and Its Enemies eftir Karl R.
Popper og The Collapse of
Democracy eftir Robert
Moss.“
— En hvað um framhald á
starfi klúbbsins?
„Við höfum einsett okkur
að koma út nýju fréttabréfi
nú í byrjun október og verður
fréttabréfið sent út til allra
félaga í Félagi frjálshyggju:
manna, sem nú eru um 200. í
þessu fréttabréfi verður eftir
sem áður boðið upp á bækur
eftir Milton Friedman, F.A.
Hayek og Ludwig von Mises,
en ennfremur má nefna að á
boðstólum verða bækur, sem
vafalaust hafa lítið sést hér
áður, þar sem þær eru nýút-
komnar. Þar á meðal eru t.d.
bók franska nýheimspekings-
ins Bernard Henry-Levi,
Barbarism with a Human
Face, To Build a Castle eftir
Valdimir Bukovsky og The
Conservative Intellectual
Movement in America eftir
Georg H. Nash."
Áhugamenn geta skrifað
Bókaklúbbnum og beðið um
bækur, eða haft samband við
Skafta Harðarson í síma
85298 á kvöldin. Bréf til.
póstsins skulu stíluð á
Bókaklúbbur áhugamanna
um frjálshyggju,
Pósthólf 1334
121 Reykjavik.