Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
37
Minning:
Kristrún Sveinsdóttir
frá Hrafnkelsstöðum
Ég velt hestlnn minn traustan
og mig heimvonin gleður
það er bjart fyrir austan
þar er blfðskaparveður.
Þessar ljóðlínur Eiríks Einars-
sonar frá Hæli koma mér í hug,
þegar ég sest niður og reyni að
festa á blað nokkrar línur um
vinkonu mína, Kristrúnu Sveins-
dóttur.
Hún var fædd að Hrafnkelsstöð-
um í Hrunamannahreppi, Árnes-
sýslu, 2. september 1930, dóttir
hjónanna Sigríðar Haraldsdóttur
og Sveins Sveinssonar, sem þar
bjuggu myndarbúi en Sveinn lést
árið 1954.
Rúna, eins og við kölluðum
hana, ólst upp í foreldrahúsum í
glöðum systkinahópi. Hún gekk í
barnaskólann á Flúðum og einn
vetur var hún við nám í Hús-
mæðraskóla Suðurlands að Laug-
arvatni. Skólaveru sinnar minnt-
ist hún ætíð með gleði enda mun
hún hafa átt létt með nám. Örlög-
in höguðu því þannig að þar sem
hún hafði ekki heilsu til sveita-
vinnu, lá leið hennar til Reykja-
víkur, þar sem hún vann við ýmis
störf en lengst af þó eða í 17 ár í
prentsmiðjunni Hilmi.
Við Rúna höfðum í raun þekkst
eða vitað hvor af annarri frá því
við vorum smátelpur þó við bytt-
umst ekki vináttuböndum fyrr en
á fullorðinsárum, þegar hún fór að
koma á heimili okkar hjónanna og
varð brátt ein af fjölskyldunni.
Hún var aufúsugestur hvenær
sem var og alltaf sjálfsögð við öll
meiriháttar tækifæri í fjölskyld-
unni. Það var alltaf bjart og glatt í
kringum Rúnu og við hér í Siglu-
voginum eigum svo óteljandi góð-
ar og skemmtilegar minningar um
hana — um vináttu hennar, hjálp-
fýsi og ljúfmennsku. Hún var
víðlesin og fróðleiksfús — hún var
svo mikill ljóðaunnandi og kunni
svo mikið af ljóðum, að ég minnist
ekki að hafa kynnst öðru eins. Ef
það stóð í manni vísupartur eða
Ijóðahending var kallað í Rúnu og
hún kunni oftast ekki aðeins
framhaldið heldur vissi líka hver
höfundurinn var. Hún hafði mikið
gaman af leiklist og var tíður
gestur í leikhúsum og þó hún væri
ekki söngmanneskja sjálf hafði
hún yndi af fallegum söng og var
mikil smekkmanneskja á hvort-
tveggja.
Rúna unni sveitinni sinni af
heilum hug. Ég býst við að slík
átthagatryggð finnist vart meiri.
Hún bar hag alls síns fólks fyrir
austan mikið fyrir brjósti og ekki
aðeins fjölskyldu sinnar heldur
allra sveitunga sinna. Hún elskaði
sannarlega nafn Árnesþings og
þangað stefndi hugur hennar alla
tíð. Hún fór heim að Hrafnkels-
stöðum hvenær sem hún gat.
Rúna giftist ekki og eignaðist
ekki börn, en hún breiddi sig yfir
systkinabörn sín og börn vina
sinna, þar á meðal mín börn, og
svo aftur börn þeirra. Hún hændi
að sér börnin og ekki síst ungling-
ana. Þegar foreldrar þurfa að
bregða sér út í heim er ekki alltaf
auðvelt að fara frá fólki á ungl-
ingsárum einum í heimahúsum og
ekki er hægt að senda þau í fóstur
eins og smábörn — þá er gott að
eiga góða vinkonu, sem leysir
vandann með því að koma og búa á
heimilinu á meðan. Þennan vanda
leysti Rúna oftar en einu sinni
fyrir okkur hjónin. Enginn ungl-
inganna hér hafði á móti að hafa
hana hjá sér — síður en svo. Og
ekki var hún Rúna síðri við gamla
fólkið, sem á vegi hennar varð og
ólöt að heimsækja þá sem lítt áttu
heimangegnt vegna aldurs og
sjúkleika.
Fyrir nokkrum árum gerðist
Rúna félagi í Góðtemplararegl-
unni. Þar bættist Reglunni góður
liðsmaður því hún var góð félags-
manneskja. Hún hafði mikla
ánægju af störfum sínum í stúk-
unni sinni, „Einingunni", og ann-
ars staðar í Reglunni. Rúna var
upplesari af guðs náð — framsögn
hennar skýr og málfarið svo
hreint og fallegt. Hún tók líka
þátt í leikstarfsemi á skemmti-
kvöldum en hún vann einnig að
heill brautargengi Reglunnar út á
við sem inn á við. Það er gott. fyrir
hvaða félagsskap sem er að eign-
ast slíkan liðsmann enda var hún
metin að verðleikum innan vé-
banda félagsskaparins.
Rúnu þótti ákaflega gaman að
ferðast — hafði næmt auga fyrir
fegurð náttúrunnar og áhuga fyrir
mannlífinu almennt. Hún ferðað-
ist þó nokkuð um landið okkar og
eina ógleymanlega ferð fór hún til
Norðurlandanna.
Þetta er í stórum dráttum ævi-
saga Rúnu vinkonu minnar. Saga
farsællar ævi sem lauk of
snemma. Fyrir hálfu ári kenndi
hún þess sjúkdóms, sem síðar dró
hana til dauða. — Það eru hörð
örlög að þurfa að hverfa burt á
miðjum aldri og okkur óskiljan-
legt, sem eftir stöndum, hvers
vegna þetta þurfti að henda hana.
Að horfa á vini sína berjast
vonlausri baráttu er mörgum of-
viða — maður fyllist fyrst mátt-
vana reiði og sárindum. En þegar
svo er komið að ekkert er eftir
nema þetta eina og þreytan er að
buga hetjulund sjúklingsins, þá
fer maður að óska eftir að hvíldin
komi sem fyrst. Þannig sættir lífið
mann við dauðann.
En Rúna var ekki ein — öldruð
móðir hennar vék varla frá
sjúkrabeði hennar síðustu mánuð-
ina og vikurnar — hvorki nótt né
dag. Hún veitti dóttur sinni ómet-
anlegan styrk. Það eru margar
hetjusögur úr hversdagslífinu,
sem hvergi eru skráðar — sögur
um fórnarlund, sem hvergi á sinn
líka.
Ég vil flytja öllu starfsliði
deildar A-6 á Borgarspítalanum,
þar sem Rúna dvaldi frá upphafi
veikinda sinna til endaloka, hjart-
ans þakkir fjölskyldu hennar og
okkar vina hennar. Sú frábæra
hjúkrun og aðhlynning, sem hún
hlaut þar, yljaði okkur um hjarta-
rætur og mun aldrei gleymast.
Rúna verður jarðsett að Hruna í
dag — heima í sveitinni sinni, sem
hún unni svo mjög. Ég vildi óska
sveitinni hennar og þjóðinni allri
að hún eignaðist sem flestar slíkar
dætur.
Að leiðarlokum vottum við ég og
mín fjölskylda og allir vinir henn-
ar hér í Reykjavík móður hennar,
systkinum og öðru skylduliði okk-
ar dýpstu og innilegustu samúð.
Minningin um hana mun lifa björt
og falleg í hjörtum okkar og við
þökkum henni samfylgdina öll
þessi góðu ár og biðjum henni
fararheilla og blessunar á ókomn-
um stigum.
Ásgerður Ingimarsdóttir
Hún Rúna frá Hrafnkelsstöðum
er dáin aðeins 49 ára gömul. Með
þakklátum huga ætla ég að minn-
ast hennar með nokkrum orðum.
Við áttum saman indælar og
ógleymanlegar stundir á ferðalög-
um um landið okkar.
Fullu nafni hét hún Kristrún
Sveinsdóttir. Fædd 2. september
1930, dáin 24. september 1979.
Hún fæddist á Hrafnkelsstöðum í
Hrunamannahreppi — dóttir
hjónanna Sigríðar Haraldsdóttur
og Sveins Sveinssonar, sem þar
bjuggu. Hún ólst þar upp við
bókalestur og sögufróðleik ásamt
ríkri átthagatryggð. Okkar góðu
kynni byrjuðu með þeim hætti að
fyrir meira en tveimur áratugum
vorum við á afmælismóti Ung-
mennafélags Islands á Þingvöllum
og varð okkur reikað upp á syðri
barm Almannagjár við Öxarár-
foss, sitt í hvoru lagi, því báðar
vorum við einar. Þar hittumst við
og tókum tal saman og var okkur
það sama í hug að njóta þarna í
Minning:
Guðmundur Jónsson
Asbjarnarstöðum
kvöldkyrrðinni þessa dásamlega
og stórbrotna landslags á okkar
kæra sögustað og ekki spillti það,
að íþróttafólkið sýndi þrótt sinn
og getu á völlunum ásamt fjöl-
menni og tilheyrandi tjaldborg.
Seinna ferðuðumst við Rúna
saman bæði í lofti og á landi og
alltaf var hún sami glaði og góði
félaginn. Ég minnist þess, þegar
ég ætlaði að hrósa henni fyrir að
taka mig með sem ferðafélaga, þó
ég væri heilli kynslóð eldri:
„Ekkert þvaður," sagði hún og
bandaði hendinni góðlátlega til
mín. Stundum minnti hún mig á
sinn sögufróða og frásagnarglaða
móðurbróður, Helga á Hrafnkels-
stöðum, þegar við fórum framhjá
einhverjum sögustað. Þá rakti hún
fyrir okkur atburði úr sögunni eða
sagði okkur að á þessum bæ bjó
þetta skáldið.
Hún Rúna hafði marga hæfi-
leika þó hún lifði kyrrlátu lífi og
bæri kannski ekki mikið á henni.
Ég minnist, ásamt fleiru, þegar
hún bauð mér á kvöldvöku í
stúkunni sinni. Þá sýndi hún, að
hún átti leikhæfileika á senunni
eins og hennar fólk.
En nú er hún horfin okkur í bili.
Hún háði langa og stranga bar-
áttu við hinn banvæna sjúkdóm —
en þar var hún ekki einstæðingur.
Hin aldraða móðir hennar með
sinn heita móðurfaðm sat hjá
henni síðustu mánuðina með smá-
hvíldum frá dóttur og tengda-
dætrum og margar vinkonur Rúnu
sýndu góðleik og tryggð í veikind-
um hennar.
Ég votta þessu fólki samúð
mína. Veri svo góð vina sæl að
sinni, sjáumst bráðum og njótum
fegurðar guðs í öðrum heimi.
Margrét Sigurðardóttir
Miðfelli
Fæddur 27. desember 1896.
Dáinn 16. september 1979.
Þegar Kviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér.
Hræðstu eigt, Hel er förtjaid,
hlnum megin blrtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
hlmina til þlg aftur ber.
Drottinn eiakar, drottinn vakir
daga og nœtur yfir þér.
S.Kr.P.
Guðmundur Jónsson er lagður
af stað í ferðina löngu.
Eins og alltaf þegar dauðinn
heggur sitt skarð, eru öll orð svo
fátækleg, þó langar okkur að
minnast lítillega þessa gamla
manns, sem dvalist hefur hér á
Ásbjarnarstöðum lengur en við
munum.
Guðmundur var fæddur að
Kringlu í Austur-Húnavatnssýslu
27. desember 1896, Ekki erum við
nógu fróð um hans æviferil fram-
an af til að geta rakið hann, vitum
þó að foreldrar hans fluttust um
aldamótin vestur um haf með öll
sín börn nema hann, sem einn
varð eftir. Systkini hans héldu
bréflegu sambandi við hann og
langaði þau til að fá hann til sín í
heimsókn, sem þó aldrei varð af,
líklegt að honum hafi þótt í heldur
mikið ráðist að taka sér ferð á
hendur til annarra landa.
Á þeim tímum sem Guðmundur
var ungur maður var mjög erfitt
uppdráttar og víst ekki á meðfæri
okkar, sem alist höfum upp við
allsnægtir, að skrifa um það basl,
sem fólk þeirra tíma varð að
takast á við, en víst er að fátækt-
in, ásamt mörgum öðrum erfið-
leikum, fór ekki fram hjá Guð-
mundi. Hann vann ýmiss konar
störf bæði sunnanlands og norðan
og mun aðbúnaður vinnumanna á
þeim tímum ekki alltaf hafa verið
sem ákjósanlegastur.
Að Ásbjarnarstöðum kom hann
árið 1933 og um vorið 1936 keypti
okkar fólk jörðina og hóf hér
búskap. Dvaldist hann þá hér
áfram og hefur ekki gert víðreist
um dagana. í dalnum kunni hann
vel við sig og vildi vera, búskapur-
inn og sveitastörfin áttu hug hans
allan. Hann var sívinnandi og
sannast sagna ekki hálfur maður
eins og sagt er, ef hann hafði ekki
ávallt næg verkefni.
Guðmundur átti alltaf nokkrar
skepnur, og um þær annaðist hann
af mikilli vandvirkni. Frekar lét
hann bíða að hugsa um sjálfan sig
ef hann vissi ferfætlingana sína
vera þar sem ekki fór nógu vel um
þá.
Snyrtimaður var hann í um-
gengni, trúr í verkum sínum og
vildi allt vel gera sem hann kom
nálægt. Það verða mörg handtökin
ógerð nú, þegar hann er hættur að
ganga í þau verk sem hann sá að
sinna þurfti.
Ósköpin öll af vísum, rímum og
kvæðum kunni hann, en margt af
því fer því miður með honum.
Mikið yndi hafði hann ennfremur
af söng og tók sjálfur þátt í
honum ávallt er hann hafði tæki-
færi til.
Ekki var Guðmundur allra, en
tryggur vinur þar sem hann tók
því.
Barngóður var hann einnig, því
kynntumst við í æsku, e.t.v. bezt
allra. Okkar börnum var hann
alltaf mjög góður, og þakka þau
honum nú samfylgdina.
Guðmundur var fluttur á Borg-
arspítalann 30. ágúst s.l. Áður var
hann búinn að dvelja á sjúkrahús-
inu á Hvammstanga um nokkurn
tíma. Hann lést á Borgarspítalan-
um 16. september s.l. og þakklát
erum við öll fyrir að hann þurfti
ekki að þjást lengur af þeim
sjúkdómi sem herjaði á hann,
heldur fékk hvíldina svo fljótt.
Mun það líka hafa verið hans eigin
ósk að svo færi.
Nú er einum færra í dalnum og
gamli bærinn auður. Og er við í
dag fylgjum Guðmundi síðasta
spölinn kveðjum við hann með
einlægri þökk fyrir allt og allt.
Megi guð blessa minningu hans.
Systkinin Ásbjarnarstöðum
BOSCH
rafmagns-handverkfæri
KYNNING
í DAG KL. 14—18
Kynnir hr. Voser frá Bosch meðferö
Bosch-handverkfæra
Sýnt verður „BLÁA LÍNAN“
fyrir iðnaðarmenn
„GRÆNA LÍNAN“
fyrir áhugamenn
í VOLVOSALNUM,
SUÐURLANDSBRAUT16
Sýningargestum verður gefinn kostur á að
taka ókeypis þátt í HAPPDRÆTTI
8 VINNINGAR:
• Bosch verkfæri.
• Sjónvarpsleiktæki
\mnai SfygeiMon h.f
Suöurlandsbraut 16
Sími 35200