Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 39

Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 39 Minning: Gísli Guðmundsson kirkjubóndi Hvalsnesi Fæddur 12. mars 1904 Dáinn 8. sept. 1979 Þegar ég frétti lát þessa mæta manns, Gísla bónda á Hvalsnesi, og hvernig viðskiinað hans við okkar heim bar að, komu mér í huga þessi orð biblíunnar: „Nú lætur þú Herra þjón þinn í friði fara.“ Já, hann Gísli fór sannarlega í friði Guðs úr þessari veröld okkar. Seinnipart nætur er hann vaknaði af svefni og fann að nú var ekki um að ræða lengri tilvist hér, kvaddi hann sína elskulegu eigin- konu, er hafði alla þeirra sam- verutíð verið hans frábæra stoð og styrkur, faðmaði hana að sér og þakkaði henni fyrir allt og allt um leið og hann sagði veikum rómi, að nú væri þetta sitt síðasta. Ör- stuttri stund síðar hneig hann út af í faðmi konu sinnar. Gísli G. Guðmundsson var fæddur í Kiapparkoti á Miðnesi 12. marz 1904, flutti 2. ára gamall með foreldrum sínum að Norður- koti þar skammt frá. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Gislason, Eyjólfsson- ar, fæddur í Oddakoti í Landeyj- um 1868, og Gróa Bjarný Einars- dóttir, fædd að Hópi, Grindavík, 1873. Guðmundur Gíslason var seinni maður Gróu Bjarnýjar. Fyrri maður hennar var Gestur' Sigurðsson, fæddur í Garðinum. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson og Lísibet Jónsdótt- ir, er bjuggu þar á Miðhúsum, Gauksstöðum, og Brekkugerði. Þau Gróa Bjarný og Gestur eign- uðust tvö börn, Einar, ógiftur, býr í Norðurkoti, og Lísebet, ekkja Alberts Bjarnasonar, skipstjóra, býr í Keflavík. Hjónaband þeirra hjóna varði mjög skammt. Gestur Sigurðsson drukknaði þann 6. júní árið 1900 er hann var við hand- færaveiðar á seglskútunni Guð- rúnu frá Reykjavík. Foreldrar Gróu Bjarnýjar voru Einar Jónsson, sonur Jóns Haf- liðasonar, hreppstjóra á Hópi, Grindavík, og hans konu, Gróu Þórðardóttur. Þau voru bæði af grónum Suðurnesjaættum. Fyrri kona Einars Jónssonar, móðir Gróu Bjarnýjar, var Sigríð- ur ísleifsdóttir, Guðmundssonar frá Götum í Mýrdal. Hún var systir Guðmundar ísleifssonar, kaupmanns á Háeyri, tengdasonar Þorleifs Kolbeinssonar ríka á Háeyri. Einar Jónsson og Sigríður bjuggu í Tjarnarkoti skammt frá Flankarstöðum á Miðnesi. Þau eignuðust auk Gróu 2 syni. Sigríð- ur dó þrítug að aldri árið 1882. Einar giftist nokkru síðar Margréti Hannesdóttur, æjtaðri frá Presthúsum í Mýrdal. Þau bjuggu í Endagerði. Eignuðust þau 5 börn. Þrjú þeirra komust til fullorðinsára. Einar Jónsson, afi Gísla á Hvalsnesi, drukknaði af þilskipinu „Bluebell" þann 26. sept. 1889, er það rak upp á austanverðan Gerð- hólmann í austanroki og brotnaði þar í spón. Þau Guðmundur og Gróa í Norðurkoti eignuðust 3 börn. Var Gísli þeirra elstur. Hin voru Sig- urður Ragnar, fæddur 1907, nú látinn. Eftirlifandi kona hans er Ingibjörg Ólafsdóttir, búsett í Keflavík. Margrét, fædd 1909, látin. Eftirlifandi maður hennar er Ólafur Gíslason. Þau bjuggu í Keflavík. Gísli G. Guðmundsson ólst upp hjá foreldrum sínum í Norðurkoti. Vandist hann fljótt til verka á landi og á sjó, fór ungur að sækja sjóinn á mótorbátum frá Sand- gerði. Hann var einn þeirra er sótti fyrsta vélstjóranámskeiðið er haldið var í Keflavík og var hann svo um árabil mótoristi (vélstjóri) á bátum frá Sandgerði. Vann við ýmis störf í landi þegar sjór var ekki stundaður. Þegar Gísli var 27 ára gamall árið 1931, veiktist hann af berklum. Varð þá að fara á Vífilsstaðahælið og dvaldi þar í tæp 2 ár. Fékk dágóða heilsu, fór þá aftur að stunda sjóinn og vinna á sumrin við heyskap o.fl., en eftir rösklega eitt ár varð hann að fara aftur á Vífilsstaðahælið, kom þaðan al- kominn 1937. Var Gísli aldrei heilsusterkur eftir þau veikindi er hann fékk. Gísli G. Guðmundsson var ung- ur maður þegar hann fór að taka þátt í félags- og menningarmálum Miðnesinga. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Mið- nesinga og lék í mörgum leikritum hjá því félagi. Hann var einn af stofnendum Slysavarnadeildar- innar Sigurvonar í Sandgerði og lengi gjaldkeri hennar og siðar gerður heiðursfélagi hennar. Stofnfélagi Lionsklúbbs Sand- gerðis. Einnig átti Gísli sæti í hreppsnefnd og skólanefnd um nokkurt skeið, og nú síðustu árin frá 1970, eftir að Magnús Pálsson mágur hans lést, var hann í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur. 40 ára gamall fór Gísli í raf- virkjanám hjá Aðalsteini Gísla- syni rafvirkjameistara í Sand- gerði. Lærði hann það sem með þurfti á einum vetri í Iðnskólan- um og varð þriðji efstur, aldurs- forseti nemendanna. Hafði hann áður unnið nokkuð lengi hjá Aðal- steini við það fag. Upp frá því vann Gísli lengst af sem rafvirki meðan heilsa leyfði og þegar rafmagn var lagt í Hvalsnes- kirkju, vann Gísli það verk, en Aðalsteinn rafvirkjameistari gaf efnið. Hvalsnes er stórt nafn hér á Suðurnesjum. Ber þaðan hæst yfir land og lýð nafn séra Hallgríms Péturssonar. Þar hafa margir lærðir og leikir setið um aldaraðir. Þegar ég var barn og unglingur, bjuggu þar hjónin Páll Magnús- son, bóndi og formaður, ættaður undan Eyjafjöllum, og hans koná, Guðlaug Eyjólfsdóttir, ættuð úr Hvolshreppi. Guðlaug var alsystir Guðfinnu móður Finnboga föður míns. Þau hjón eignuðust 3 börn, tvo syni og eina dóttur. Elsta barn þeirra var Magnús, hinn velþekkti, fjölhæfi merkismaður, sem nú er látinn fyrir tæpum áratug. Salómon Eyjólfur, er drukknaði ungur að árum í fiskiróðri á Austfjörðum, og dóttirin Guðrún Sigurrós, sem nú kveður sinn ástvin og eiginmann. Gísli og Guðrún gengu í hjóna- band 3. ágúst 1935. Höfðu þau því verið gift hjón í rösk 44 ár, þegar leiðir skildu í bili. Þau eignuðust tvær dætur. Heitir eldri dóttirin Guðlaug. Hennar maður er Tómas Grétar Ólason, þau eiga 4 dætur og búa á Borgarholtsbraut 73 í Kópavogi, og Iðunn Gróa, maður hennar er Hjálmtýr Guðmunds- son, þau eiga 3 dætur og einn son og búa í Hraunbæ 78 í Reykjavík. Auk þeirra systra ólst upp á Hvalsnesi Sveinn Sveinsson frá 2ja ára aldri, frændi Guðrúnar, og Halldóra Þórðardóttir er fæddist þar. Einn allra merkasti þáttur í lífsstarfi Gísla á Hvalsnesi var starf hans og umhyggja við kirkj- una sína þar á staðnum. Frá 1940 var hann meðhjálpari í kirkjunni, safnaðarfulltrúi var hann á fjórða tug ára. Mætti hann á öllum héraðsfundum Kjalarnesprófasts- dæmis að undanteknum einum, en þá fékk hann ekki fundarboð fyrr en eftir að fundurinn var afstað- inn. Gjaldkeri kirkjugarðssjóðs Hvalsneskirkju var hann um langa tíð. Þeir eru orðnir margir gestirnir sem komið hafa í Hvalsneskirkju á þeim nær 5 áratugum sem þau Guðrún og Gísli hafa þar ráðið húsum. Flestir hafa þeir farið fróðari en þeir komu eftir að hinir margfróðu gestgjafar þar, þeir Magnús og Gísli, höfðu sagt þeim ýmislegt um sögu staðarins, kirkj- unnar og byggðalagsins. Fjölda þessa fólks hefur verið boðið inn á heimili þeirra hjóna Gísla og Guðrúnar og þegið þar af rausn þeirra og vinskap, bæði í orði og á borði. Þá má ekki gleyma honum Magnúsi, bróður Guðrúnar, er byrjaði 14 ára gamall að syngja í kirkjunni. Þegar Þorlákur Bene- diktsson í Akurhúsum í Garði hafði verið organisti þar í 2 ár, sagði séra Friðrik Rafnar, prestur á Útskálum, eitt sinn er hann messaði á Hvalsnesi við þau syst- kini, Guðrúnu og Magnús, að nú yrðu þau að taka að sér organista- starfið í kirkjunni. Þetta var snemma árs 1918. Þá var Magnús 26 ára gamall, ólærður á slík hljóðfæri. Hann tók ákvörðun og fór að æfa sig með einhverri tilsögn er hann fékk hjá öðrum og lék hann á orgel kirkjunnar í fyrsta sinn við jarðarför 3 kvenna þar af Miðnesi er létust úr „spönsku veikinni" haustið 1918, en í janúar 1919 lék Magnús við fyrstu messugjörð í kirkjunni sinni og þaðan í frá í nærfellt 45 ár — við næstum allar athafnir. Gísli var hinn síglaði og skemmtilegi maður, einatt tilbú- inn með grín og gamansemi á að hitta. Við þau tækifæri var brosið hans sérlega skemmtilegt og er minnisstætt. Margar skemmtileg- ar sögur og sagnir kunni hann bæði í lausu og bundu máli. Sjálfur bjó hann til vísur að mér er sagt. Eru einhverjar þeirra til eftir hann. Bókamaður var Gísli, las sér til ánægju þjóðlegan fróð- leik og skrifaði nokkuð af því tagi er hann kunni í blöð og bækur öðruirv til ánægju aflestrar. Gísli lærði lítilsháttar bókband, vann dálítið við það af og til um margra ára skeið. Fórst honum það vel úr hendi sem allt annað er hans vöndugheit fóru hug og höndum um. í nær tvo áratugi hafa leiðir okkar Gísla legið saman á héraðs- fundum Kjalarnesprófastsdæmis. Þar var Gísli sífellt lífrænn þátt- takandi. Hafði vakandi áhuga og skilning á öllu sem málefni kirkj- unnar varðaði. Kom hann þar oft með snjallar, en nýstárlegar til- lögur og flutti sitt mál mjög vel. Er mikill sjónarsviptir af þeim ágæta heiðursmanni úr okkar hópi. Það voru traust frændsemis- og vináttubönd milli heimilis for- eldra minna og Hvalsnesfjölskyld- unnar. Guðrún, blessuð frænka, er nú orðin ein eftir af eldri stofnin- um. Virðist sá yngri taka í arf kosti foreldra sinna og frænda. Ég vil færa Gísla, vini mínum, miklar þakkir fyrir hans góðu viðkynningu og samskipti okkar sem voru einatt heil og sönn frá hans hendi eins og maðurinn var sjálfur. Guð blessi minningu hins mæta manns, Gísla B. Guðmundssonar. Innilegar samúðar- og blessun- arkveðjur til Guðrúnar frænku, dætranna og fjölskyldna þeirra, systkina Gísla og annarra ætt- ingja. Guðmundur A. Finnbogason Kveðja frá sóknarnefnd Hvalsn- essóknar. I dag er til moldar borinn Gísli G. Guðmumdsson frá Hvalsnesi. Hann andaðist að heimili sínu laugardaginn 8. september s.l. Gísli fæddist að Norðurkoti í Miðneshreppi 12. marz 1904 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. 3. ágúst 1935 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Pálsdóttir frá Hvalsnesi og stofnuðu þau heimili þar og hafa búið þr síðan og var Gísli jafnan kenndur við Hvals- nes.Gísli og Guðrún eiga tvær dætur, Guðlaugu sem gift er Tómasi Grétari Ólasyni og Iðunn sem gift er Hjálmtý Guðmunds- syni og eru barnabörnin átta. Gestrisni var mikil á heimili þeirra Gísla og Guðrúnar. Gísli var margfróður enda víðlesinn, var hann manna fróðastur um sögu Hvalsneskirkju, og miðlaði hann gestum af fróðleik sínum en Guðrún stóð fyrir rausnarlegum veitingum. Á Hvalsnesheimilinu líður manni vel. Gísli gegndi ýmsum störfum fyrir sveitarfélag sitt, en lengst og mest starfaði hann fyrir Hvals- neskirkju. Hann var kirkjuhald- ari, meðhjálpari og hringjari var hann einnig í mörg ár. Safnaðar- fulltrúi var hann í fjöldamörg ár. Sóknarnefnd Hvalsnessóknar vill þakka honum samstarfið og öll hans störf sem hann innti af hendi af sérstakri trúmennsku allt til dauðadags enda þótt hann væri oft heilsuveill, en það var hann seinni hluta ævi sinnar. Við vottum eiginkonu hans dætrum og öðrum ættingjum inni- lega samúð. Guð og gæfa fylgi þeim á ófarinni ævibraut. F.h. sóknarnefndar Hvalsnessóknar. Halldór Thorlacius. Hinn 8. sept. vöknuðum við við þær fréttir að elsku afi okkar hefði dáið rétt undir morguninn. Hann hafði oft óskað þess að fá að fara skyndilega og án þess að líða mikið, helst heima. Góður Guð lét þessa ósk hans rætast og er það okkur huggun í sorginni. Oft hafði afi verið veikur og legið á sjúkra- húsum, en alltaf með jákvæðri hugsun og sterkri trú sinni komist aftur á fætur. Og meira að segja keyrði hann bílinn sinn fram á síðasta dag. Margar góðar minningar eigum við um afa. Hann var léttur í lund, opinn fyrir öllum nýjungum og hafði mikinn áhuga á öllum fram- förum. Og þó að það væru sextíu ár á milli hans og okkar krakk- anna, skildi hann okkur mjög vel. Hvort sem við vorum tíu ára í vandræðum með að prjóna á dúkkurnar okkar, eða sautján ára og langaði á dansleik eða í bíltúr, alltaf leysti hann málin þannig, að allir urðu ánægðir. Hann hvatti okkur ávallt til dáða í hverju því er við tókum okkur fyrir hendur. Sérstakan áhuga hafði hann á söng og tónlist og áttum við margar ógleymanlegar ánægju- stundir við orgelið í stofunni hjá afa og ömmu. Við eigum honum mikið að þakka, ekki síst við eldri systkinin, sem áttum heima hjá afa og ömmu fyrstu árin okkar. En mest af öllu viljum við þakka honum fyrir góða og hlýja hug- ann, sem við fengum að njóta. Hann kenndi okkur að finna að bezt er að vera Guðs barn, en trúin á Guð var númer eitt í lífi hans og einkenndi öll hans störf. Orðatiltækið „ef Guð lofar" var honum afar tamt. Við vonum að við höfum visku til að notfæra okkur það sem hann kenndi okkur og getum látið eins gott af okkur leiða og hann. Við gætum skrifað heila ritgerð um gerðir og líf afa, en eins og hann sagði sjálfur er best að hver þekki hann og muni eins og hann kynntist honum. Við biðjum bóðan Guð að geyma hann og að styrkja elsku ömmu, sem hefur staðið eins og hetja við hlið afa í gegnum árin. Við kveðjum hann með einu af versunum sem hann kenndi okkur og kallaði alltaf síðan, versið hennar Klöru, og erum sannfærð um að bænin hans hefur ræst. LegK ég nú beði lfi og (tnd ljúH Jesú 1 þina hönd. Seinaat þegar ég aofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Klara, Gísli, Sigrún Kolbrún. Guðmundur Axelsson múrari—Minning Skært geta letftrin logaA. Liðin og myrkvuð Ar blrtaat 1 blárri mððu, sem bro« i gegnum tár. Bak við heilaga harma er hlmlnninn alltaf blár. D. StefánsHon. Hann var fæddur 14. marz 1915 í Melgerði við Akureyri. Næstelzta barn hjónanna Lilju Hallgríms- dóttur og Axels Guðmundssonar, er lengst bjuggu í Stóra-Gerði í Hörgárdal. Alls urðu börn þeirra 6, og eru 4 á lífi. Stefanía og Sigríður, er búsettar eru í Kópavogi, og Ingvar og Lilja, búsett í Reykjavík. Ein systirin, Anna, andaðist 1942, aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri, en hún var fædd sama mánaðardag og Guðmundur. Snemma þurfti Guðmundur að fara að vinna fyrir sér, en þau störf, er hann fékkst við um ævina, voru aðallega vegavinnu- störf framan af, búskapur og múrverk. Vegna dugnaðar og vandvirkni við hið síðastnefnda hlaut hann múrararéttindi og starfaði sem slíkur æ síðan. Hamhleypa var hann til allra verka og var ekkert lát á því meðan hann lifði. Guðmundur kvæntist þýskri konu, Anný Gústafsdóttur, sem reyndist honum frábær lífsföru- nautur. Þau eignuðust 5 efnileg bðrn, Axel, Lilju, Ragnheiði, Loga og Olgu, sem enn er ófermd. Dætrum Annýar frá fyrra hjóna- bandi, Hönnu og Guðrúnu, gekk hann í föðurstað. Guðmundur var alltaf vakinn og sofinn að hugsa um heimilið og vinna því allt hið bezta. Hann var það sem sagt er, drengur góður, vildi ætíð rétta hjálparhönd, þar sem hann vissi að þess væri þörf, og þá ekki alltaf af miklum efnum. Alltaf þráði hann norður í sveit- ina sína, en örlögin höguðu því þannig, að hann bjó lengst af á Suðvesturlandi, síðustu 10 árin í Keflavík. Þar undi Guðmundur sér vel og hefði átt áð geta farið að hægja á sér með vinnu og njóta árangurs erfiðis síns. En þá veikt- ist hann skyndilega og andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans hinn 21. september eftir stutta en stranga legu, 64 ára gamall. Konu hans, börnum og öðrum venzlamönnum votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð, og óska Guðmundi mági mínum góðrar ferðar á ókunnum leiðum. Þorbjörg Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.