Morgunblaðið - 29.09.1979, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.09.1979, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG4RDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 Valur og ÍA bítast á ný VALUR og ÍA reyna aítur með sér á Laugardalsvell- inum í dag og hefst leikur- inn klukkan 14.00. Ætla mætti, að liðin séu orðin frekar þreytt hvort á öðru. Svo sem kunnugt er, glíma liðin hér um hið lausa UFEA-sæti. Þjóöverjar haröir við útlendingana BRUNO Pezzey, austurríski landsliðsmaðurinn i knattspyrnu og leikmaður með Eintrakt Frankfurt, var fyrir skömmu dæmdur i þriggja mánaða leik- bann fyrir að sparka i mótherja sinn í stað boltans. Mun hann hafa framið ódæðið visvitandi og i bræðiskasti. Hann virtist hafa komist upp með sparkið, en þá kom i ljós að sjónvarpið hafði klófest atvikið. Var Pezzey síðan dæmdur í umrætt leikbann og háa fjársekt Kynæsandi fótleggir! KÖNNUN sem gerð var í Bandaríkjunum, sýndi að milli 20 og 30% af vallar- gestum á knattspyrnuvöll- um í Bandaríkjunum, eru konur af yngri gerðinni, 15—35 ára gamlar. Skýringin sem gefin er, er sú að fótleggir knatt- spyrnumanna þyki kynæs- andi! Hvað segja dömurn- ar um það? að auki. Þetta kemur sér illa fyrir Frankfurt, sem berst á toppi þýsku deildarinnar, en Pezzey er lykilmaður liðsins, skoraði t.d. sigurmarkið gegn Hamburger SV um síðustu helgi. Það er stutt síðan annar erlend- ur leikmaður í Þýskalandi var dæmdur í svipað leikbann fyrir ekki ólíkt brot, þó heldur vægara, en það var enski landsliðsmaður- inn Dave Watson, sem leikur með Werder Bremen. Watson missti úr 8 deildarleiki og fékk háa fjársekt í þokkabót. Virðist sem Þjóðverjar haldi þeirri stefnu að refsa útlend- ingum mun harðar en heima- mönnum, hvað svo sem veldur. • Bruno Fezzey Reykjanesmótið í handknattleik er nú farið af stað 9 félög taka þátt í mótinu að þessu sinni og verður keppt í 9 flokkum, þ.e. M.fl., 1., 2„ 3„ 4. og 5 fl. karla og M.fl., 2. og 3. fl. kvenna. Áætlaður fjöldi þátttak- enda er alls um 720 manns. Leikið verður í iþróttahúsun- um að Varmá i Mosfellssveit, Seltjarnarnesi, Ásgarði í Garða- bæ, Iiafnarfirði og Njarðvík. Mótið hefst fimmtudaginn 27.9. 1979 kl. 19.30 að Varmá með leik U.M.F.A. og F.H. i M.fl. karla en að þeim lcik ioknum ieika i m.fl. karla H.K. og Haukar. 1978 urðu Haukar Reykjanesmeistarar í m.fl. karla. Leikir i 1. og 3. fl. karla og 3. fl. kvenna verða leiknir í Hafnar- firði, i 2. fl. karla og kvenna í Ásgarði, Garðabæ, í 4. fl. karla i Njarðvik og í 5. fl. karla að Varmá i Mosfellssveit. t m.fl. karla er leikið i 1 riðli og verða Ieikir sem hér segir: Varmá: Sunnudacinn 30.9. U. 14.00 H.K.—Grótta HafnarfJðrAur: Sunnudag 30.9 kL 16.00 Haukar-U.M.F.A. F.H.—U.B.K. Áagarður: Mtóvikud. 3.10. U. 20.00 Grótta—Haukar Stjarnan—H.K. Hafnarfjóróur: Sunnud. 7.10. U. 20.00 F.H.-H.K. Haukar—Stjarnan. Varmi: Þriðjud. 9.10. kl. 19.00 U.B.K.-U.M.F.A. Seltjarnarnes: Sunnud. 14.10. kl. 16.00 Grótta—U.B.K. Ángarður: Sunnud. 14.10. U. 14.00 Stjarnan—U.M.F.A. Hafnarfjðrður: Sunnud. 14.10. U. 20.00 Haukar—F.H. Varmá: Þriðjud. 16.10. U. 19.00 U.M.F.A.-H.K. Áacarður: Miðvikud. 17.10. U. 20.00 U.B.K.-Stjarnan Seltjarnarnes: Sunnud. 21.10. U. 16.00 Grótta—Stjarnan Áagarður: Miðvikud. 24.10 kl. 20.00 Stjarnan-F.H. Varmá: Fimmtud.25.10. U. 20.30 U.M.F.A.-Grótta H.K.—U.B.K. Hafnarfjörður: Sunnud. 28.10. U. 16.00 U.B.K.-Haukar. F.H.—Grótta. RtðlaakiptinK i öðrum flokkum er aem hér aegir: 1. fl. karla: 2 lið: F.H., Haukar. 2. fl. karla: 8 lið: A: riðill: U.M.F.G., Grótta, Haukar, U.B.K. B: riðill: U.M.F.A., F.H., Stjarnan, H.K. 3. fl. karla 7 ilð: A: riðill: Haukar, Stjarnan, H.K., Grótta. B: riðUl: U.M.F.A., F.H., U.B.K. 4. H. karla: 8 lið: A: rlðUl: UJ«.F.A., F.H., Grótta, H.K. B: rlðill: Stjarnan, U.M.F.N.,Haukar, U.B.K. 5. n. karla 7 lið: A: riðtll: U.M.F.A., F.H., U.B.K. B: riðUl: Stjarnan, H.K., Haukar, Grótta. M.fl. kvenna: 4 lið: Haukar, F.H., U.B.K., U.M.F.G. 2. n. kvenna: 5 lið: Haukar, F.H., Stjarnan, H.K., U.M.F.G. 3. n. kvenna: 4 lið: Haukar, F.H., Stjarnan, Grótta. • Marteinn Geirsson og Arnór Guðjohnsen sækja að svissneska markverðinum í landsleik Islands og Sviss á Laugardalsvellinum fyrr i sumar. Siðasti leikur fslands i Evrópukeppni landsliða fer fram 10. okt. í Kraká Póliandi. Allt bendir til þess að allir atvinnumennirnir verði með á móti Póllandi KNATTSPYRNUTÍMABILINU er að ljúka. Á morgun leika IA og Valur aftur um UEFA-sætið, og næstkomandi miðvikudag leika Kalmar FF og Keflavik síðari leik sinn í UEFA-keppninni. Tveir landsleikir eru eftir á keppnistimabilinu, unglingalandsliðið leikur i Finnlandi og karlalandsliðið heldur utan til Póllands 7. október. Mbl. ræddi í gær við Helga Daníelsson, formann landsliðs- nefndar, og forvitnaðist um val á landsliðinu í leikinn á móti Pól- landi og hvort atvinnumennirnir gætu mætt til leiksins. Helgi sagöi: Eins og útlitið er í dag þá ættum við að fá alla þá leikmenn, sem leika með erlendum liðum og höfum áhuga á, til liðs við okkur. Þó er óljóst hvort Teitur Þórðarson getur leikið með þar sem lið hans leikur sama dag og landsleikurinn fer fram í bik- arkeppninni í Svíþjóð. Geti Teitur ekki mætt munum við að öllum líkindum bæta Arn- óri Guðjohnsen í hópinn. Janus Guðlaugsson er meiddur og því liggur ljóst fyrir, að hann verður ekki með. Hvað Valsmönnunum viðvíkur, þá kemur Dýri Guð- mundsson beint heim eftir leikinn í Hamborg, en aðrir Valsmenn sem verða í hópnum fara utan með bókaða farmiða frá Spáni til Kaupmannahafnar (en þangað fara Valsmenn eftir leikinn í Hamborg) þar sem þeir munu sameinast landsliðshópnum sem flýgur þaðan til Varsjár í Pól- landi. Leikurinn sjálfur fer hins vegar fram í hinni gömlu höfuð- borg Kraká 10. okt. — Þetta verður lokaverkefni landsliðsins á tímabilinu. Búið var að semja um landsleik við Ber- muda en sá leikur verður ekki þar sem ekkert verður úr ferð lands- liðsins til Bandaríkjanna eins og ráð hafði verið gert fyrir, sagði Helgi að lokum. __ þr. Fiat-golfmótið Nokkrar við- bótafréttar af Fiat golfmótinu frá fararstjóra Fiat mótið sem er þriggja daga keppni var háð á golfvellinum „I Rovari á Ítalíu 21,—23. septem- ber s.l. Til keppni var boðið 19 þjóðum og allur kostnaður greiddur af fyrirtækinu. Allt fyrirkomulag móts og aðbúnaður var góður. Golfvöllurinn er langur 6549 m fyrir karla og 5645 m fyrir konur, hann er erfiður en skemmtilegur og það þarf mikla nákvæmni í leik, margar flatir eru varðar með lækjum auk sand- gryfja og skógur meðfram braut- um og alifrábrugðinn þvi sem islenskir golfarar eiga að venj- ast. Erfið leikskilyrði voru fyrstu 2 dagana vegna rigningar sem varð svo mikil á tima að fresta varð keppni nokkra stund vegna vatnspolla á flötum, en þriðja daginn var mjög gott veður. Þótt islenska sveitin hafi hafnað í neðsta sæti i landakeppninni varð þetta ánægjuleg og lær- dómsrik ferð sem gaf reynslu í þátttöku i sterku móti. Landa- keppnina (Fíat Trophy) vann Spánn á 902 höggum. Árangur íslenska karlaliðsins verður að teljast góður. Þeir eru sterkir leikmenn Hannes og' Björgvin og bættu sig stöðugt eftir því sem leið á mótið. Sameiginleg- ur árangur þeirra í karlaflokki varð sem hér segir: 1. daginn í 17.—19. sæti á 166 h. 2. daginn í 13. sæti á 161 h. 3. daginn í 9. sæti á 154 h. og þann dag ekki nema 6 höggum á eftir þeim sem urðu fyrstir. í heild urðu þeir í 14. sæti í karla- flokki á samtals 481 höggum og unnu Portúgal, Þýskaland, Belgíu, Danmörk og Tékkóslóvakíu. En Spánn sem vann (Cinzano Cup) var með samtals 469 högg. Sem einstaklingar urðu þeir í 25. og 26. sæti af 38. Björgvin á 240 höggum (86 — 79 — 75) og Hannes á 241 höggi (80 — 82 — 79). En Spán- verjinn sem vann (Alitalia Trophy) var á 218 höggum. Árangur íslensku kvennanna varð því miður ekki eins góður á ítalfu enda eru þær báðar reynslulitlar fyrir svona erfiðan völl og lítt keppnisreyndar, auk þess sem önnur þeirra kenndi lasleika keppnisdagana og hafði það sín áhrif, en þær Jóhanna og Kristín eru báðar efnilegir golfleikarar. Kvennaflokkskeppnina (Cinzano Cup) sigraði Spánn á 456 höggum og einstaklingskeppnina (Alitalia Trophy) sigraði Sviss á 222 högg- um. Framkoma íslensku keppend- anna var til fyrirmyndar og þeim til sóma. Annan æfingadaginn fyrir mótið var haldin sérstök pro-am keppni fyrir nokkra farar- stjóra o.fl. og var íslenski farar- stjórinn það heppinn að lenda í liði sem vann til 2. verðlauna en í slíkri keppni er aðeins tekið besta skor með forgjöf fyrir hverja holu fyrir liðið í heild og því var hér ekki um neinn sérstakan árangur fararstjórans að ræða þótt eitt- hvað væri lagt að mörkum til árangurs liðsins. Fíat fyrirtækið á þakkir skilið fyrir að koma á þessu móti og gefa íslenskum golfurum kost á þátt- töku í svo sterku áhugamanna- móti á fallegum velli. fl u

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.