Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. júní 1965 TÍMINN 3 PERSÍA — NÝ TEPPAVERZLU N Á VÍÐAVANGI KJ-Reykjavík, fimmtudag. Á laugardaginn var opnuð ný verzlun við Laugaveginn í hinu glæsilega og gamla verzlunarhúsi Marteins Einarssonar & Co. Elg- endaskipti hafa nýlega orðið á verzlunarhúsinu, þar eð tveir syn ir Marteins hafa selt sína hluti í húsinu og verzlununum sem þar hafa verið. Þessi nýja verzlun ber nafnið Persía og er sérverzlun með teppi og dregla, en seinna meír er ráð gert að selja Þar einnig glugga- tjöld og tilheýrandi. í Persíu er mikið úrval af allskonar teppum frá Tékkóslóvakíu, en sú iðn- grein stendur á gömlum merg þar í landi og er m. a. flutt þaðan þó nokkurt magn af teppum og dregl- um til Englands. Hr. Bocek verzl unarfulltrúi við Tékkneska sendi ráðið var m. a. viðstaddur opnun verzlunarinnar, og skýrði hann blaðamönnum frá hinni miklu teppaframleiðslu Tékka, sem auk þess að vera vinsæl verzlunarvara ; Ur verzluninni Persía á Laugavegi I 31. VILJA GEFA ISLENZKA SJÓNVARPINU ÞÆTTI JBM-Œteykjavík, fimmtudag. í vetur verður gefin hér út ferðabók, sem heita á „fslenzk ævintýrabrúður“, og er eftir Höllu og Hal Iinker. Þau hjónin eru hér í stuttrí heimsókn, ásamt syni sínum David Thor, og ætla m. a. að taka hér kvikmynd, sem sýnd verður á bandaríska sjónvarpinu næsta ár. Hjónin komu hingað samt aðallega til að ganga frá út gáfu bókarinnar, sem verður gef in út af Suggsjá. Bókin kemur út í Bandaríkjun um snemma á næsta ári, undir nafninu „Three tickets to Timb uktú“. Þetta er 12. heímsókn Höllu til heimalandsins, síðan hún gift ist Hal og flutti vestur til Los Angeles. Þau hjónin hafa haft fast an sjónvarpsþátt hjá um 40 sjón varpsstöðvum s. 1. níu árin og sýnt á þeim tíma 350 ferðaþætti frá öllum hornum heims, þar af 15 þætti frá íslandi. Nú eru þau Fyrirlestur Prófessor, dr. jur. Alvar Nelson frá Uppsalaháskóla flytur fyrir- lestur í boði lagadeildar Háskól ans n. k. föstudag 25. júní kl. 5.30 e, h. í I kennslustofu Fyrirlesturinn fjallar um nokk ur vandamál, sem efst eru á baugi í umræðum um sænska refsilög- gjöf og refsiframkvæmd Fyrirlest urinn verður fluttur á sænsku, og er öllum heimill aðgangur. að undírbúa sextánda fsiandsþátt inn, sem verður klukkutíma þátt ur í litum í sjónvarpinu. Þau eru að byrja ferð u'm 11 lönd til að safna efni fyrir næsta vetur, þeg' ar þátturinn byrjar á ný. í viðtali við Tímann sögðu Þau hjónin að nú væri þáttur þeirra sýndur í Keflavíkursjónvarpinu, og hefðu þau komið með 15 nýj ar filrnur með sér. Hal Linker sagði að hann hefði ekkert á móti því að láta hið íslenzka sjón varp fá ferðaþætti sína, því hann vildi heldur að laudsmenn sæju þá með íslenzku tali, sem mjög áuðvelt væri að setja inn á film urnar. Þetta er mjög athyglisverð hugmynd, sem mættí vel ná fram að ganga. Hin nýja bók þeirra hjóna fjall ar um heimsóknir til ýmissa fróð legra landa, svo sem: Eþíópíu, Nep al, Zanzibar, Kambódíu o. fl. staða. FRAMBYGGÐUR JEPPI FRA GHRYSLERVERKSMIÐJUNUM AFMÆUSHOF PJ-Reynihlíð, miðvikudag. Síðastlíðinn sunnudag var mjög mikið afmælishóf á Gaut- löndum. Þá var haldið upp á af- mæli tvíburasystkinanna Jóns Gauta Péturss. oddvita á Gautlönd um og Hólmfríðar systur hans frá Arnarvatni. Þau urðu 75 ára í desember í vetur, en buðu nú öllu sveitafólki og miklu af ætt fólki sínu til afmælishófsins, og voru þarna samankomin um 300 manns og veitingar bomar fram í stóru tjaldi. KJ-Reykjavík, fimmtudag. Fyrirtækið Jón Loftsson h. f. í Reykjavík, kynnti fyrir blaða- mönnum nú í vikunni nýja bifreiða tegund, sem ekki er aðeins ný hér á landi, heldur algjörlega ný framleiðsla frá Chrysler-verksmiðj unum. Bifreið þessi nefníst Farmobil og er framleidd í Grikklandi, sem mun búa við álíka vegakerfi og við íslendingar. Farmobil er mjög léttur, vegur aðeins _um 600 kíló, og ber þyngd sína. Á bíllinn að vera mjög hentugur til aksturs í torfærum, þótt hann sé aðeins með drif á afturhjólunum. Var blaðamönnum boðið í torfæruakst- ur á þessum nýja bíl, og var al- deilis ótrúlegt hvað han gat kom izt. Læst mismunadrif er á bíln um, og hefur það sitt að segja þegar ekið er utan vegar. Bíllinn er mjög þýður í akstri, enda er sjálfstæð fjöðrun fyrir hvert hjól, en hjólin eru 5.20x12. Vélin er staðsett afturí, tveggja strokka, 660 cc. Hámarkshraði er uppgefinn 90 kílómetra á klukkustund. Enda þótt þessi bíll full- nægi flestum kröfum sem gerðar eru til landbúnaðarbifreiða, er m. a. með aflúrtaki, er hann ekki í sama tollflokki og þeir heldur í tollflokki fyrir minnstu vörubíla og kostar þá um 170 þúsund krón ur, en myndi kosta um eitt hundr að þúsund ef hann væri í sama tollflokki og landbúnaðarbifreiðir. Farmobil er áreiðanlega mjög •heppilegur fyrir bændur og iðnað armenn sem þurfa að hafa léttan og lipran vöruflutningabíl, og gef ur umboðið allar upplýsingar um hann. flytzt í ríkara mæli til Norðurland anna. Auk hins mikla úrvals af tékkn eskum teppum í Persíu er þar á boðstólum álitleg sænsk ,,rya“ teppi frá Wahlbecks verksm. í Linköbing, og eru munstrin gerð af hinni þekktu listakonu Mari- anne Ríohter, sem m. a. hefur gert hið mikla goblin veggtjald í fund arsal Sameinuðu þjóðanna í New York. Verzlunin Persía er til húsa á annarri hæð „hjá Marteini" og þar er mjög gott plás fyrir við- skiptavinina að skoða hínar marg víslegu gerðir af teppum. Sölustjóri er Einar Bjarnason. Ný sjúkra- samlags- skírteini FB-Reykjavík, fimmtudag. 1. ágúst næst komandi falla úr gildi núgildandi samlagsskírteini samlagsmanna Sjúkrasamlags Reykjavíkur, en þau voru gefin út í heild seint á árinu 1963. Nauð synlegt er að endurnýja skírtein in öðru hvoru vegna eftirlits með réttindum samlagsmanna. Nýju skírteinin verða afhent frá og með mánudegínum 28. þ. m. og verða þau afhent í Gagnfræða skólanum við Vonarstræti jafn- hliða því að afhent verða nafnskír teinin, sem nú eru að koma. Verða sjúkrasamlagsskírteinin afhent á sömu tímum og nafnskírteinin, og verða þeir tímar auglýstir nán ar í blöðum og útvarpi. Afhent verða skírteini allra þeírra samlagsmanna, sem unnt hefur verið að ganga úr skugga um að eigi að vera í fullum rétt- indum að undanteknum þeirn,, sem öðlazt hafa lögheimili í borginni eftir 1. des. s. 1. Þeir fá skírteini sín í Sjúkrasamlaginu. Þau skír- teini, sem ekki finnast á afhend ingarstaðnum við Vonarstræti, verða afhent í Sjúkrasamlaginu, eigi viðkomandi að vera í réttind um, eða viljí hann gera ráðstafan ir til að kíppa réttindum í lag. Mánudag 28. júní til laugardags 3. júlí verða skírteini afhent þeim, sem búa við götur með götuheit um, sem byrja á A, Á B. Reynir að breiða yfir ósómann Mbl. segir í forystugrein f fyrradag: „Á fundi Stéttairsambands bænda voru gerðar ýmsar á- lyktanir um hagsmunamál bænda og settar fram kröfur, eins og bæði er venjulegt og eðlilegt í stéttarfélögum, sem stofnuð eru til þess að gæta sérhagsmuna ákveðinna stétta eða hópa. Tímimn virðist samt telja það til stórtíðinda, að stéttairsamtökin setja fram kröfur um aukin og bætt lán. Slíkar samþykktir gætu þó sjálfsagt öl] stéttarsamtök gert“. Morgunblaðið er hér að reyna að breiða yfir ósóma landbúnaðarráðhertrans og ráðsmennsku hans með stofn- látnasjóði landbúnaðarins eins og þess var von og vísa. Blaðið lætur því svo, sem Tíminn hafi talið það til „stórtíðinda", að bændur settu firam kröfur um aukin og bætt lán. En þetta er vísvitandi „misskilningur“ hjá Mogga. Tímin taldi það ekki til stórtíðinda, heldur hitt, að landbúnaðarráðherra og stjórn stofnlánasjóðanna hefur tekið upp þainn fáheyrða hátt að veita bónda aðeins stofnlán á sama ári fyrir „eina fram- kvæmd“ og neyða hana þannig til þess að byggja á miklu óhag kvæmarí hátt en annars væri hægt oig láta hann t.d. búa við hlöðulaust fjós einn eða tvo vetur, eins og það mun nú góð „vinnuhagræðing“ og líkleg til þess að auka framleiðni í land- búnaði, sem Moggi segist bera mest fyrir brjósti. Þetta var nýja lumman, sem ríkisstjórnin réttir bændastétt- inni á þessu ári, nýtt og furðu- legt ráð til þess að setja óeðli- legar hömlur á fjárfestingu og framkvæmdir bætnda. Svo birt- iir Mogigi forystugrein um hina brýnu nauðsyn aukinnar fram- le'iðni í landbúnaði. Kenningin og verkín haldast svo sem í hendur. Það var þetta, sem Tíminn taldi til illra og nýrra stórtíðinda fyrst og fremst. Hagsmunamál þúsunda f Vísi birtist athyglisverð forystugrein í gær um hinn ó- hóflega byggingakostnað. Þar segir: „Það má undrun sæta að enn skuli engin sú stofnun upp risin hér á landi, sem annist rannsóknir á því hvennig unnt sé að lækka byggingarkostnað, byggja íbúðir á sem hagkvæm- astan hátt og leiðbeina hús- byggjendum í fjölmörgum tækniatriðum. Þó eru húsbygg- ingar einn stærsti iðnaðarat- vinnuvegur þjóðarinnar, áhuga og áhyggjumál þúsunda fjöl- skyldna um land allt og fjár- magnsatriði upp á fleiri hundruð milljónir króna ár. lega. Það er jafnframt viður- kennd staðreynd að íbúðir oru hér miklu dýrari í byggingu en samsvarandi íbúðir erlendis. Flest'ir viðurkenna að stairfsað. ferðir og háttalag í bygginga- málum sé hér bæði gamaldags og óhagkvæmt, en það hvart tveggja orskar hið fyrrnefnda. Fálmkenndar tilraunir til þess að innleiða nýjungar í íslenzk- um byggingariðnaði, hafa venjulega endað á þá leið að Framhald á 12. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.