Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 26. Júní 1965
12
TÍMINN
UM HÍÐ ÍSLENZKA BÓK-
MENNTAFÉLAG
Á næsta ári verður Rókmennta-
félagið — Hið íslenzka Bók
menntafélag — 150 ára. Mun þessa
merka félags og starfsemi þess þá
verða myndarlega minnzt og að
verðleikum, svo sem gert var á 50
og 100 ára afmælum þess.
Skírnir, 138. árangur, sem telst
til ársins 1964, hefir borizt félags
mönnum í hendur fyrir skömmu
og er það seinna en vera ætti, og
er naumast við 'hæfi þessa elzta
tímarits landsins og allra Norður
landanna að vera svo síðla ferðbú-
ixm. Með sama hætti kemur 139.
árgangur hans út einhvemtíma á
næsta ári í stað þess að þá ætti
það að vera 140. árgangnr og færí
betur á því.
Sá einkennilegi og undarlegi hátt
ur hefir verið upptekinn hjá iþessu
merka félagi síðustu árin, að birta
ekki í Skími skýrslur sínar og
reikninga, sem var þó jafnan áður
gert um áratugí. Ekki er heldur
kunnugt um að þetta hafi verið
foirt annars staðar. Síðustu reikn-
ingar, sem prentaðir hafa verið,
eru fyrir árið 1960 og komu í
Skími 1961. Síðasta aðalfundar
gerð, sem sézt hefur, er frá 24.
nóv. 1961 og kom í Skími undir
Iþví ártali en barst félagsmönnum
á árinu 1962.
Félagatal, tið síðasta, sem sézt
ihefir, er frá árslokum 1959 en
með aðalfundargerð 1961 er Þess
þó getið, að sökum lasleika for
seta félagsins sé ekki unnt að birta
félagatal að |>essu sinni. Félagatal
hefir þannig ekki birzt síðustu
fimm áriri; Með félagatalínu. sem
áður var gert og birt árlega, var
ætíð skýrt frá hverjir skipuðu
stjórn félagsins, þ. e. hver væri
forseti, varaforseti og hverjir
væra í fulltrúaráði, allt samkv.
kosningum er fram höfðu farið
eftir félagssamþykktum.
Sú félagsstjórn, sem síðast er
sagt frá í Skírní, var í árslok 1959,
en hún var þannig skipuð:
Matthís Þórðarson, próf., forseti.
Einar Ól. Sveinsson, próf. vara-
forseti., en í fulltrúaráðinu vora:
Alexander Johannesson, prófess
or, Ólafur Lárusson, prófessor, Ein
ar Ól. Sveinsson, prófessor. Einar
Bjarnason, aðalendurskoðandi,
Steingrímur J. Þorsteinsson, pró-
fessor.
í aðalfundargerð 28. des. 1960
er þess getíð að stjórnin hefði
kosið Halldór Halldórsson prófess
or í sæti Þorkels Jóhannessonar,
próf., er var látinn. Um skipun
félagsstjórnar eftir þetta era eng-
ar skýrslur birtar. Kosningar eng
ar nefndar né neitt um úrslit
þeirra.
Á kápu Skímis var jafnan birt
bókaskrá þ. e. hverjar forlagsbæk
ur félagsins voru til sölu, og verð
þeirra tilgreint. Slík bókaskrá
kom síðast í Skími, sem talinn er
til ársins 1960 en síðan ekki. Hvað
því veldur, eru engar skýring gerð’
ar um.
Heyrzt hefir að óseldar bækur
félagsins hafi verið afhentar Al-
menna bókafélaginu til hirðingar
og eínhverrar forsjár, en hvergi
sést á þær minnst.
Það sem drepið hefir verið á
hér á undan er þannig vædð og
skýtur svo skökku við það, sem
tíðkazt hefur áður hjá Bókmenpta-
félaginu að full ástæða þykir til
þess að vekja athygli á því og
beina þeirrí fyrirspum til stjómar
félagsins, hvað valdi þeim breyt
ingum sem orðið hafa á starfsemi
félagsins. Þessi seinustu fjögur,
fimm árin og er þess vænzt að hún
geri þess greín.
Ef almenningsfélag, sem Bók-
menntafélagið verður að teljast,
fellir niður að birta reikninga
sína. aðalfundargerðir, félagatal
og hverjir eigi sætí í stjóm, gagn
stætt því sem það hefir gert um
áratugi og án sérstaks tilefnis,
virðist Það stefna í þá átt, að það
smám saman nálgist það, að vera
ekki félag, og tapi þeirri samúð
og virðíngu, sem það hefur rrotið.
Félagsmaður.
Skólaslit í Kópavogi
Gagnfræðaskólinn í Kópavogi |
lauk störfum og var slitið 31. maí
í Félagsheimili Kópavogs.
Við skólaslit rakti skólastjóri í
fáum orðum hið helzta, sem
gerzt hafði á skólaárinu. Félags-
líf hefir verið með blóma og nem
endur átt kost á félagsstörfum í
ýmsum klúbbum auk dansleikja
og málfunda. Skáksveit .skólans'
bar sigur af hólmi í skákkeppnij
Gagnfræðaskólanna og er nú hand
hafi að fögrum bikar, sem Morgun
blaðið gaf í tilefni keppninnar.
Farnar voru skíðaferðir og nokkr
ar bekkjarferðir, auk hinna venju
legu vorferða. ,
Þvínæst vék skólastjóri að
næstu framtíð nokkrum orðum.
Benti hann á að ef skólanum bætt
ist ekki aukinn húsakostur á þessu
sumri, yrði ógerlegt að koma fyrir
á næsta hausti þeim nemenda-
fjölda er skólann sækti. Lét hannj
í ljósi nokkrar áhyggjur vegnaj
seinagangs um úrbætur. Þá fluttij
hann nokkur kveðjuorð til hinnaj
nýju gagnfræðinga og bað þeim
ásamt öllum nemendum og starfs
liði velfarnaðar.
Þá lýsti hann úrslitum prófa:
Gagnfræðingar voru útskrifað
ir 35 og hlaut Hildur Sæmunds-
dóttir hæsta einkunn, 8,81. Ung-
lingaprófi luku 17 nemendur
og hlaut hæsta einkunn þar
Selma Guðmundsdóttir 9,51. Er
hún jafnframt dux scholae.
190 nemendur luku ársprófi 1.
bekkjar. Þar hlaut hæsta einkunn
Þorgerður Árnadóttir, 9.34.
Þá var úthlutað verðlaunum:
Bókaverðlaun frá skólanum hlutu:
Hildur Sæmundsdóttir, IV. bekk
og Gail Rimert, sem er skiptinem-
andi frá Bandaríkjunum, sem hef-
ur nutnið við skólann í vetur.
Hefur hún reynzt hinn ágætasti
liðsmaður í félagslífi.
Selma Guðmundsdóttir, fyrir
afburða námsafrek á unglinga-
prófi og Þorgerður Árnadóttir fyr-
ir námsafrek í I. bekk. Verðlaun
fyrir hæsta einkunn í samanlagðri
íslenzku á gagnfræðaprófi hlaut
Karl Jónsson frá íslenzkukennara
gagnfræðinga, Einari Braga Sig-
urðssyni.
Lionsklúbbur Kópavogs veitti
bókaverðlaun fyrir hæstu einkunn
ir í samanlagðri íslenzku á ungl-
ingaprófi. Hlutu þau Selma Guð-
mundsdóttir, er hafði meðaleink-
unn 9,80 og Eiríkur Tómasson er
hafði meðaleinkunnina 9,55.
Rotary klúbbur Kópavogs veitti
tvo fagra bikara, sem úthluta
skyldi gagnfræðingum, dreng og
stúlku fyrir sérstaka háttprýði og
þegnskap. Hlutu þau að þessu
sinni Elsa Tryggvadóttir og Sig-
þór Hermannsson.
Bikararnir eru farandgripir og
verða í vörzlu þeirra, er þá hljóta
árlangt, og verða nöfn þeirra
letruð á þá. Síðar eiga þeir að
verða eign skólans eftir nánari
ákvörðun klúbbsins og skólans.
Skólastjóri flutti klúbbunum
þakkir fyrir auðsýndan vinarhug
og sleit síðan skóla.
Landsprófi miðskóla höfðu þá
lokið 29 nemendur, og eru úrslit
þeirra nú kunn. Allir nemendur
bekkjarins náðu framhaldseink-
unn, sem veitir rétt til inngöngu
í menntaskólana og Kennaraskól-
ann.
Voru skírteini afhent sunnudag-
inn 13. júní Hæstu einkunnir
hlutu: Kristján Erlendsson, 9,34
Framhald á l4. síðu.
ÍÞRÓTTIR
— Hvað get ég sagt, sagði
Fred Schaus, þjálfari Lakers
eftir leikinn, — þetba er lang-
bezta körfuknattleikslið, sem
nokkum tímann hefur verið
upp.
Red Auerbaoh, þjálfari Celtic
sagði: — Eg vildi, að Walter
Brown væri hér nú, við höf-
um hugsað mikið til hans alian
tímann.
En Walter Brown var einn
eigenda og framkv. stjóri Bost-
on Celtics. Hann lézt s.l. haust.
Það má með sanni segja, að
Boston Celtics hafi heiðrað
minningu hans með því að setj
ast enn einu siniji í liúsæti^it-
vinnumanna í bandarískiim
körfukhattleik með því að
verða „The World Ohampions
1965“. —GG.
SEXTUG
Framhald af 8. síðu.
pó að heilsa hennar hafi
oft verið erfið. Hún hefur verið
sjúklingur nú hin síðari árin og
oft sárþjáð, en starfslöngun henn
ar og lífsgleði hefur fleytt henni
yfir margan þann veikindaboða
sem marga aðra mundí hafa fært í
kaf.
Þrátt fyrir allt finnst mér Arn
fríður í Sólbakka vera hin sama
og ég man hana fyrst um tvítugs
aldur, jafnan glöð og hress, and-
legt þrek hennar virðist ekki hafa
bugazt í erfiðleikum veikindanna.
Efnahagur þeirra Arnfríðar og
Þóris hefur oft verið þröngur
vegna veikínda hennar og fleiri í
fjölskyldunni, þó hefur þeim tek
ist að kosta dætur sínar í skóla.
Tvær Þær elztu, Anna María og
Kristbjörg Hildur hafa báðar lok
ið stúdentsprófi og kennaraprófi
með ágætum árangri.
Þau Sólbakkahjónin hafa eign
azt 6 böm. Fyrsta bam sitt misstu
þau í fæðíngu, en dreng á öðru
ári. Uppkomnar eru fjórar dætur:
Anna María gift Sigurði Sigfús-
syni verkfræðingi, Kristbjörg Hild
ur gift Inga Kristinssyni, skóla
stjóra Melaskólans í Reykjavík,
Ragnheíður Gríma gift Sigurði
Friðrikssyni, starfsmanni hjá Loft
leiðum og Ingiríður gift Aðalsteini
Skarphéðinssyni húsasmíðanema.
Ingiríður dvelst ásamt manni sín-
um að Sólbakka.
Eg hef verið tíður gestur á
heímili Amfríðar og Þóris allt frá
því að þau stofnuðu það. Arnfríð
ur stendur mér jafnan fyrir sjón
um sem forníslenzk hefðarkona,
sem engir örðugleikar geta sigrað.
Heimili þeirra Þóris og Amfríðar
að Sólbakka í Húsavík stendur á
rammíslenzkum þjóðlegum menn-
ingarrótum. Meðan við eigum i
mörg slík í kaupstöðum landsins
þurfum við ekkí að óttast að véla
öldin geri þorra þjóðarinnar að
dauðum hjólum, sem hreyfast fyr
ir blindum krafti. — Amfríður
’dvelst í dag hjá dóttur sinni að
Tjamargötu 40.
J6n Sigurðsson, Yztafelli.
Þegar ég heyri, að Amfríður á
Sólbakka sé sextug, grípur míg
Iöngun til þess að senda henni hug
heila kveðju. Eg átti því láni að
fagna fyrir svo sem aldarfjórð
ungi að kynnast þeim Sólbakka-
hjónum og búa nokkur missiri á
heimili þeírra. Eg naiit Þá og jafn
an síðan vináttu þeirra og alúðar,
sem mér hefur æ síðan verið sem
gull í handraða. Heimilið var
fagurt og friðsamt og uppeldi bam
anna með sérstökum ágætum.
Heimilislífíð allt 'og sambúð hjón
anna svo góð, að yndi var að vera
í návist þeirra. Eg átti hjá þeim
góðar stundir og minnist þeirra
jafnan. Síðan kemur mér Amfríð
ur á Sólbakka ærið oft í hug,
þegar getið er góðra, míkilhæfra
og göfugra kvenna. Þá sögu munu
fleiri segja en ég. Hún er greind
kona og skapstyrk en þó hógvær
og gætin. Hún er fríð sýnum og
glæsileg og ber mildan höfðings
brag, nærgætin og vinföst öllum
þeim, sem hjálpar þurfa. Sjálf
hefur hún orðið að stríða við erf
iðan sjúkleika á síðari árum en
iþó jafnan átt styrk og góðvild til
þess að miðla öðram. Nafnið Am-
fríður á Sólbakka hefur í mínum
huga alveg sérstakan hljóm og
ljóma, sem lýsir henni einmitt eins
og hún er. Eg sendi henni, manni
hennar og börnum innilegar ósk-
ir á Þessum afmælisdegi og þakka
kynni og vináttu, sem hefur verið
mér óbrotgjarn feginsfengur.
A.K.
Á V|ÐAVANGI
Framhald af i. sfðu
byggingarkostnaðurinn hefur
sízt lækkað, svo sem við til-
komu skriðmótanna. Og sjálf-
sagðar nýjungar, eins og notk-
un málningarrúlla, hækkar
kostnaðinn í stað þess að
lækka hann. Húsnæðismála-
stjóm hefur ekki rækt þetta
hlutverk af höndum, þótt lóg
mæli fyrir um slíka starfsemi
til lækkunar byggingarkostn-
aðar og hagræðimgar á vegum
hennar, enda er meginhlutverk
hcnnar á öðiru sviði. En hér
má úrbót ekki lengur dragast.
Uppbygging slíkrar rannsóknar
stofnunar er brýnt hagsmuna-
mál þúsunda og stórfellt fjár-
hagslegt spamaðarmál."
STYRKVEITINGAR
Framhald af 9 siðu
ur, til yfirlitsrannsóknar á sál-
rænum þroska, geðherlsu og
uppeldisháttum baraa í Reykja
vík. Aætlað er, að rannsóknin
nái til um það bil 1100 barna
á aldrinum 5—15 ára, og verð
ur hún fólgin í sálfræðilegum
prófum á börnunum og viðtöl-
um við foreldrana.
80 þúsund króna styrk hlaut:
5. Þjóðminjasafn íslands, til
tveggja verkefna: 1) til að rann
saka sögualdarbústað í Hvítár
holti í Hrunamannahreppi. —
Styrkfjárhæð 30 þús. kr. —
2) til að senda mann um byggð
ir landsins til þess að taka upp
á segulband gömul þjóðlög,
rímnastemmur, sálmalög o. fl„
einnig þulur, kvæði og sögur
eftir því sem til fellur og við
verður komið. Söfnunarstarf
þetta mun annast Hallfreður
Örn Eiríksson, cand. mag. —
Styrkfjárhæð kr. 50 þús.
75 þúsund króna styrk hlutu:
6. Björn Stefánsson, sivilagronom,
til að skrifa hagfræðilega rit-
gerð um samvinnu í búskap á
íslandi með tilliti til afkomu og
þjóðfélagslegrar aðstöðu bænda
og þjóðfélags gildis landbúnað
arins.
7. Jónas Pálsson, sálfræðingur,
til að kanna stöðugleika greind
armælinga með einstaklings-
prófi á 7—13 ára börnum, rann
sakasamsvörun greindarmælinga
við niámsárangur á bamastigi,
unglingastigi og síðan við lands
próf miðskóla og gera tilraun
til stöðlunar á hópprófi til nota
á unglingastigi. — Jónas hlaut
styrk úr Vísindasjóði til sama
verkefnis vorið 1964.
8. Ólafur Pálmason, mag art. til
að rannsaka bókmenntastarf-
semi Magnúsar dómsstjóra
Stephensens. Ólafur hlaut styrk
til sama verkefnis vorið 1964.
50 þúsund króna styrk hiutu:
9. Gylfi Ásmundsson, sálfræðing
ur, til að rannsaka um 1100
böm á aldrinum 5—15 ára (hin
sömu og Sigurjón Bjömsson
hyggst rannsaka) með persónu
leikaprófi Rorschachs (Rorsc-
hach Projecitive Technique) í
því skyni að 1) staðla Rorsc-
hach-prófið, svo að hægt sé að
miða við ákveðin meðalgildi,
þegar metinn er persónuleiki
eða andlegt jafnvægi afbrigði-
legra, sjúkra eða annarra þeirra
baraa, sem gera þarf rannsóknir
á, 2) rannsaka persónuleika-
þroska íslenzkra baraa, taka á
þeim greindarpróf, afla vitn-
eskju um uppeldi þeirra, fé-
lagslegar aðstæður ol f„
10. Sr. Jón Hnefill Aðalsteinsson,
sóknarprestur, til að ljúka
licentiatritgerð við Uppsalahá-
skóla um kristnitökuna á fs-
landi frá trúarbragðasögulegu
sjónarmiði.
11. Landsbókasafn íslands, til
kaupa á ljósmyndavél, secn tal-
in er sérstaklega hentug til að
taka mynd af skinnhandritum,
ásamt viðeigandi fylgihlutum.
12. Listasafn íslands, til að halda
áfram ljósmyndun iýsinga
(illuminationa) í íslertókum
handritum í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi og ganga frá mynd
unum í varanlegri og hentugri
geymslu í Listasafni íslands. —
Listasafnið hlaut styrk til sama
verkefnis vorið 1964.
13. Lúðvík Kristjánsson, sagnfræð
ingur, til að standa straum af
kostnaði við teikningar vegna
fyrirhugaðs rits síns um ís-
lenzka sjávarhætti fyrr og síð-
ar. Lúðvík hlaut styrk í sama
skyni árið 1964 og vegna undir
búnings sama rits árið 1963 og
1961.
14. Sigurður Líndal, hæstaréttar-
ritari, vegna undirbúningsvinnu
við rit um fsland og íslenzkt
þjóðfélag, en þetta rit verður
bindi í ritverkinu The Politics
of the Smaller European Demo-
cracies, er Chr. Michelsens-stofn
unin í Björgvin gefur út.
15. Dr. Símon Jóh. Ágústsson,
til að kanna lestrarvenjur ís-
lenzkra barna, á aldrinum 10—
15 ára. Dr. Símon hlaut styrk
til þess sama verkefnis árið
1964.
30 þúsund króna styrk hlutu:
16. Ámi Bjömsson, cand. mag.
lektor í V-Berlín, til að rann-
saka íslenzka brúðkaups- og
trúlofunarsiði fyrr á öldum.
17. Bjarni Einarsson, cand. mag.,
til að ljúka við rit um Egils
sögu Skallagrímssonar. Bjarni
hlaut styrk til sama verkefnis
árið 1961.
18. Magnús Gíslason, fil. lic., náms
stjóri, til að standa straum af
kostnaði við að ljúka doktors-
ritgerð um kvöldvökuna á ís-
lenzkum sveitaheimilum fyrr á
tímum og menningarlegt gildi
hennar.