Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 14
14 TÍJVUNN KÓPAVOGSSKÓLI Framhald af 12. síðu og Jóhannes Ólafsson, 9,28. Hlutu þeir báðir bókaverðlaun frá skól- anum fyrir frábær námsafrek og ágæt störf í félagsmálum skólans á liðnum vetri. Að lokinni afhendingu skírteina sátu landsprófsnemendur lokahóf í boði skólans í Félagsheimili Kópavogs ásamt formanni Fræðslu ráðs, skólastjóra og viðstöddum kennurum. BRÁÐABIRGÐALÖG Kramnald at l siðu verksmiðjur þær, sem veita síld inni móttöku, inna gjaldið af hendi til sjóðstjórnarinnar sam kvæmt 3. grein. II. grein: — Fé því, sem innheimtist samkvæmt 1. gr., er heimilt að verja sem hér seg ir: A. Tll að hækka fersksíldar verð til söltunar greiðist upp- bót, sem nemi allt að 30 krón um á hverja uppsaltaða síldar- tunnu, samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar sbr. 3. grein. B. Að greiða síldveiðiskipum, sem sigla með eiginn afla frá veiði.svæðum sunnan Bakka- flóadýpis til hafna vestan Tjör ness, 15 króna flutningastyrk á hvert mál bræðslusíldar. Þessi styrkur skal því aðeins greiddur, að þrær síldarverk smiðja á Austfjörðum séu full ar, eða að fyllast, og löndunar töf á Raufarhöfn. Styrkurinn er þar að auki bundinn því skil- yrði, að sú verksmiðja, sem síld inni veitir móttöku, greiði 10 krónur fyrir hvert mál um- fram hið almenna bræðslusíld arverð hlutaðeigandi fiskiskips, þannig að heildarfiutningsgjald til sildveiðiskipanna nemi 25 krónum á mál. C. Heimilt skal að verja allt að fjórum milljónum króna. 1. Til að standa straum af útgerð sérstaks flutningaskips, er flytji kælda síld til söltunar eða frystingar til Norðurlands- hafna vestan Tjörness og til hafna við Steingrímsfjörð. 2. Til að veita sérstakan stuðning þeim síldveiðiskipum sem skila eiginn afla, veiddum sunnan Bakkaflóadýpis, af söltunar- eða frystingarhæfri síld til hafna á því svæði, sem að framan greinir. Styrkur sá, sem um ræðir í þessum lið, má nema allt að 50 krónum á hverja uppsaltaða tunnu, eða 34 krónum á hverja uppmælda tunnu til frystingar. Styrkur inn skal aðeins greiddur síld- veiðiskipum samkvæmt fyrir- framgerðu samkomulagi við sérstaka nefnd, sem skipuð verð ur til þess að framkvæma ráð stafanir þær, sem um getur í C-lið þessarar greinar. III. grein: — Ríkisstjórnin skipar 7 manna sjóðsstjórn. Einn stjórnarmanna skal til- nefndur af LÍÚ, einn sam- kvæmt tilnefningu Sjómanna sambands íslands, einn sam- kvæmt tilnefningu Alþýðu- sambands íslands, einn sam- kvæmt tilnefningu Sambands smiðja ríkisins, einn sam- kvæmt tilnenfingu Sambands síldarverksmiðja á Norður- og Austurlandi, einn sam- kvæmt tilnefningu Félags síldar saltenda á Norður- og Austur- landi, og einn skipaður án tilnefningar af ríkisstjórninni. Nefndin kýs sér formann. Verk efni sjóðsstjórnarinnar er að sjá um innheimtu gjalds sam E''></yvií $|S$ •mn Þakka innilega ölum nær og fjær, sem sýndu mér vináttu í tilefni 90 ára afmælis míns 23. júní s.l. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Oddsdóttir, Hrólfsstaðahelli, Landmannahreppi. Innilegustu þakkir til allra, sem glöddu mig með kveðjum, heimsóknum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu 14. júní s.l. Jóhannes Jónsson, Hömrum. kvæmt 1. grein þessara laga, ráðstöfun þess samkv. 2. gr. a og b, þar á meðal hvenær flutningastyrkur á bræðslusíld skuli greiddur samkv. b-lið 2. greinar. Verði mismunur á milli tekna og gjalda sjóðsins, færist hann til næsta árs. IV. grein: — Rltósstjómin getur sett nánari regtur nm framkvæmd laga þessara að fengnum tillogum sjóðsstjóm arinnar. V. grein: — Kostnaður við störf sjóðsins, þar á meðal laun nefndarmanna, skulu greiðast af fé hans. VI. grein: — Lög þessi öðl- ast þegar gildL" LÍÚ Framhald af 1. síðu. sjómenn taka að sér hlutverk hans, vegna slæms atvinnuá- stands á Norðurlandi. Auk þess mótmælir stjórn L.Í.Ú. þeirri ákvörðun meiri- hluta yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, að ákveða eft- ir á, tvö verð á sumarveiddri bræðslusíld, veiddri fyrir Norður- og Austurlandi, svo og að enn skuli ekki hafa verið ákveðið verð á síld til söltunar og frystingar á yfir- standandi vertíð. Reykjavík, 25. júní 1965“. ÍSLENDINGAFÉL. í N.-Y. Framhald sj z síðu. hylltu fundarmenn þau Elínu og Hannes Kjartansson í tilefni af útnefningu Hannesar sem ambassa dors íslands hjá SÞ með aðsetri í New York. Var þess getið hve ötult og óeigingjarnt starf Hannes hefur unnið að málefnum íslend inga og íslendingafélagsins í New York frá byrjun. ■'Yaldimar Björnsspn, • fjármála- ráðherra Minnesota flutti aðal- ræðu kvöldsins, en ræðuefni hans var sjálfstæðismál íslands, ís- lenzk tunga og íslenzkt þjóðerni. Álfheiður Guðmundsdóttir, söng kona frá Reykjavík skemmti gest- um með nokkrum íslenzkum og er lendum lögum. Loks var dans stiginn til kl. 2. Ilnnllegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, mannsins míns og föður okkar, Þorvaldar Jónssonar, Bollagötu 8, Ingigerður Benediktsdóttir og börn, Geir Þorvaldsson, Halla Þorvaldsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Útför mannsins míns og föður okkar, Þórhalls Pálssonar, bsfarfógeta, er andaðist hinn 17. þ. m. 1 Landakotsspítala, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 1.30 e. h. Elginkona og börn. VIÐRÆÐUR Framhald al 1 síðu ríkisstjórnina gengið mjög hægt, og hafa nú lagzt niður, a.m.k. um tíma. Má af því draga þá ályktun, að árangur viðræðnanna hafi hingað til verið harla lítill. Samninganefnd verkalýðshreyf- ingarinnar í húsnæðismálum lagði fyrir löngu síðan fram kröfur sín- ar um úr bætur í þeim málum. f tillögum þessum er m.a. farið fram á hækkun íbúðalána og leng- ingu lánstíma í áföngum þannig, að 1970 verði lánsupphæðin 75% af byggingarkostnaði og lánstím- inn 35 ár, auk fyrsta árs án af- borgana. Einnig er gerð tillaga um byggingu verkamannabústaða í stórum stíl, þ.e. samtals 1000 íbúðir á fimm árum, fyrir verka- menn, og taki ríkisstjðrnin, Reykjavíkurborg og Dagsbrún, höndum saman um þessar bygg- ingar. Þá er einnig farið fram á endurskoðun laga um verkamanna bústaði og '"'mislegt fleira. ásamt varahlutum og fylgifé, sem komu með Tröllafossi og Mána fossi. Gegn Sigurði var mál höfðað fyr ir að, hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður Eimskipafélags íslands h. f„ með því að afhenda í heiinlldarleysi og I eiginhags- nrunaskyni meðákærða, Óskari Agnari, Þær 24 bifreiðar, sem áð- trr eru nefndar. Dómnr sakadóms var kveðinn upp 24. október s. L og var Óskar Agnar dæmdrar í 12 mánaða fang elsS og sviptur rétti til að reka smásölu ævilangt, en Sigurður var dæandur í 7 mánaða fangelsi og sameigiiilega voru þeir dæmdir til að greiða allan kostnað sak- rinnar. Eins og áður segir var þessi dómur ómerktur I Hæsta- rétti og málínu vísað frá saka- dómi. f Hæstaréttardómnum er getið tveggja skráa, annars vegar frá Eimskipafélagi íslands og hins vegar tollstjóra, yfir þær bifreiðar, sem sakferli er talið ná til og sýnt fram á. að þeim ber ekkí sam an. Segir síðan orðrétt I dómnum: ,,í ákæruskjalinu eru bifreiðamar ekki auðkenndar hver um sig, og var slíkt þó nauðsynlegt, þar sem framangreindum skrám h. f. Eim skipafélags fslands og tollstjóra bar ekki saman og þar eru greind ar fleiri en 24 bifreiðar, sem mis ferli ákærðu er talið hafa náð til. Fullnægir ákæruskjalið þannig ekki ákvæðum 2. tl. 2. málsgr. 115. gr. laga nr. 82/1961 um glögga skilgreiningu á sakarefni Vegna þessa ágalla þykir ákæruskjalið eigi verða lagt til grundvallar dómi um efni máls. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá sakadómi. Sakar kostnað I héraði og fyrir Hæsta Tétti ber að greiða úr ríkíssjóði, Þar mjéð talin laun verjanda á- kærðiLí'Wéfaði og hér 'fyrir dómi, samtals kr. 12.000.00.“ SPARISJÓÐUR Framhald af 2. síðu a ðstærð og er á þremur hæðum. Neðsta og efsta hæðin eru leigðar bæjarfógetaembættinu I Kópavogi. Sparisjóðurinn sjálfur hefur um 140 fermetra á götuhæðinni, en að vestanverðu, á sömu hæð, verð- ur Brunabótafélagi fslands leigt húsnæði fyrir starfsemi sína I Kópavogi. í lok fyrsta starfsárs sjóðsins árið 1956 voru innstæður 1,2 millj. • króna, en eru nú I dag um 25 millj. • króna. Núverandi stjórn sparisjóðsins er þannig skipuð: Jósafat J. Lín- dal, formaður, Jón Skaftason og j Sigurður Helgason . SlLALEIGAN BlLLINN RENT AN-ICECAR Simi 18833 l. on&ut ( ortino TUerrmni C-twno' Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Þóru Sigurrós Þorvaldsdóttur Vandamenn. Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Guðmundar Halldórssonnar, húsasm.meistara, Brávallagötu 40, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 29. júní, kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Jóhanna L. Jónsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. HÆSTARÉTTARMÁL Framh af bls 16 ir að nota sér fákunnáttu Sigurð ar og einfeldni- þegar hann fékk hann til þessa. með því að gefa honum flösku af brennivíni fyrir afhendingu hverrar bifreiðar, en vangreidd gjöld af þessum bifreið um námu samtals kr. 2.776.872.70. í öðru lagi var Óskar ákærður fyrir að hafa, síðari hluta apríl- mánaðar 1963. látið tollyfirvöld um í té rangar aðflutningsskýrslur yfir innflutning tveggja bifreiða lersrury I <7 / *, phyr * -fppai BlLALElGAN BlLLlNN HOFOAIUN 4 Simi 18833 LAUGAVEGI QO-92 Stærsta úrval biireiða a einmn stað Salan eT ömgp hjá nkkm LAUGARDAGUR 26. júní 1965 BÍLA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Sími 2 3136 R AMAA AGERÐIN ÁSBRÚ NJALSGÖTU 62 S í M I • 1 9 1 0 8 Málverk Vatnslitamyndir Ljósmyndir litaðar, af flestum kaupstöðum landsins Biblíumyndir Hinar vinsælu, longu gangamyndir Rammar — kúpt gler flestar staerðir Einangrunarkork 11/2", 2" 3" og 4" fyrirliggjandi. JÓNSSON & JÚLlUSSON Hamarshúsinu, vesturenda Sími 15-4-30. Auglýsinga- sími Tímans er 19523 IYflr 75 þdsund manns lesa Timann daglega. Aug/ýsiagar i Timanum koma kaup* endum samdaegurs i samband við seljand- ann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.