Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 16
 mmm 140. foL—Laugardagur 26. júní 1965 — 49. árg. Ómerktur dómur- inn í Hæstarétti sjáanlega möguleika á því, enda reyndist þaS ókleift. Jafnframt er Ós'kar ákærður fyr Framhaid á l4. síðu. Orlofsheimili ASÍ tilbúin um mánaðamót EJ-Reykjavík, föstudag. Nú er búið að ganga frá orlofs heimilum ASÍ í Ölfusi, og þessa dagana er verið að flytja húsgögn og annað í húsin. Hannibal Valdi marsson, forseti ASÍ, sagði blað inu í dag, að búast mætti við því, að félögunum yrðu afhent sín hús um mánaðamótin. ^IMARFERBIN Miða í skemmtiferð Fram- sóknarfélaganna á morgun, þarf að sækja fyrir hádegi í dag, laugardag. Farið verður frá Tjarnar- götu 26 kl. 8V2 í fyrramálið og komið í bæinn um kl. 11 að kvöldi. BÞG-Reykjavík, föstudag. Á miðvikudaginn var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu, ákæruvaldið gegn Óskari Agnari Ólafssyni og Sigurði Þorkelssyni, en menn þessir voru ákærðir fyr ir misferli í sambandi við afhend ingu 24 bifreiða úr vörugeymslum Eimskipafélags íslands. f héraði voru ákærðu dæmdir í fangelsis refsingu, en í Hæstarétti var hinn áfrýjaði dómur ómerktur og mál- inu vísað frá sakadómi, vegna ágalla á ákæruskjali. Mál þetta vakti mikla athygli á sínum tíma, en til upprifjunar skal hér getið helztu málavaxta. Óskar Agnar var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu frá því sein ast í júní 1963 fram í júlí s. á. með svikum og blekkingum fengið meðákærða Sigurð, þá starfsmann Eimskipafélags íslands h. f. í vöru geymslu þess við Borgartún í Reykjavík, Borgarskála, til þess að afhenda í heimildarleysí 24 ótoll _ afgreiddar bifreiðar, er voru þar j í vörzlum Eimskipafélagsins, og fluttar höfðu verið til landsins á vegum Raftækni h. f., eftir að hafa fullyrt við Sígurð, að hann (Óskar) myndi sjá um löglega toll afgreiðslu bifreiðanna innan nokk urra daga, án þess að hafa fyrir KBG- Stykkishólmi, miðvikudag. Um miðjan maí í vor hófst aftuir Vinna við slippinn í Stykk ishólmi, en bygging hans hófst fyrir um tveimur árum. Þarna hafa unnið fimmtán menn und- ir verkstjórn Sölva Friðriks- sonar. Áætlað er, að í sumar verði uunið fyrir um það hil tvær milljónir, og þá er Þess vænzt, að hægt verði að taka skip upp í sleða í haust, eitt skip í sleða, en hiiðargarðar verða ekki komnir. Hægt verð- ur að taka upp 400 lesta skip. Sl'ippurinn er byggður í Skipavík, og er hann í eigu hreppsins og hafnarsjóðs. Önn- ur braut er hérna rninini, sem einnig er í eigu hafnarsjóðs, og þar komast upp 120 lesta skip. Ráðgert er, að fram- kvæmdunum muni ljúka eftir um það bil eitt ár. (Ljósm. AS) PRESTA5TEFNUNNÍ LOKIÐ • • JT MORGMERKMAL AFGREIDD KJ-Reykjavík, föstudag. Síðasti dagur Prestastefnu ís- lands var í dag, en hún hefur staðið yfir nú í þrjá daga hér í Reykjavík. Stærsta mál þessarar prestastefnu, og raunar síðustu prestastefnu, var afgreitt í dag, en það var Undirbúningur og til- högun fermingarinnar. hvattir til að vinna gegn öfgafull- um véizluhöldum og óhóflegum gjöfum í sambandi við ferming- una, ályktun um skipun sam- vinnunefndar kirkju og skóla varð andi fermingarundirbúninginn. Prestastefnan lýsir gleði sinni yfir afgreiðslu handritamálsins, og minnir á ítrekaðar samþykktir prestastefna og annarra kirkju- legra funda um gagngerar breyt- ingar á gildandi lögum um veit- ingu prestsembætta. Fagnað ér kaupum á vönduðu bókasafni til Skálholts. Lýst er yfir fylgi við frumvarp um kristnisjóð. Þá var- ar Prestastefna íslands við ó- heillavænlegum áhrifum erlends sjónvarps á íslenzka menningar- helgi. í dag hófst Prestastefnan með morgunbænum, sem dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup hafði, en klukkan tíu hófust umræður um aðalmál Prestastefnunnar, Undir- búning og tilhögun fermingar- innar Sameiginleg kaffidrykkja var um miðjan dag í boði biskups og seinnipart dagsins ávarpaði danski presturinn Axel Riishöj Prestastefnuna. f kvöld hafði svo biskupinn yfir fslandi herra Sig- urbjöm Einarsson, boð inni fyrir þá, er sóttu Prestastefnuna. Að vanda voru mörg og merki- leg mál til umræðu á Prestastefnu íslands, og bar þar hæst umræður um undirbúning og tilhögun ferm ingarinnar sem síðasta presta- stefna hafði til umræðu, og sem afgreitt var nú. Gerði Presta- stefnan ítarlegar tillögur um þessi mál, og verða þær birtar í heild hér í blaðinu eftir helgina. Af ályktunum, sem samþykktar voru að þessu sinni, má nefna ályktun, þar sem prestar eru Leitað eftir tilboðum í vatnslögn til Eyja EJ-Reykjavík, föstudag. Samþykkt var einróma á bæjar- stjórnarfundi í Vestmannaeyjum í dag, að leitað verðl tilboða í vatnslögn til Eyja og allar fram- kvæmdir í því sambandi. Áður hef ur bæjarstjómin fjallað um greiðslu fyrir flutning á vatni, svo fram kemur hér á eftir. Eins og kunnugt er, fá Vestmanna eyingar mikið af vatni sínu flutt frá Reykjavík með Herjólfi. Greiða Vestmannaeyingar fyrir vatnið samkvæmt gjaldskrá þeirri, sem gildír um sölu vatns hér í ! Reykjavík en á síðasta borgar- i ráðsfundi var tekið fyrir bréf frá j bæjarstjóra Vestmannaeyja, þar i sem þes var óskað, að Vestmanna eyingar fái vatnið á kostnaðar- verði. Máli þesu var vísað til umsagn j ar vatnsveitustjóra og hafnar- | stjóra. Blaðið hafði samband við Guð laug Gíslason, bæjarstjóra í Vest mannaeyjum, og sagði hann, að þess væri óskað að greiða fyrir vatnið einungis, sem samsvarar beinum kostnaði. Flytur Hannibal EJ-Reykjavík, föstudag. Hannibal Valdimarssow, al- þingismaður og forseti ASÍ, hefur fengið ábúðarrétt á jörðinni Selárdal í Arnarfirði. Sagði Hannibal blaðinu í dag, að hann vildi helzt fá að búa þarna fyrir vestan í framtíð- imni og fá þar frið og ró, en þó væíi ekkert hægt að segja um, hvort svo yrði eða ekki. Hannibal sagði, að Selárdal- ur, sem er eign ríkisins, væri jörð, sem ætti ekki, og mætti ekki, fara í eyði. — „Þarna voru átta heimili, þegar ég var ungur, en ég var þarna í ná- / sveit? grenninu í fimm ár. Nú eru þarna aðeins tveir einstakling- ar, annar fram í dalnum og hinn við sjóinn.‘- — Og nú viltu fá friðinn í sveitinni? — Já, það vildi ég helzt, en ekki er gott að segja hvað verð ur, sagði Hannibal. FYRSTA UTHLUTUNIN UR SJÓÐILANGVADHJÓNANNA Svo sem áður hefir verið skýrt frá, stofnuðu Kaj Langvad verk- fræðingur og kona hans frú Selma Langvad, fædd Guðjohnsen, sjóð við Háskóla íslands á s. 1. sumri, og er hlutverk sjóðsins að treysta menningartengsl íslands og Danmerkur. Er þetta einn mestí sjóðpr Háskólans. að fjár- hæð röskar 700.000 krónur. Kaj Langvad verkfræðingur hefir að auki í tilefni af farsælli lausn handritamálsins ákveðið að bæta árlega myndarlegri fjárhæð við tekjur sjóðsins, sem til úthlutunar koma. Stjórn sjóðsins er skipuð Ármanni Snævarr, háskólarektor, formanni, dr. Broddi Jóhannessyni, skólastjóra og Sören Langvad verkfræðingi. Stjórnin óskaði ný lega eftir því við dr. Kristján Eld járn, þjóðminjavörð, að hann flytti eríndi um íslenzka menningarsögu í nokkrum dönskum skólum á veg um sjóðsins á hausti komanda. Unnið fyrir 7 til 8 milljónir í Ólafs- víkurhöfn í sumar AS-Ólafsvík, föstudag. Dæluskipið Sandey byrjaði í gær að dæla sandi upp úr nýju höfninni. Ráðgert er að dælt verði upp 70 þúsund rúmmetrum og þeir látnir í nýja uppfyllingu, sem mun verða einn til einn og hálfur hektari lands. Gert er ráð fyrir, að höfnin dýpki niður á 4% metra á fjöru. Mun þetta verk taka um einn til einn og hálfan mánuð. Þegar lokið verður við að dæla upp sandinum verður haf- izt handa um að byggja 110 metra langa bryggju úr harðviði, og gert er ráð fyrir að unnið verði fyrir 7—8 míljóuir króna við höfnina á þessu sumri. Hefir dr. Kristján fallizt á þessi tilmæli. Er þar með ráðin fyrsta úthlutun úr sjóðnum, og er fjár hæð við það miðuð að gera þjóð minjaveri fært að dveljast 1 Dan mörku nokkurn tíma til rannsókna í fræðigrein sinni. 126 ÞÚSUND Á 7 VIKUM FBReykjavík, föstudag. Reykvíkingar eru orðnir miklir áhugamenn um kvík myndir eins og sjá má á því, að nú hafa rúmlega 26 þúsund manns séð kvik- myndina Jessicu í Laugarás bíói á aðeins sjö vikum. Þetta mun vera metaðsókn að minnsta kosti hér í Reykjavík, en fyrir allmörg um árum var kvíkmyndin Anna sýnd í Bæjarbíói í B Hafnarfirði við geysilega að sókn. Sú mynd var sýnd frá því í júní og fram á haust, en ekki gátum við fengið staðfest í dag, hve margir sáu myndina. Má telja lík- legt, að fleiri hafi séð Jess icu þegar tillit er tekið til þess. að hún hefur ekki ver ið sýnd nema tæpa tvo mán uði. Jessica verður sýnd nú um helgina, en að þvj búnu hefjast sýningar á myndinni Susan Slate, en í þeirri mynd eru sömu leikarar og í myndinni Parrísh, sem sýnd var í Laugarásbíói fyr ir nokkru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.