Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
11
Myndlist
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Norræn menningarvika
stendur nú yfir í Norræna
húsinu, sú fyrsta sinnar teg-
undar, og að ég held afkvæmi
Listahátíðar í breiðri merkingu.
Þar er ýmislegt á boðstólum, og
skal það ekki tínt til hér, en
myndlistin á þarna mikinn þátt,
og eru tvær sýningar af henni,
sem hvor um sig eru merkilegar.
Hér verður fjallað um þá veiga-
meiri þeirra, það er að segja um
því mikla virðingu, vegna þess
að mér var kunnugt um, að
þarna voru á ferð samherjar
Svavars Guðnasonar úr
COBRA-hópnum, sem hafði
gríðarleg áhrif strax að lokinni
heimsstyrjöldinni síðari og
hefur haft allt fram á líðandi
stund. Því hefur jafnvel verið
haldið fram á prenti, að fáar eða
engar hreyfingar í listum hafi
haft eins víðtæk áhrif og
cubisminn á sínum tíma og
Cobra á sínum. Ekki skal ég
ganga í ábyrgð fyrir þessari
skoðun, en eitt er víst, að við hér
á íslandi eigum þessu fólki
ýmislegt upp að unna á sviði
myndlistar. Það má jafnvel full-
yrða, að fátt hafi ýtt eins undir
listsköpun hér á landi eftir að
friður komst á og COBRA-hreyf-
Carl-
Henning
Pedersen
Merkileg sýning íNorrœna htísinu
sýningu á verkum málarans
CARL—HENNING PEDER-
SEN, sem sýnir í öllum kjall-
aranum.
CARL—HENNING PEDER-
SEN er einn af þekktustu
málurum Dana, en heldur fannst
mér tekið djúpt í árinni er sagt
var hér á dögunum í fjölmiðlum,
að hann væri þekktasti málari
Dana um þessar mundir. Að vísu
skal ekki dregið úr frægð
Carls—Henning hér, en hvað um
menn eins og RICHARD MORT-
ENSEN og ROBERT JACOB-
SEN? En sá er þekktastur var
þeirra allra, ASGER JORN, er
nýlátinn og kom svolítið við sögu
hérlendis á sínum tíma eins og
raunar allir hinir.
Carl—Henning Pedersen og
kona hans, Else Alfelt, dvöldu
hér á landi sumarlangt fyrir
mörgum árum og höfðu þá
dætur sínar í för með sér. Ég
man þetta fólk vel og bar fyrir
ingin, enda áttum við okkar
fulltrúa í hópnum, SVAVAR
GUÐNASON, sem verður sjöt-
ugur á næstunni, og vonandi
verður munað eftir því af þeim
aðilum, sem næst stendur að
veita honum verðuga viðurkenn-
ingu.
Það er engin nýjung fyrir
okkur að sjá hér sýningu á
verkum CARL—HENNING
PEDERSEN. Hann hefur oftar
en einu sinni sýnt verk sín hér á
samsýningum og ætíð vakið
verðskuldaða eftirtekt. Á
stundum hefur hann þótt heldur
litglaður og jafnvel óþægilegur. í
verkum hans er að finna mikinn
og undarlegan heim, sem er
fullur af skáldskap, óháðum
veruleikanum en því meir
tengdum dulúð og hinni norrænu
þjóðsögu. Það eru sterk augu,
sem ætíð skjóta gneistum í
hinum expressionustísku
verkum Carl-Henning Peder-
sens. Fuglinn er víða tengdur
grímu mannsins. Hvort það
boðar gott eða vont, skal ekki
krufið hér. Það er mikil náttúra í
þessum verkum. Hefði Kjarval
sagt. Flest þessi verk eru gerð í
sérstökum litatón, síðan eru
andstæður látnar skapa spennu,
sem verkar eins og af öðrum
heimi. Liturinn er stundum
lagður léttilega og þunnt á
léreftið, en svo eru þarna verk,
sem eru mjög þykkt máluð og
hafa persónulega áferð, sem gefa
sumum verkanna aukið gildi. Ég
hef séð sum þessara verka áður,
og einkum man ég eitt verk á
þessari sýningu, er ég sá sýningu
í Helsingfors fyrir mörgum
árum. Þá var ég beðinn um að
velja eitt verk fyrir sjónvarpið í
Helsingfors til að sýna, sem
þverskurð af norrænni list. Þá
valdi ég þetta verk, og það urðu
sannarlega fagnaðarfundir, er
ég léit aftur þetta málverk í
sölum Norræna hússins.
CARL—HENNING PEDER-
SEN er nokkuð misjafn málari
að mínum dómi, en hefur
töfrandi vald yfir myndum
sínum, sem seiðir mann inn í
þann heim, er hann hefur skapað
hverju sinni. Ég nefni aðeins No.
12, 18, 20, 21 og 34 þessu til
sönnunar. Hann hefur sjálfur
skrifað formála í sýningarskrá,
og vísa ég til hans hér.
Carl—Henning hefur átt mikið
við Ijóðagerð og gefið út ljóða-
bækur. Það fer heldur ekki milli
mála, að lengi verður leitað til að
finna ljóðrænni málara en hann.
Það eru ætíð mikil tíðindi í
listaheiminum, er
CARL—HENNING PEDERSEN
heldur sýningar. Maður sér það
stundum í stórblöðum bæði
vestan hafs og austan, er það
skeður. Gallery de France í París
og álíka þekkt fyrirtæki í New
York auglýsa sérstaklega, þegar
CARL—HENNING heldur
sýningu. Það er af sem áður var,
er þau hjónin voru hér í Laugar-
nesinu, og fáir eða engir vildu
líta við myndum þeirra. Nú er
Else Alfelt látin, en maður
hennar CARL HENNING hefur
gefið bænum Herning í
Danmörku um 4000 verk eftir
þau hjón. Þar hefur verið byggt
skemmtilegt safn yfir þessa
miklu gjöf, og hefur
CARL—HENNING skreytt
safnhúsið með mikilli frísu. Ég
held, að þau verk, sem nú eru í
Norræna húsinu, séu úr þessari
gjöf. Það er auðsætt við nánari
athugun, að fagmaður hefur
valið þessi verk. Þetta er vönduð
sýning, sem allir ættu að sjá,
sem annars hafa yndi af mynd-
list. Þessi fyrsta menningarvika
hjá Norræna húsinu fer verulega
vel af stað. Þakkir fyrir ágætt
framtak.
Frískandi og gott
á fímm sekúnaum.
Það er Fountain.
Engin venjuleg kaffívél
Fountain drykkjavélin er
engin venjuleg kafíivél, því að þú
getur valið um sex kafFitegundir,
fjórar tetegundir, þrjár súkkulaði-
tegundir, sjö súputegundir og fjóra
ávaxtadrykki.
Þú getur fengið vél með tveim,
fjórum eða sex fyllingum í einu,
með eða án sjálfsala.
Fimm sekúndur
Það tekur þig aðeins fimm
sekúndur að fá frískan og góðan
drykk úr Fountain.
Fountain hentar alls staðar
Fountain hentar vel fyrir
fyrirtæki, stór eða smá, söluskála
og heimili.
Einning eru fáanlegar 24volta
vélar fyrir skip, báta og langferða-
bíla.
Ath! Ókeypis hiáefni
l.sept.-l.des.
Kaupir þú Fountain nú, færðu
fyrstu fyllingamar ókeypis.
Síðan er hráefninu ekið til þín, án
endurgjalds, hálfsmánaðarlega eða
eftir samkomulagi.
Ég óska eftir að fá senda Fountain drykkjavél
fyrir:
□ 2 fyllingar □ 4 fyllingar □ 6 fyllingar
- gegn póstkröfu.
□ Ég óska eftir að fá senda mynd- og verðlista.
□ Ég óska eftir að fá sölumann í heimsókn.
Nafn
Heimili
Sími
Pósthólf 7032
127 Reykjavík
Sími 16463