Morgunblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
í þriðju grein sinni um kennslubókina Samfélagió eftir Joachim Israel
og Auói Styrkórsdóttur, sem staöfærói, rœddi Hannes H. Gissurarson
sagnfrsaðingur um „rök“ höfundanna fyrir ríkisafskiptum, kenningu
þeirra um ríkiö, atvinnuleysió, verðbólgu og kjarabaráttu.
Israel gerir allt of mikiö úr áhrifum fjölmiöla, því að hann skilur
þaö ekki, aö neytendur geta valið og velja um þá.
Hannes
H. Gissurarson:
Um
kenwlubókina
Samfélagið
eftir Joachim Israel
og Auði Styrkársdóttur
4. grein
Ruglandi um valdið
Israel notar langt mál um valdið.
Hann segir (bls. 185):
Vald er eitthvaö sem einn maður
hefur fram yfir annan, þannig að
hann getur fengið annan mann til
að gera eitthvað eöa látið vera að
gera það.
Hann gerir greinarmun á efna-
hagsvaldi, þvingunarvaldi, stjórn-
málavaldi og hugmyndafræöivaldi.
Orðin eru reyndar klaufaleg og stofn-
analeg, ekki enn notuð eölilegri og
íslenzkulegri orð eins og „hagvald",
„ofbeldi," „máttur," „stjórn", „ríkis-
vald" og „áhrif". En öll greining
Israels á valdshugtökunum er hrein
ruglandi.
Hvað er hagvald? Israel segir
(bls. 186). Verksmiðjueigandi get-
ur ráðið til sín launafólk og hann
getur líka rekið það. Hann ákveð-
ur hvaö þetta fólk gerir í vinnu-
tímanum. Verksmiöjueigandinn
hefur efnahagsvald yfir þeim sem
vinna hjá honum. Hann á fram-
leiöslutækin og því getur hann
ráðið.
Hvað er að segja um þetta?
Auövitaö hefur vinnuveitandi vald,
því að starfsmenn hans eru háðir
honum um afkomu sína. En vald
hans takmarkast af mörgu. í fyrsta
lagi getur hann misst starfsmann, ef
sá maður kýs að starfa hjá öðrum, og
missirinn er mikill, ef starfsmaöurinn
er vel þjálfaöur, enda er keppt um
hæfa og vel þjálfaða starfsmenn.
Starfsmaður velur um vinnuveitend-
ur. í öðru lagi er hann háður
starfsmönnum sínum um afkomu
sína, ánægðir menn starfa betur en
óánægðir, og þeir hafa því vald yfir
honum. Afköst starfsmanns skipta
vinnuveitandann máli. í þriðja lagi
gætir ríkið (eða á að gæta) réttra
reglna í viðskiptum vinnuveitenda og
launþega. En Israel bendir á þaö eitt,
aö í fjórða lagi gætir verkalýðsfélagið
(eöa á að gæta) hagsmuna félaga
sinna.
Takmarkanir hagvaldsins eru mjög
umhugsunarverðar, þó að Israel ræði
ekki um þær. Hvað gerist, ef vinnu-
veitandinn er einungis einn? Vinnu-
veitandinn er einungis einn í óska-
landi sameignarsinna, ein stofnun
hefur allt hagvaldiö — miðstjórnin
eða ríkisstjórnin. Hagvaldiö er þann-
ig næstum því ótakmarkað í þessu
óskalandi, óánægöir menn eiga
næstum því engan kost.
Ónákvæmni í orðavali er ein helzta
synd „samfélagsfræðinga", eins og
bent hefur verið á, þótt hún sé
sennilega ekki alltaf ásetningssynd.
Israel segir til dæmis (bls. 187):
Við getum sagt að vald spretti af
samfélaginu. Menn öðlast ekki
vald í krafti sinnar persónu einnar
saman.
Er þetta rétt? Öðru nær. Einstak-
lingur getur sem einstaklingur haft
vald yfir öðrum einstaklingi. Kona,
sem maöur er mjög ástfanginn af,
hefur mikið vald yfir honum. Fræði-
maður, sem aðrir bera djúpa viröingu
fyrir, hefur kennivald (authority), til
dæmis Sigurður Nordal í íslenzkum
fræðum. Stjórnmálamaður, sem get-
ur hrifið aðra með sér, safnaö um sig
liöi, hefur áhrif (eða „náðarvald" sem
Max Weber kallaði svo). Og getur sú
staöa, sem menn komast í, í hugum
annarra — það vald, sem þeir fá yfir
öðrum — ekki eins verið afleiöing af
einstaklingseöli þeirra og orsök
þess?
Áhrif fjölmiðla
Hvað er „hugmyndafræðivald"?
Israel segir (bls. 189): Það vald
felst í því að menn geta fengið
aðra til þess að hugsa á ákveðinn
hátt og hafa ákveönar hugmyndir
um veruleikann. Þetta kallast
hugmyndafræóivald. Þessu valdi
beita blöðin, sjónvarpið og út-
varpið, þ.e.a.s. fjöldafjölmiðlarnir.
En þetta vald kemur einnig fram í
skólunum.
En er þetta „hugmyndfræöivald" til
í einhverjum skynsamlegum skiln-
ingi? Fellur það undir skilgreiningu
Israels? Hún var þessi: „Vald er
eitthvað sem einn maður hefur fram
yfir annan, þannig að hann getur
fengið annan mann til að gera
eitthvað eða látið vera að gera það."
Það fellur ekki undir skilgreininguna,
þvi að samkvæmt henni hafði maður
valdið, en fjölmiðlarnir og skólarnir
eru ekki menn. Afsaka má þó þessa
ónákvæmni og segja, aö Israel hafi
átt viö þá menn, sem stjórni fjölmiöl-
unum og skólunum. Þeir velji þær
skoðanir, sem séu boðaðar í þessum
fjölmiölum. En þeir menn, sem
stjórna fjölmiölunum, eru margir og
ólíkir, því að fjölmiðlarnir eru sem
betur fer margir og ólíkir. Kemur
einhverjum í hug, að sömu skoðanir
séu boðaðar í Morgunblaöinu og
Þjóðviljanum? Eða í Alþýöublaðinu
og Tímanum? Neytendurnir geta
valiö um dagblöö, þeir kaupa þau
blöð, sem eru þeim að skapi, full-
nægja þörfum þeirra bezt. (Það er
rangt, að ný blöð geti ekki unniö
markaö. Til dæmis má taka þann
mikla árangur, sem Dagblaðið hefur
náð síðustu árin. Hvers vegna selst
það í um 20 þús. eintökum, en
Þjóðviljinn í um 5 þús. eintökum?
Vegna þess að þaö fullnægir þörfum
20. þús. manna, en Þjóðviljinn þörf-
um 5 þús. manna.) Fjölmiðlarnir
verða að laga sig að óskum neytend-
anna, ef þeir keppa að því að seljast.
Er vald neytendanna yfir fjölmiölum,
sem keppa hver við annan, ekki
meira en vald fjölmiðlanna yfir neyt-
endunum? Israel spyr ekki þeirrar
spurningar.
Forsenda mín er að sjálfsögðu
samkeppni fjölmiðlanna um hylli
neytendanna. En til eru fjölmiðlar,
sem eru í rauninni ekki að keppa að
sölu, heldur eru einungis til þess að
boða einhverja trú eða skoðun.
Þjóöviljinn er slíkur fjölmiðill, og
hann getur leyft sér meira en Dag-
blaðið. Til dæmis má taka, að fyrir
skömmu birtist ádeila á borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins í Reykjavík
á „jafnréttissíðu" Þjóðviljans. Menn-
irnir, sem stjórnuöu blaðinu, reiddust
þessu svo, að umsjónarmenn „jafn-
réttissíðunnar" voru reknir, en að
lokum var sætzt á þaö, aö einn
blaöamaöur Þjóðviljans liti eftir efn-
inu á síðunni, ritskoðaði með öðrum
orðum. Ríkisfjölmiðlarnir keppa ekki
heldur við neina, því að öðrum en
þeim er bannaö að útvarpa og
sjónvarpa. Menn geta ekki valið um
útvarpsefni á íslandi, þeim er
skammtað það (þótt rekstur út-
varpsstööva sé mjög auöveldur frá
tæknilegu og fjárhagslegu sjónarmiöi
og margir séu tilbúnir til þess aö reka
slíkar stöðvar). Ég held, að áhrif
slíkra einokunarfyrirtækja sé miklu
hættulegri en áhrif fjölmiöla, sem
menn geta valið um, en Israel ræðir
alls ekki um það.
Vald fjölmiðlanna er miklu tak-
markaöra en Israel segir, því að þeir
eru margir og ólíkir og almenningur
er ekki deigur leir, sem fjölmiðlung-
arnir geta mótað að sínum óskum
(en sú skoöun á almenningi gægist
alltaf fram í máli Israels). En þó má
ekki gera of lítið úr áhrifum fjölmiöla.
í orðavali og efnisvali þeirra felst
alltaf einhver skoðun. Staöfærandinn
(Auður Styrkársdóttir) tekur frásagn-
ir frá stríöinu í Indó-Kína til dæmis.
hann segir (bls. 192):
Víetnamar höfðu ekki sama að-
gang að útvarpsstöðvum og
Bandaríkjamenn.;8. . Víetnamar
voru kallaöir Víet-Kong skæruliö-
ar í íslenska útvarpinu . .. en
Víetnamar kölluöu her sinn þjóö-
frelsisherinn.
Það er auövitað rétt, að annar
blær er á oröinu „skæruliðar" (á
orðinu „Viet-Kong" er enginn blær,
því að þaö hefur enga merkingu í
íslenzku, þannig að aðfinnsla að því
missir marks) en á orðinu „þjóðfrels-
isher". Um það var þó ekki deilt, að
mótherjar Suðurvíetnamstjórnar
voru skæruliöar (þangað til þeir
sigruöu í borgarastríöinu), en um hitt
var deilt, hvort þeir væru þjóðfrels-
issinnar eða ekki. Orðið „skæruliöar"
var því eölilegra en orðiö „þjóðfrels-
isherinn".
Það, sem sannfærandinn tekur til
dæmis um hlutdrægni í fjölmiölum
má reyndar taka til dæmis um
hlutdrægni hans sjálfs í kennslubók.
Reynslan hefur sýnt þaö, að mótherj-
ar suöurvíetnamstjórnar eru
grimmdarseggir, sem hafa reist lög-
regluríki, hálfu verra en suðurvíet-
namska ríkiö var, og að stjórn þeirra
er ógnarstjórn. Er það „þjóöfrelsi"?
Ég er hissa á því, að vestrænir
róttæklingar vogi sér aö nefna harm-
leikinn í Indó-Kína, en þeir gegndu
miklu hlutverki í honum. í frásögninni
í kennslubókinni felst ekki einungis
skoðun, heldur er hún einnig röng.
Víetnamstríðið var ekki meö Banda-
ríkjamönnum öðrum megin og Víetn-
ömum hinum megin. Það var með
uppreisnarmönnum í Suðurvíetnam,
sm nutu aöstoöar Norðurvíetnama,
öðrum megin og ríkisstjórninni í
Suðurvíetnam, sem naut aðstoöar
Bandaríkjamanna, hinum megin:
Stríöiö var borgarstríö. Ekkert er
hægt að segja um það, hvor hafi
meira fylgi, uppreisnarmenn eða
stjórnin, en minna verður á það, að
milljónir Suðurvítnama voru flótta-
menn frá Norðurvíetnam. Sþyrja má,
hvernig vald ríkisfjölmiðlanna væri
notað, ef Joachim Israel og Auöur
Styrkársdóttir stjórnuðu þeim.
Viðskiptafrelsi eöa
ofbeldisstjórn?
Gagnrýnd hafa veriö „efnahags-
valds"- og „hugmyndafræðivalds"-
hugtök Israels. En hvað er að segja
um „stjórnmálavaldið" og „þvingun-
arvaldið"? Israel segir (bls. 187):
Ríkiö hefur eitt leyfi til aö eiga og
nota vopn sem ætluð eru til að
neyöa fólkið til hlýðni. Þessi
tegund valds kallast þvingunar-
vald.
Og hann segir (bls. 188—189):
í lýöræðisþjóðfélögum er stjórn-
málavaldið í höndum þeirra sem
þjóöin hefur gefið umboð til aö
fara með þetta vald. . . Lögreglu-
stjórar og herforingjar geta ekki
eða eiga ekki aö geta gefiö
ríkisstjórninni fyrirskipanir. Ef
þeir geta það er lýöræðið úr
sögunni og búið að koma á
lögregluríki eða herræöi. Mörg
ríki búa við herræöi, einkum í
S-Ameríku: Chile, Brasilía,
Argentína, Uruguay, Perú, Bóli-
vía. Slík ríki eru einnig mörg í
Afríku.
Benda má á þaö, að Israel nefnir
ekki lögregluríkin í austri: Ráðstjórn-
arríkin, Kína, Viétnam, Júgóslavíu og
fleiri ríki. En er greinarmunur hans á
„þvingunarvaldi" og „stjórnmála-
valdi" eðlilegur? Einungis er taliö
leyfilegt, eins og hann segir, að nota
ofbeldi í nafni ríkisins. Segja má, aö
munurinn á réttarríkinu og lögreglu-
ríkinu sé sá, aö í réttarríkinu er
fengiö leyfi eöa umboö til þess (í
frjálsum kosningum) frá almenningi,
en ekki í lögregluríkinu. Ég held þess
vegna, að eölilegasti greinarmunur-
inn sé á réttmætu ofbeldi og órétt-
mætu. Israel ruglar máliö, en skýrir
ekki, með hugtökum sinum.
Málinu er ekki lokiö með því að
gera greinarmun á réttmætu ofbeldi
og óréttmætu. Hvað felst í því? Vald
meirihlutans (eða öllu heldur fulltrúa
hans) má ekki vera ótakmarkað,
ríkisstjórn hefur ekki leyfi til alls.
Ríkisstjórn hefur til dæmis ekki leyfi
til þess að ræna minni hlutann
trúfrelsi, þótt fulltrúar meiri hlutans
kjósi þaö. Mestu máli skiptir aö ekki
sé brotinn réttur einstaklinganna til
þess að velja og hafna. Jafnrangt er
að brjóta þennan rétt í nafni meiri-
hlutans og aö brjóta hann í nafni
„guös" eins og einvaldir kóngar fyrri
alda eða „stéttarinnar" eins og sam-
eignarsinnar (kommúnístar) eöa
„þjóðarsinnar" eins og þjóöernis-
sinnar (fasistar). Lýðræði má ekki
vera ótakmarkaö meirihlutaræöi,
það veröur að vera innan marka
almennra mannréttinda. Þetta mál
ræðir Israel ekki, enda hefur hann
engan áhuga á því, það er óþægilegt
ríkisrekstrarsinnum, og stundum
kemst hann nálægt því að vera
meirihlutatrúar. Hann segir til dæmis
(bls. 178):
Hin ástæðan fyrir því aö hafa
umsvifamikinn opinberan vett-
vang er einfaldlega sú að þannig
vilja margir hafa þaö.
Þessi „rök" eru ekki einungis
ógild, heldur einnig hættuleg. Meiri-
hlutinn er ekki bezti dómarinn um