Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
15
Morgunblaðið á Verkamannasambandsþingi
þess að við höfum ekkert félag, að
við erum ekkert atkvæði, eða vegna
þess að við viljum ekki neitt makk
eða hrosskaup? Við krefjumst þess
að kröfum okkar verði fylgt eftir."
„Sláum allt of
mikið undan“
Bragi Haraldsson formaður
verkalýðsfélagsins, Árvakurs á
Eskifirði kvað ávallt ráðist á garð-
inn þar sem hann væri lægstur og
kvað hann láglaunafólk ekki eiga
slíkt skilið. „Við erum ekki nógu
róttæk í kröfum okkar og sláum allt
of mikið undan.“ Kostinn við hægri
stjórn í landinu kvað hann vera að
þá skapaðist samstaða meðal
verkalýðsins. Kvaðst hann vera í
verkalýðsarmi Alþýðuflokksins og
léti ekki skipa sér fyrir verkum,
hvorki einn eða annan, en að
síðustu lagði hann áherzlu á það að
helgarvinna yrði lögð niður.
Brostin von um
pólitískt afl
Gunnar Már Kristófersson for-
maður Aftureldingar á Hellissandi
vitnaði í orð Hilmars Jónassonar
frá Hellu um þá nauðsyn að skoða
stöðu almennu verkalýðsfélaganna
gagnvart öðrum stéttum, svo sem
iðnaðarmönnum.
Gunnar Már kvaðst hafa bundið
miklar vonir við þá ríkisstjórn sem
nú væri fallin, vonir sem miðuðu að
því að byggja upp pólitískt afl við
hliðina á verkalýðshreyfingunni.
Nú væru þetta brostnar vonir og
hörmuðu menn að ekki skyldi hafa
tekizt að skapa þetta afl við hliðina
á verkalýðshreyfingunni.
„Höfðu guðfeður
ríkisstjórnarinnar
samráð“
Þórður Ólafsson formaður
Verkalýðsfélags Hveragerðis og
nágrennis frá Þorlákshöfn taldi það
lágmarkskröfur að ná upp sama
kaupmætti og var 1977 og einnig
taldi hann það brýna kröfu að nota
krónutölu til jöfnunar á laun í stað
prósentu, ekki aðeins innan ASI,
heldur yfir línuna. Þá fjallaði'
Þórður um almenna launamála-
umræðu og baráttu farandverka-
fólks. Þórður varpaði fram spurn-
ingum: „Höfðu guðfeður ríkis-
stjórnarinnar samráð þegar upp úr
slitnaði?“
„Ég vil að Karl Steinar útskýri
kjarasáttmála Alþýðuflokksins,“
hélt Þórður áfram og sagði síðan að
hann myndi ekki greiða Alþýðu-
flokksmönnum atkvæði sitt í stjórn
Verkamannasambandsins ef þeir
ætluðu að láta Vilmund Gylfason
ráða ferðinni eins og við þessi
stjórnarslit. Ég vil ekki að svoleiðis
piltur hafi áhrif inn í okkar raðir."
„Þessir flokkar bera
ekki gæfu...“
Jón Helgason formaður Einingar
á Akureyri velti þeirri spurningu
fyrir sér hvað hefði valdið því að
svo fór sem fór með vinstri stjórn-
ina. „Þessir flokkar bera ekki gæfu
til að vinna saman í sama anda og í
kosningabaráttunni og í sama anda
og við höfum gert í Verkamanna-
sambandinu og það eru menn úr
báðum þingflokkum sem hafa
brugðist," sagði Jón, „við treystum
því að þessir menn mundu jafna
lífskjörin úr ráðherrastólunum, en
það mistókst. Þessi ríkisstjórn hef-
ur brugðist á margan hátt og hún
var ekki búin að reikna út rétta
stefnu til þess að koma okkur út úr
þeim ógöngum sem fyrri ríkis-
stjórnir hafa komið okkur í.“
Pólitískar kröfur
eða réttlætisatriði
Auður Guðbrandsdóttir frá
Hveragerði fjallaði um mismuninn
á launum verkafólks og opinberra
starfsmanna og kvartaði yfir því að
í fjölmiðlum og reyndar hvar sem
væri skyldi ávallt talað um pólitísk-
ar kröfur verkamanna, en réttlætis-
atriði hjá opinberum starfs-
mönnum.
Þórður Olafsson Jón Helgason Baldur Jónsson Jón Kjartansson
Sigfinnur Karlsson Auður Guðbrandsdóttir Einar Karisson Herdis Ólafsdóttir
Bárður Jensson
Karl Steinar Guðnason Þórir Danieisson
Grein
og
myndir:
s-
Arni
Johnsen
Þá fjallaöi hún um vinnujöfnun
milli kynja og sagði að staðan væri
a.m.k. betri en þegar bændur hefðu
borið veikar konur sínar út í fjós til
þess að mjólka í staðinn fyrir að
gera það sjálfir. „Við vorum bjart-
sýn í fyrra," sagði hún, „en eins
svartsýn nú. En ég hvet til þess að
okkar laun verði ekki ákveðin af
mönnum sem aldrei hafa unnið
fyrir þessum launum."
„Sífellt stærri en
næringarminni
þjóðarkaka“
Baldur Jónsson frá Borgarnesi
fjallaði um það að taka ætti upp
auglýsingar á störfum heima í
héraði til þess að gefa heimamönn-
um kost á að ganga í þau störf á
undan aðkomumönnum. Þá fjallaði
hann um nauðsyn þess að minnka
eftirvinnu á hverjum degi og taldi
að markvissara mætti vinna í þeim
efnum. Baldur kvað allar undan-
gengnar kauphækkanir hafa orðið
úreltar því þeim hefði verið hleypt
beint út í verðlagið. „Þetta hefur
gengið þannig fyrir sig,“ sagði
hann, „að það hefur verið sett
lyftiduft í þjóðarkökuna og sneiðin
til okkar hefur orðið stærri, en þó
sífellt næringarminni." Þá reifaði
hann að atvinnuskiptingin í landinu
væri vitlaus, og m.a. væru allt of
margir í þjónustustörfum.
„Eitt síðasta
tækifærið gegn
auðvaldsáróðrinum“
Jón Kjartansson formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
kvað þetta þing háð við óvenjulegar
aðstæður þar sem ríkisstjórn sem
forysta sambandsins hefði haft
mikil áhrif á að yrði til, væri fallin.
„Ég er fullur gremju og von-
brigða í garð stjórnmálamanna,“
sagði Jón, „því ég tel að þetta hafi
verið eitt síðasta tækifærið í 2, 3 til
4 kjörtímabil til þess að hnekkja
þeim auðvaldsáróðri að vinstri
flokkarnir geti ekki staðið saman.“
Jón sagði að það vær ef til vill ekki
óeðlilegt að í gremju og reiði væri
leitað að sökudólgi til þess að láta á
bitna. „Það er um að ræða,“ sagði
hann, „að finna sökudólginn eða
púkka áfram upp á forystu sem
hefur ávallt svikið þegar mest hefur
á reynt.
Jón sagði að á síðasta ASÍ-þingi
hefðu þingfulltrúar sameinast um
kröfuna 100 þús. kr. Nú væri sú
krafa framreiknuð orðin 305v þús.
kr., en þó væri ekki ætlunin að fara
fram á það. Þá fjallaði Jón um það
að „atvinnurekendavaldið í landinu
væri komið með nýmóðins leikregl-
ur í æ ríkari mæli.“ í lok máls síns
hvatti hann til þess að farand-
verkafólk yrði boðið velkomið.
„Vinstri stjórnin,
krógi horrollu
á vordegi“
Sigfinnur Karlsson formaður
Verkalýðsfélags Norðfirðinga
kvaðst telja kjaramálaályktunina
lítið annað en beinagrind og síðan
fjallaði hann nokkuð um fráfarandi
ríkisstjórn. „Þessi ríkisstjórn,"
sagði Sigfinnur, er krógi Verka-
mannasambandsins, sem það hefur
drepið undan sér eins og horrolla á
vordegi. Margt gerði hún vel en
margir þingmenn voru á móti
henni. Ég vil ekki segja að fleiri
hafi verið frá einum en öðrum, en
þá hygg ég að samt myndi halla á
bykkjunni ef hengt yrði upp. Þetta
er gjörður hlutur, en forkastanleg
vinnubrögð. Af hverju var fallið
ákveðið í þessari viku fyrir Verka-
mannasambandsþing. Þetta þing
hefði gefið króganum holla mjólk,
en það er búið með það.“
„Svo hroll setji
að vinnuveitendum“
Einar Karlsson formaður Verka-
lýðsfélags Stykkishólms ræddi um
fæðispeninga, þrifapeninga og
ýmsa launaliði. Við eigum að
sprengja Vinnuveitendasambandið,
sagði hann, sérstaklega úti á landi,
og við eigum að semja kjaramála-
ál.vktun sem verður eins og norðan-
vindurinn, verður þannig að það
setji hroll að vinnuveitendum.
Vinstri sameining
borin von
Herdís Ólafsdóttir formaður verka-
kvennadeildar Verkalýðsfélags
Akraness kvaðst hafa trúað því að
takast mætti að sameina vinstri
öflin í landinu en það væri nú borin
von. Hún kvað mönnum heitt í
hamsi vegna þessa, en nú væri að
safna kröftum svo einhvern tíma
yrði hægt að sanna það að vinstra
fólk gæti unnið saman. Þá ræddi
Herdís um bónuskerfið og útreikn-
inga þess og kvaðst hún vilja fá
verkafólk í þau störf.
„Og skammast min
ekkert fyrir það“
Bárður Jensson formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík kvað
slys hafa orðið hjá þeim tveimur
verkalýðsflokkum sem setið hefðu í
vinstri stjórninni. Kvaðst hann
syrgja samstarfsslitin. „Ég kaus
Alþýðuflokkinn," sagði hann, „og
skammast mín ekkert fyrir það.“
Bárður fjallaði nokkuð um launa-
misrétti og nefndi hann sem dæmi
laun verkamanna i saltfiski sem
fengju launahækkun á fyrstu árun-
um en síðan ekki söguna meir.
Bárður sagði að Karli Steinari væri
kennt um stjórnarslitin, en hann
væri ekki sekari en aðrir.
Hverjir sviptu þakinu af vísitöl-
unni? spurði Bárður og nefndi síðan
að til væru toppar í þessu landi sem
bættu við sig með verðbótum einum
mánaðarlaunum verkamanna.
„Hjón sem rífast
og skammast“
Karl Steinar Guðnason formaður
Verkalýðs og sjómannafél. Kefla-
víkur svaraði ásökunum sem fram
höfðu komið í umræðum þingfull-
trúa og kvað ekki hafa komið sér á
óvart að slíkt kæmi upp, „en,“ sagði
Karl Steinar, „ég tel að réttara væri
að þessi mál væru athuguð í meira
samhengi en gert hefur verið. Það
voru mér mikil vonbrigði, að stjórn
sem við komum á laggirnar í raun
og veru, skyldi ekki standast. Við
bundum miklar vonir við hana en
stöndum nú frammi fyrir því að
þeir sem sátu í henni gátu ekki
komið sér saman fyrst og fremst á
vettvangi verðbólgubaráttunnar."
Karl Steinar kvað ljóst að kjör
launþega væru betri ef verðbólgan
væri minni. Hann sagði að stjórnin
hefði gert marga góða hluti og
nefndi að á haustdögum í fyrra
hefði blasað við kreppa og eymd.
Félagsmálapakkinn var gott fram-
lag, sagði hann. En hann kvað
stjórnarsamstarfið hafa verið
erfiða sambúð. „Það má skilgreina
hana á ýmsan veg,“ sagði Karl
Steinar, „en hjón sem rífast og
skammast fyrir framan krakkana
sína bjóða ekki af sér góðan þokka
og fjölmiðlastríðið tætti einnig í
sundur.
Verkamannasambandið sætti
einu sinni hjónakornin þegar upp
úr var að slitna, en stuttu seinna
lenti allt í sama farinu. Ég og fleiri
vinir mínir sáum hvert stefndi og
þeir sem geta ekki unnið saman,
geta ekki komið fram góðum mál-
um. Það er vonlaust að koma þeim
saman sem ekki vilja og í öllum
málum kom fram þríhöfða þurs.
Þetta þýddi því ekki meir.
Ekki er þó öll nótt úti enn og það
væri mikill harmleikur ef þessir
atburðir splundra vinstri mönnum
til nokkurrar frambúðar.“
Pólitíska forustan
brást
Þórir Daníelsson framkvæmda-
stjóri Verkamannasambandsins frá
Reykjavík kvað vettvang þingsins
gefa tilefni til þess að menn létu
tilfinningarnar nokkuð sterkt í ljós,
því sigur verkalýðshreyfingarinnar
í síðustu kosningum vegna stjórn-
vizku verkalýðshreyfingarinnar
væri að litlu orðinn vegna þess að
hin pólitíska forysta hefði brugðist
og ekki framkvæmd á þann hátt
sem fólkið í landinu vildi.