Morgunblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Geir Hallgrímsson í flokksráði sjálfstæðismanna: Styðjum stj órnina aðeins til að rjófá þing og boða kosningar FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar síðdegis á sunnudag til að fjalla um þá tillogu þingflokks Sjálfstæðismanna að verja minnihlutastjórn Álþýðuflokksins falli, svo að unnt sé að rjúfa þing og efna til kosninga. Á fundinum flutti Geir Hallgrímsson formaður flokksins ræðu, þar sem hann rakti gang mála og setti fram rökin fyrir niðurstöðu þingmannanna. Að lokinni ræðu formannsins tóku þrir flokksráðsmanna til máls. Tveir studdu tillöguna i ræðum sínum en einn mæiti gegn henni. Að loknum umræðunum var tillagan um hlutleysi gagnvart minnihlutastjórn Alþýðuflokksins samþykkt samhljóða, en fund- urinn var f jölsóttur. í ræðu sinni rakti Geir Hall- grímsson atburðarásina frá því þingflokkur Alþýðuflokksins ákvað föstudaginn 5. október að draga ráðherra sína út úr ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar. Við- brögð sjálfstæðismanna við þessu hefðu verið í samræmi við stefnu þeirra frá myndun stjórnarinnar, að ekki skyldi mynduð ný meiri- hlutastjórn, fyrr en kjósendur hefðu fengið tækifæri til að kveða upp sinn dóm og mynda nýjan þingmeirihluta. Þar af leiðandi hefði krafa Alþýðuflokksins um þingrof og nýjar kosningar fallið saman við stefnu sjálfstæð- ismanna. Kostir til myndunar nýrrar stjórnar Eftir fall stjórnarinnar hefði orðið að sjá landinu fyrir ríkis- stjórn fram yfir kosningarnar. Sagði Geir Hallgrímsson, að eðli- legast hefði verið, að ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar sæti áfram sem starfsstjórn þar til nýr meiri- hluti myndaðist. Vitnaði hann af því tilefni til fordæmisins frá 1956, þegar samstjórn sjálfstæð- ismanna og framsóknarmanna baðst lausnar undir forsæti Ólafs Thors og rauf eftir það þing en sat sem starfsstjórn í tæpa fjóra mánuði fram yfir kosningarnar. Nú hefði hins vegar brugðið svo við, að Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag hefðu neitað að rjúfa þing. Þar af leiðandi hefði þurft að mynda stjórn til að koma á kosningunum og sitja fram yfir þær. Sagði Geir, að kostirnir hefðu verið fjórir: 1) Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Þess- um kosti hefði strax verið hafnað, þar sem ekki var vilji til að mynda meirihlutastjórn fyrir kosningar. 2) Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins. Þessum kosti hefði Alþýðuflokkurinn hafnað. 3) Minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins. 4) Utanþingsstjórn. A) Ráðherrar tilnefndir af Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki. Þessum kosti hefði verið hafnað á sama grundvelli og 1), og B) utan- þingsstjórn skipuð mönnum, sem forseti íslands velur. Píanótónleikar ÞAÐ ER mikið að gera í tónleika- haldi þessa dagana. Um og fyrir síðustu helgi voru haldnir níu tón- leikar á fimm dögum og þar af þrennir einn daginn. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tónleikahrinu, er að hér er um að ræða sérlega vandaða tónleika og þar sem undirritaður hefur haft aðstöðu til að vera viðstaddur, og þar á móti frétt af öðrum tónleikum, hefur aðsóknin verið í hámarki. Á miðvikudaginn á milli 12 og 1 stóð Söngskólinn fyrir tónleikum og lék Rögnvaldur Sigurjónsson þar fyrir fullu húsi. Það sem er sérkennilegt við þessa nýbreytni Söngskólans er tíminn, lengd tónleikanna (45 mínút- ur) og að ráðgert er að þeir séu á hverjum miðvikudegi til áramóta, og þar sem fram munu koma margir af bestu listamönnum þjóðarinnar. Sama dag um kvöldið voru svo aðrir píanótónleikar í Norræna húsinu, en þar kom fram Halldór Haraldsson og lék verk eftir John Speight, Þorkel Sigurbjörnsson, Beethoven og Vagn Holmboe. Tónleikarnir hófust á tveimur stuttum verkum eftir John Speight, er hann nefnir Homm- age á Igor Stravinsky og Hommage á Oliver Messiaen. Það var margt í verkunum sem minnti á spámennina en að öðru leyti eru verkin vel unnin og víða áferðarfalleg. Annað verkið var „Der Wohltemperierte Pianist" eftir Þorkel Sigurbjörnsson og eins og í verkum Speight mátti heyra vitnað í mikinn spámann, nefnilega Jóhann Sebastían Bach. Halldór Haraldsson lék verkin á sannfær- andi hátt en hvað snertir form „Das wohltempeierte Píanist" þá eins og verkið þorni upp í ekki neitt, gufi upp í lítið sannfærandi niðurlagi. Þriðji höfundurinn var svo Beethov- en en eftir hann lék Halldór Sónötu óp. 10 nr. 3 í D-dúr. Fyrsti kaflinn var ekki vel leikinn en aftur á móti var mikill þokki yfir öðrum og þriðja þætti. Annar þátturinn Largo er stórkostlegur skáldskapur, þar sem saman fer þunglyndi, einmanaleiki, og djúpstæður sársauki, sem Beethoven upphefur í eiskulega, allt að því barnalega angurværð í næsta kafla. Það er þessi víðfeðma tilfinningaupplifun sem gerir Beet- hoven að svo miklu skáldi, fremur en tækni hans í byggingu og útfærslu hugmynda hans. Síðasti þátturinn, Rondo, er einkennilega ráðleysisleg- ur, eins og höfundurinn standi á vegmótum og hiki við í hverju spori. Síðasta verkið er eftir Vagn Holmb- Halldór Haraldsson oe sem hann kallar Suono da Bardo op. 49. Verkið uppfullt af „mystik" myrkvum og dulum táknmyndum, sem Halldóri fer einkar vel að túlka. Eitt af tónsmíðaeinkennum verksins er röðun hugmynda, sem allar standa stakar og unnið er úr um stund en síðar yfirgefnar og þá tekið til við eitthvað alveg nýtt. Þannig tengjast þessir hugmyndafletir mjög lítið en koma þó fram í endurtekn- ingum og minnir þessi aðferð okkur á niðurlags aðferðir tónskálda á 16. öldinni. Þessi aðferð leiðir gjarnan til þess að verkin verða mjög löng, hver hugmyndin tekur við af annarri í stað þess, ef fáar hugmyndir eru fléttaðar saman í einn bálk, kemur endurtekning þeirra að nokkru í veg fyrir að verkið verði of langdregið. Ekki verður skilið við þessa tónleika án þess að minnast á hljóðfærið, sem er vægast sagt ekki nothæft við flutning af því taginu sem hér um ræðir, enda var hljómsvar þess allt að því særandi í tilþrifamiklum köflum. Þetta er og leiðinlegt vegna þess að Norræna húsið er menning- arsetur, en ekki skrallstaður og betra hljóðfæri hæfði því, svo lengi sem starfsemi þess verður með svipuðum hætti og hingað til. Jón Ásgeirsson Ljóðasöngur Hermann Prey er söngsnillingur, þar sem saman fer falleg rödd mikil þjálfun, kunnátta og sterk tilfinning fyrir formi og innihaldi viðfangs- efnanna. Hann syngur ekki lagið til þess eins að láta röddina njóta sín, heldur er hann að túlka tilfinningar og þannig mótast söngurinn af innihaldi textans, sem er sviðsettur í mótun lagsins. Kraftur, mýkt, gleði og sorg eru ekki aðeins túlkuð með orðum, heldur og í tóngerð og þar er Hermann Prey snillingur, einn sá mesti í heiminum í dag. Á tónleikum Tónlistarfélagsins söng Prey Liederreich op. 35 eftir Schumann og nokkra söngva eftir Richard Strauss. Það er óþarfi að tíunda hvert lag fyrir sig og reyndar ógerningur, því að hér er um að ræða svo samstæða söngva, sem spanna upphaf og niðurlag rómantískrar sönglagagerðar í Þýskalandi. Svo sér þýsk er þessi list, að mörgum stendur ógn af og viðbrögð, t.d. franskra tónsmiða voru heitin eftir rómantíkinni og kölluð „and-rómantík“. And-rómantískir menn fundu og allt illt í þýskri heimspeki og þannig var rómantíkin Geir sagði, að valið hefði staðið milli þeirra kosta, sem hér eru til hagræðis kallaðir 3) og 4-B). Hefði þingflokkur Sjálfstæðismanna rætt málið mjög ítarlega og innan hans hefðu farið fram skoðana- kannanir. Sú skoðun hefði síðan orðið ofan á að verja minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins falli og hafi tillaga um það verið sam- þykkt mótatkvæðalaust af öllum þingmönnum. Vissulega hefðu ýmsir þingmenn talið þennan kost erfiðan og viljað annað fremur en samstaða hefði náðst, þar sem ljóst var, að tryggja varð að kosningar færu fram án tafar. Fimm skilyrði Geir sagði, að sér og Gunnari Thoroddsen, formanni þingflokks Sjálfstæðismanna, hefði verið fal- ið að koma ályktun þingmann- anna á framfæri við Alþýðuflokk- inn og jafnframt flytja þeim munnlega þau skilyrði, sem sett voru við samþykktina. Skilyrðin voru þessi að sögn Geirs: 1) Forseti Sameinaðs Alþingis verði kjörinn úr hópi þing- manna Sjálfstæðisflokksins og þeir ráði einnig forseta annarr- ar þingdeildarinnar samkvæmt eigin vali. 2) Kosningarnar verði fram- kvæmdar með þeim hætti, að kjördagar geti orðið tveir reyn- ist það nauðsynlegt. 3) Kosningarnar fari helst fram 25./26. nóvember en ekki síðar en 2./3. desember. Með bráða- birgðalögum verði styttir frest- ir til að skila framboðum o.fl. reynist það nauðsynlegt. Fram- boðsfrestur verði t.d. styttur í 3 vikur og 3 daga í stað 4 vikna og 3 daga og utankjörstaðar- atkvæðagreiðsla standi í 3 vik- ur. Heimilað verði, að menn greiði atkvæði utankjörstaðar síðustu vikuna fyrir kjördag, enda þótt þeir dveljist á heimili sínu á kjördag. 4) Engin stefnumótandi nýmæli verði sett með löggjöf af Erland Hagegaard Else Paaske Tvísöngur Eftir að hafa hlustað á söngsnill- inginn Hermann Prey á laugar- daginn var kvöldinu svo varið til að hlýða á samsöng Else Paaske og Eriand Hagegaard í Norræna húsinu. Tónleikarnir hófust á að Else Paaske söng Frauenliebe und leben eftir Schumann. Paaske er góð alt-söngkona og flutti lagaflokkinn ágætlega. Erland Hagegaard hefur fallega tenorrödd og syngur mjög vel. Hann söng fimm lög og þeirra á meðal Tonerna eftir Sjöberg og Sáf sáf, susa og Svarta rosor eftir Sibelius. Eftir hlé skiptu þau með sér fjórum lögum úr Des Knaben Wunderhorn, eftir Mahler. Besti partur tónleikanna voru þrír dúettar eftir Purcelli og aðrir þrír eftir Schumann. Það mátti heyra á söng þeirra að óperan er þeim að skapi og voru samsöngvarnir eftir Schumann, sérstaklega lögin við texta Burns, sérlega leikræn í flutningi þeirra. Undirleikarinn Friedrich Gúrtler skilaði sínu þokkalega. Það er ekki þægilegt fyrir söngvara að lenda á milli manna eins og Prey og Jorma Hynnien, en vel væri hugsanlegt að Hagegaard ætti eftir að láta heyra frekar í sér, því að bæði er rödd hans góð og einnig tækni hans. Jón Ásgeirsson hæltroðin af alls kyns raunsæis- stefnum og alþjóðarhyggju. Nú hafa þessar stefnur opinberað sig og þá verður um leið ljóst hvað á vantar og rómantíkin fær nýtt gildi. Raunsæið reyndist draumblekking, en tilfinn- ingin það eina raunverulega, sem sifellt mun lifa með manninum, af því hún verður aldrei skilgreind. í söng Hermann Prey voru ástin, sorgin og gleðin alls ráðandi falleg og ljúfsár, eins og ávallt hefur verið með manninum og mun verða um ókomnar aldir og bjarga honum frá ómennskri raunsæislygi kaldrar vélamennsku. í þessum stórkostlega flutningi átti undirleikarinn Michael Krist stór augnablik. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.