Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 18

Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Rjúpnaveiðitímabilið hóíst i gær og samkvæmt þeim upp- lýsinKum sem Morgunblaðið aflaði sér mun fjöldi fugla vera nokkru meiri en oft áður, sér- stakleBa mun hafa sést mikið af rjúpu ú Barðaströndinni. Við upphaf tímabilsins var ljóst að svæði það sem rjúpnaskyttur geta farið um hefur verið skert mjöK vegna friðunar í Borgar- f jarðar- og Strandasyslu. Bændur og landeigendur á þessun stöðum auglýstu um helg- ina að engin veiðileyfi yrðu gefin út í löndum þeirra og afréttum, en þessi svæði, sérstaklega afréttir Borgarfjarðar og Holtavörðuheiði, hafa verið með fjölsóttustu svæðum rjúpnaskytta í gegnum árin. Morgunblaðið innti Gísla Kjartansson fulltrúa sýslumanns í Borgarnesi eftir áliti embættisins á þessum friðunaraðgerðum bænda og landeigenda og hvort hann teldi þær löglegar. „Við stöndum fyllilega með bændunum í þessu og teljum þær löglegar, enda þótt aðgerðirnar séu ekki í neinu samráði við okkur, þeir tóku það upp hjá sjálfum sér.“ „Við munum síðar reyna að fylgja þessu eftir eins og hægt er. Sem dæmi um áhrif friðunarinnar get ég nefnt, að ég flaug yfir Kaldadal í dag og sá þar aðeins einn bíl, en við venjulegar aðstæð- ur eru þar yfirleitt tugir bíla,“ sagði Gísli. Þá ræddi Morgunblaðið við Kristbjörn Arnason skipstjóra á Sigurði á Húsavík, sem er mikill áhugamaður um rjúpnaveiði og innti hann eftir upphafi vertíðar- innar. „Það er gott hljóðið í mér, aðstæður til veiða eru að vísu ekki upp á það besta í dag, það var snjóföl yfir öllu og vont að sjá rjúpuna. Annars fékk ég tuttugu og sex stykki í dag, fékk þær allar hérna rétt ofan við bæinn í svo- kölluðum Hnjúkum og Reyðarár- botni skammt þar frá. Þá hef ég heyrt á mönnum að fjöldi fugla sé frekar meiri en minni en oft áður þótt ég hafi sjálfur ekki séð svo ýkja mikið í dag,“ sagði Krist- björn. Frá flokksráðsfundi Alþýðuflokksins á sunnudag. Flokksstjórn krata samþykkti einróma „Búast má við umbrotum við Kröflu á næstunni” „LAND VIÐ Kröflu hefur stöð- ugt verið að rísa frá því i mai i vor þegar það náði lágmarki, lækkaði um 80 sentimetra, og er nú komið aftur í sömu hæð. Reynslan af þessari hegðun und- anfarin ár segir okkur svo að þegar land er komið í ákveðna hæð megi búast við einhverjum umbrotum,“ sagði Axel Björns- son jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið. „Hvers konar umbrot það verða er ekki hægt að segja um með neinni vissu. Krafla hefur hegðað sér þannig undanfarin ár að land hefur ýmist bólgnað út eða hjaðn- að, t.d. fyrir þau gos sem komið hafa á þessu svæði hefur landris verið svipað og það er nú orðið," sagði Axel ennfremur. Aðspurður um hvort búast mætti við einhverjum hræringum á svæðinu alveg á næstu dögum sagði Axel, að það gæti allt eins orðið, en það gæti líka orðið margra vikna eða jafnvel mánaða bið. Þá sagði Axel að Almannavarn- ir ríkisins hefðu ákveðið að koma upp skjálftavakt við Kröflu eftir helgina og þá mætti og búast við því að jarðvísindamaður frá Orku- stofnun yrði á svæðinu til að fylgjast með framvindu mála. Það væri vaninn að Almannavarnir bæðu Orkustofnun að senda menn á staðinn þegar ástandið væri orðið ótryggt eins og það óneitan- lega væri nú. Þá mætti geta þess, að Orkustofnunarmenn fylgjast stöðugt með öllum halla og hæðar- breytingum við Kröfluvirkjun. FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokks- ins samþykkti á fundi sínum á sunnudag tillögu Benedikts Gröndals, formanns flokksins, þess efnis að flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með fulltingi Sjálfstæðisflokksins, ef þess væri kostur, og væri hún skipuð sex ráðherrum. Að sögn Bjarna P. Magnússonar framkvæmdastjóra Alþýðuflokks- ins urðu síðan nokkrar umræður um tillögu þingflokksins, sem skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi að fyrri ráðherrar yrðu áfram, í öðru lagi að í hópinn bættust þeir Sighvatur Björgvinsson, Bragi Sigurjónsson og Vilmundur Gylfa- son og í þriðja lagi að ráðherrarn- ir skiptu með sér verkum. Alls greiddi fjörtíu og einn þessari tillögu atkvæði sitt, fjórir voru á móti og sautján sátu hjá. „Það sem fyrst og fremst var rætt um og full samstaða var ekki um, var hversu margir ráðherrar skyldu vera í hinni nýju stjórn, það var ekki deilt um það hverjir það skyldu vera,“ sagði Bjarni ennfremur. Menntaskólinn á Egilsstöðum settur fyrsta sinni: „Nýtt húsnædi skólans þegar orðið of lítið” Yfir eitt hundrað nemendur munu stunda nám í skólanum ívetur MENNTASKÓLINN á Egil- á stöðum var settur í fyrsta sinn 8.1. sunnudag í Egilsstaðakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni gesta viða að af landinu. Um eitt hundrað nemendur munu stunda nám við skólann í vetur og vcrða kennarar sextán auk skólameist- ara, Vilhjálms Einarssonar. Eftir að athöfninni lauk í Egils- staðakirkju var gengið í skóla, sem er til húsa í nýju og veglegu Kjaramálaályktun Verkamannaþings: Lægstu launin sitii í fyrirrúmi EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á þingi Verkamannasambands íslands á Akureyri um s.l. helgi: bætur auknar og sterk ítök verka- lýðshreyfingarinnar í ríkisvaldinu tryggð. Skerðingarlög gömlu ríkis- stjórnarinnar voru afnumin og ýmsar mikilsverðar félagslegar umbætur settar í lög, og enn fleiri undirbúnar. Þegar líða tók á þetta ár fór hins vegar að halla á kaupmátt verkafólks. Fyrirsjáan- legt varð, að samningum yrði að segja upp um næstu áramót. Við brottför ríkisstjórnarinnar eru margar blikur á lofti. Vinnu- veitendasambandið er hatramm- ara en nokkru sinni fyrr og vonast til að fá nýja ríkisstjórn sér hliðholla. Stefna Vinnuveitenda- sambandsins hefur legið skýr fyrir, — atvinnulífið þoli ekki núverandi kaupmátt, afnema beri að mestu vísitölubætur á laun og gera enga þá samninga sem bæti kjör verkafólks. Verkamannasamband Islands vísar alfarið á bug þessum kenn- ingum. Þrátt fyrir ýmsa örðug- leika í íslensku efnahagslífi er fullt tilefni til kjarabóta til handa almennu launafólkí. Kaup þess er ekki undirrót hins íslenska efna- hagsvanda. Verkamannasambandið gerir sér grein fyrir að ekki virðast möguleikar á stórfelldum kjara- bótum, en stefnan í komandi Kjarasamningar þeir sem gerð- ir voru sumarið 1977 gjörbreyttu til hins betra launakjörum al- menns verkafólks í landinu. Stefnt var að stórbættum launakjörum, jafnframt því sem fylgt var fram stefnu verkalýðssamtakanna um aukinn launajöfnuð. Umtalsvert skref var stigið í átt til launajöfn- unar innan Alþýðusambands íslands, en þessi markaða stefna ASÍ varð hins vegar ekki ráðandi alls staðar í þjóðfélaginu. Ymsir tekjuháir hópar utan Alþýðusam- bandsins náðu mun meiri launa- hækkunum. í byrjun árs 1978 gripu stjórn- völd til ráðstafana sem skertu þá samninga sem gerðir höfðu verið. Samtök launafólks í landinu boð- uðu til allsherjarmótmælaverk- falls 1. og 2. mars og Verkamanna- samband Islands snerist harkaleg- ast gegn þessum ráðstöfunum með útflutningsbanni og öðrum að- gerðum. Óþarft er að rekja gang þeirra mála, en vegna ráðstafana sinna *gegn launafólki féll ríkis- stjórnin í síðustu kosningum. Þegar ný ríkisstjórn hafði verið mynduð með stuðningi verkalýðs- hreyfingarinnar, voru miklar von- ir bundnar við atvinnuöryggi, að kaupmáttur yrði tryggður, launa- jafnrétti aukið, félagslegar um- Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands. kjarasamningum hlýtur að verða sú, að ná og treysta þann kaup- mátt sem samningarnir frá 1977, óskertir, gera ráð fyrir og við- halda fullri atvinnu. Verkamannasamband íslands telur brýnt að í komandi samning- um verði verðbótakerfið notað til launajöfnunar, þannig að á allt kaup verði greidd sú krónutala sem verðtryggi miðlungskaup að fullu. Jafnframt leggur Verkamanna- sambandið áherslu á að tryggðar verði félagslegar umbætur sem leiði til aukins jafnaðar og þjóð- félagslegs réttlætis. Sambandið ítrekár þá fyrri stefnu sína, að kjarabætur er hægt að tryggja með fleiru en beinum kauphækk- unum. Verkamannasamband íslands lýsir því yfir að ekki mun verða þolað að gildandi lagaákvæði um aukna skerðingu lægstu launa verði látin koma til framkvæmda, en að óbreyttum lögum er stefnt að því að lágtekjufólk fái 9% kauphækkun 1. desember n.k. og hærra launaðir 11%. Verka- mannasambandið krefst þess að þessi skerðingarákvæði laganna verði afnumin. Verkamannasamband íslands skorar á öll aðildarfélög sín að beita styrk sínum og samheldni gegn öllum tilraunum til að skerða kaupmátt og réttindi verkafólks. Slíkri viðleitni verða öll samtök launafólks að mæta af fyllstu hörku. Verkamannasambandið minnir á, að hlutverk þess er að bæta kjör og þjóðfélagsstöðu lág- launafólks í landinu og herða verður baráttuna fyrir auknu launajafnrétti. Verkamannasamband íslands hvetur því til allsherjar samstöðu innan Alþýðusambands íslands um kjarabætur, þar sem fyrsta boðorðið verður að vera, að lægstu launin sitji í algjöru fyrirrúmi. húsnæði. Þar voru á borðum veitingar og flutt voru fjölmörg ávörp. Vilhjálmur Einarsson skólameistari sagði m.a. í setn- ingarræðu sinni, að þrátt fyrir að skólinn hæfi nú starf sitt ifnýju og veglegu húsnæði mætti segja að það hefði þegar sprengt starfsem- ina utan af sér, svo miklu fleiri nemendur munu stunda nám við skólann í vetur en reiknað hafði verið með. Vilhjálmur sagði ennfremur, að mikið og gott samstarf væri milli Menntaskólans og Alþýðuskólans á Eiðum. T.d. væru nemendur á viðskiptabraut fyrstu tvö árin í námi á Eiðum en tvö hin síðari væru þeir svo í Menntaskólanum. Þá sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, að búast mætti við því að stór hluti nemenda á fyrsta ári stundaði sitt nám við Alþýðuskólann vegna húsnæðis- þrengsla. Vilhjálmur sagði, að mikil bjartsýni væri ríkjandi meðal forráðamanna skólans um framtíð hans og bæri sá gífurlegi fjöldi nemenda, sem sótt hefði um skóla- vist, því glöggt vitni að fram- tíðinni væri björt. Þrír fjórðu hlutar nemenda koma frá Austur- landi, aðrir af Norðurlandi, Snæf- ellsnesi og úr Borgarfirði. Tuttugu og sex nemendur munu stunda nám á uppeldisbraut, tíu á viðskiptabraut, tíu á málabraut og tíu á náttúrubrautum. Auk skólameistara fluttu ávörp þrír fyrrverandi ráðherrar, Hjör- leifur Guttormsson, sem jafn- framt er skólanefndarmaður, Tómas Arnason og Ragnar Arn- alds, og sveitarstjórinn ávarpaði gesti og afhenti skólanum kvik- myndasýningarvél. Skólastjórinn á Seyðisfirði afhenti skólanum síðar málverk. Fjöldi fugla meiri heldur en oft áður Bændur í Borgafjarðar- og Strandasýslu hafa bannað allar veiðar í löndum sínum og afréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.