Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
hf. Árvakur, Reykiavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Sími83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 200 kr. eintakiö.
Versnandi kjör
undir vinstri stjóm
Það fór óneitanlega vel á því, að Verkamannasamband
íslands skyldi þinga um sl. helgi á Akureyri til þess
að þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karl Steinar
Guðnason skyldu geta veitt svokallaðri „ríkisstjórn
vinnandi stétta“ nábjargirnar í viðeigandi umhverfi eða á
svipuðum slóðum og þeir vöktu hana upp í fyrra. Það fer
einnig vel á því, að í ályktun frá þessu þingi Verkamanna-
sambandsins skuli umfram allt lögð áherzla á það, að
kaupmátturinn komist í sama horf og hann var áður en
þessi nýfallna ríkisstjórn fór að njóta sín í ráðherra
stólunum. Nú er sem sagt búið að draga upp baráttufán-
ann fyrir „samningunum í gildi“, sem legið hefur
kruklaður niðri í kistu svikinna loforða og falskra
fyrirheita í nær þrjú misseri.
Það er fróðlegt að virða fyrir sér þróunina á kaupmætti
verkamanns í valdatíð ríkisstjórnarinnar sálugu. Það
kemur sem sé í ljós, að honum hefur verið að hraka fram
að þessu og eftir nýgerðri þjóðhagsspá á kaupmáttur
verkamanns að halda áfram að minnka á þessu ári og því
næsta. Þá var það lagt til grundvallar í efnahagsstefnu
hinnar nýföllnu ríkisstjórnar, að grunnkaup yrði óbreytt
allt næsta ár og kaupgjaldsvísitalan skert enn frekar.
Þannig hefur þetta verið síðustu misserin. Af veikum
burðum hefur ríkisstjórnin reynt að hamla gegn verð-
bólgunni einungis með því að krukka í launakjörin. Um
skeið virtist hún að vísu hafa haft stefnu í vaxtamálum,
en það er liðin tíð og aðrir þættir efnahagsmálanna hafa
allir farið úr böndum eins og meðferð ríkisfjármála er
gott dæmi um. Afleiðingin hefur orðið sú, að verðbólgan
hefur magnast og er að nálgast 60% markið, kaupmáttur
hefur minnkað og launamismunur farið vaxandi.
Hinn 7. apríl sl. samþykktu stjórnarflokkarnir þáver-
andi lög frá Alþingi um stjórn efnahagsmála, sem höfðu
það að meginmarkmiði „að halda verðhækkunum í
skefjum“ og stuðla að „bættum lífskjörum alls almenn-
ings“. Siðan hafa lífskjörin verið að versna jafnt og þétt
og launamismunur orðið meiri en áður. Og nú hinn 1.
desember er svo ákveðið í lögum þessum, að hátekju- og
miðlungstekjufólk skuli fá hlutfallslega meiri kaup-
hækkanir en láglaunafólk. Þetta er afleiðingin af þeirri
launamálastefnu, sem svokölluð „ríkisstjórn vinnandi
stétta“ hefur verið að marka síðasta árið í sérstöku
samráði við forystumenn Verkamannasambands íslands.
Það er því ekki að furða, þótt ýmsir launamenn séu orðnir
næsta hvekktir á þeim mönnum, sem sérstaklega telja sér
það til gildis að vera úr svokölluðum „verkalýðsflokkum".
Reynslan hefur kennt þeim, að úr þeirri átt er allra veðra
von og altítt, að austan nepjan leiki um verkamanninn á
eyrinni.
Á vordögum 1978 reyndu A-flokkarnir að halda því að
fólki, að engu skipti, hvaða laun væru greidd í landinu í
sambandi við verðbólguna. Á því var hamrað, að það væri
einungis illgirni og vont innræti þáverandi valdhafa sem
ylli því, að sólstööusamningarnir væru ekki settir í gildi.
Með mönnum eins og Svavari Gestssyni eða Kjartani
Jóhannssyni myndi þetta allt saman breytast og lagast.
Nú hafa menn um tveggja missera skeið kynnst góðsemi
valdhafanna, sem við tóku. í hvert skipti sem þeir hafa
tekið til máls hafa þeir lýst j)ví yfir, að þeir bæru hag
launþega einna fyrir brjósti. Ávallt, þegar eitthvað hefur
bjátað á, hafa þeir líka klipið af kaupgjaldsvísitölunni
eitthvað, stundum mikið stundum minna. Og allt þetta
síðasta ár höfum við fjarlægst það meir og meir, að
kaupmáttur sólstöðusamninganna yrði að raunveruleika.
Samt erum við verr undir það búin en áður að takast á við
verðbólguna og ráða niðurlögum hennar, af því að landinu
hefur verið illa stjórnað og efnahagsmálum þess alls ekki
stjórnað. Af því súpa menn seyðið nú, — launþegar sem
aðrir.
Prófkjör krata í Reykjavík:
Alþýðuflokkurinn íNorður-
landskjördæmi eystra:
Jón Ármann
á móti Braga
JÓN Ármann Héðinsson,
fyrrverandi alþingismaður
Álþýðuflokksins á Reykja-
nesi, hefur ákveðið að gefa
kost á sér til prófkjörs Al-
þýðuflokksins á Norðurlandi
eystra. Jón Ármann sagði í
gær, að hann yrði þátttak-
andi í væntanlegu prófkjöri
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra og myndi gefa
kost á sér í 1. og 2. sæti. Bragi
Sigurjónsson skipaði efsta
sæti listans við síðustu Al-
þingiskosningar og sagði
hann í gær, að hann ætlaði að
fara fram í fyrsta sæti ef
hann fengi fylgi hjá sínu
flokksfólki.
Jón Ármann er fæddur og
uppalinn á Húsavík og sagðist
hafa tekið ákvörðun um að
fara fram í prófkjör nyrðra
eftir að margir ágætir menn í
héraðinu, ungir og gamlir,
hefðu lagt að honum að gera
slíkt.
Árni Gunnarsson skipaði 2.
sæti á lista flokksins í Norður-
landskjördæmi eystra við
síðustu Alþingiskosningar.
Ekki náðist í Árna Gunnars-
son í gærkvöldi til að inna
hann eftir því hvort hann gæfi
kost á sér til prófkjörs og þá í
hvaða sæti.
Jóhanna Sigurðardóttir enn óráðin
í því að hvaða sæti hún sækir
ÞAU fjögur, sem skipuðu efstu
sætin á framboðslista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík við síðustu
Alþýðubandalagið
íReykjavík:
Prófkjör
ekkiákveð-
ið ennþá
PRÓFKJÖR hefur enn ekki verið
ákveðið hjá Alþýðubandalaginu í
Reykjavik að sögn Guðmundar
Magnússonar formanns Alþýðu-
bandalagsfélagsins í Reykjavík,
en samkvæmt lögum félagsins
skal prófkjör haldið.
Ákvörðun um málið verður tek-
in á fundi fulltrúaráðs félagsins
n.k. miðvikudagskvöld og verður
þar skipuð sérstök kjörnefnd sem
síðar mun ákveða hvenær próf-
kjörið verður haldið og í hvaða
formi það verður.
Alþingiskosningar, hafa öll
ákveðið að gefa kost á sér til
prófkjörs flokksins.
Benekikt Gröndal formaður flokk-
sins var í efsta sæti listans við
síðustu kosningar og hefur ákveð-
ið að gefa kost á sér í frófkjöri til
1. sætis. Dr. Bragi Jósepsson, sem
var í kjorða sæti á lista Alþýðu-
flokksins síðast, lýsti því yfir í
samtali við Dagblaðið í gær, að
hann myndi gefa kost á sér í
fyrsta sæti listans og fer því fram
á móti Benedikt.
Vilmundur Gylfason, sem var í
2. sæti listans, sagði í gær, að
hann stefndi áfram á annað sæti
listans. Jóhanna Sigurðardóttir,
sem var í 3ja sætinu, sagði hins
vegar, að hún myndi taka þátt í
prófkjörinu, en hún hefði ekki enn
ákveðið í hvaða sæti hún gæfi kost
á sér.
Morgunblaðið hafði og samband
við þau Bjarna Guðnason og Sjöfn
Sigurbjörnsdóttur og innti þau
eftir því hvort þau hygðu á
framboð til prófkjörs. — Bjarni
Guðnason, sem var í efsta sæti
flokksins á Austfjörðum síðast,
baðst undan því að svara þessari
spurningu. Sjöfn hins vegar sagð-
ist ekki hafa ákveðið neitt í
þessum efnum á þessari stundu.
Framsókn:
Ekkert prófkjör á
Norðurlandi vestra
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
mun ekki halda próíkjör í Norð-
urlandskjördæmi vestra fyrir Al-
þingiskosningarnar að þessu
sinni, að sögn Guttorms Óskars-
sonar formanns fulltrúaráðs
flokksins nyrðra. „Það er ein-
faldlega svo stutt síðan síðasta
prófkjör var haldið að við teljum
ekki ástæðu til þess að endurtaka
það,“ sagði Guttormur.
Aðspurður um hvort Ólafur
Jóhannesson fráfarandi forsætis-
ráðherra yrði í fyrsta sæti á lista
Framsóknar eins og við síðustu
kosningar sagði Guttormur, að
engin ákvörðun hefði verið tekin
um það.
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík:
Sjálfstæðis-
flokkurinn:
Fjölmenni var á fundi fulltrúaráðsins í Reykjavik á sunnudaginn í Sigtúni, er ákvörðun var tekin um prófkjör til undirbúnings kosningunum til
Alþingis í desember næstkomandi. Ljósm. Mbl. Ól.K. Magnússon.
Sjálfstæðismenn ákveða prófkjör í Reykjavík:
SJÁLFSTÆÐISMENN í
Reykjavik hafa ákveðið að efna
til prófkjörs vegna kosninganna
til Alþingis sem verða í desember
næstkomandi, eins og skýrt er
frá á öðrum stað i Morgunblað-
inu i dag.Prófkjörið fer fram
sunnudaginn 28. október og
mánudaginn 29. október, en
framboðsfrestur rennur út
klukkan 17 fimmtudaginn 18.
október.
Morgunblaðið leitaði í gær til
nokkurra frambjóðenda flokksins
í síðustu kosningum, og leitaði
staðfestingar á framboðum þeirra.
Alþingismennirnir Geir Hall-
grímsson, Ragnhildur Helgadótt-
ir, Ellert B. Schram, Gunnar
Thoroddsen og Friðrik Sophusson
kváðust allir hafa ákveðið að gefa
kost á sér í prófkjörinu. Albert
Guðmundsson alþingismaður
sagði hins vegar er hann var
spurður: „Ég svara engu um það,
ég hef ekki hugsað um það ennþá.“
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við þá sem skipuðu næstu
sæti á eftir þingsætum. Guðmund-
ur H. Garðarsson formaður Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur,
Pétur Sigurðsson formaður Sjó-
mannadagsráðs, Elín Pálmadóttir
blaðamaður og Haraldur Blöndal
lögmaður kváðust gefa kost á sér.
Geirþrúður Hildur Bernhöft elli-
málafulltrúi sem var í níunda sæti
framboðslistans við síðustu kosn-
ingar kvaðst hins vegar hafa
ákveðið að gefa ekki kost á sér, en
ekki tókst að ná í Gunnlaug
Ljósm: Ól.K.Mag.
Flokksráð
samþykkti
Flokksráð Sjálfstæðis-
flokksins samþykkti á
fundi sínum á.sunnudag-
inn að styðja þá ákvörð-
un þingflokks sjálfstæð-
ismanna að verja minni-
hlutastjórn Alþýðu-
flokksins falli að full-
nægðum ákveðnum skil-
yrðum. Samþykkt
Flokksráðs var einróma.
Kosið verður dagana 28. og
29. október næstkomandi
Snædal lækni sem var í ellefta
sæti framboðslistans 1978.
Að öðrum sem rætt hefur verið
um í framboð má nefna Birgi
ísleif Gunnarsson borgarfulltrúa,
Ólaf B. Thors borgarfulltrúa og
Sigurð Líndal prófessor, en í gær
kváðust þeir allir eiga eftir að
taka endanlega ákvörðun, og hið
sama sagði dr. Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur. Jón Magnús-
son, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna, kvaðst hins
vegar hafa ákveðið að gefa ekki
kost á sér, og ekki tókst að ná í
Þorstein Pálsson framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands
íslands, en heyrst hefur, að hann
hyggi á að gefa kost á sér í
prófkjörinu.
Frá fundi Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á sunnudaginn.
talin kosningu. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson 228 at-
kvæði, Hannes Þ. Sigurðs-
son 204, Markús Örn Ant-
osson 204,Valgarð Briem
204, Bessí Jóhannsdóttir
184, Anders Hansen 151,
Þorvaldur Mawby 144, og
Guttormur Einarsson 137.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins féllu at-
kvæði í næsta sæti þannig:
Ludvig Hjálmtýsson 136
atkvæði, Arnar Ingólfsson
123, Garðar Þorsteinsson
103 og Gísli Baldvinsson
102. Einnig fengu eftirtalin
atkvæði: Bogi Ingimarsson,
Haukur Hjaltason, Helga
Gröndal Björnsson, Sig-
ríður Valdimarsdóttir,
Hafsteinn Baldvinsson,
Sigurður Angantýsson,
Ragnheiður Eggertsdóttir,
Kristján Guðbjörnsson og
Guðmundur Borgþórsson.
Áður lágu fyrir tilnefn-
ingar sjálfstæðisfélaganna:
Landsmálafelagið Vörður:
Edgar Guðmundsson og
Björgúlfur Guðmundsson.
Óðinn: Þorvaldur Þor-
valdsson. Heimdallur: Pét-
ur Rafnsson. Hvöt: Björg
Einarsdóttir. Fulltrúarráð:
Gunnar Helgason og Sól-
veig Pálmadóttir.
FULLTRÚ ARRÁÐ sjálf-
stæðisfélaganna í
Reykjavík ákvað á fundi
sínum á sunnudaginn að
efnt skuli til prófkjörs í
Reykjavík til að velja
frambjóðendur flokksins
við Alþingiskosningarnar
í desember næstkomandi.
Allnokkrar umræður urðu
á fundinum, um það hvort
til prófkjörs skyldi efnt,
en við atkvæðagreiðslu var
yfirgnæfandi meirihluti
félaga fulltrúarraðsins
meðmæltur prófkjöri.
Þær breytingar hafa ver-
ið gerðar á framkvæmd
prófkjörsins, að nú skal
kjósa frambjoðendur í
ákveðin sæti. Raða kjós-
endur því frambjóðendum
upp í númeraröð í stað þess
að áður hefur verið krossað
við nöfn frambjóðenda.
Prófkjörsdagar hafa verið
ákveðnir 28. og 29. október
næstkomandi. Einnig hefur
lágmarksfjöldi frambjóð-
enda verið lækkaður úr 32 í
18. Þátttaka er heimil öll-
um stuðningsmönnum
flokksins 18 ára og eldri og
einnig þeim félögum sjálf-
stæðisfélaganna sem eru á
aldrinum 16 til 19 ára.
Á fundinum á sunnudag-
inn voru kjörnir átta full-
trúar í kjörnefnnd Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík, og hlutu eftir-
Bragi gegn
Benedikt
Alþýðuflokkurinn á Vestfjörðum:
Karvel stof nar
flokksfélag og
ætlar í prófk jör
NÝTT Alþýðuflokksfélag var
stofnað á Bolungarvík í gær-
kvöldi og stóð Karvel Pálma-
son, fyrrum þingmaður Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna, að stofnun þess.
Karvel sagði í samtali við
Morgunblaðið, að vel gæti
hugsast að fleiri slík félög
yrðu stofnuð á Vestfjörðum á
næstunni. Hann sagðist ætla í
prófkjör til Alþingiskosninga
fyrir Alþýðuflokkinn, en
sagði að á þessu stigi málsins
væri ekki ástæða til að gefa
upp að hvaða sæti hann
keppti.
Sighvatur Björgvinsson,
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins, var í 1. sæti flokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi fyrir
síðustu Alþingiskosningar.
Hann var spurður að því í gær
hvort hann óttaðist að fá
Karvel Pálmason sem and-
stæðing. Sighvatur svaraði
þessari spurningu neitandi, en
sagði að það væri mikill akkur
fyrir Alþýðuflokkinn að fá
Karvel til liðs við flokkinn.
Jón Baldvin Hannibalsson, rit-
stjóri Alþýðublaðsins, sem var
í 2. sæti á Vestfjörðum síðast
mun ekki ætla að gefa kost á
sér í prófkjör að þessu sinni.
Hver jir hygg ja á framboð?
—H ver jir ætla að hætta?