Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 44

Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 25 m, Valsmenn ekki í erfið- leikum með nýliða Fram Nýbakaðir Reykjavíkurmeist- arar Vals áttu ekki í erfiðleikum með að sigra nýliðana í úrvals- deildinni, Fram. Öruggur sigur Vals, 106—97. Fram náði aldrei að ógna sigri Vals, greinilega að nýliðarnir verða verulega að taka á hinum stóra sínum vilji þeir blanda sér í toppbaráttuna í deildinni. Það sem fyrst og fremst skorti hjá Fram var að barátta, samvinna leikmanna var alls ekki nógu mikil, uppgjafar- bragur á öllum leik liðsins. Um 200 áhorfendur fylgdust með viðureign liðanna í Haga- skóla á laugardag. Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og náðu þegar frumkvæðinu. Með Bandaríkjamanninn Tim Dwyer í broddi fylkingar gáfu Valsmenn aldrei þumlung eftir. Vel studdir af þeim bræðrum, Torfa Magnús- syni og Þóri Magnússyni náði Valur þegar forystu og hélt henni út. I leikhléi skildu níu stig og sami stigafjöldi þegar upp var staðið — 106—97. Mestur varð munurinn 15 stig í síðari hálfleik, 102—87. Þá fór Dwayer útaf, ásamt Þóri, Ríkharði og Kristjáni. Fram tók þegar að saxa á forust- una og þegar tæp mínúta var eftir skildu átta stig, 102—94. Þá hins vegar sá Dwyer sitt óvænna og fór inná og leiddi lið sitt til sigurs, 106—97. Það var fátt hinum 200 áhorfendum augnayndi í Hagask- óla. Sá körfuknattleikur sem liðin sýndu var ákaflega þungur, hraði sáralítill enda má segja að bæði Hættu áður en keppnin SNÆFELL frá Stykkishólmi og ÍV úr Eyjum hafa dregið lið sín út úr keppninni í 1. deildinni í körfuknattleik. Ástæðan fyrir því að Eyjamenn hætta áður en keppnin byrjar mun vera sú, að þeir fengu ekki húsnæði fyrir bandariskan leikmann, sem þeir höfðu fengið til að þjálfa liðið og spila með. Sá var sagður frábær körfuknattleiksmaður, en sög- urnar um getu hans verða sem sé að duga í vetur. Ýmislegt annað byrjaði hefur gert körfuknattleiks- mönnum í Eyjum erfitt fyrir, svo að þeir drógu sig út úr mótinu. Snæfellingar hafa misst mikið af góðum mönnum undanfarin ár og nú var svo komið að þeir áttu ekki í lið sjálfir. Þeir hættu þvi við, en munu ætla að leggja alla áherzlu á yngri flokkana í vetur. Næsta vetur munu bæði þessi lið hyggja á þátttöku í 2. deild körfuknattleiksins. - áij KR-stúlkurnar unnu stúdínur KR-stúlkurnar unnu öruggan sigur á kvennaliði ÍS í Hagaskóla á sunnudagskvöldið. Urslitin urðu 59:35 fyrir KR og er það meiri munur en undanfarin ár hefur verið í leikjum þessara liða. Einar Bollason hafði á orði að þessum leik loknum, að þetta væri aðeins forsmekkurinn að því sem síðan myndi gerast hjá körlunum. Svo fór þó ekki, því að i seinni leiknum var karlalið KR í hlutverki stúdínanna í fyrri leiknum. Linda var í miklum ham í þessum leik og skoraði bróðurpartinn af stigum KR-stúIknanna i þessum leik. -áij Spjöldin endast illa í Njarðvík ER LEIKMENN liða UMFN og IR voru að hita upp fyrir fyrsta leikinn í íslandsmótinu i körfu- knattleik í Njarðvíkum á laugar- daginn gerðist sá óvenjulegi atburður að Mark Christiansen braut körfuspjaldið. Um tíma leit út fyrir að fresta þyrfti leiknum af þessum sökum. Handlagnir menn Njarðvíkinga með Brynjar Sigmundsson leikmann UMFM og smið m.m. björguðu málum svo að leikurinn gat farið fram. Var þetta i annað skiptið á þremur dögum, sem þetta gerðist í Njarðvík, en hvert slíkt spjald kostar drjúgan skilding. —gíg liðin séu mjög „þung“. Stórir leikmenn í báðum liðum — þeir Dwyer, Þórir og Torfi hjá Val og Símon Ólafsson, Björn Magnússon og Þorvaldur Geirsson hjá Fram. Leikmenn Fram náðu aldrei að vinna sem heild, hvort heldur var í vörn eða sókn. Mest einstaklings- framtak. Fram hefur vissulega á að skipa mörgum efnilegum leik- mönnum, sem eiga að geta þegar fram líða stundir, ógnað hvaða liði sem er. Eins og sakir standa virðist stund Fram ekki runnin upp. Valsmenn hins vegar unnu vel sem heild. Þó Tim Dwyer hafi verið iðinn við að skora, gerði tæplega helming stiga liðsins, þá var hann aldrei eigingjarn heldur lék fyrst og fremst fyrir lið sitt. Hann var drjúgur í fráköstum, hvort heldur var í vörn eða sókn. Ósjaldan skoraði hann eftir að hafa hirt sóknarfrákast. Þá voru þeir Torfi og Þórir sterkir — þessir þrír leikmenn báru nokkuð af. Ásamt þessum þremur leik- mönnum mynda þeir Kristján Ágústsson og Ríkharður Hrafn- kelsson kjarna liðsins. Tim Dwyer skoraði 42 stig fyrir Val, Þórir Magnússon og Torfi Magnússon 17, Ríkharður Hrafnkelsson, Kristján Magnússon og Jóhann Magnússon 8 hver, Sigurður Hjörleifsson 6. Hjá Fram skoraði Bandaríkja- maðurinn John Johnsson að sjálfsögðu mest — 38 stig. Símon Ólafsson skoraði 25 stig, Þorvald- ur Geirsson 15, Björn Magnússon 16. Það háir Fram mjög að segja má að fimmta leikmanninn vanti í liðið — þessir fjórir leikmenn mynda kjarna liðsins en illa vant- ar frambærilegan mann til að fylla upp í töluna. Þeir Guðmund- ur Hafsteinsson og Ómar Þráins- son skoruðu eitt stig hvor. Þeir Þráinn Skúlason og Steinn Sveinsson dæmdu leikinn — og fórst það vel úr hendi þegar á heildina er litið. jj. Halls. Ljósm. Emilía. • Torfi Magnússon mundar knöttinn, en Framarinn að baki honum virðist annað hvort vera að leita að knettinum við fætur dómarans Steins Steinssonar, eða vera hreinlega að stanga hann. Myndin er úr leik Vals og Fram í Hagaskólanum um helgina, en Valsmenn sigruðu örugglega í leiknum. ElnKunnagjðfln V-.. , __:. .-.. ... UMFN: Árni Lírusson 1 Brynjar Sigmundss. 1 Guösteinn Ingimarss. 4 Gunnar Þorvaröars. 4 Jón V. Matthíass. 2 Jónas Jóhannesson 3 Júlíus Valgeirss. 2 Sturla Örlygsson 1 Valur Ingimundars. 2 ÍR: Erlendur Markúss. 2 Guðmundur Guöm.ss. 2 Jón B. Indriöason 2 Jón Jðrundsson 3 Kolbeínn Kristínss. 4 Kristinn Jörundss. 4 Stefén Kristjénss. 2 KR. Jón Sigurösson 3 Garöar Jóhannsson 2 Geir Þorsteinsson 3 Eirfkur Jóhanness. 1 Birgir Guöbjörnss. 1 Bjarni Jóhanness. 2 Ágúst Lfndal 2 Gunnar Jóakimsson 1 Þröstur Guöjónsson 2 Árni Guömundsson 2 ÍS: Gísli Gíslason 4 Bjarni G. Sveinsson 3 Atli Arason 3 Jón Héöinsson 3 Jón Björgvinsson 1 Gunnar Halldórsson 2 Ólafur Thorarensen 2 Albert Guömundss. 2 FRAM: Sfmon Ólafsson 3 Björn Jónsson 1 Hilmar Gunnarsson 1 Ómar Þréinsson 1 Björn Magnússon 3 Þorvaidur Geirsson 3 Ágúst Jóhanness. 1 Guömundur Hafsteinss. 1 Guöbrandur Siguröss. 1 VALUR: Kristjén Ágústss. 2 Torfi Magnússon 3 Þórir Magnússon 3 Rfkharöur Hrafnkelss. 2 Jón Steingrímsson 1 Jóhannes Magnúss. 2 Sigurður Hjörleifss. 2 Óskar Baldursson 1 Guðmundur Jóhanness. 1 í • Liði Ásgeirs Sigurvinssonar gekk ekki sem best i leik sinum um helgina, og tapaði á heimavelli fyrir Brugge 2-1. Hér sést Ásgeir sækja að markmanni i einum leik i deildinni nú fyrir skömmu. Arnór braut ísinn - átti stórleik með liði sínu Lokeren Frá Sigtryggi Sigtryggssyni blm. Mbl. í Belgíu Arnór Guðjohnsen var í sviðs- ljósinu i Belgiu um helgina, þegar lið hans Lokeren sigraði Charleroi 2—0 og skaust í efsta sæti belgísku deildarinnar. Arn- ór var með frá fyrstu spyrnu leiksins og átti stórgóðan leik, var mikið með boltann og gerði oft usla i vörn Charleroi, liðinu sem Guðgeir Leifsson lék með á sinum tima. Arnór var potturinn og pannan í sóknarleik Lokeren og átti upp- hafið að flestum hættulegustu sóknum liðsins. Honum tókst að vísu ekki að skora í leiknum, en í fyrri hálfleik átti hann eitt þrumuskot í stöng og þaðan rúll- aði knötturinn eftir marklínunni og út af hinum megin. Lubanski skoraði fyrra mark Lokeren úr víti í fyrri hálfleik. James Bett hefur verið fastamaður í liði Lokeren það sem af er hausti og vakið athygli. Hann átti þó ekkert sér- stakan leik að þessu sinni, var sískjótandi og alltaf fram hjá. Arnór hefur ekki verið fasta- maður í liði Lokeren það sem af er haustinu, en það er mál manna hér í Belgíu, að hann hafi fest sig í liðinu með góðum leik sínum gegn Charleroi. Standard Liege lék sinn lakasta leik í manna minnum þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir FC Brugge, lokatölur urðu 2—1. Brugge skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn, að Ralf Edström skoraði eina mark Standard. Ásgeir Sigurvinsson átti þokkalegan leik fyrir Stand- ard, en er örugglega að öllu jöfnu mörgum sinnum betri, eins og liðið sjálft, annars væri það ekki við topp deildarinnar. 42.000 manns sneru vonsviknir heim, nema náttúrlega þeir sem fylgdu Brugge hingað til Liege. La Louviere gerði jafntefli í leik sínum um helgina, 1—1, en hefur ekki staðið sig sérlega vel í haust, er fyrir neðan miðju í 2. deild. Karl Þórðarson hefur staðið sig mjög vel með liðinu, en lék ekki með að þessu sinni, er meiddur. Þorsteinn Bjarnason hefur ekki leikið með liðinu í haust, ekki einu sinni sem varamaður. Searing, lið Ólafs Sigurvinsson- ar í 3. deild, vann leik sinn um helgina, en Olafur var ekki með sökum meiðsla sem hann hlaut fyrir rúmri viku. Searing hefur hlotið 13 stig í 7 fyrstu leikjunum í haust og á því góðan möguleiká á að flytjast upp í 2. deild í vor ef framhald verður á velgengninni. Stórmerkilegt atvik átti sér stað í leik Beerschot og Molenbeek hér á laugardaginn. Beerschot lék á heimavelli, en Molenbeek hafði töglin og hagldirnar í leiknum og þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka var staðan 1—0 fyrir liðið. í marki Beerschot stendur jafnan kunnur kappi, Pólverjinn Jan Tomaschewski. Hann hafði haldið liði sínu á floti með undra- verðri markvörslu og var farið að hitna í honum undir lokin. Þannig að þegar lið hans fékk óvænt hornspyrnu á síðustu sekúndum leiksins, geystist hann upp í víta- teig Molenbeek, stökk þar hærra en aðrir og skallaði fyrir fæturna á samherja sínum sem skoraði jöfnunarmark Beerschot!! Braust út tryllingslegur fögnuður meðal áhangenda Beerschot og atvikið var sýnt mörgum sinnum í sjón- varpinu. Af öðrum leikjum í Belgíu má geta 5—1 sigurs Anderlecht gegn sjálfu meistaraliðinu Beveren. Ánnars er staðan í Belgíu þannig, að Lokeren hefur forystuna með 15 stig, Molenbeek hefur 14 stig, en Standard ásamt einu öðru liði hefur hlotið 13 stig. - SS. Stúdentar öruggir gegn meisturum KR Vörn KR-inga á íslandsmeist- aratitli sinum i körfuknattleik byrjaði ekki gæfulega er þeir mættu stúdentum í sinum fyrsta leik i Hagaskólanum á sunnu- dagskvöldið. Segja má að ÍS hafi haft leikinn í hendi sér frá upphafi til enda, lokatölur urðu 80:70 fyrir ÍS, en í leikhléi var staðan 44:27. Mestur var munur- inn 24 stig, 65:41 þegar 11 minútur voru eftir, en þá varð langbezti maður vallarins, Trent Smock, að fara út af með fimm villur. Eftir það söxuðu KR-ingar nokkuð á forskot ÍS, en sigur þeirra var þó aldrei í hættu. Það var létt yfir stúdentum eftir þennan tiltölulega auðvelda sigur. Birgir Örn Birgis, þjálfari IS, var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að vonandi yrði fram- haldið í sama dúr. Hann sagði að lið stúdenta ætti þó eftir að verða enn betra, því að enn væri lítið farið að æfa leikaðferðir og slíkt. í klefa stúdenta var góð stemmning eftir leikinn og Bjarni Gunnar Sveinsson hafði á orði, að svona sigurleikir ættu að vera á laugar- dögum, en ekki sunnudagskvöld- um. Leikur KR og ÍS var í heildina séð ekki sérstakur, en stúdentar höfðu Trent Smock fram yfir KR-inga, þeir hittu mun betur, þeir börðust um hvern einasta bolta og nokkrum sinnum var heppnisstimpill á aðgerðum þeirra, en lukkuhjólið rúllaði hins vegar nær aldrei með KR-ingum í þessum leik. Jón Sigurðsson lék nú að nýju með KR-ingum og var að vanda drjúgur. Það er þó greinilegt að hann er ekki fyllilega búinn að ná sér og sömuleiðis vantar hann meiri leikæfingu. Þessi atriði gera þó ekki hlut Gísla Gíslasonar minni, hann fylgdi Jóni eins og skugginn allan leikinn og skoraði Jón aðeins 4 stig í fyrri hálfleikn- um. Er leið á seinni hálfleikinn fór gæzlan að nokkru leyti úr böndun- um, en dugnaður Gísla í vörn og sókn gera hann að bezta íslenzka leikmanninum í þessari viðureign. Þessi gamli KR-ingur naut þess greinilega að taka þátt í því að leggja sína gömlu félaga að velli. . KR-ingar eiga nokkuð í land að ná sinni raunverulegu getu og þegar Bandaríkjamaðurinn Jack- son bætist í hópinn verður KR-lið- ið ekki auðsigrað, en þeir verða að taka sig saman í andlitinu ætli þeir ekki líka að tapa fyrir Fram í úrvalsdeildinni áður en Jackson kemur til liðs við þá. Óþarft er að rekja gang leiksins nákvæmlega. Stúdentar komust fljótlega yfir í leiknum, en munur- inn á liðunum varð þó ekki verulegur fyrr en síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiksins. Þá breyttist staðan úr 30:25 í 44:27 í leikhléi. Frábær leikur stúdenta fyrri hluta seinni hálfleiksins jók muninn 65:41, en þá fór Trent Smock útaf með 5 villur. Þó KR-ingar kröfsuðu hetjulega í bakkann það sem eftir var, nægði það ekki til sigurs. Beztur í þessum leik var Trent Smock, sem er miklu betri leik- maður nú en í fyrra. Gísla Gísla- sonar er áður getið, en auk þessara tveggja áttu þeir Atli Arason og Jón Héðinsson báðir mjög góðan leik. Jón Sigurðsson var einna drýgstur KR-inga þrátt fyrir allt, en Geir Þorsteinsson átti einnig þokkalegan leik. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Guðbrandur Sig- urðsson og dæmdu vel. Stig ÍS: Trent Smock 26, Gísli Gíslason 13, Atli Arason 12, Bjarni Gunnar Sveinsson 10, Jón Héðinsson 10, Albert Guðmunds- son 5, Gunnar Halldórsson 2, Ólafur Thorarensen 2. Stig KR: Jón Sigurðsson 27, Geir Þorsteinsson 13, Garðar Jó- hannsson 7, Bjarni Jóhannesson 5, Ágúst Líndal 4, Árni Guðmunds- son 4, Þröstur Guðjónsson 4, Eiríkur Jóhannesson 4, Birgir Guðbjörnsson 2. - áij. • John Johnson æðir upp völlinn og hefur knöttinn með sér. — Ljósm. Emilia ÞAÐ er óhætt að segja að úrvals- deildin í körfuknattleik hafi far- ið af stað með látum nú á laugardaginn, er Njarðvíkingar fengu ÍR-inga í heimsókn. Þegar 1 mínúta var til leiksloka höfðu Njarðvíkingar yfir, 71—68. Leit þvi allt út fyrir sanngjarnan sigur heimamanna. ÍR-ingar, sem þekktir eru fyrir allt annað en að gefast upp þótt stutt sé til leiksloka, skoruðu 4 stig á siðustu mínútunni, en Njarðvík- ingar fóru illa að ráði sinu i sókninni og því héldu kátir ÍR-ingar heim á leið að leik loknum. Það var Kolbeinn Krist- insson, sem var hetja dagsins, átti skínandi leik og það var hann sem skoraði 4 síðustu stig ÍR g úrslitakörfuna þegar að- eins 3 sekúndur voru til leiks- loka. Þegar leikmenn liðanna voru að hita upp gerðist sá óvenjulegi atburður, að Mark Christiansen braut körfuspjaldið og leit því um tíma út fyrir, að fresta yrði leiknum. Var þetta í annað skiptið á þremur dögum sem þetta gerðist í Njarðvík og drjúgur skildingur fe sem hvert slíkt spjald kostar. En handlagnir menn Njarðvíkur, með Njarðvíkurleikmanninn og smið- inn Brynjar Sigmundsson í farar- broddi, björguðu málunum og leikurinn gat farið fram. Njarðvíkingar byrjuðu vel og komust strax í 14—6. Má segja að leikurinn hafi verið í jafnvægi fram undir miðjan hálfleikinn, en þá sóttu ÍR-ingar í sig veðrið og jöfnuðu leikinn 34—34 og komust svo yfir þegar skammt var til hálfleiks og héldu þeirri forystu, en í leikhléi leiddu IR-ingar, 43-39. Njarðvíkingar voru ekki seinir að snúa leiknum sér í hag í upphafi síðari hálfleiks og var Guðsteinn Ingimarsson þá í aðal- hlutverki. Um miðjan seinni hálf- leik var staðan 67—59 Njarðvík í vil. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 69—63 UMFN í vil. Þá bað Guðsteinn Ingimars- son um, að sér yrði skipt út af vegna þreytu. Þetta reyndist af- drifaríkt, því að erfitt reyndist að skipta Guðsteini inn á aftur og ÍR-ingar minnkuðu muninn í eitt stig, 68—69. Þá loks komst Guð- steinn í leikinn aftur, en aðeins ein mínúta til leiksloka og ÍR-ingar komnir í sinn versta ham. Það var síðan Kolbeinn Kristinsson, sem skoraði úrslita- körfuna þegar 3 sekúndur voru til leiksloka með þá Jónas Jóhannes- son og Gunnar Þorvarðarson gnæfandi yfir sér. Það má rétt ímynda sér að IR-ingar hafi verið kátir að leik loknum, en Njarðvík- ingar að sama skapi niðurbrotnir. Það verður hins vegar að segjast að við slíku má búast oftar að lið ræni sigrum á síðustu sekúndum leiks í hinni hörðu og jöfnu úrvalsdeild. Kolbeinn Kristinsson var maður leiksins í Njarðvík. Auk sigurkörf- unnar átti Kolbeinn góðan dag og setti vörn Njarðvíkinga sífellt í vandræði með hraða sínum og tækni. Kristinn Jörundsson átti einnig mjög góðan leik, en Mark Christiansen hefur oft verið betri. Reyndar var Mark geysilega sterkur í vörninni, en var vel gætt í sókninni. Hjá Njarðvíkingum var Guð- steinn Ingimarsson bestur og hitti mjög vel á kafla í seinni hálfleik. Gunnar Þorvarðarson var þá einn- ig sterkur, svo og Jónas Jóhann- esson. Ted Bee lék með Njarðvík- ingum þrátt fyrir að hann væri með brotna hönd. Þetta háði honum augsýnilega mjög og gal hann lítið beitt sér í leiknum. Að vísu reyndi hann mikið að brjótast inn í vörn ÍR-inga, en hefði e.t.v fremur átt að reyna að spila samherja sína upp. Aðrir Njarð- víkingar voru frískir að venju, en komust lítið áleiðis gegn sterkr vörn ÍR-inga. Þegar á allt er litið, verður að segja, að þessi leikur hafi verið ve leikinn af báðum aðilum. Hann einkenndi mikill hraði, sterkar varnir og óhemju spenna. Útlit er því fyrir gott körfuboltaár. Stig Njarðvíkur skoruðu: Guð steinn Ingimarsson 20, Gunna Þorvarðarson 18, Jónas Jóhann esson 10, Jón V. Matthíasson 9 Júlíus Valgeirsson 6, Ted Bee 4 Árni Lárusson og Valur Ingi mundarson 2 stig hvor. Stig ÍR skoruðu: Kristinn Jör undsson 22, Kolbeinn Kristinsson 17, Mark Christiansen 14, Jón Jörundsson 8, Jón Birkir Indriða son 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Erlendur Markússon og Stefán Kristjánsson 2 stig hvor. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Gísli Gíslason. gíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.