Morgunblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Palace tapar og tapar — Manch. Utd á toppinn • Tottenham o>? Middlcshrough cÍKast við. Bæði liðin hafa staðið sig þokkalcga í haust ok Boro betur en rciknað hafði vcrið mcð. Manchester Utd. náði foryst- unni i 1. deildinni á nýjan leik um helgina, en það segir meira en mörg orð um hversu jöfn keppnin er, að liðið skuli setjast í toppsætið eftir lítt sannfær- andi jafntefli á útivelli gegn Bristol. Leikmenn United geta þakkað nágrönnum sínum í Manchester City fyrir það að vera í efsta sætinu næstu vik- una a.m.k., því að MC gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan en sanngjarnan sigur á Notting- ham Forest. United og Forest hafa því jafnmörg stig, en United betri markatölu. Þessi orð ber ekki að skilja sem svo, að slagurinn standi milli þess- ara féíaga eingöngu, þvert á móti. Liverpool er að rétta úr kútnum og er ekki langt undan og Úlfarnir hafa hlotið aðeins einu stigi minna en Forest og MU, en hafa leikið einum leik minna. Ef litið er á stöðuna í deildinni má sjá, að varla er tímabært að afskrifa nema fá lið, aðeins 8 stig skilja að efstu og neðstu lið! Forest í kennslustund Hið unga og greinilega stór- efnilega lið Manchester City kom Evrópumeisturunum Nott- ingham Forest gersamlega í opna skjöldu með snjöllum leik, þrátt fyrir fjarveru Steve Daley. Sóknarloturnar brotnuðu á vörn Forest hver af annarri og leik- menn Forest náðu aldrei hinum minnstu tökum á leiknum. Fyrri hálfleikur var markalaus, en pólski landsliðsmaðurinn Kazi- mierze Deyna skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið snemma í síðari hálfleik. Leik- menn Forest reyndu mjög að jafna undir lokin og var leikur- inn þá oft æsispennandi á að horfa, en allt kom fyrir ekki frá sjónarhóli skógarmanna. Heppið topplið Nýja toppliðið í deildinni var ljónheppið að hafa eitt stig heim með sér frá Bristol. Leikur heimaliðsins og Manchester Utd. 1. DEILD Manchcstcr Utd. 11 6 3 2 17 8 15 NottinKh. Forcst 11 6 3 2 18 10 15 Wolverhampton 10 6 2 2 17 11 14 Southamptnn 11 5 3 3 21 14 13 Crystal Palacc 11 4 5 2 17 12 13 Liverpool 10 4 4 2 17 8 12 Norwich City 11 5 2 4 19 14 12 Manchcstcr City 11 5 2 4 11 13 12 Arscnal 11 3 5 3 13 10 11 MiddlesbrouKh 11 4 3 4 11 9 11 Bristol City 11 3 5 3 10 12 11 Covcntry City 11 5 1 5 17 21 11 Tottcnham 11 4 3 4 15 22 11 lamds Unitcd 10 2 6 2 11 10 10 Evcrton 10 3 3 4 14 16 9 Wcst Bromwich 11 2 5 4 12 15 9 Aston Vilia 10 2 5 3 7 10 9 Stokc City 11 2 4 5 13 19 8 Derby County 11 3 2 6 8 14 8 Bolton 11 1 6 4 8 16 8 BrÍKhton 10 2 3 5 11 16 7 Ipswich Town 11 3 1 7 11 18 7 2. DEILD Ncwcastlc 11 6 4 1 16 9 16 Luton Town 11 6 3 2 22 10 15 Wrexham 11 7 1 3 14 10 15 Oueen's Park R. 11 6 2 3 17 9 14 Notts County 11 5 4 2 16 9 14 Lciccstcr 11 5 3 3 21 16 13 Chelsea 10 6 1 3 11 8 13 Swansea City 11 5 3 3 12 12 13 Cardiff City 11 5 3 3 11 12 13 Preston 11 3 6 2 13 10 12 BirminKham 11 4 4 3 12 12 12 Oldham 11 3 5 3 14 12 11 Sundcrland 11 4 3 4 12 11 11 West Ham 10 4 2 4 9 11 10 CamhridKC 11 2 5 4 12 13 9 Watford 11 2 4 5 9 13 8 Oricnt 11 2 4 5 10 15 8 Fulham 11 3 2 6 14 22 8 Bristol Rovers 11 2 3 6 14 22 7 Chariton 11 1 5 5 11 20 7 Shrewsbury 11 2 2 7 12 18 6 Burnlcy 11 0 5 6 11 19 5 var afar opinn og fjörugur lengi framan af, liðin skiptust á sókn- arlotum og bæði opnuðu sér góð færi. Lou Macari skoraði með skalla fyrir MU á 20. mínútu, en varnarmaðurinn David Rodgers skoraði fyrir Bristol City fyrir leikhlé. Er líða tók á síðari hálfleik, færðist sókn BC mjög í aukana og síðustu mínúturnar var um algera stórskotahríð að marki MU að ræða. Slapp mark MU þá nokkrum sinnum ótrú- lega, m.a. þegar bæði Jim Mann og Tom Ritchie áttu stangarskot. Úlfarnir gefa ekkert eftir Úlfarnir standa best að vígi í deildinni eins og er, en hvort liðið hefur burði til að nýta það verður tíminn að leiða í ljós. Willy Carr skoraði sigurmarkið gegn Norwich strax á 9. mínútu eftir snjallan undirbúning Andy Grey. Leikmenn Norwich áttu erfitt með að hemja skap sitt þegar hvorki gekk né rak hjá þeim, þvír voru bókaðir og Úlf- arnir fengu kjörið tækifæri til þess að sökkva Norwich endan- lega. Liðið fékk víti á 57. mínútu, en Kevin gamli Keegan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Peter Daniel. Dómarinn taldi hins vegar að Keegan hefði hreyft sig áður en Daniel spyrnti og lét því endurtaka spyrnuna. Og þá spyrnti Daniel umsvifalaust fram hjá. Liverpool sækir sig, kristalhöllin springur Liverpool hefur nú nálgast toppliðin það mikið, að óhætt er að fullyrða að liðið verður með í baráttunni um titilinn. Þrjú stig skilja Liverpool og tvö efstu liðin og Liverpool hefur leikið einum leik minna. Liverpool átti alls kostar við Ipswich, sem hefur tapað hverjum leiknum af öðr- um síðustu vikurnar. Alan Hunter varð snemma fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið net og David Johnson skoraði síðan annað mark Liverpool í síðari hálfleik. Það var skammt til leiksloka þegar Paul Mariner skoraði eina mark Ipswich, sem vermir nú óvænt neðsta sætið í 1. deild. Kristalhöllin riðar nú til falls. Margir spáðu því að þegar liðið myndi loks tapa leik, þá myndu örugglega fleiri töp fylgja eins og skugginn. Það var rétt og Palace var leikið sundur og saman á Goodison Park í Liver- pool. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á heimavelli í 1. deildar keppninni, en fékk þó strax mark á sig á 13. mínútu. Mick Flannagan var þar að verki fyrir Palace, en heimaliðið svar- aði með mörkum þeirra Brian Kidd, Bob Latchford og Andy King. Palace hefur nú á skömm- um tíma hrapað úr fyrsta sætinu niður í það fimmta. óvænt tap Southampton Coventry vann sinn fyrsta sigur á útivelli í 9 mánuði, er liðið lagði Southampton frekar óvænt að velli í Southampton. Phil Boyer náði forystunni fyrir heimaliðið á 46. mínútu, tólfta mark hans í haust, en Ian Wallace skoraði tvívegis fyrir Coventry næstu sjö mínúturnar. Charlie George jafnaði fyrir heimaliðið fljótlega, en sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Ray Gooding sigurmarkið, vipp- aði laglega yfir markvörðinn. Aðrir leikir Gerry Armstrong skoraði sig- urmark Tottenham gegn hálf- gerðu varaliði Derby. Armstrong skoraði markið fjórum mínútum fyrir leikhlé, en lið hans átti í hinum mestu erfiðleikum með Derby. Þ'að var lítið skorað í Eng- landi, a.m.k. í 1. deild, og fjórum leikjum lauk án þess að mark væri skorað. Brighton sá af stigi á heimavelli gegn Leeds. Leeds hafði algera yfirburði fyrstu 30 mínútur leiksins, en smátt og smátt náðu leikmenn Brighton betri tökum á leiknum og loks yfirspilaði lið Brighton gesti sína. Engum tókst þó að skora. Leikur Bolton og Arsenal þótti svæfandi atburður. Hvorugt lið- ið átti sigur skilið, en besta færið féll í hlut Niel Whatmore, en hann spyrnti knettinum rak- leiðis upp í faðminn á Pat Jennings í marki Arsenal. WBA og Aston Villa skildu einnig jöfn án marka. Leikurinn var þófkenndur og einkenndist mjög af grimmilegum návígjum. Bæði liðin fengu góð marktæki- færi öðru hvoru. Shaw átti stangarskot fyrir Villa og Gerry Owen skaut í þverslá hjá Villa. Stoke og Middlesbrough voru við sama heygarðshornið og WBA, Aston Villa og fleiri góð lið, skoruðu ekki á laugardaginn. Stoke hefur dalað mikið eftir ágæta byrjun í deildarkeppn- inni, leikið átta leiki í röð án þess að sigra. • Leikmenn Ipswich í góðu skapi. Skapið er heldur daprara þessa dagana, enda liðið neðst i 1. deild. Knatt- spyrnu úrslit England, 1. deild: Áston Villa — VVest Bromwich 0—0 Bolton — Arsenal 0—0 Hritchton — Lccds 0—0 Bristol C — Man. Utd 1 — 1 Evcrton — Crystal Palacc 3—1 Ipswich — Liverpool 1—2 Manchestcr City — Nott. Forcst 1—0 Southampton — Coventry 2—3 Stokc — Middlcshrouich 0—0 Tottcnham — Dcrby 1 —0 Woives — Norwich 1 —0 England, 2. deild: Burnlcy — Cardtff 0—2 Charlton — Cambridttc 1 — 1 Chclsea — Ilristol Rovcrs 1—0 Leicester — Wcst liam 1—2 Luton — Sundcrland 2—0 Ncwcastlc — Sbrcwshury 1—0 NottsCounty — Oldham 1 — 1 Oricnt — Watford 1—0 QPR - Prcston 1-1 Swansea — Fulham 1 — 1 Wrexham — Birnunirham 1—0 England, 3. deild: Barnsley — Oillinicham 2—0 Blackburn — Plymouth 1—0 Blackpool — Brentfurd 5—4 Exetcr — Chester 1—0 Grimsby — Chcsterfield 1 — 1 IIull City — Carlisle 2—0 Mansfieíd — Bury 1—0 Oxford — Millwall 1—2 Rotherham — Sheffield Wcd 1 —2 Shcffield Utd — Rcadintt 2—0 Wimblcdon — Swindon 2—0 England, 4. deild: Aldershot — Northampton 2—0 Bradford — Stockport 6—1 Darlinitton — Ilalifax 1 — 1 Doncastcr — Wiitan 3—1 ilartlcpool — Port Vale 2—1 Hereford — Crcwc 2—0 Huddersfield — Portsmouth 1—3 Lincoln — Scunthorpc 4—0 Ncwport — Tranmcrc 2—0 Walsall — Torquai 1 — 1 Skotland úrvalsdeild: Aberdccn — Kilmarnock 3—1 Ccltic — Dundee 3—0 Dundec lltd — Hibernian 2—0 Ranjtcrs — Morton 2—2 St. Mirren — Partick 1—2 Celtic hcfur náð þriititla stÍKa for- ystu í dcildinni, hcfur 15 stÍK að loknum 9 leikjum. Morton er I ftðru sœti mcð 12 stÍK. Abcrdcen ok Partick hafa baíði hlotið II stÍK. Belgía, 1. deild: Cerclc BruKKc — Antwerpen 2—1 Bcrchem — FC LieKe 2—2 Anderlecht — Bcvercn 4 — 1 Watcrschei — WareKcm 1 — 1 Bcerschot — Molenbcek 1 — 1 Ixikeren — Charlcroi 2—0 Standard — FC Btukkc 1—2 Liersc — BcrinKcn 1 —0 Hasselt — WintcrslaK 1—3 Austurríki: Sturm Graz — Urazcr AK 0—1 SalzburK — Wiencr Sport 1—0 Vocst Linz — Rapod 4—0 Vicnna — Admira Wackcr 4 — 1 Austria Wien — Linzcr ARK 1—2 Grazcr AK cr cfst I Austurriki, hefur hlotið 13 stÍK, Austria Wicn cr i ftðru sa'ti mcð 12 stip, cn mcð 10 hIík eru Voest Linz ok Linzcr ASK. Ítaiía, 1. deild: Ascoli — Lazio 1 — I Avellino — BoloKnia 1 —0 CaKÍiari — Catanzarro 1—0 Fiorentina — Pcscera 2—0 Inter — Napóli 1—0 Juventus — Udincsc 1 — 1 PcruKÍa — AC Miianó 1 — I Roma — Torinó 1 — 1 Intcr snaraði sór í cfsta sa-ti dcild- arinnar mið sÍKri slnum. Alcxandro Altobclli skoraði sixurmark liðsins, cn óvæntustu úrslit dausins voru UKKÍaust jafntcfli Juvcntus ok Udin- csc. Inter hcfur nú hlotið 9 stÍK, Torínó ok AC Miiano 7 stÍK hvort félaK. Spánn, 1. deild: IlurKos — Bilbao 1 — 1 Rcal Sociedad — Barcclona 4—3 Espanol — Betis 0 — 0 Scvilla — Atlcticn Madrid 2—2 Gijon — Valcncia 4—2 Rcal Madrid — ZaraKoza 3—2 Salamanca — Almcria 2—1 MalaKa — Las Palmas 1—0 Hercules — Rayo Vallecono 2—2 Gijon hcfur forystuna mcð 10 stÍK. Itcal Madrid hcfur 9 stÍK o« Real Socicdad <ik Salamanca hafa hlotið 8 stÍK hvort félaK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.