Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
35
Við Berlínarmúrinn má sjá hinn raunverulega mun á lýöræði og
alræði. Sameignarsinnar verða að reisa múr í kringum ríki sín,
svo að þegnar þeirra flýi ekki í vestur.
rétt eða rangt, þó að ríkisstjórnir
lýðræðisþjóða verði auðvitað að
sækja umboð sitt til hans. Einstakl-
ingurinn, hver og einn, verður að
dæma um rétt og rangt.
Af greiningu valdshugtaka Israels
má ráða, að hann kann ekki aö gera
þann greinarmun, sem gerður var í
byrjun þessarar ritgeröar, á tveimur
lausnum samvinnuvanda mannanna:
viðskiptum á markaði —þannig aö
menn skipti hver við annan á vörum
og þjónustu — og stjórn —þannig
að einn maður skipi öðrum fyrir.
Israel ruglar þessu í sífellu saman.
Hann skilur ekki, að viðskiptalausnin
er laus við ofbeldi, en stjórnarlausnin
ekki. Hann kann ekki að gera
greinarmun á því, þegar menn skipta
hver við annan, af því að þeir þurfa
eitthvað hver frá öðrum, og hinu,
þegar maður hlýðir fyrirskipunum
annars manns af ótta viö ofbeldi.
Hann kann með öðrum orðum ekki
að gera greinarmun á sambandi
launþega og vinnuveitanda og sam-
bandi þegns og stjórnar. Þegn, sem
ekki hlýðir lögregluþjóni eða herm-
anni stjórnarinnar, er handtekinn,
beittur ofbeldi. Launþegi, sem semur
ekki við vinnuveitanda sinn, hættir
viðskipum við hann eöa hættir með
öðrum orðum að starfa fyrir hann (og
á þess kost við öll venjuleg skilyröi
að skipta við aðra). Vegna þessarar
ruglandi miklar Israel hættuna af
valdi fyrirtækja fyrir sér og fyrir
nemendum í skólum, en gerir allt of
lítið úr hættunni af valdi ríkisstjórna.
Lýöræði, einræði
og alræöi
Israel gerir ekki hinn venjulega
greinarmun stjórnfræðinga á
lýðræði, einræði og alræði
(totalitarianism). Lýðræði er, þar sem
almenningur getur skipt um valdhafa
ríkisins í frjálsum kosningum og
ríkisvaldið takmarkast af almennum
mannréttindum. Það er til dæmis í
Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi
og íslandi. Einræði er, þar sem
almenningur getur þetta ekki og
ríkisstjórnin er því í rauninni um-
boöslaus. Það er til dæmis í Chile og
var á Spánl á tíma Francos og í
Portúgal á tíma Salazars. En alræði
er, þar sem ríkisstjórnin er ekki
Ólafur Björnsson, prófessor í
hagfræöi við Háskóla íslands,
ræðir um hugtökin lýðræði,
einræði og alræði í bók sinni,
Frjálshyggju og alræðis-
hyggju.
einungis umboöslaus, heldur einnig
alráð, ræður ekki einungis því, sem
er venjulega talið til stjórnmála,
heldur einnig allri framleiöslu. Það er
til dæmis í Ráðstjórnarríkjunum,
Kína (aö minnsta kosti til dauða
Maós) og Kapútseu og var í Þýzka-
landi á tíma Hitlers. Munurinn á
einræði og alræði blasir við: Hann er
munurinn á því, hverjir stjórna, og
hitt, hverju er stjórnað. Ríkisstjórnin
á Frankótímanum á Spáni stjórnaði
ekki allri framleiðslu, séreignarréttur-
inn var virtur, en ríkisstjórnin í
Ráðstjórnarríkjunum stjórnar allri
framleiðslu, hún ræður því, hvað er
framleitt og fyrir hverja, skammtar
lífsgæðin. Og alræði er því verra en
einræði, að allir borgararnir verða
háðir ríkisstjórninni um afkomu sína,
hafa ekki um neitt að velja. (Rithöf-
undar í Ráðstjórnarríkjunum, sem
eru stjórnarandstæðingar, fá ekki
gefin út rit sín, því að stjórnin á öll
útgáfufyrirtækin og allar prentsmiðj-
urnar.) Róttæklingarnir hugsa senni-
lega sjaldan um það, hvers vegna
einræðisstjórnir Grikklands, Portú-
gals og Spánar féllu, en lítil sem
engin von er á falli stjórna sameign-
arríkjanna. Skýringin er sú, að
stjórnarandstæðingur í einræöisríki
er ekki eins háður stjórninni um
afkomu sína og í alræðisríki, honum
eru ekki allar bjargir bannaðar.
Stjórnarandstaöan getur þrifizt í
skjóli markaðarins og séreignarrétt-
arins, vaxið og að lokum fellt stjórn-
ina. Einræði er þannig í því betra en
alræöi, að meiri von er á falli
einræðisstjórna en alræöisstjórna.
Einræðisskipulag er óstöðugt, ef
séreignarréttur er virtur og hagvöxt-
ur ör. Israel minnist ekki á alræði,
heldur segir, að sumir (hverjir?) telji,
að í Ráðstjórnarríkjunum sé „ríkis-
auðvald". Hann reynir aö staga í göt
skoðana sinna með orðum. En að
sjálfsögðu er „sósíalismi" í Ráð-
stjórnarríkjunum í venjulegustu
merkingu orösins: Ríkisstjórnin ræð-
ur allri framleiðslu og neyzlu, fram-
leiðslutækin eru eign hennar (eöa
almennings í orði).
. (Ólafur Björnsson ræðir um hætt-
una af of miklum ríkisafskiptum í
bókinni Frjálshyggju og alræðis-
hyggju 1978 og Friedrich A. Hayek í
bæklingnum Leiöinni til ánauðar
1946 og 1978 og greininni Frelsi og
fjárhagsmálum í tímaritinu Frjálsri
verzlun 1940—1941. Pétur J. Eiríks-
son hagfræðingur ber saman hag-
kerfi í greininni Hagkerfi frjálshyggju
og sósíalisma í bókinni Uppreisn
frjálshyggjunnar 1979 og Jónas H.
Haralz hagfræöingur í greininni
Frjálshyggjan er forsenda vald-
dreifingar í bókinni
Sjálfstæöisstefnunni 1979. í Rauðu
Bókinni. Leyniskýrslum SÍA 1963 og
Valdinu og þjóðinni 1963 eftir dr.
Arnór Hannibalsson heimspekilektor
eru lýsingar íslendinga, sem dvöldust
lengi í sameignarríkjunum, á verunni
í þeim. Aðrar heimildir: Ludwig von
Mises: Socialism. Friedrich A.
Hayek: The Road to Serfdom,
pappírskilja. Hannah Arendt: The
Origins of Totalitarianism, pappírs-
kilja Raymond Aron: Democracy
and Totalistarianism, pappírskilja.
Carl J. Friedrich og Zbigniew Brzez-
inski: Totalitarian Dictatorship and
Autocracy, pappír^kilja. Alexander
Solzhenitsyn: The Gulag Archipe-
lago, 3 pappírskiljur.)
Meðalfallþuníd dilka virðist um 1,4 kg minni en i fyrra. Ljósm. Sig.Sigm.
Meðalfallþungi dilka er
1,4 kg minni en í fyrra
SAMKVÆMT könnun sem Upp-
lýsingaþjónusta landbúnaðarins
gerði hjá sláturleyfishöfum
víðsvegar um landið 10. október.
virðist meðalfaliþungi dilka yfir
landið vera um 1,4 kg minni en i
fyrra. Mesti munur er á Norður-
og Norð-Austurlandi, þar munar
ailt að 2,7 kg á fallþunganum, en
það er í sláturhúsinu á Kópa-
skeri. Á Svalbarðsströnd er mun-
urinn 2,4 kg, hjá Kaupfélagi
Þingeyinga er hann rétt um 2,0
kg, í sláturhúsinu á Ilólmavik
munar einnig 2,0 kg. Minnstur
munurinn er hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Selfossi, en þar er
hann 0,45 kg.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað
mörgum dilkum verður slátrað í
haust, en reiknað er með um 8%
aukningu, en það gerir rúmlega
eina milljón dilka.
Ef þessi áætlun stenst og meðal-
fallþungi verður 1,4 kg minni en í
fyrra þá verður dilkakjötið um
3000 tonnum minna en í fyrra, en
1377 tonnum minna ef meðalfall-
þungi hefði verið sá sami. Ef
gengið er út frá verðlagsgrund-
vallarverði nú í haust þá fá
bændur um 2.448 milljónum króna
minna fyrir innlagt dilkakjöt og
gærur vegna þessa minnkandi
fallþunga.
Auglýst
eftir framboðum
til prófkjörs
í Vestfjarða kjördæmi
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi hefur ákveðíð að
viðhafa prófkjör til undirbúnings framboðs flokksins við væntanlegar
Alþingiskosningar. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti:
a) Gerð skal tillaga til kjörnefndar innan ákveðins framboðsfrests sem kjörnefnd
setur. Tillagan er því aðeins gild, að hún sé bundin við einn mann og getur enginn
flokksmaður staöið að fleiri en tveim slíkum tillögum. Tillagan skal borin fram af 20
flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viðbótar frambjóöend-
um skv. a-lið eftir því sem þurfa þykir, enda sé þirsvar sinnum fleiri samanlagöur
en fjöldi kjörinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins og uppbótarþingmanna, sem
síðast hlutu kosningu fyrir kjördæmið.
Hér meö er auglýst eftir framboöum sbr. a-liö aö ofan. Skal framboð vera
bundiö viö einstakling og skulu 20 flokksbundnir Sjalfstæðismenn standa aö
hverju framboöi. Enginn flokksmaöur getur staöið aö fleiri en 2 framboöum.
Framboöum þessum ber aö skila til formanns kjörnefndar Einars Odds
Kristjánssonar, Sólbakka, Flateyri, Ön. eigi síöar er kl. 12:00 á hádegi
laugardaginn 20. október 1979.
Kjörnefnd Sjalfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi.