Alþýðublaðið - 10.04.1931, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.04.1931, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ slíkur áfellisdómur muni byg'öur. Er það \dst sönnu næst, að V. (S. V.) mætti eyða meiri tíma til að kynna sér þetta heldur en hann enn hefir gert til þess að komast að ábyggilegri niðurstöðú um, hvað telja beri undir eða ofan á í þeim heimi. Þrátt fyrir alla vandlætinguna virðist V. S. V. samt óra fyrir því, að 'leikur- inn muni mjög verða sóttur, og er þetta víst eitt« af því fáa, sem rétt er i grein hans. „Húrra krakki!“ er nefnilega ágætur gleðileikur, vel til þess fallinn að vekja heilnæman hlátur og laus við alt, er sært geti til- finningar fólks eða spilt sniekk þess, og sérstaklega virðist leik- urinn eiga mikið að þakka þýð- andanum, Emil Thoroddsen, sem hefir fært hann í svo skemtileg- an íslenzkan búning. Og meðferð leikendanna á hlutverkunum er yfirleitt mjög góð. Meðal þeirra er ungfrú Sigrún Magnúsdóttir, sem V. S. V. hyggst að gera lítið úr.. Þessi leikkona hefir stundað inám í tvö ár við erlendan leik- skóla og hlotið góðan vitnisburð, og tel ég ekki líklegt, að hún eigi mikið erindi í skóla til V. á eftir. Annars gegnir furðu hve köldu hefir andað stundum tii þessarar leikkonu, eins vel og hún hefir leyst hlutverk sín af hendi. — Fleiri einstaka ledkend-ur mætti vel telja upp, en þess er ekki þörf. V. (S. V.) hefir stundum borið óspart Iof á ýmsa leikendur, sem hann hefir borið fyrir brjósti, og hafa þá öfgarnar gengið litlu skemmra í þá átt. Raunar hafa sumir þeirra, er fyrir hrósánu hafa orðið, verið góðir leikendur, en borið hefir það við, að þeim hinum sömu hefir skjátlast hrap- allega, er til þess kom að velja viðfangsefni, er fólkið vildi sjá. Menn sækja þær sýningar, sem þeim eru geðfeldar eða þykir skemtilegar og er það ekki þess vegna að „krakkinn“ er sá leikur- inn, sem mesta aðsókn hefir hlotið á þessum vetri? Auðvitað segir V. að þetta sé brjálaður smekkur, en þa'ð sagði líka ein- hver álíka spekingur á dögunum í Vísi um þá menn í þessum synduga bæ, er leyfðu sér að hlusta á „jazzmúsik", og sem fræddi fólkiö á þvi, að slikt væri hvergi um hönd haft nema í Reykjavík. Jafnvel V. (S. V.) veit þó að slík músík fer sigurför um heiminn og hljómar frá útvarps- stöðvum allra landa. Það er nú svo, að hiö létta og skoplega á sitt erindi og sinar gó'ðu hliðar. Og fyrst og fremst er ég viss um að það er betra a'ð sýna fólki svokallað léttmeti og sýna það vel, heldur en hið kröfuharða góðgæti og gera það iila. Það tekur líka sinn tíma að kenna fólki að meta og verð- launa einungis það þunga og al- varlega, enda vafasamur gróði jafnvel þó slíkt tækist. Fiestir munu telja sig hafa nóg kynni af þvi sorglega í lífinu þó þeir reyni öðru hverju að njóta þess, er vekur saklausa gleði, — þó ekki sé nema eina kvöldstund. Það sorglega við þetta er það, hvað margir af lesendum Alþbl. hafa ekki efni á að kaupa sér og sínu skylduli'ði aðgang að góð- um gleðileikjum, þó ekki væri nema einu sinni á vetri, og hafa því lítinn áhuga á dómum okkar V. um þessi efni. En væri það hægt að gefa þeim hinum sömu kost á að sjá „krakkann", þá teldi ég það þarft verk, og ég er þess fullviss, að jafnvel þeir myndu gleyma raunmn sínum kvöldið það. 8/4. 1931. Felix Gúðmundasön. Daglegt brauð. [Grein þessi er tekin úr „Neista“, blaði Kvennadeildar Merkúrs.j 1 æsku lærðum við flestar eða allar í Helgakveri þessa skýr- ingu á því, hva'ð daglegt brauð væri: Daglegt brauð er klæði, skæði, matur, drykkur, hús og heimili, o. s. frv. Og þó Helgakver sé nú „komið úr móð“, munu flestir sammála um að þessi sldlgreining á „dag- legu brauði“ sé rétt. Til þess eins að geta dregið fram lífið þurfi menn að minsta kosti allar þær höfuðnauðsynjar, sem þar eru taldar. Og þegar talað er um að rnenn stundi einhverja atvinnu, er venjulega átt vi'ð það, að þeir, sem hana stunda, afli sér með því daglegs braúðs, m. ö. o. lifi af atvinnu sinni. En nú er því svo varið, að hér í Reykjavík er til fjölmenn stétt vinnandi fólks, sem þó í raun og veru alls ekki lifir eða getur lifað á þeirri atvinnu, sem það stund- ar. Þessi stétt er afgreiðslustúlk- kir í brauða- og mjólkur-búðum. Skal nú reynt að rökstyðja þessa fullyrðingu. Eins og allir vita eru brauða- og mjólkur-búðir, „bakaríin", op- in frá 8 f. h. til 9 e. h., alls 13 tíma dag hvern, sunnudaga jafnt og virka daga. Tvær stúlkur vinna venjulega í hverri búð, sinn hálfan daginn hvor, dagleg- ur vinnutími hverrar er því 6V2 tími. Nú er kaupið frá 60—75 kr. á mánuði, á stöku stað, t. d. þar, sem sama stúlkan hefir unnið 5 —8 ár, kann það að vera kr. 80,00 á mán. Ef reiknaö er með 60 króna kaupi ver'ður það 0,30 aurar um tímann, með 75 króna kaupinu verður það 0,38 aurar. Þetta kaup myndi engum verk- stjóra hér á fiskstöðvunum detta í hug að bjóða 10 ára barni, sem látið væri dunda við að breiða fisk, en þetta kaup er greitt hraustum og duglegum stúlkum um tvitugt, helga daga jafnt og virka. Þá tíðkast einnig sú ráðn- ingara'ðferð, að stúlkur taki að sér að sjá um rekstur búðanna að öllu íeyti. Þeim er greitt í kaup kr. 180,00 um mánuðinn, en þær eiga síðan að sjá sér sjálfar fyrir þeirri hjálp, sem þær kunna a'ö þurfa, og auk þess eiga þær a'ð bera alla ábyrgð á útlánum, sem árei'ðanlega heggur stórt skarð í þær miklu tekjur, sem þær annars gætu haft, sem munu vera 0,52 aurar um tímann, þeg- ar kaup hjálparstúlku hefir ver- i'ð greitt. Þá má líta á hitt atriðið, hvort nokkur manneskja muni fyrir finnast svo neyzlugrönn, að húxi gæti lifa'ð á þessu kaupi. Þvi er fljótsvarað. Kvenmannsfæði mun nú vera selt á 60,00 pr. mán. og og vantar þá „ldæði, skæði, hús og heimili“ til þess að uppfyltar séu cinföldustu kröfurnar um daglegt braúð. En fleiri atriði koma til greina þegar talað er um kjör þessarar stéttar heldur en upphæð kaupgjaldsins. Skal hér vikið að einu, sem er sérstakt fyrir bakaríisstúlkur og mun ekki þekkjast við neins konar önnur verzlunarstörf, að minsta kosti ekki hér í Reykjavík. Eins og allir vita hefir sú venja myndast, að verzlunarfólk hefir einskis mist í af kaupi sínu, þó það hafi verið frá verki vegna sjúkdóma 2 vikur eða jafnvel lengur, en hvenær sem bakaríis- stúlka ver'ður fyrir þeim óhöpp- um að veikjast, verður hún bæði að útvega stúlku í sinn stað og gjalda henni sjálf kaup. Geta allir getið sér þess til hve þægi- légt það er, einmitt þegar fólk er veikt, að verða að standa í stímabraki með að fá einhvem til þess að vinna fyrir sig, og missa auk þess af kaupi sínu. Þá má minnast á anna'ð atriði. í flestum ef eklri öllum atvinnu- greinum á landi mun nokkur greinarmunur gerður með vinnu- tíma á sunnudögum og öðrum dögum, nema í bakaríunum. Þar er unni'ð nákvæmlega sarna tíma þá daga eins og aðra. Þar verða líka stúlkur að vinna til 6—7 að- fangadaga allra stórhátíða, þeg- ar flest annað starfsfólk fær frí ekki seinna en kl. 4. En þegar talað er rnn „daglegt brauð“ bakariisstúlknanna á þá leið að kjör þeirra þurfi að breyt- ast og batna, stendur sjaldnast á andmælum. Eiginhagsmunir og óttinn viÖ samtökin eru þá fljót að leggja mönnum orð á varir. Höfuð„röksemdimar“ eru eitt- hvað á þessa leið: „Það skiftir engu máli þó kaupi'ð sé ekki hærra en þetta, stúlkurnar vinna ekki a'ð þessu nema hálfan dag- inn, þær geta unnið við eitthvað annaö hinn hluta dagsins“. Þetta gæti nú verið gott og blessað, en spurningin er: Við hvað eigum við að vinna? Hverjar eru þær atvinnugreinar, sem geta tekið við fólki til vinnu t. d. annan daginn frá 8—1, hinn daginn frá 3—9? Þær munu varla vera til. Dæmi era til þess, að stúlkur hafa teki'ð sig saman um a ð vinna sinn daginn hvor til þess að geta fengið hlaupavinnu við fiskþurkun annan daginn, en þó að stúlkur alment vildu fara að reyna þá aðferð, myndi það tæp- lega í meðalþurkasumd geta gef- ið af sér nema ca. 100,00 kr. urn sumari'ð. Þaö er þvi ekki hægt að réttlæta hið lága kaup með þvi, að stúlkur geti aflað sér tekna, sem nokkru nemur, m.eð þeirri vinnu, sem völ er á að fá hinn hluta dagsins. Þá kemur sú röksemdin, siem oftast er gripið til : „Það gerir ekkert til þó þess- ar stúlkur hafi lágt kaup, þær em heima hjá foreldrum sinum og hafa þar alt, sem þær þurfa til lífsins/' En er þá nokkur bót: í máli þó hér skapist hópur fólks, sem talið er vinnandi, en er þó í raun og vem ómagar á vinnu annara? Enda mun þeirri rök- semd hvergi haldá'ð fram nema gagnvart bakaríisstúlkum, að kaup fyrir vinnu manna eigi að fara eftir því, hvort foreldrar manns séu rikir eða fátækir!! Og sannleikurinn er sá, a'ð bakaríis- stúlkur munu margar, eins og annað fólk, frekar þurfa að styrkja aðra, svo sem gamla for- eldra, ung systkini o. s. frv.,. heldur en þiggja hjálp af öðrum. Þá kemur sú röksemdin, ef hún getur kallast því nafni, sem í vemleikanum verður erfiðust fyr- ir þetta nýja félag okkar að vinna bug á. Hún er sú, að bak- arar og a'ðrir atvinnurekendur geta sagt: „Okkur varðar ekkert um 'allar ykkar skýrslur, kröf- ur og röksemdaleiðslur, við get- um fengið nógar stúlkur fyrír þetta kaup og jafnvel minna, og það getur enginn bannað okkur.“ Ég lít svo á, að þarna sé erfiöast viðfangsefni félagsins. Ef við höfum allar stúlkur, sem þessa. vinnu stunda, og allar, sem ætla sér að stunda hana, með okkur,, þurfum við ekki að óttast að við komum ekki kröfum okkar fram við atvinnurekendur, en meðan nóg er af fólki, sem vill vinna langt fyrir neðan þær kröfur, sem félagið mun gera, erum við eins og fugl, sem vantar annan vænginn. Bakaríisstúlka. \ Hræsni. Lífið er peningar. Ef þú hefir mikla peninga ertu mikils met- inn. Skiftir engu máli, þó þú skuldir þá alla og meira til. Ef þú átt peninga ertu mikils met- inn. Skiftir engu máli hvort þú héfir aflað þeirra á heiðarlegan hátt eður ei. En hafirðu átt pen- inga og mist þá, 'þá vei þér, því „vináttan er úti, þá ölið er af könnunni.“ Jósef.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.