Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1980 ,EINU SINNLVAR VER«LD FORNAR ASTIR Kommarnir vingast aft- ur við álfana Alda hjátrúar og hindurvitna ríður nú yfir í sveitahéruðum Kína. Eru töfralæknar oft kvaddir til þess að reka illa anda úr sjúkling- um og fólk tilbiður forna vætti. Af opinberri hálfu hefur þetta verið látið afskiptalítið, enda stjórnvöld í Kína næsta skeytingalaus í trú- málum. Blaðafregnir af töfralækningum og jafnvel grimmúðlegum særing- um benda til þess að á 30 ára valdaferli kommúnista hefur ekki tekizt að uppræta dultrú í Kína, sem á sér óralanga sögu. I blöðum hefur verið skýrt frá því, að ofurkapp hafi verið lagt á að fá fólk til að láta af hjátrú á þessu tímabili. Hins vegar er þess ekki getið að mikill fjöldi töfralækna, særingamanna og spámanna hafi lifað menningarbyltinguna af og séu komnir á stúfana að nýju. Nýlega var frá því skýrt að bændur hefðu verið staðnir að því að tilbiðja myndir af Maó formanni, Sú Enlæ og Zhu De, föður Rauða hersins. Eftir að Maó formaður lézt og ýmsir af dyggustu stuðnings- mönnum hans á vinstri vængnum urðu að láta í minni pokann í valdabaráttunni, upphófst í Kína MAO: bændur hafa verið staðnir að þvi að tiibiðja myndir af honum. frjálslyndisskeið. M.a. gerðu hinir nýju valdhafar sér far um að sýna umburðarlyndi í trúarefnum, eink- um gagnvart helztu trúarbrögðum heims svo sem kristni og Múham- eðstrú. Hins vegar hafa þeir ekki látið af hinni viðteknu andúð á „hjátrú frá tímum lénsskipulags- ins“, en með því hugtaki er átt við hinar ýmsu myndir kínversks átrúnaðar, Búddhatrú og taó, en í iðkun þessara trúarbragða fyrir byltinguna fólst dýrkun ýmissa yfirnáttúrulegra hluta, svo og álfa og púka. Samkvæmt nýrri refsilöggjöf Kínverja er saknæmt að stunda töfralækningar og annað í þeim dúr í ábataskyni og jafnframt að færa sér í nyt hjátrú til að fremja „gagnbyltingarlegt athæfi". Getur það varðað allt að 7 ára fangelsi. Þó eru dæmi þess að fórnarlömb særingarmannanna hafi hreinlega verið drepin. Fyrir skömmu átti skelfilegur atburður sér stað á eyjunni Hain- an. Þar ætlaði norn að lækna veika stúlku og aðferðin var sú, að hella yfir hana paraffin-olíu og kveikja í henni. Nornin strauk yfir brenn- andi hár stúlkunnar með sópi og söng um leið gaidraþulu. Þar með ætlaði hún að reka út illa anda sem hafði tekið sér bólfestu í stúlkunni og var valdur að sjúkdómi hennar. Stúlkan skaðbrenndist og mun aldrei fá bót meina sinna, en -nornin bíður dóms. Skammt frá Sjanghai bíður önn- ur norn dóms. Hún var staðin að því að kyrkja veika konu, sem hún hafði ætlað að lækna með töfrum. Kvaðst hún hafa ætlað að hrekja á brott anda apa, sem verið hefði í líkama konunnar og valdið veikind- um hennar. - RICHARD PASCOE CHARLOTTE: leiðir börnin inn í undraheim ævintýranna Lykillinn að barnshjartanu Jóakim litli var ekki einn og yfirgefinn þegar hann sofnaði. Hann heyrði sem í fjarska rödd sem sagði honum söguna um gæsa- stúlkuna: „Heitt var í veðri og á grænni grundinni blikaði á blóð- berg og vorrósir og ótal önnur blóm.“ „Það er mjög fallegt hérna,“ sagði hann. „Ég er svo þreyttur að ég vildi helst . . .“ og án þess að komast aftur til meðvitundar kvaddi Jóakim litli þennan heim. Þetta geðist fyrir 40 árum og enn minnist Charlotte Rougemont Jóakims litla þegar hún segir söguna um gæsastúlkuna. „Það eru einhverjar minningar tengdar öll- um ævintýrunum sem ég segi, alvarlegar eða skemmtilegar. dap- urlegar eða hugljúfar. Sum þeirra, eins og ævintýrið um gæsastúlk- una, minna mig á einhvern sem er löngu látinn. Þegar ég segi sögurn- ar vakna þessar minningar hjá mér.“ Charlotte Rougemont hefur fremur óalgengt og öfundsvert VINNUGALLINNI Ef þú ert með hálsbindi áttu auðveldar með að verða þér úti um vinnu en ella; ef þú ert kona sem vonast eftir frama í starfi, skaltu gæta þess að ganga ekki of mikið í buxum. Ef maðurinn, sem verður fyrir svörum í veð- lánafyrirtæki, er í gallabuxum er eins víst að hann siglir undir fölsku flaggi og láttu hann umfram allt ekki komast yfir peningana þína. Þessar voru m.a. niðurstöður könnunar, sem breska neytenda- tímaritið Which gekkst fyrir, og birtar voru nú nýlega. Könnunin snerist um það hvernig fólk ætlast til að annað fólk sé klætt við vinnuna. Teknar voru nokkrar ljós- myndir af karlmanni, Harvey að nafni, og á myndunum var hann klæddur upp á ýmsan máta. A einni myndinni var hann mjög vel til fara, í stífpressuðum jakkafötum, á annarri var hann í velktum fötum og ópressuðum og á þeirri þriðju í gallabuxum og í rúllukragapeysu. Stúlkan Anneke var einnig mynduð í alls konar múnder- ingu: í pilsi, í buxum og jakka, í gallabuxum, í fallegri dragt, í nankinsbuxum og loks í peysu og pilsi. Þegar atvinnurekendum voru sýndar myndirnar reyndu þeir allir að réttlæta fordómafullar skoðanir sínar með því að vitna til þess sem „viðskiptavinirnir ætluðust til“ og til þess að komast að því til hvers við- skiptavinirnir ætluðust raun- verulega voru hópi venjulegs fólks sendar myndirnar og jafn- framt var að því spurt hvernig fólk ætti að vera til fara í vinnunni. , EINKfl- Forstjórar brugðu fyrir sig fordóm- um viðskiptavin- Kvenfólkið spjarar sig betur buxnalaust Niðurstöðurnar voru þær m.a., ýmsum til mikillar hrellingar, að karlmaðurinn á myndunum var álitinn betri starfsmaður en konan og gilti þá einu hvernig hann var klæddur — og maður nokkur, sem aðeins fékk í hend- ur myndir af konunni, skrifaði aftur og sagði að þeim hefðu orðið á mistök. Hann hefði verið spurður um réttan klæðaburð arkitekts og bankastjóra en þrátt fyrir það hefðu þeir sent honum myndir af konu! Nær öllum bar saman um að klæðaburður skipti miklu máli fyrir framavonir manna og ár- angur í starfi. Hins vegar voru líka allir á því, að fólk ætti að klæðast þægilegum fötum. í þessu felst nokkur mótsögn vegna þess, að þetta sama fólk hafnaði umsvifalaust þægi- legustu fötunum: losaralegum buxum, opnu hálsmáli og galla- buxum. hvergi betur en í hálsbindinu. Hálsbindi er eitthvert gagnlaus- asta og óþægilegasta skraut sem menn hafa fundið upp á e.t.v. að nasahringnum einum undan- teknum. Þrátt fyrir það virtust allir líta á það sem lykilinn að allri velgengni. Jafnvel maður- inn, sem var í gallabuxunum, en með bindi, var tekinn fram fyrir hinn, sem var í jakkafötunum en bindislaus. Mótsögnin kristallast þó KATHARINE WHITEHORN starí með höndum: hún er sögu- maður. og segir ævintýri. Það er hennar eiginlega atvinna ef marka má simaskrána í Hamborg. Charlotte, scm nú er að verða áttræð að aldri, vann árum saman í sjúkrahúsi áður en hún komst að því hve vel henni lét að segja sögur og ævintýri. Eftir það hafði hún alltaf eintak af Grimms-ævintýrum við höndina þegar hún var að hreinsa tilraunaglösin og tækin. Læknarnir og hjúkrunarkonurnar létu það gott heita og raunar voru þau hlynnt þessum óvisindalega þætti í starfi Charlotte, enda leið ekki á löngu þar til vanaviðkvæðið var: „Á þessari stofu blóðsýni, á þessari magaskoðun og á þessari ævintýri, annars mun ekkert ganga.“ Charlotte kann utan að_ 120 ævintýri og hún segir að þau séu sannkallað fjörefnafóður fyrir sál- ina. Henni líkar best að ævintýrin séu um fólk og í mestu uppáhaldi eru sögurnar sem þeir Grimms- bræður söfnuðu. Nú á dögum virðast hvorki foreldrar né ömmur og afar hafa mikinn tíma til að segja börnunum sögur, að leiða þau sér við hönd inn í draumalandið þar sem prinsar og prinsessur, nornir og draugar, dvergar, álfar og risar ráða ríkjum. „Ef fólk bara skildi hvað það getur veitt börnunum mikla ánægju með því að lesa fyrir þau gömlu ævintýrin,“ segir Charlotte, „ánægju scm þau eiga eftir að njóta alla sína ævi“. Þó að ótrúlegt sé þurfti Char- lotte einu sinni að segja skattayf- irvöldunum eitt af gömlu ævintýr- unum sínum. Snemma á sjötta áratugnum barst henni bréf þar sem hún var kvödd til viðtals á skrifstofu skattstjóra og skyldi þar skorið úr um það hvort hún ætti að greiða veltuskatt. Charlotte var fenginn listi með nöfnum ýmissa atvinnustétta og beðin að benda á þá stétt sem hún teldi sig til. „Listamaður, kannski?“ sagði hún. Fulltrúi skattstjóra var heldur vantrúaður á svip: „Það geta allir sagst vera listamenn, en að sýna það og sanna er annað mál." Carlotte rifjaði í flýti upp fyrir sér öll ævintýri sem hún kunni og fyrr en varði var hún farin að segja söguna um töfrakistilinn sem fyllt- ist af peningum jafnóðum og úr honum var tekið. Sem sagt ágætis ævintýri fyrir skattheimtumann enda hló hann hjartanlega og allt tal um veltuskatt var þar með úr sögunni. Á sínum 40 árum sem sögumað- ur hefur Charlotte sagt ævintýrin sin á spítölum, skólum, barnaheim- ilum, upptökuheimilum og kvenna- fangelsum, á kvenfélagafundum og í afmælisveislum. Hún hefur farið um Þýskaland þvert og endilangt, um borgir og bæi, og allt sem á daga hennar hefur drifið skrifar hún samviskusamlega i dagbókina sína, hvort gömlu ævintýrin hafi fallið í góðan jarðveg á þessum stað eða hinum eða kannski bara farið fyrir ofan garð og neðan. — MAREN WAMSER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.