Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1980
35
og sýna þeim umburðarlyndi,
jafnvel þótt þeim verði stundum á
einhver mistök.
Við vitum að börn hegða sér oft
hugsunarlaust því gerðir þeirra
vilja stjórnast af skyndilegum
utanaðkomandi áhrifum. Þegar
þau eru að leik gera þau sér ekki
grein fyrir þeirri hættu sem þau
stofna sér í með því að hlaupa
skyndilega út á akbraut eða veg.
Þekking þeirra á umferðarreglum
er af skornum skammti. Aðrir
verða því að hafa vit fyrir þeim og
vernda þau fyrir hættum sem þau
skynja ekki.
Á sama hátt lendir eldra fólk
stundum í erfiðleikum í umferð-
inni, og stafar það oft af því að
sjón þess, heyrn og viðbragðsflýti
hefur hrakað. Því finnst það
hjálparvana og bjargarlaust. Um-
hyggja og varkárni ökumanns er
fólgin í því að sýna þeim þolin-
mæði sem bregðast rangt við, og
að notfæra sér ekki að vera
sterkari aðilinn í umferðinni.
Ég held því hiklaust fram að
aukin gagnkvæm tillitssemi í um-
ferðinni geti komið í veg fyrir slys.
Reynslan sýnir okkur að þau gera
ekki boð á undan sér og geta hent
hvern sem er. Meira að segja þig
sem ert talsmaður aukinnar til-
litssemi í umferðinni. Það verður
því að teljast eðlileg tillitssemi af
þinni hálfu gagnvart ástvinum
þínum að þú gerir allt sem í þínu
valdi stendur til þess að forða þér
og þeim frá slysum, og sýnir
jafnframt öðrum vegfarendum
slíkt viðmót.
Gangi þér allt í haginn í þessari
nýju stöðu þinni.
óli H. Þórðarson
framkvstj. Umferðarráðs.
Óli H. Þórðarson:
Laus staða
Vilt þú gerast talsmaður aukinn-
ar tillitssemi í umferðinni?
öryggiskennd innan bifreiðar
sinnar, sem hlífir honum. Einmitt
þess vegna verður hann að taka
fullt tillit til óvarinna vegfarenda
starf núna vegna þess að nýbyrjuð
vika er einmitt umferðarvika
þjóðþrifasamtakanna Slysavarna-
félags íslands.
Út af fyrir sig felst heilmikil
tillitssemi í því að samtök eins og
Slysavarnafélagið skuli bjóða
fram krafta sina um allt land í
þágu aukins umferðaröryggis. Það
er þakkarvert framtak.
En ég ætla nú að benda þér á
örfá atriði sem gætu reynst þér
vel í málflutningi þínum sem
talsmaður aukinnar tillitssemi í
umferðinni.
Á sama hátt og í leikjum og
íþróttum verða að gilda ákveðnar
reglur m.a. til þess að vernda
keppendur í hita leiksins, höfum
við sett okkur reglur í umferðinni
sem í daglegu tali nefnast umferð-
arlög. Markmið þeirra er fyrst og
fermst að fyrirbyggja slys.
Ennfremur að auðvelda vegfar-
endum að komast óhappalaust
leiðar sinnar.
í orðinu „tillitssemi" er innifal-
in grundvallarreglan fyrir allri
framkomu eins vegfaranda í ann-
ars garð. Umferðin er í eðli sínu
samspil fjölmargra aðila. Það má
að vissu leyti líkja henni við
félagsvist. Slíkt spil getur ekki
gengið vel fyrir sig nema allir
þátttakendur leggi sitt af mörkum
til heildarinnar.
Nákvæmlega á sama hátt ber
ökumanni að halda sér í takt við
umferðina. Honum ber að hleypa
fram hjá sér þeim sem hraðar
fara, og vera ávallt reiðubúinn til
hjálpar við lausn þess vanda sem
jafnan kemur upp í umferðinni.
Oft reynir á umburðarlyndi hans,
því öðrum vegfarendum verða
einnig stundum á mistök. Þá
V/ŒZLUNfiRBflNKINN
Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í afgreiðslum bankans:
BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI172, ARNARBAKKA 2,
UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI13 og
VATNSNESVEGI 14, KEFL. (AÁUÐ/
Ef svar þitt er jákvætt þykist ég
vita að þig mun ekki skorta
áheyrendur. Fólk hefur nefnilega
talsverðan áhuga á umferðarmál-
um og ræðir oft um þau á
svipaðan hátt og um veðurfarið.
Én hvernig væri umferðin ef
allir höguðu sér í henni eins og
þú? Hefur þú lesandi góður nokk-
urn tíma hugleitt þessa spurningu
og hvert svar þitt við henni er?
Þessi svokallaða umferð, sem
okkur hættir til að hallmæla og
finna allt til foráttu, er nú þegar
grannt er skoðað ekkert annað en
við sjálf á ferðinni. Við — það er
ég, þú og þau hin. Ég leyfi mér að
snúa mér beint til þín í trausti
þess að þú sért maðurinn sem
getur haft áhrif á fjölskyldu þína
og vinnufélaga.
Mig langar nefnilega til þess að
biðja þig að taka að þér ákveðið
embætti í þágu íslensku þjóðar-
innar: Að verða talsmaður auk-
innar tillitssemi í umferðinni hér
á landi. Samþykkt? Já, auðvitað.
Þetta mátti ég vita. E.t.v. hefur þú
þegar starfað í anda þessa „nýja“
starfs í áraraðir og þarft engu að
breyta í fari þínu né framkomu.
Kannski ætlarðu fyrir áeggjan
mína að hefja starfið frá og með
þessari stundu. Hvort sem er býð
ég þig velkominn til starfa. Heill
og hamingja fylgi þér í því.
Það er þægilegt að hefja þetta
ofmetur reyndur ökumaður ekki
aksturshæfni sína, og tekur aldrei
áhættu að óþörfu.
Umhyggja og varkárni ætti að
einkenna allt viðmót sérhvers
vegfaranda, og sérstaklega fram-
komu bifreiðarstjóra gagnvart
óvörðum vegfarendum. Fótgang-
endur, börn, aldrað fólk og bækl-
að, hjólreiðamenn og ökumenn
vélhjóla og bifhjóla eru í sérstak-
lega mikilli hættu í umferðinni.
Ökumaður bifreiðar hefur vissa
gerir ráð fyrir 100 þúsund kr.
hámarkssparnaði á mánuði. Þú ræður
sparnaðarupphæðinni upp að því
marki.
Sparnaðartíminn er frá 3 mán.
upp í 48 mán. í þriggja mánaða
tímabilum. Þú velur þann tíma og
upphæð sem þú ræður við.
Þannig öðlast þú lánsrétt á
upphæð sem er jafn há þeirri sem þú
hefur safnað.
Einfaldara getur það ekki verið.
SAFMAR
-VIÐ LANUM
AUGLYSINGASTOFA KfllSTlNAR 4324