Morgunblaðið - 16.04.1980, Side 1
32 SÍÐUR
86. tbl. 67. árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sovézkur liðsauki
sendur til Kákasus
Washinjíton. 15. apríl AP.
SOVÉZKI herinn hefur
aukið styrk
og viðbúnað nokkurra
vélvæddra riffla-herfylkja sinna norður af íran samkvæmt banda-
rískum leyniþjónustuheimildum í dag. Deildir úr sovézka hernum
hafa einnig aukið heræfingar samkvæmt heimildunum.
En heimildarmennirnir, sem vilja vcra nafnlausir, létu ekki í ljós
alvarlegar áhyggjur um að Rússar kynnu að vera að undirbúa árás
inn í íran i líkingu við íhiutunina í Afganistan í fyrra.
Tilræðismaður
Gandhis játar
Nýju-Delhi. 15. apríl. AP.
INDVERSKA lögreglan sagði í dag
að maðurinn sem er sakaður um að
hafa kastað hnifi að Indiru Gandhi
forsætisráðherra, Ram Bulchand
Lalwani. hefði játað að hafa ætiað
að drepa hana. En lögfræðingur
hans segir að hann hafi verið
beittur þvingunum tii að gefa
yfirlýsingar.
Jafnframt var skýrt frá því að
fimm menn í viðbót hefðu verið
handteknir grunaðir um þátttöku í
tilræðinu í Baroda, 1.000 km suður
af Nýju Delhi, þar sem Lalwani á
heima. Þar á meðal eru varaborgar-
stjóri borgarinnar Baroda og Kishan
Lalwani, bróðir Rams.
Lalwani játaði að hafa komið til
höfuðborgarinnar „beinlínis í því
skyni að ráða forsætisráðherrann af
dögum“ að sögn lögreglustjóra Nýju
Delhi, P.S. Bhinder. Lalwani hefur
verið úrskurðaður í varðhald til 24.
apríl. Lögfræðingur hans segir að
lögreglan hafi barið og pyntað Lal-
wani og neyði hann til að segja
;ýmislegt sem hann vilji ekki segja.
Lögreglan sagði að Lalwani yrði
færður til Baroda-svæðisins þar sem
hann yrði yfirheyrður í smáatriðum
um pólitískan feril sinn til að finna
fleiri þátttakendur í samsærinu.
Jafnframt var frú Gandhi sýknuð
í dag af ákærum um spillingu sem
leiddu til þess að hún sat einn dag í
fangelsi í október 1977. D.C. Agg-
arwal dómari sagði, að sönnunar-
gögn sem hefðu verið lögð fram
væru algerlega ófullnægjandi. P.C.
Sethi og fjórir aðrir sakborningar
sem voru sakaðir um valdníðslu og
þrýsting til að fá 139 jeppa til
kosningabaráttunnar 1977 voru
einnig sýknaðir.
Árás á
ráðuneyti
París, 15. apríl. AP.
ÓÞEKKTIR menn gerðu eldflauga-
árás á franska samgönguráðuneyt-
ið og eina af viðbyggingum þess og
komu fyrir piastsprengju í annarri
stjórnarbyggingu í dag.
Engan sakaði, en nokkurt tjón
varð í byggingunni þar sem plast-
sprengjan sprakk. Þar er til húsa
tölvukerfi fyrir þjóðvegi landsins og
nokkrir skermar skemmdust,
sprungur komu í gólf og veggi og
rúður brotnuðu.
Frönsku hryðjuverkasamtökin
„Beinar aðgerðir" sögðust bera
ábyrgð á aðgerðunum í símtali við
útvarpsstöð og fréttastofu.
Þetta var fjórða árás samtakanna
á stjórnarbyggingar síðan í sept-
ember í fyrra. Þær hafa beinzt gegn
byggingum þar sem unnið hefur
verið úr upplýsingum um varnarmál
og leyniþjónustuupplýsingum fyrir
stjórnina.
Þar með hefur frú Gandhi fjórum
sinnum verið sýknuð síðan hún
komst aftur til valda eftir kosn-
ingasigurinn í janúar. Hún hefur
haldið því fram að ákærurnar gegn
henni hafi verið rangar og hún hafi
orðið fyrir barðinu á pólitískum
hefndarþorsta andstæðinga sinna.
Zbigniew Brzezinski, ráðunaut-
ur Jimmy Carters forseta í þjóðar-
ör.Vggismálum, segir að borizt hafi
„trúverðugar fréttir" um að Rúss-
ar hafi flutt liðsafla inn í Kákasus
milli Svartahafs og Kaspíahafs.
Hann minnti á að'innrás Rússa í
Afganistan hefði fylgt í kjölfar
hernaðarviðbúnaðar.
Jafnframt er sveit minnst 400
sovézkra landgönguliða komin inn
á Indlandshaf frá Suður-Kínahafi
með stærsta landgönguárásaskipi
Rússa, Ivan Rogov, 13.000 lestir.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar
hafa sent landgönguliða, sem þeir
kalla flotafótgöngulið, til Ind-
landshafs.
Koma sovézku landgöngulið-
anna í kjölfar staðsetningar 1.800
bandarískra landgönguliða í her-
skipum á Arabaflóa felur í sér
nýja stigmögnun styrkleikaprófs
Bandaríkjamanna og Rússa eftir
innrásina í Afganistaii.
Með komu Rogov og tveggja
annarra sovézkra herskipa í gær
hafa Rússar 28 herskip á helztu
siglingaleiðum til Persaflóa, en
Bandaríkjamenn 26, þar á meðal
tvö flugvélaskip með um 150
herflugvélum.
Bandaríkjamenn hafa haft nán-
ar gætur á Kákasus, eðlilegri
innrásarleið Rússa í íran. Styrkur
12 vélvæddra riffla-herfylkja
Rússa þar fyrr í ár var einn þriðji
af styrkleika þeirra á stríðs-
tímum, en hefur nú verið aukinn.
Eitt af átta fallhlífaherfylkjum
Rússa er einnig í Kákasus. Styrk-
ur þeirra er venjulega sá sami og á
stríðstímum.
Þótt sum vélvæddu herfylkin sé
tiltölulega nálægt landamærum
Irans er verulegur hluti þeirra
lengra í burt meðfram tyrknesku
landamærunum eins og venjulega.
Sumar heræfingar Rússa í Kákas-
us eru sagðar eðlilegar miðað við
árstíma, en aðrar eril greinilega
umfangsmeiri en venjulega.
Uppljóstranir larna
Rauðu herdeildirnar
Mílanó, 15. april. AP.
KUNNUR leiðtogi úr Rauðu herdeildunum, sem hefur svikizt undan
merkjum. hefur hjálpað lögreglunni að handtaka rúmlega 30
áhrifamikla leiðtoga hryðjuverkasamtakanna á Norður-ítaliu undan-
farna daga að sögn lögreglunnar i dag.
Handtökurnar fóru fram i Torino, Milano og Biella og eru taldar
einn mikilvægasti árangurinn, sem hefur náðst gegn hryðjuverka-
mönnum. Vopn og skjöl voru einnig tekin í árásunum.
Uppljóstranirnar eru komnar
frá Patrizio Peci, sem er talinn
fyrrverandi yfirmaður Rauðu her-
deildanna í Torino og er grunaður
um að hafa gegnt virku hlutVerki í
að ræna Aldo Moro, fyrrverandi
forsætisráðherra árið 1978. Upp-
ljóstranirnar eru taldar hafa vak-
ið mikinn ugg meðal hryðju-
verkamanna og í Torino var sagt
að vonandi hefði „leyndarhjúpn-
um verið svipt af þeim“ með
handtökunum.
Flestir hinna handteknu eru
starfsmenn verkalýðsfélaga,
kennarar og verkamenn og nokkr-
ir þeirra munu hafa starfað í
aðalstöðvum samtakanna eða ver-
ið félagar í árásarsveitum þeirra.
Peci mun hafa afhent yfirvöldun-
um skrá með nöfnum meintra
hryðjuverkamanna og felustöðum
þeirra síðan hann var handtekinn
í Torino 20. febrúar ásamt Rocco
Micaletto, öðrum leiðtoga Rauðu
herdeildanna. Talið er að Peci hafi
samið um að dómur yfir honum
yrði mildaður.
Peci mun einnig hafa látið í té
upplýsingar um rán Moros. í
síðustu árásinni í gær lagði lög-
reglan hald á vopn, skotheld vesti
og sprengiefni í meintum felustað
Rauðu herdeildanna í Biella á
sveitasetri 37 ára gamals verk-
fræðings, Pier Luigi Bolognoni,
fyrrum starfsmanns Michelin-
hjólbarðaverksmiðjanna. Hann
hefur verið handtekinn.
Jean-Paul Sartre
Sartre
látinn
París, 17. apríl. AP.
Franski heimspekingurinn
Jean-Paul Sartre, helzti
merkisberi existensialismans
sem var ráðandi í Evrópu eftir
siðari heimsstyrjöldina, lézt í
dag eftir langvarandi veik-
indi, 77 ára að aldri.
Sartre vildi hjálpa mannkyn-
inu að hrista af sér kúgun og ná
fram jafnrétti með heimspeki
sinni, en boðskapur hans var of
háleitur til að ná til fjöldans.
Hann hafði mest áhrif meðal
miðstéttanna sem hann hafn-
aði.
Hann gnæfði yfir flesta aðra
hugsuði síns tíma. Hann hafn-
aði bókmenntaverðlaunum
Nóbels árið 1964 til að sýna
fyrirlitningu sína á borgara-
legum viðurkenningum.
Kona hans, kvenréttindakon-
an og rithöfundurinn Simone de
Beauvoir, sagði: „Sartre stóð
með fjöldanum en hann var á
móti honum." Sartre var blind-
ur síðustu æviár sín.
Begin vill fá
daglega fundi
Washington, 15. april. AP.
FORSÆTISRÁÐH ERR A ísraels,
Menachem Begin, lagði til við
Jimmy Carter förseta í dag að fram
færu scx vikna stanzlausar samn-
ingaviðræður í Miðausturlöndum
til að freista þess að ná samkomu-
Kúbumenn sem vilja ílýja land í sendiráði Perú í Havana. Skýlum heíur verið komið upp á
lóðinni til að verjast hita.
lagi um framtið Palestinu-Araba
að sögn diplómata.
Þátttakendur í viðræðunum sam-
kvæmt tillögunni yrðu ísraelska og
egypzka samninganefndin, sem hafa
ekki á 10 reglulegum fundum á
rúmum 10 mánuðum getað leyst
nokkurt þeirra undirstöðuatriða
sem felast í heimastjórnaráætlun-
inni.
Begin lagði til að fundir yrðu
haldnir daglega til 26. maí þegar
frestur til að ná samkomulagi renn-
ur út. Hann leggur til að fundirnir
fari fram til skiptis í Egyptalandi
og Israel.
Carter sagði Begin að hann mundi
kanna viðhorf Anwar Sadats
Egyptalandsforseta til tillögunnar.
Egyptar eru taldir vilja að samn-
ingaviðræðurnar verði fluttir til
Washington í lok mánaðarins. En
Begin telur það geta valdið tækni-
legum erfiðleikum, t.d. þyrfti að fá
samþykki ísraelsstjórnar við meiri-
háttar ákvörðunum.
Begin ítrekaði á fundi sínum og
Carters að hann vildi hraða viðræð-
unum, en krafðist þess að áætlunin
um Palestínumenn grundvallaðist
nákvæmlega á Camp David-sam-
komulaginu í september 1978. Sadat
vill að stjórn Palestínumanna fái
löggjafar- og framkvæmdavald, en
Begin vill aðeins embættismanna-
stjórn.