Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 7

Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980 7 RMherrann sem talar GJG — í „bakkgír" kjara ekki viö seglskip. baráttunnar. Þögn ráöherra lætur hátt í eyrum Fyrir þremur vikum birtu dagblöðin fimm spurningar frá Ara T. Guðmundssyni, menntaskólakennara, til Ragnars Arnalds, fjármála- ráðherra. Spurningarnar vðru þessar: • 1. „Telur þú rangt að b»ta BSRB og BHM a.m.k. 10—15% kjararýrnun frá síðustu samningum að telja? Ég á við bætur á árinu 1980 og til loka nýs samningstímabils en ekki ártuginn.“ • 2. „Hvernig getur þú varið það að taxtar neðan meðallags (ca. 450 þús. á mán.) fái enga launahækk- un þegar framfærsla með- alfjölskyldu kostar um 450 þús. kr. á mánuði skv. Hagstofunni? Ég bið ekki um samanburð við verka- mannalaun sem eru hrein svívirða við fólk.“ • 3. „Viltu útskýra hvers vegna minna „svigrúm" er til launahækkana nú en 1978 þegar þú og flokkur launafólks studduð kjara- baráttu opinberra starfs- manna?" • 4. bú segist ætla að bíða með ýmsa þætti kjaramála þar til „frjálsir kjarasamn- ingar hafa farið fram“. Eru samningar BSRB og ríkis- valdsins annars eðlis en samningar t.d. ASÍ og VSÍ?" • 5. „Ert þú fylgjandi því að BHM fái verkfalls- og samningsrétt til jafns við BSRB eða jafnvel ASÍ?“ Það hefur vakið athygli að fjármálaráðherra víkur sér gjörsamlega undan að svara þessum spurningum menntaskólakennarans, sem þó eru fram settar á málefnalegan hátt. Þaö að virða samborgara sína svars, þegar málefnalega er spurt og um mál, sem ráðherrann fór um mörgum orðum á kosningaakrinum, er þó lágmarks háttvísi af hans hálfu. Þögn ráöherr- ans er að vtsu svar út af fyrir sig, svar valdahrok- ans, lítilsvirðingar á hinum almenna borgara og þess að þurfa að standa við „atkvæðabeitur" á heföar- tindi stjórnsýslunnar. Jakinn og skattareiptogiö Þau vóru stór orðin á tungu Guðmundar J. Guð- mundssonar á ríkisstjórn- arárum Geirs Hall- grímssonar og viðbrögð hörð, útflutningsbann og annað álíka, enda maður- inn þá að brjóta á bak aftur verðbólguhömlur, sem líklegar vóru til aö koma á jafnvægi í efnahagslífi þjóðarbúsins. Nú er hann annar, innfallinn og að- gerðalaus, ef marka má ályktun verkakvenna- félagsins Snótar í Vest- mannaeyjum og orð verka- konunnar, sem beindi orö- um sínum sérstaklega til hans á sjónvarpsskjánum á dögunum. Hún taldi jakann kominn í nokkurs konar eilífðarbakkgír í kjarabar- áttunni, þó hún orðaði það á annan veg. Forsendur fjárlaga Al- þýðubandalagsins gera ráð fyrir minnkandi kaupmætti launa 1980 — til viðbótar kaupmáttarrýrnun 1979. Kjarastaða fólks hefur ekki sízt versnað vegna hækk- andi skattheimtu stjórn- valda, bæöi beinna skatta, svo sem tekjuskatts og útsvars, og óbeinna skatta, sem stórhækka allt vöru- verð í landinu, eins og vörugjalds og söluskatts, að ekki sé minnst á þá verðhækkunarsköttun rík- isstjórnar er meir en tvö- faldar bensínverð í landinu. Sjálfur flutti Guðmundur J. Guðmundsson frumvarp til laga um útsvarshækkun- ina, ásamt nokkrum öörum skatthækkunarpostulum, sem eru eins og vörumerki á þessari mestu skatta- stjórn íslandssögunnar. Þessi skatthækkunar- tillaga Guðmundar J. Guð- mundssonar fjallar um flat- an brúttóskatt sem leggst á vinnulaun allra, svo að segja án nokkurs frádrátt- ar, en þess háttar skattar koma hvað þyngst niður á þeim lægstlaunuðu í land- inu. En „kosningar eru kjarabarátta" sagði Guð- mundur 1978, |>egar út- flutningsbannið skók und- irstööur þjóðarbúsins. Nú er hann þungalóðið á skattareipi ríkisstjórnar, sem dregur hinn almenna borgara lengra og lengra út í skattpíningarfenið. Nú „telur hann níður" verðlag með söluskattshækkun og bensíngjaldi og er Ijúfur sem lamb og „ráðherra- hollur" á stjórnarheimilinu. Það nægír ÍYrir útborgun t nýja ameríska ADC plötuspilaranum. ADC 1500FG, sem er framleiddur af ADC i Bandarikjunum, er óvenjulega ódýr plötuspilari, þegar tillit er tekiö til bygging- ar, nákvæmni og frágangs. Hann er hálfsjálfvirkur, meö rafeinda- stýrðri hraðastillingu (± 6%) og hámarks- bjögun undir 0,05%. Hann hefur vandaðan S-laga tónarm, og er óhætt að fullyröa, að ADC 1500FG sé með betri beltisdrifnum plötuspilurum á markaðinum. Með ADC 1500FG fylgi afar vandað tónhöfuð (pick-up), einnig framleitt af ADC (Qlm-34), og erþað innifalið iverðinu (verðgildi kr. 19.600). ADC1500FG fæst einvörðungu i svörtu. Verð kr. 197.000. Útborgun kr. 62.000 eða kr. 13.800 staögreiðsluafsláttur. LaugavegílO sími 27788 Píanóleikarinn EVA KNARDAHL frá Noregi heldur tónleika í samkomusal Norræna hússins miöviku- daginn 16. apríl kl. 20:30,og leikur verk eftir Grieg, Oddvar Kvam, Hallvard Johnsen, Dag Wirén og Johs. M. Rivertz. Aðgöngumiöar í kaffistofu hússins og viö innganginn. NORR€NA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS Hestamannafélagiö Myndakvöld veröur n.k. fimmtudagskvöld í félagsheimili Fáks kl. 20.30. Efni: Erlendar kvikmyndir af íslenzkum og enskum hestum. Fræösiunefndin. rnmi^m^mm^m^mmm^mmmmKmm—mm* LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER Málning og málningarvörur Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum viö 10% veitum viö 15% afslátt. afslátt. Þetta er málningarefsláttur í Litaveri fyrir alla þá, sem eru ad byggja, breyta eða bæta. Líttu víð í Litaveri, því það hefur ávaltt borgaö sig. r UIIl Heildsölubirgöir. Davíö S. Jónsson & Co. hf., Þingholtsstræti 18 — sími 24-333. VER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.