Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 4
4
MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980
Útvarpssagan kl. 21.45:
Laxness les
Guðsgjafaþulu
í kvöld klukkan 21.45 les Halldór
Laxness í útvarpi sjötta lestur út-
varpssögu sinnar, Guðsgjafaþulu.
Ástæðulaust er að kynna Laxness
sérstaklega eða verk hans, svo
kunn sem þau eru þjóðinni allri, en
benda má á að nóbelsskáldið er ekki
síður skemmtilegur upplesari eigin
verka en hann er ritsnjall, eins og
þeir muna glögglega sem hlýddu á
hann lesa Paradísarheimt í útvarp
um árið.
Þættir um nám í Háskólanum
í kvöld klukkan 20 er í útvarpi
á dagskrá þáttur Kristjáns E.
Guðmundssonar Úr skólalífinu.
í þáttum þessum hefur Kristján
tekið fyrir að undanförnu nám í
hinum ýmsu greinum í Háskóla
íslands, og er ekki að efa að
þættirnir eru gagnlegir þeim er
þar hyggja á nám á næstunni,
svo sem menntaskólanemum. Þá
eru þættirnir einnig, og ef til vill
ekki síður, fróðlegir fyrir þá sem
ekki hyggja á nám við þessa
æðstu menntastofnun þjóðar-
innar, því almenningur er ef til
vill ekki ýkja fróður um það sem
þar er kennt.
I þættinum í kvöld verður
sérstaklega fjallað um nám í
tannlækningum við Háskólann.
Margir Norðmenn flúðu yfir Kjöl til Svíþjóðar er Þjóðverjar
hernámu landið, þar á meðal Gyðingar sem ofsóttir voru af þýska
hernámsliðinu. Ferðin yfir Kjöl var hins vegar síður en svo nein
skemmtiganga, og margir báru beinin í óbyggðum án þess að ná til
byggða í Svíaríki.
Sjónvarp í kvöld klukkan 22.05:
Hörmungar her-
námsáranna
í sjónvarpinu í kvöld klukkan
22.05 verður sýndur annar þátt-
urinn um hernámsárin í Noregi.
I þættinum í kvöld verður sagt
frá ofsóknum Þjóðverja á hend-
ur Gyðingum í Noregi.
Rétt rúmlega fjörutíu ár eru
nú liðin frá því að Norðurlöndin
drógust inn í styrjaldarátökin.
Ekkert landanna slapp alveg við
átök þessi, en líklega hafa Svíar
þó skaðast minnst. Þá eru
áhyggjur þær sem íslendingar
höfðu af styrjöldinni og mann-
skaðar sem þjóðin varð fyrir,
ekki eins þungbærir eins og þær
hörmungar sem Danir, Norð-
menn og Finnar urðu að þola.
Finnar lentu á milli stórveld-
anna Sovétríkjanna og Þýska-
lands, og landið varð vígvöllur
Finna og Rússa í vetrarstríðinu.
Þá urðu Norðmenn fyrir miklu
mannfalli er Þjóðverjar hertóku
landið, og nokkurt mannfall varð
einnig í Danmörku. Danir veittu
þó ekki eins mikla mótspyrnu í
upphafi eins og Norðmenn, enda
erfiðara um vik þar sem Dan-
mörk á því sem næst opin
landamæri að Þýzkalandi. Danir
bættu hins vegar úr því síðar,
því þegar leið á styrjöldina varð
Danmörk eitt órólegasta her-
námssvæði Hitlers og manna
hans.
Útvarp Reykjavík
yHIDMIKUDKGUR
16. apríl
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Jón Gunnarsson heldur
áfram að Iesa söguna „A
Hrauni“ eftir Bergþóru Páls-
dóttur frá Veturhúsum (6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morguntónleikar. Manu-
ela Wiesler, Sigurður I.
Snorrason og Sinfóníu-
hljómsveit íslands leika
Noktúrnu fyrir flautu,
klarínettu og strokhljóm-
sveit eftir Hallgrim Helga-
son; Páll P. Pálsson stj. /
Búdapest-kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 11 í
f-moll op. 95 eftir Ludwig
van Beethoven.
11.00 „Með örðsins brandi“.
Séra Bernharður Guð-
mundsson les hugvekjuna
um Tómas eftir Kaj Munk í
þýðingu Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups.
11.20 Tónlist eftir Felix Mend-
elssohn.
a. Wolfgang Dallmann leik-
ur Orgelsónötu nr. 1 í f-moll.
b. Kór Söngskólans í
Westphalen syngur þrjár
mótettur við texta úr
Davíðssálmum; Wilhelm
Ehmann stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikasyrpa. Tónlist úr ýms-
um áttum, þ.á m. létt-
klassisk.
SÍDDEGID
14.30 Miðdegissagan: „Helj-
arslóðarhatturinn“ eftir
Richard Brautigan. Hörður
Kristjánsson þýddi. Guð-
björg Guðmundsdóttir les
(6).
15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Litli harnatíminn: Ýmis-
Iegt um vorið. Stjórnandinn,
Sigrún Björg Ingþórsdóttir,
velur og flytur ásamt tveim-
ur 7 ára telpum, Ragnheiði
Davíðsdóttur og Hafrúnu
ósk Sigurhansdóttur.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
„Glaumbæingar á ferð og
flugi“ eftir Guðjón Sveins-
son. Sigurður Sigurjónsson
les (10).
17.00 Síðdegistónleikar. Sin-
fóníuhljómsveit íslands leik-
ur „Albumblatt“ eftir Þorkel
Sigurbjörnsson; Karsten
Andersen stj. / Blásara-
kvintett félaga í
Fílharmoníusveit Stokk-
hólmsborgar leika „Fjögur
16. april 1980.
18.00 Börnin á eldfjallinu
Fimmti þáttur.
Þýðandi Guðni Koibeins-
son.
18.25 Einu sinni var
Þrettándi og síðasti þáttur. .
Þýðandi Friðrik Páll
Jónsson. Sögumenn Ómar
Ragnarsson og Bryndis
Schram.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og
dagskrá.
20.35 Vaka
Fjallað um norræna textíl-
sýningu að Kjarvalsstöðum
og stöðu íslenskrar texti!-
listar.
Umsjónarmaður Hrafn-
hildur Schram.
Stjórn upptöku Kristín
Páisdóttir.
21.05 Ferðir Darwins
Þriðji þáttur.
Á slóðum viilimanna.
Efni annars þáttar; Charl-
es Darwin tekur þátt í
rannsóknarleiðangri skips-
tempo“, divertimento fyrir
blásarakvintett eftir Lars-
Erik Larsson / Sinfóníu-
hljómsveit sænska útvarps-
ins leikur Sinfóniu nr. 1 í
f-moll op. 7 eftir Hugo Alf-
ins Beagle, sem á að sigla
kringum hnöttinn og gera
sjómælingar. í Brasiliu
kynnist hann 'breytilegri
náttúru, sem vekur undrun
hans og aðdáun. En á
búgarði Ivans Lennons
verður hann vitni að hörm-
ungum þrælahaldsins, og
það fær mjög á hann. Þeg-
ar Darwin kemur um borð
aftur, lendir hann í deiiu
við FitzRoy skipstjóra út af
stöðu svertingja i þjóðfél-
aginu, og skipstjórinn rek-
ur hann úr klefa sinum.
Þýðandi óskar Ingimars-
son.
22.05 Fióttinn yfir Kjöl
Annar þáttur.
Haustið 1942 hefja Þjóð-
verjar herferð gegn norsk-
um gyðingum. Rúmiega sjö
hundruð manns eru send
til útrýmingarbúða, en niu
hundruð tókst að komast
til Svíþjóðar.
Þýðandi Jón Gunnarsson.
(Nordvision — Norska og
Sænska sjónvarpið).
22.55 Dagskráriok.
vén; Stig Westerberg stj.
18.00 Tónleikar.Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID___________________
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Finnska söngkonan Taru
Valjakka syngur lög eftir
Rodrigo, Granados og
Palmgren. Agnes Löve leik-
ur á píanó. (Áður útv. 14.
marz í fyrra).
20.00 Úr skólalífinu. Kristján
E. Guðmundsson sér um
þáttinn. Fjallað um nám i
tannlækningum við Háskóla
íslands.
20.45 Dómsmál. Björn Helga-
son hæstaréttarritari segir
frá máli til heimtu trygg-
ingabóta fyrir flugvél, sem
fórst.
21.05 Kammertónlist. Kvintett
fyrir píanó. klarínettu, horn,
selló og kontrabassa eftir
Friedrich Kalkbrenner.
Mary Louise Böhm, Arthur
Bloom, Howard Howard,
Fred Sherry og Jeffrey Lev-
ine leika.
21.45 Útvarpssagan: „Guðs-
gjafaþula“ eftir Halldór
Laxness. Höfundur les (6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Það fer að vora. Jónas
Guðmundsson rithöfundur
spjallar við hlustendur.
23.00 Djass. Umsjónarmaður:
Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.