Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 25

Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980 25 fólk í fréttum + Brezka stórblaðið „The Observer" hefur birt greinaflokk um vísindalegt samstarf lækna og foreldra fyrsta glasabarnsins, sem fæddist, Louise Joy Brown. Hún verður ára 25. júlí næstkomandi. Þessi greinaflokkur í The Observer er byggður á samtali blaðsins við vísindamennina, sem hér áttu hlut að máli, Robert Edwards og Patrick Steptoe. Fékk blaðið sérstakt leyfi foreldranna til að taka þessa mynd af telpunni, en hún fylgdi síðustu greininni og tók ljósmyndari blaðsins hana af litlu fröken Brown á heimili hennar í borginni Bristol. Þegar barnið var fætt og læknarnir gengið úr skugga um að það virtist í alla staði heilbrigt, hafði Patrick Steptoe fært móðurinni barn sitt og látið um leið þau orð falla, að hann efaðist um að hann ætti eftir að lifa þvílíka stund. Móðir telpunnar var þrítug. Að baki þessu vísindalega afreki lá 12 ára starf. + Frá Tokyo herma fregnir að þar hafi verið til rannsóknar fjármálahneyksli, sem fyrrum forstjóri aðal- símafélagsins er höfuðpaurinn í. A hann að hafa dregið sér og fjölskyldu sinni 76.000 dollara. — Fleiri hafa dregizt inn í þetta mál. Hafa tveir menn framið sjálfsmorð og fjórir aðrir menn verið fangelsaðir. — Fjárglæframál þetta nær inn í raðir helsta stjórnmála- flokks landsins, flokks Ohira forsætisráðherra. — Hann er nú að hefja kosningaundirbúning að þingkosningum í Japan, sem verða í júlímánuði nk. Þessi mynd er tekin af fyrrum símafélagsforstjóranum (á miðri myndinni), en hann var handtekinn fyrir skömmu. Hann heitir Manabu Itano og er 69 ára gamall. Aftur á strik + Kvikmyndaleikkonan Ava Gardner, sem ekki hefur komið nálægt kvikmyndaleik um all- nokkurt skeið, hefur nú leitað aftur á fornar slóðir — í kvikmynda- verið. Hún hefur tekið að sér að leika eitt aðal- hlutverkið í myndinni „A Priest in Love“ (Ást- fangni presturinn) sem er mynd byggð á ævi brezka rithöfundarins D.H. Lawrence (1885— 1930). Hann er höf. bók- anna „Elskhugi lafði Chatterleys" og „Sons and Lovers“. Ava, sem nú er 57 ára, hefur verið í Bretlandi og fór þaðan beint til Mexikó þar sem byrjað verður á kvik- myndinni. Blaðamenn sögðu hana hafa verið dálítið framlága. Stæði það trúlega í sambandi við dauða hundsins hennar, Welsh-hundsins Köru. Þetta var dásam- legt dýr, sagði hún við blaðamenn á flugvellin- um. Árbók Ferðafélags- ins 1980 komin út Þetta er 53. Árbók félagsins og ber hún undirtitilinn ,,Lang- jökulsleiðir". Höfundur Árbók- arinnar er dr. Haraldur Matthí- asson á Laugarvatni. Efni bók- arinnar er lýsing á landinu og leiðum umhverfis Langjökul. Er efninu • skipt í 10 kafla: 1. Langjökull, 2. Þórisjökull, 3. Af Kaldadal að Hagavatni, 4. Vest- ur fyrir Langjökul, 5. Gengið ofan við Hagavatn, 6. Langjök- ulsferðir, 7. Hvítárnes og Hvítárvatn, 8. Hrútfell, 9. Skálpanes og leið til Hagavatns, 10. Litið yfir gönguleiðir. Auk þessa er grein um gróðurathné- anir og Flórulisti úr Þórisdal, sem Gestur Guðfinnsson ritar. Þá ritar Hákon Bjarnason um Ár trésins. Auk þess er nafna- skrá og félagsmál. Árbókin er 12 arkir að stærð, prentuð á vandaðan pappír. I Árbókinni eru 29 litmyndir, fjöldi svart/hvítra mynda, og uppdráttur, sem sýnir Langjök- ulsleiðir, þ.e. gönguleiðirnar. Þetta er fimmta Árbókin, sem dr. Haraldur skrifar fyrir Ferðafélagið, auk þess skrifaði hann um Hornstrandaferð í Árbók 1968 og síðast en ekki síst skrifaði hann 50 ára sögu Ferða- félagsins, sem kom út sem sérprent á 50 ára afmæli félags- ins og var einnig hluti af árbók 1978. Dr. Haraldur á mikinn heiður og þakkir skyldar fyrir FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ____________________ allar þessar Árbækur og margt fleira, sem hann hefur gert fyrir félagið á umliðnum áratugum, en Haraldur hefur aldrei þegið neina greiðslu fyrir verk sín. Ritstjóri Árbókarinnar er Páll Jónsson, bókavörður og hefur hann haft allan veg og vanda af útgáfunni. Árbókin er gefin út í 10 þúsund eintökum, prentuð í Isafoldarprentsmiðju, myndirnar eru unnar af Prent- myndastofunni Litróf, Offset- myndum sf og litgreiningin er unnin í Myndamót hf. Gunnar Hjaltason teiknaði svipmyndir yfir nokkra kaflana og einnig mynd á baksíðu bókarinnar. Skotveiðifélag íslands: Koma þarf í veg fyrir óæskilegar veiðar útlendinga SKOTVEIÐIFÉLAG íslands gekkst fyrir ráðstefnu um landréttindi 30. mars sl. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun er fól í sér áskorun um að hið fyrsta verði sett ný veiðilöggjöf, einnig er fjallað um landgræðslu og gróður- vernd, um skipulag dýraveiða og rannsóknir á dýrum og um útilífsréttindi almennings. M.a. er bent á, að ný veiði- löggjöf verði að fela í sér ákvæði um vernd dýra, þ.á m. fugla, veiðirétt landeigenda og almennings, rannsóknir á dýrum, skipulag veiða og eftirlit með þeim, veiðitæki og veiðiaðferðir. Þá segir og að setja þurfi í lög ákvæði sem gætu komið í veg fyrir óæskilegar veiðar útlendinga á íslandi. í umfjöllun um útilífsrétt- indi kemur fram, að ráðstefn- an telur nokkur brögð vera að því, að landeigendur virði ekki almannarétt, s.s. umferðar- rétt, dvalarrétt, rétt til end- urgjaldslausra afnota (berja- tínslu), til vatnsafnota og á /&s (/) í ^ t/t víðáttumiklum svæðum til fuglaveiða. Segir í ályktuninni að landeigendur krefjist jafn- vel gjalda fyrir afnot, sem almenningi eru heimiluð í lög- um, t.d. fyrir tjaldstæði á ógirtu og óræktuðu landi, einnig að afstaða sumra land- eigenda til fuglaveiða á afrétt- um sé dæmi um hið sama. Telur ráðstefnan brýnt að festur verði í sessi þessi rétt- ur, sem almenningi ber skv. lögum að barist verði fyrir frekari réttindum á þessu sviði. Leiðrétting í FRÁSÖGN af ræðu Þor- valds Garðars Kristjánsson- ar alþingismanns í blaðinu í gær slæddist inn sú villa, að talað var um greiðslur mæðralauna á mánuði. Þar var að sjálfsögðu átt við greiðslur á ári, eins og öllum mátti ljóst vera við lestur frásagnarinnar. En missögn þessi leiðrétt- ist hér með, og eru lesendur beðnir velvirðingar á þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.