Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. AÍ>RÍL 1980 * Utvegsmenn ráðgera iund um þorsk- veiðibannið ÚTVEGSMENN á svokölluðu bannsvæði, þ.e. á svæðinu frá Höfn í Hornafirði vestur um Suðurland að Snæfellsnesi, eru að undirhúa fund mik- inn. sem ráðgerður er næst- komandi sunnudag, líklegast í Hlégarði í Mosfellssveit. A dagskrá fundarins verður hannið, sem sjávarútvegsráð- herra setti nýlega á þorsk- veiðar, en mikil óánægja ér með, að eitt skuli ekki yfir alla landsmenn ganga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun fulltrúum sjómanna á þessu svæði boðið til fundarins, en útvegsmenn munu safna gögn- um, sem m.a. sýna að t.d. Norð- lendingar eiga talsverðan hlut í þeim afla, sem landað hefur verið á bannsvæðinu og er bæði fjöldi báta og aflamagn meira en menn hefðu búizt við. SNJÓFLÓÐ féll i fyrrnótt í Óshlíð, á leiðinni milli ísafjarðar og Bolungarvíkur. Gerði mikla hláku, sem olli snjóflóðum á veginn en auk þess varð talsvert grjóthrun. Vegagerð ríkisins lauk við að ryðja snjóinn af veginum um hádegisbil í gær. Áður en tókst að opna vcginn tepptist umfcrð og urðu vegfarendur, sem erindi áttu á milli staðanna að klöngrast yfir ófæruna. Myndin sýnir snjóflóðið og tvær ungar menntaskólastúikur úr Bolungarvík, sem voru að sækja skólann inn á ísafjörð. ~ Wásm- Mbi.: Kristján. 1700 milljóna viðbótar- skattur á Reykvíkinga „Á BORGARRÁÐSFUNDI í dag var lögð fram tillaga frá borgarráðsmönnum meirihlutans um að leggja 8% álag á útsvörin, þannig að þau verða þá 11,88%“ sagði Björgvin Guðmundsson, annar borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, í samtali við hlaðamann Morgunblaðsins í gær. „Þessari tillögu, sem gerir ráð fyrir að borgin nýti 8/10 af heimildinni, var vísað til borgar- stjórnar," sagði Björgvin enn- fremur. Björgvin sagði, að þegar fjár- hagsáætlunin hefði verið lögð fram til fyrri umræðu í desember hefði verið eftir að gera ráð fyrir framlagi vegna launahækkana ársins. „Aðeins var tekið inn mjög lítið, aðeins rúmlega 400 milljónir króna vegna launahækkana, og sú upphæð er þegar uppurin í þeim Þær tillögur, sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar lögðu fram í upphafi þingflokksfundarins í fyrrakvöld fólu í sér 25% tekju- skatt af fyrstu 3,5 milljónunum, 35% af næstu 3,5 og 45% skatt af launahækkunum sem átt hafa sér stað á árinu,“ sagði Björgvin ennfremur. „En í áætluninni var gat fyrir launahækkunum ársins og öðrum kostnaðarhækkunum sem verða á árinu og inn í fjárhagsáætlunina núna var sett framlag vegna kauphækkana árs- ins.“ Þá sagði Björgvin einnig verða gerðar ýmsar breytingar á ýmsum framkvæmdahliðum borgarinnar, svo sem skólabyggingum, bygg- ingu sjúkrahúsa, dagvistarstofn- skattgjaldstekjum umfram 7 millj- ónir. Tillögur um persónuafslátt og barnabætur, sem voru samþykktar óbreyttar, eru samhljóða tillögum stjórnarliðsins þar um. Sá skatt- stigi, sem samþykktur var í lokin, er hins vegar 25% af fyrstu 4 ana, íþróttamannvirkja og fleiri framkvæmdum vegna verðbreyt- inga sem átt hafa sér stað „og munu eiga sér stað“. „Það var algjörlega ókleift að loka þessari fjárhagsáætlun nema með því að nýta útsvarsálagið að þessum hluta, verðbólgan er það rnikil," sagði Björgvin. Björgvin sagði þessa tillögu um hækkun útsvars vera tillögu allra flokkanna í meirihlutasamstarfinu, og hann SÁTTAFUNDUR var í gær haldinn í kjaradeilu bókagerðarmanna, þ.e. Hins íslenzka prentarafélags, Grafíska sveinafélagsins og Bók- bindarafélags tslands annars vegar og Félags íslenzka prentiðnaðarins, Ríkisprentsmiðjunnar Gutenbergs og Vinnuveitendasambands íslands hins vegar. Fundurinn, sem er hinn fyrsti milli þessara aðila, fór í það að stéttarfélögin kynntu kröfurnar fyrir viðsemjendum sínum. I dag klukkan 14 er boðaður fundur í húsakynnum sáttasemjara ríkisins milli flugmanna og viðsemj- enda þeirra. Á föstudag hefur verið boðaður fundur í kjaradeilu ASÍ og VSÍ og mun 43ja manna nefnd ASI koma saman hjá sáttasemjara klukkan 14, en klukkan 16 er samn- inganefnd VSI boðuð til fundarins og hefst þá hinn eiginlegi sáttafund- ur. Þetta er í annað sinn í þessari kjaradeilu, sem fullskipuð samn- inganefnd ASÍ kemur saman. milljónunum, 35% af næstu 4 og 45% af skattgjaldstekjum umfram 8 milljónir króna. Sigurður Óskarsson sagði, að á fundi framkvæmdastjórnar verka- lýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrradag hefði Halldór Blöndal kynnt hugmyndir sínar varðandi tekjuskattsstiga og hefði fram- kvæmdastjórnin samþykkt stuðn- ing við þær. Sagði Sigurður, að hann hefði kynnt þessa samþykkt á þingflokksfundinum og hefði hann áskilið sér rétt til að framfylgja henni á Alþingi. Hvorki Halldór Blöndal né Pétur Sigurðsson gátu sótt þingflokksfundinn. kvaðst ekki vilja staðfesta eða neita fréttum um að tillögur þess efnis að ekki skyldi nýta alla hækkunarheimildina væri komin frá Alþýðuflokki, gegn mótmælum framsóknarmanna og alþýðu- bandalagsmanna sem viljað hafi nýta alla hækkunarheimildina. Björgvin sagði að lokum, að talið væri að þessi hækkun myndi færa borginni um 1700 milljónir króna í tekjur á þessu ári. Enginn sáttafundur hafði verið boðaður í kjaradeilu farmanna í gær, en hins vegar var ákveðið að haldinn yrði sáttafundur í kjara- deilu Sjómannafélags ísfirðinga og Útvegsmannafélags Vestfjarða, en óákveðið var á hvaða tíma og hvar fundurinn yrði haldinn. Helgi Ingvars- son látinn Ilelgi Ingvarsson íyrrum yfirlæknir á Vífilsstaðaspítala er látinn. Hann var fæddur í Gaulverjabæ í Flóa 10. októbcr 1896. Helgi varð stúdent í Reykjavík árið 1916 og Iauk prófi frá læknadeild Háskólans 1922. Stundaði hann fram- haldsnám og störf erlendis m.a. í Danmörku og Þýzkalandi og varð sérfræðingur í berklalækningum. Hann varð aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum árið 1922 og yfirlæknir þar árin 1939 til 1967. Þá var hann lektor við Lækna- deild H.í. frá 1959. Helgi Ingvarsson ritaði ýmsar greinar um berklamál. Kona hans er Guðrún Lárusdótti- eignuðust þau 6 börn. Ólafur G. Einarsson um þingflokksmálið: „Einföld afgreiðsla þar sem menn takast í hendur“ „ÉG átti ánægjulegt samtal við Eggert Haukdal um afgreiðslu á þingflokksmálinu og ég geri ráð fyrir því að málið verði afgreitt á þingflokksfundi á morgun," sagði ólafur G. Ein- arsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í samtali við Mbl. í gær en eftir að sættir höfðu tekizt vegna framboðs- mála í kjördæmisráði Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlandskjör- dæmi tók þingflokkurinn málið upp sl. mánudag. Ólafur var spurður að því hvort þingflokkurinn hefði boðið Eggert í þingflokkinn eða hvort Eggert hefði óskað eftir því. „Hér er í rauninni hvorki um boð né ósk að ræða. Hér er um einfalda afgreiðslu að ræða þar sem menn takast í hendur án þess að fara á hnén.“ Framkvæmdastjórn verkalýðsmálaráðs Sjálfstæöisflokksins: Hæsta tekjuskattsþrep sé 40% FRAMKVÆMDASTJÓRN verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokksins samþykkti á mánudag stuðning við hugmyndir um 20, 30 og 40% tekjuskattsstiga, sem miðaði að því að heildartekjuskattaálagningin fari ekki yfir 50%. Halldór Blöndal alþingismaður staðfesti í samtali við Mbl. í gær að hann undirbyggi flutning breytingartillögu um slíkan tekjuskattstiga, þegar málið kemur fyrir neðri deild Alþingis, en tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Pétur Sigurðsson og Sigurður óskarsson, eiga sæti í framkvæmdastjórn verkalýðsmála- ráðsins og er Sigurður, sem nú situr á þingi í fjarveru Steinþórs Gestssonar, formaður þess. Fyrsti sáttafundur með bókagerðarmönnum Cv " r. Hvað segja þeir um Jan Mayen- viðræð- urnar? Knut Frydenlund utan- ríkisráðherra Noregs: „Leggjum áherzlu á að ná samning- um í Ósló“ „VERULEGA hefur miðað áfram í þessum samningaviðræðum og það hefur verið góð stemmning á þessum fundum," sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs í samtaii við Mbl. í gærkvöldi. „Á árangursrík- an hátt hefur verið fjallað um cin- staka þætti og vandamál i þessari deilu, en við höfðum fastlega vonast til þess að samkomulag næðist i þessum samningaviðræðum. Við munum hins vegar leggja mikla áherzlu á það að ná samning- um i viðræðunum í Ósló í maíbyrjun." Ólafur Ragnar Gríms- son alþingismaður: „Texti uppkasts- ins á engan hátt fullnægjandi“ „ÞAÐ VAR augljóst strax í upphafi að Norðmenn ætluðu að koma i veg fyrir að íslendingar gætu í þessum samningum tryggt sér hafsbotns- réttindin, því þeir komu til viðræðn- anna án þess að hafa umboð til þess að semja um þau." sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður og fulltrúi Alþýðubandalagsins i við- ræðunefndinni í Jan Mayen-deil- unni, „þetta er furðuleg framkoma að mæta tii milliríkjaviðræðna án þess að hafa umboð til þess að ræða Eiennan veigamikla þátt málsins. slendingar hljóta því að gera þá kröfu til norsku rikisstjórnarinnar að hún veiti norsku viðræðunefnd- inni fullt umboð til þess og verður það að liggja ljóst fyrir áður en næsti fundur verður haldinn. Auk þess voru Norðmenn ekki reiðubúnir til þess að veita íslending- um viðhlítandi rétt til frambúðar- veiða á Jan Mayen-svæðinu og þeir voru aðeins til viðræðna um loðnu- veiðarnar. Knnfremur neituðu þeir sögulegum rökum Islendinga. í síðustu viðræðum reyndu Norðmenn hvað eftir að knýja Islendinga til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.