Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 3

Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980 3 ólaíur Jóhannesson ræðir við ólaf Egilsson og Hans G. Andersen sendiherra. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: „Fremur óskhyggja en raunsæi að reyna að ná samkomulagi44 „PESSAR VIÐRÆÐUR voru gagnlegar ok miðuðu í rétta átt. þær fóru fram í vinsamlegum anda,“ sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „hér er um flókin mól að ræða og erfið til úrlausnar þannig að okkur tókst ekki að ná saman alla leið til samkomulags. Viss atriði náðist samkomulag um. önnur ekki. Mér sýnist þó ákveðinn vilji allra til þess að hald og fram til viðræðnanna 7.—10. maí viðræðna og könnunar á hinum ýmsu „Um hvaða atriði varð samkomu- lag?“ „Það varð samkomulag í sambandi við atriði sem varða fiskvernd og það liggur í loftinu að við eigum að hafa rétt til þess að ákveða veiðimagn á loðnu og öðrum fisktegundum á þessu svæði á þeim grundvelli að sú þjóð sem hefur meiri hagsmuni skuli ráða í þeim efnum." „Því hefur verið haldið fram í dag að þú hafir ætlað að ná samkomu- lagi við Norðmenn á þessum fundi sem nú er að ljúka.“ a áfram að reyna að ná samkomulagi í Ósló mun tíminn verða notaður til þáttum." „Ég hafði vissulega áhuga á að ná samkomulagi, en ef til vill var það óskhyggja fremur en raunsæi hjá mér að reyna að ná fram samkomu- lagi, þetta eru vissulega flókin mál, en ég vona að andrúmsloftið spillist ekki áður en gengið verður til næstu viðræðna. Það er mikið atriði fyrir okkur að ná samningum áður en Danir færa út landhelgina við Grænland 1. júní n.k. og líklega Norðmenn við Jan Ma.ven á sama tíma.“ Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra: „Að semja eða hefja „þorska- stríð“ við Norðmenn“ „ÁRANGURINN af þessum viðræðum er sá að mál hafa skýrst og menn sjá nú betur takmörkin á báðum köntum. en það eru vonbrigði að ekki skyldi nást lengra t.d. varðandi það að festa eitthvað á blað i botnsmálum,- sagði Steingrimur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra í samtali við Mbl. í gær, “en nú verðum við að gera upp stöðuna, ákveða hvort við viljum semja eða fara í „þorskastríð“ við Norðmenn. Þeir vilja viðurkenna að við höfum að minnsta kosti siðferði- legan rétt til veiða á svæðinu og drög að kerfi til veiða hafa verið sett á biað. Ég hef lagt á það áherzlu að við höfum í okkar höndum lokaákvörðun um heildarveiði á þessum íslenzku samninga með Rússagrýlu, þ.e. að Rússar væru yfirvofandi með veru- legan flota á þessum miðum, en hins vegar minntust þeir ekki á þetta nú en voru hins vegar komnir með aðra grýlu, það er Dani og Efnahags- bandalag Evrópu vegna væntanlegrar útfærslu við Grænland. Ég tel því nauðsynlegt að íslenzk stjórnvöld kynni sér milliliðalaust viðhorf Dana og Grænlendinga fyrir næsta fund en hafi Norðmenn ekki sem millilið. Um hádegið í dag lá fyrir uppkast frá vinnuhópum með ýmsum ákvæðum og hélt þingflokkur Alþýðubanda- lagsins fund um málið eftir hádegi þar sem samþykkt var einróma að texti uppkastsins væri á engan hátt fullnægjndi." stofnum og ég er ekki vonlaus um að þeir samþykki það. Þá koma ýmsar aðrar þjóðir inn í þetta mál og gera það margslungið." Sighvatur Björgvins- son alþingismaður: „Verulegur árgreiningur manna á milli“ „ÉG TEL rétt á þessu stigi máisins að segja sem allra minnst um málið, en það er ljóst að allverulegur ágrein- ingur er uppi á milli manna um flesta þætti hugsanlegs samkomulags, en sá ágreiningur er þó mismikill,“ sagði Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður og fulltrúi Alþýðuflokksins í Jan Mayen-viðræðunum i samtali við Mbl. í gær. „Við höfum lagt áherzlu á tvö atriði, þ.e. fiskveiðiréttindi við Jan Mayen og hafsbotnsréttindi fyrir utan okkar efnahagslögsögu. Það má segja að ýmis atriði hafi þokast í rétta átt, sérstaklega varðandi fiskveiðarnar, en hafsbotnsmálið er að mestu órætt þar sem Norðmenn voru ekki tilbúnir til þess.“ Matthias Bjarnason alþingismaður: „Hagsmunir okkar í Græn- landsútfærslunni margfald- ir á við Jan Mayen“ „ÞAÐ er ýmislegt sem ber á milli. en því er ekki aö leyna að margt hefur þróazt í rétta átt. en þetta er viðamikið <>g flókið mál að fjalla um.“ sa>jði Matthías Bjarnason alþinRÍsmaður í samtali við Mbl. um málið en hann er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í viðræðunefndinni í Jan Mayen-deilunni. „Fyrira'tlanir Dana um útfærslu við Grænland koma beint ok óbeint inn í þessar viðræður ok þetta mál allt og væntanlej? nýting Efnahagsbanda- lags Evrópu á þeim miðum sem þar er um að ræða. í þeim málum eru hagsmunir okkar íslendinga margfaldir í útfa'rslunni við Grænland á við hagsmuni okkar Það samningsuppkast sem kom síðast til umræðu í dag braut í bága við þá sameiginlegu stefnu sem mótuð hefur verið í Jan Mayen-deilunni og einnig hina opinberu stefnu ríkisstjórnarinn- ar um það að ná samhliða samn- ingum um fiskveiðar utan efna- hagslögsögu Islands á þessu svæði og réttindum íslendinga á hafs- botninum á svæðinu. Það voru reyndar Sjálfstæðismenn sem fyrstir mörkuðu þessa stefnu með tillögum í landhelgisnefnd. Hins vegar má segja það að verulegur árangur hafi náðst í þessum viðræðum nú með því að það þokaðist í rétta átt.“ Þá fjallaði Matthías um það að á si. 5 árum eða frá 1975—1979 hefðu 3600 þúsund lestir veiðst af í Jan Mayen-deilunni. loðnu á öllu svæðinu þar sem íslenzki loðnustofninn er og þar af hefðu Islendingar veitt 3256 þús. lestir eða 90,5%, Norðmenn hefðu veitt 275 þús. lestir eða um 7,9% og Færeyingar 65,5 þús. lestir eða 1,6%. Utan 200 mílna markanna veiddu Islendingar 108 þús. lestir af loðnu við Grænland árið 1978 og 52 þús. árið 1979, en við Jan Mayen veiddu íslendingar 56 þús. lestir 1978 og 3000 lestir 1979. „Þessar veiðitölur sýna að heild- arafli íslendinga er yfir 90% og það er sá afli sem ég tel rétt að leggja til grundvallar þegar við ræðum heildarhlutfall okkar í loðnuveiðunum á komandi ári og árum.“ Hvað segja þeir um Jan Mayen- viðræð- urnar? Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. 1. Colgate MFP tluor gengur inn i glerunginn og herðir hann 2. Þess vegna verður glerungurinn sterkari. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum. Þusundir barna um viða veróld hafa um árabil verið þáttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótvirætt sannað að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannanna við hverja burstun. þannig að tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sínum. Og börnunum likar bragðiö. □ □

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.