Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 13

Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980 13 Þórður Bjarnason Hvað segja formenn vest- firzkra sjómannafélaga? MORGUNBLAÐIÐ hafði í ga>r samband við formenn verkalýðs- félaga á Vestfjörðum og spurði þá um álit á Bolungarvíkursam- komulaginu. sem gengið var end- anlega frá i gærmorgun. en þá samþykkti Útvegsmannafélag Vestfjarða samkomulagið. en síðla kvölds í fyrradag sam- þykkti stjórn og trúnaðarmanna- ráð Verkalýðs- og sjómannafé- lags Bolungarvíkur samkomu- lagið. Svör formannanna fara hér á eftir. Súgandafjörður Sveinbjörn Jónsson. formaður Súg- anda á Suðureyri, kvað erfitt að tjá sig um Bolungarvíkursamkomulagið, þar sem hann hafði ekki séð það, en aðeins heyrt af því fréttir. Hins vegar sagði hann að samkvæmt þeim fréttum, sem borizt hefðu, fyndist sér samkomulagið gefa sjómönnum lítið í aðra hönd. „Maður freistast til að halda að það hafi ekki allt komið fram, sem um var samið," sagði Sveinbjörn. Morgunblaðið spurði hann þá, hvort trúlegt væri að Súgfirðingar notuðu þetta samkom- ulag sem fordæmi. Hann svaráði: „Til þess er enginn skyldugur, en ljóst er að þetta samkomulag hefur áhrif og það verða engir stjörnu- samningar, sem gerðir verða hér vestra næstu daga. En þetta er þó ekki lokaorðið." eyri, sagði um samkomulagið: „Aldrei var því um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar.“ Álftafjörður Hálfdán Kristjánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Álft- firðinga í Súðavík, kvað alla sjómenn hafa verið é sjó í gær. „En þegar þeir koma í land, mun ég boða til fundar stjórnar og trúnaðarmannaráðs og þar verður fjallað um Bolungavíkur- samkomulagið. Mér sýnist þó að þessi niðurstaða sé mjög svipuð því sem unnt var að fá fram á Isafirði þegar í upphafi. Svo er bara að sjá, hvort menn vilja sætta sig við þetta. Alla vega má um þessa niðurstöðu segja, að þetta sé hreyfing í kjara- deilunni og það eitt er jákvætt." Arnarfjörður Halldór G. Jónsson. formaður Verkalýðsfélagsins Varnar á Bíldudal, kvað samkomulagið í Bol- ungarvík koma mönnum mjög illa „og það gerir okkur erfiðara fyrir um að ná bættum kjörum. En við sjáum hvað gerist. Þetta samkomulag er ekkert og okkur finnst við hálfpart- inn sviknir." Patreksfjörður Hjörleifur Guðmundsson, formaður Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, kvaðst ekki hafa séð samkomulagið, heldur aðeins haft af því spurnir. „Það er í raun ekkert út á það að setja og ég get fátt um það sagt,“ sagði Hjörleifur. Morgunblaðið spurði hann þá, hvort hann teldi að samkomulagið frá Boungarvík gæti orðið öðrum félögum innan ASV fordæmi. „Ég skal ekki segja, en það hlýtur að hafa áhrif á önnur félög á hvorn veginn, sem það verður. Um samkomulagið eins og ég hef af því frétt er ekkert nema gott eitt að segja, en aðstæður hér á Patreksfirði eru nokkuð aðrar. Við erum hér með báta á netum í meira mæli en þeir fyrir norðan og því yrðum við, ef við semdum á svipaðan hátt, að fá inn kafla um slíkar veiðar. Það yrði því að staðfæra samninginn við okkar aðstæður." Morgunblaðið reyndi ítrekað að ná í Hendrlk Tausen, formann Verka- lýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri við Önundarfjörð, en þangað var síma- sambandslaust í gær. Jón Sigurgeirsson Hörður Snorrason lýðs- og sjómannafélagsins á Bol- ungarvík, í samtali við blaðamann Mbl. á Bolungarvík. „Lausn var ekki sjáanleg, verkfall hefur staðið í nær 4 vikur á ísafirði. Á þessu tímabili hefur aðeins verið einn sáttanefndarfundur. Þá vísa ég til viðtals í útvarpinu á föstudag við Pétur Sigurðsson, formann ASV, og Guðmund Guðmundsson, formann Útvegsmannafélags Vest- fjarða, en báðir sögðu að þýðingar- laust væri að halda fund með sáttasemjara — af hverju spyr ég? Þá er rétt, að það komi fram um afstöðu til óskar ASV um frestun samkomulagsins, að 12 höfnuðu henni á fundi stjórnar og trúnað- armannaráðs en 1 var með. Ég held, að ekki sé ofsagt að nánast algjör samstaða var innan trúnaðarráðs- ins. Þá má það koma fram, að ég sat hjá en gerði grein fyrir afstöðu með bókun. Með vísan til þess sem ég hafði sagt, þá var ekki sýnilegt að okkar mati, að lausn væri í nánd. ég áskil mér rétt til að ræða þessi mál síðar. Ég ætla ekki að fara að kýta núna — það þjónar ekki lausn málsins í heild. Við tókum áhættu hér á Bolungarvik með því að ryðja brautina. Það getur verið að aðrir nái meiru fram, en það er áhætta, sem ávallt þarf að taka.“ Þið bökkuðuð með kröfu um aflaskiptahlut. Af hverju? „Þessi skipti eru í reynt hér á Bolungarvík. Við vildum freista að ná þeim inn í samninga, en það tókst því miður ekki. ég hef verið í þessu í 20 ár og ég veit — eins og aðirir, sem hafa staðið í verkalýðsbaráttu, að það er annað að gera kröfur en það sem menn færa að landi. Við höfum oft þurft að sæta minni feng.“ Hvað áttirðu við þegar þú sagðir í viðtali í útvarpi, að forustumenn verði að gera sér grein fyrir að fara ekki lengra en almennir félagar telja æskilegt? „Menn verða að skilja það eins og þeir vilja. En það samningamálin Fyrr um daginn var haldinn fundur með sjómönnum og það var ein- róma afstaða þeirra að gera þetta samkomulag." Hvað viltu segja um ummæli formanns ASV um að þetta sam- komulag sé skrípaleikur, og að mun betri samninga væri hægt að fá? „Mér þykir ekki tilhlýðilegt að fara í fjölmiðlastríð í sambandi við réttindabaráttu fyrir sjómenn. En er Ijóst hvað ASV hefur verið að fara í sambandi við þessa deilu — og það er jafn ljóst, að hin ýmsu félög á Vestfjörðum hafa ekki verið samstíga í afstöðu sinni til þessarar deilu. Það gilda að sumu leyti önnur viðhorf á Isafirði en úti á fjörðun- um, þar sem félögin eru blönduð — og við verðum einnig að taka tillit til þeirra félaga," sagði Karvel Pálmason að lokum. Blaðamaður Morgun- blaðsins, Hallur Halls- son, ræddi í gær við sjómenn og landverka- fólk á ísafirði og Bol- ungarvík um verkfall sjómanna á ísafirði og samningsgerðina í Bol- ungarvík. Birtast við- tölin hér í opnunni. Karvel Pálmason Dýrafjörður Friðgeir Magnússon. formaður Verkalýðsfélagsins Brynju á Þing- Áður en þú ákveöur hvaða þak þú ætlar að kaupa, skaltu hugsa aðeins lengra fram í tímann. Mörg þakefni hafa vissa veikleika og ókosti sem fyrr eða síðar mun skapa vandræði og kosta peninga. Það er ekki alltaf best að kaupa það ódýrasta, því það getur oröið það dýrasta þegar frá líður. Ef þú kynnir þér þakefnin nákvæmlega, kemstu að raun um að A/ÞAK, er varanlegt og ódýrast þegar til lengdar lætur, og mun leysa öll þakvandamál í eitt skipti fyrir öll. Sjómannafélag Isfirðinga: Smánarleg samningsgerð STJÓRN og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags tsfirðinga kom síðdegis í gær saman til fundar, vegna samkomuiagsins í Bol- ungarvík. Þar var eftirfarandi samþykkt gerð með öllum greiddum atkvæðum: „Fundur í stjórn og trúnað- armannaráði Sjómannafélags ísfirðinga lýsir furðu sinni á þeirri smánarlegu samningagerð, sem átt hefur sér stað hjá sjómönnum í Bolungarvík. Fund- urinn fordæmir þau klofnings- vinnubrögð, sem Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur hefur hér viðhaft á mjög við- kvæmu stigi samningamálanna. Það er álit fundarins, að aðgerðir þessar séu ekki til þess fallnar, að leysa samningamál sjómanna á Vestfjörðum." BOLUNGARVÍK: Til þín sem ert að hugsa um FULLKOMIÐ KERFI ..TIL SfÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7 REYKIAVlK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRI: HEIMASlMl 71400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.