Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 1980 Húseign íranskeisara seld á 800 milljónir Bushbridge. Englandi 15. apríl. AP. REZA Pahlevi. fyrrv. íranskeis- ari, hefur seit húseitjn sem hann átti í Bretlandi fyrir um það bil 800 milljónir króna. að sögn fasteignafyrirtækis og eru nú hin- ir nýju eigendur að reyna að selja húsið fyrir helmingi hærri upp- hæð. Bygging þessi er reist í byrjun aldarinnar og heitir Stile- mans. Fylgja bústaðnum 166 ekr- ur lands. I aðalbyggingunni eru fimmtán svefnherbergi og tólf baðherbergi auk salarkynna ann- arra. Auk þess er annað hús á eigninni, nokkru minna og síðar fjögur „smáhýsi“, einkaskeiðvöll- ur, flugvöliur og ýmislegt fleira. Stilemans er um 50 km suðvest- ur af London. Átök milli norskra og víetnamskra ungmenna Ósló li. apríl. Frá Jan Erik Laurie. fréttaritara Mbl. UM HELGINA slösuðust átta norsk ungmenni í hrikalegum slagsmál- um við víetnamska flóttamenn í Kristiansand. Beittu Víetnamarnir hnífum. Er þetta í fyrsta skipti sem kemur til svo heiftarlegra kyn- þáttaóeirða í Noregi. Við sögu komu 50 norsk ungmenni og 20 Víetnam- ar. Víetnamarnir munu hafa látið þau orð falla í billjardstofu, að framkoma Norðmanna við þá væri slæm. Fauk þá í Norðmennina, en síðan munu Víetnamarnir hafa gert hríð að norsku ungmennunum á strætisvagnastöð nokkru síðar. í Kristiansand búa um 130 Víet- namar, allt „bátafólk" sem var á flótta frá Víetnam og var tekið um borð í norsk skip á þeim hafsvæð- um. RAU9A FJÖÐRIN tíl hjálpar heymarskertum Söludagar: 18., 19. og 20. aprll „Grái fiöringurinn" ____________________L Kynferóisleg vandamál breyt- ingaskeiðsins í þessum þriöja þætti greinarflokks Edmond C. Hallberg um breyt- ingaskeiö karlmanna, eöa „gráa fiöringinn", er fjallaö um kynferöislíf miöaldra fólks, einkum meö tilliti til þeirrar minnimáttarkenndar, sem fer aö þjá marga karlmenn í því sambandi er þeir eru komnir af léttasta skeiöi: Almenn afstaöa til kynlífs hefur tekiö gífur- legum breytingum á síöari árum. Eflaust hef- ur umræöa um kyn- ferðismál, aukin um- ræöa um þau og aukið framboö á alls konar tölfræöilegum upplýs- ingum í því sambandi átt sinn þátt í aö rugla menn í ríminu og koma inn hjá þeim alls konar grillum. Almennar af- reksviömiöanir í íþróttum og líkamsæfingum eru viö lýði, og ástæöa er til aö ætla aö margir karlmenn setji sér hlið- stæö markmið í svefn- herberginu, en fyllist svo vanmetakennd þeg- ar þeim tekst ekki aö standast einhverjar kröfur, sem þeir hafa sett sér eftir lestur Kinsey-skýrslunnar eöa niðurstaðna skoöana- kannana, sem flæöa yfir síöur blaöa og tímarita. Við, sem nú erum á miöjum aldri, höfum tilhneigingu til að álykta í samræmi við forsendur, sem voru í gildi þegar við vorum ungir og höfðum ekki fest ráö okkar. Þá fengu menn iöulega sektarkennd af því að „fleka stúlku", en nú þykir eins sjálfsagt að hafa kynmök fyrir hjónaband eins og að „prufukeyra" bíl áður en hann er keyptur. Viöhorf okkar, sem komnir erum á þann aldur, að „grái fiðringurinn" er farinn að gera vart við sig, mótast að verulegu leyti af tveimur mótsagnakenndum forsendum. Önnur er sú, að kynlíf sé eitthvað, sem helzt eigi að forðast, en hin er sú, að kynlíf snúist ekki um annaö meira en getu karlmannsins. Er furða þótt margur maöurinn sé í vandræðum með að gera sér grein fyrir sjálfsmynd sinni þegar kynlífið er annars vegar, vita hvað hann vill og þora aö bera sig eftir því? í mörgum tilvikum getur hugarheim- ur manna meö „gráa fiðringinn" minnt á hinn klofna heim geðklof- ans og hvísl raddanna þaðan: Önnur segir: Þú átt að hafa frumkvæöiö — sýndu nú hvað þú getur. Hin: Ætlaröu virkilega að fara að misnota þér veiklyndi þessarar stúlku? Ef við reynum að gera okkur grein fyrir helztu efasemdunum, sem valda mönnum erfiðleikum í sambandi viö kynlíf, má segja að þær séu þessar: Við sitjum uppi meö sektar- kennd, oft vegna löngu liöinna atburða og hugsana. Okkur hættir til að líta svo á að ást og kynlíf séu tvö alls óskyld mál. Margir gera ráð fyrir því að ánægjulegt ástarlíf velti svo aö segja algjörlega á getu okkar. Viö erum aldir upp í dýrkun á kvenlíkamanum, og þessi dýrkun er síöur en svo á undanhaldi, því aö umhverfiö stuðlar að henni á flestum sviðum. Loks má nefna tregablandna tilfinningu, sem fyllir okkur vonleysi og leiða þegar við gerum okkur grein fyrir því hversu óraunhæf hún er, — við þráum stöðugt að vera orðnir tvítugir á ný, fullir kynorku. Sá greinarmunur, sem margir miðaldra menn gera á ást og kynlífi, verður oft til þess aö þeir fara að gera sér óþarfa grillur um sjálfa sig sem kynverur. Slíkt kom síöur að sök þegar þeir voru yngri, en nú hafa þeir fremur þörf fyrir aö sjá sjálfa sig sem eina heild og sameina þetta tvennt — ást og nána umgengni við hitt kynið. Mótsagnirnar miklu, sem áöur eru nefndar, gera það mjög oft að verkum að miöaldra menn fara á mis viö það sem þeir þrá mest — ástúö og hlýju. Þetta sjónarmið kemur vel fram hjá manni, sem viö getum kallaö Jim, þegar hann segir: „Ég hef ekki síður ánægju af kynlífi en hver annar, en nú orðið nægir það eitt mér ekki. Mig langar ekkert síöur til aö fara út að ganga meö konu og horfa meö henni á sólarlagið. í hvert skipti sem ég fer með kvenmanni í rúmið er eins og maður sé aö keppa til úrslita. Ég vil alveg eins taka það rólega — horfa á sjónvarpið og halda utan um hana — mig langar í raun og veru ekki til að vera eins og einhver járnbrautarlest.“ Annaö, sem oft veldur vand- kvæðum, er það aö mönnum hættir oft til að líta á getu sína sem mælikvarða á karlmennsku sína. Með öðrum orðum — mistakist manni í rúminu dregur hann oft þá ályktun að hann sé misheppnaöur sem karlmaöur. í uppeldi hans hefur krafan um karlmennsku 80 rithöfundum út- hlutað starfslaunum Stjórn Launasjóðs rithöfunda hefur lokið úthlutun starfslauna fyrir árið 1980. Bárust 142 umsóknir og fengu alls 80 rithöfundar starfslaun; 4 í 9 mánuði, 12 rithöfundar í 6 mánuði, 17 í 4 mánuði, 20 í 3 mánuði og 27 tveggja mánaða starfslaun. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenzkir rithöfundar og höfundar fræðirita og eru launin hin sömu og byrjunarlaun menntaskólakennara. Höfundur er hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Fjárveiting til sjóðsins á þessu ári er rúmar 114 milljónir króna. Stjórn sjóðsins, sem skipuð er af menntamálaráðherra skv. tilnefningu stjórnar Rithöf- undasambandsins til þriggja, ára, skipa: Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, Björn Teitsson rektor og Fríða Sigurðardóttir cand. mag. Nöín þeirra er hlutu starfs- laun úr lánasjóði rithöfunda árið 1980. 9 mánaða laun hlutu: Jakobína Sigurðardóttir, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarson, Svavar Jakobsdóttir. 6 mánaða laun hlutu: Ása Sólveig, Böðvar Guðmundsson, Guðbergur Bergsson, Guðmundur Steinsson, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Nína Björk Árnadóttir, Njörður P. Njarðvík, Pétur Gunnarsson, Thor Vilhjálmsson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn frá Hamri. 4ra mánaða laun hlutu: Ármann Kr. Einarsson, Birgir Sigurðsson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Gunnar M. Magnúss, Jóhannes Helgi, Jón Helgason, Jónas Árnason, Magnea Jóh. Matthíasdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Sigurður A. Magnússon, Stefán Hörður Grímsson, Steinar Sigurjónsson, Steinunn Sigurðardóttir, Vésteinn Lúðvksson, Þórarinn Eldjárn. 3ja mánaða laun hlutu: Ástgeir Ólafsson, Dagur Sigurðarson Thoroddsen, Filippía S. Kristjánsdóttir, Guðjón Sveinsson, Gunnar Benediktsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jón Óskar, Jón úr Vör, Jónas Guðmundsson, Kári Tryggvason, Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guðmundsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.