Morgunblaðið - 16.04.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980
15
gengiö í gegn eins og rauður
þráöur. Strákar gráta ekki. Þeir
leika sér meö byssur og sparka
bolta — beint í mark. Enginn tekur
til þess aö þeir láti eins og
berserkir — sjálfsagt þykir aö þeir
séu miklir fyrir sér og árásargjarn-
ir. Litlar stúlkur elga hins vegar
helzt aö vera blíöar og prúöar.
Þa má nefna dýrkun á líkama
konunnar. Umhverfið stuölar
skipulega að þessari dýrkun, en
fyrirbærinu má í stuttu máli lýsa
svo, að karlmönnum er leyfilegt aö
horfa a goðiö og dást aö því án
þess aö snerta þaö. Kynþokka-
gyöjur blasa viö á hverri blaðsíðu í
blööum og tímaritum, fagrar brúö-
ur fylla búöargluggana, í helztu
kvenhlutverkum í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum eru yfirleitt feg-
uröardísir — hin opinbera ímynd
konunnar er okkur fjarlæg og
óraunhæf. Þetta stuðlar aö því að
karlmenn líti fremur á kvenfólk
sem hluti en lifandi verur. Við erum
áhorfendur en ekki þátttakendur í
sjónleik. Afleiöingin verður sú aö
viö hugsum meö trega til þess
hvaö við vildum nú vera orðnir
tvítugir á ný. Okkur finnst við hafa
verið sviknir um eitthvað sem var
búið aö lofa okkur.
En hvað er til ráöa? Hvernig
eiga miðaldra menn, sem sakna
æsku sinnar og þrá ást og hlýju,
aö semja sig aö breyttum aðstæð-
um?
í fyrsta lagi er mikilvægt að þeir
geri sér grein fyrir því aö kynlíf er
ekki staölað fyrirbæri, allra sízt
þaö, sem lesa má um í klámblöð-
um og skoöa á kvikmyndatjaldinu.
Það er ekki athöfn, sem þjónar
fyrst og fremst líkamlegri þörf. Sá
þáttur málsins er í rauninni auka-
atriöi.
Kynmök eru fyrst og fremst
aöferö til tilfinningalegrar og gagn-
kvæmrar tjáningar tveggja ein-
staklinga. Gott kynlíf er ekki mark-
miöið meö því aö sýna annarri
manneskju ástúö og stofna til
náins sambands viö hana — en
þaö getur orðiö afleiöing slíks
sambands.
Geriö ykkur grein fyrir því aö
kyniífiö er ekki leikrit. Þiö eruö
ekki leikarar á sviöi. Þaö veröur
engin frumsýning og engin þörf er
á því aö hafa í frammi einhverja
sérstaka tilburöi. Meginmáli skiptir
aö vera maður sjálfur, og einlægni
og viljinn til að nálgast maka sinn,
gefa af sjálfum sér og veita því
viötöku, sem látiö er á móti, er þaö
sem mestu varðar.
Eins og áöur sagði er kynlífiö
ekki staðlaö fyrirbæri. Þaö er eins
fjölbreytilegt og einstaklingarnir,
sem stunda þaö. Óskir og þarfir
eru meö margvíslegum hætti, og í
þessu efni er ekki hægt að gefa
almennar leiöbeiningar í stuttu
máli. Tilbreyting getur veriö eftir-
sóknarverð og oft gerast krafta-
verk þegar fólk slítur sig úr viðjum
vanans — t.d. meö því aö fara í
helgarferö í nýtt umhverfi.
Loks skal bent á mikilvæga
staöreynd. Kynlíf er ekki bundiö
viö sérstakt aldursskeiö. Kynhvöt-
in hverfur ekki meö aldrinum. Hún
er e.t.v. ekki jafnsterk og hún var
um tvítugsaldur, en hún er ekki
síður mikilvægur þáttur í lífi sjöt-
ugs manns og hún er í lífi hinna
ungu, og þaö er engin ástæöa til
þess aö fulloröiö fólk neiti sér um
aö fullnægja þörfum sínum á
þessu sviði.
(Nœsta grein fjallar um vonbrigöi miö-
aldra manna er þeir komast aö raun um
þaö aö tekiö er aö draga úr samkeppnie-
fœrni þeirra á vinnumarkaöi).
Fögnuður þegar Dustin
Hoffmann fékk Oscarinn
Hollywood 15. apr. AP.
KVIKMYNDIN „Kramer
vs. Kramer“ var kjörin
bezta mynd ársins 1979 á
Oscarsverðlaunahátíðinni
hefðbundnu í Hollywood í
gærkvöldi, og Dustin Hoff-
mann sem fór með aðal-
hlútverkið í myndinni fékk
sömuleiðis Oscar fyrir leik
sinn. Sally Field fékk verð-
laun kvennanna fyrir þau
skil sem hún 'gerði hlut-
verki sínu í „Norma Rae“,
Melvyn Douglas, sú roskna
kempa, fékk verðlaun fyrir
beztan leik í aukahlutverki
karla í myndinni „Being
there“ og Meryl Streep fékk
sams konar verðlaun fyrir
hlutverk sitt í „Kramer vs.
Kramer". Samtals fékk sú
mynd fern verðlaun, fyrir
bezta leikstjórn og handrit,
auk þeirra tvenna sem að
ofan er getið.
Engin þessara verðlauna komu
á óvart og höfðu spádómar sjald-
an reynzt eins réttir. Næst bezta
mynd ársins var tilnefnd „All
that Jazz“ og fékk hún einnig fern
verðlaun.
Þessi afhending fór að venju
fram með pomp og prakt og að
við- stöddum kvikmyndastjörnum
og ríkisfólki í kvikmyndaiðnaðin-
um. Þegar tilkynnt var að Dustin
Hoffmann hefði fengið verðlaunin
fyrir Kramer ætlaði allt um koll
að keyra af fögnuði. Þegar þeim
linnti og Dustin fékk orðið og
þakkaði fyrir sig kvaðst hann og
vilja nota tækifærið til að þakka
foreldrum sínum fyrir að hafa
ekki notað getnaðarverjur í denn
tíð og hló þá allur skarinn svo að
undir tók. Auk hefðbundinna
verðlauna voru veitt sex sérstök
heiðursverðlaun og fengu þau
m.a. Alec Guinnes fyrir merkt og
ómetanlegt framlag í þágu kvik-
mynda, Ray Stark leikstjóri og
Robert S. Benjamin.
ERLENT
Oddur Björnsson,
Sigurður Pálsson,
Steingerður Guðmundsdóttir,
Sveinbjörn I. Baldvinsson,
Tryggvi Emilsson,
Þórir S. Guðbergsson,
Þorsteinn Antonsson,
Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
2ja mánaða laun hlutu:
Agnar Þórðarson,
Andrés Indriðason,
Anton Helgi Jónsson,
Árni J. Bergmann,
Ásgeir Jakobsson,
Auður Haralds,
Baldur Óskarsson,
Bergsveinn Skúlason,
Egill Egilsson,
Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli,
Einar Laxness,
Gunnar Dal,
Gunnar Gunnarsson,
Gylfi Gröndal,
Heiðrekur Guðmundsson,
Hjörtur Pálsson,
Indriði Úlfsson,
Jón frá Pálmholti,
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi,
Málfríður Einarsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Ólafur Ormsson,
Valdís Óskarsdóttir,
Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þór Whitehead,
Þröstur J. Karlsson,
Örn Bjarnason.
Þetta gerðist 16. apríl
1979 — Árás arabískra hryðju-
verkamanna á flugstöðina í Brúss-
el.
1976 — Ný áætlun um takmörkun
barneigna kunngerð á Indlandi.
1972 — Geimförunum í Apollo 16
skotið til tunglsins.
1970 — Skriða fellur á barna-
heilsuhæli í Sallanches, Frakk-
landi, og 72 biðu bana.
1964 — Joshua Nkomo settur í
varðhald í Suður-Rhódesíu.
1948 — Efnahags- og framfara-
stofnun Evrópu, OECD, stofnuð.
1947 — Rúmlega 500 fórust í
eldsvoða og sprengingum í Texas
City, Texas, eftir nítrat-spreng-
ingu.
1942 — Indverjar hafna tillögum
Breta um sjálfstjórn.
1938 — Bretar viðurkenna yfirráð
ítala í Eþíópíu með samningi og
ítalir lofa að flytja herlið sitt frá
Spáni.
1917 — Lenín snýr aftur til
Rússlands eftir margra ára útlegð.
1913 — Tyrkir semja vopnahlé við
Búlgara.
1912 — Kona flýgur í fyrsta sinn
yfir Ermarsund (Harriet Quimby)
— „Daily Herald“ hefur göngu
sína í London.
1883 — Paul Kruger verður for-
seti í Transvaal.
1862 — Napoleon III segir Juraez
Mexíkóleiðtoga stríð á hendur.
1855 — Parísar-yfirlýsingin und-
irrituð.
1804 — Ófriður hefst milli Brezka
Austur-Indíufélagsins og Bolkar
af Indore á Indlandi.
1746 — Orrusta Jakobíta við
Breta við Culloden (síðasta orr-
usta háð í Bretlandi).
1512 — Marteinn Lúther kemur
til Worms-þingsins til að svara
gagnrýni rómversk-kaþólsku
kirkjunnar.
Afmæli. Anatole France, franskur
rithöfundur (1844—1924) —
Charles Chaplin, brezkættaður
leikari (1889-1977) - Margrét
Danadrottning (1940— ).
Andlát. 1828 Francisco de Goya,
listmálari — Alexis de Tocquev-
ille, rithöfundur.
Innlent. 1915 „Gullfoss" fyrsta
skip Eimskipafélagsins, kemur —
1116 d. Magnús Eyjajarl — 1331 d.
Laurencius bp Kálfsson — 1875
Jón Sigurðsson kosinn á þing í
Isafjarðarsýslu í síðasta sinn —
1889 Hallgrímur Sveinsson
skipaður biskup — 1859 d. dr. Jón
Þorkelsson — 1887 f. Guðjón
Samúelsson — 1940 Hætt að
útvarpa veðurfregnum — 1954
AA-samtökin stofnuð — 1962 d.
Magnús Kjaran.
Orð dagsins. í ríki hinna blindu er
sá eineygði konungur — Skozkur
málsháttur.
SIGURVEGARARNIR — Lcikkonan Sally Field sem fékk Oscars-
verðlaun fyrir bezta ieik leikkonu í kvikmyndinni „Norma Rue“ og
leikarinn Dustin Hoffman sem hlaut verðlaunin fyrir beztan leik í
karlhlutverki í kvikmýndinni „Kramer vs. Kramer“.
Mailer f ékk af tur
Pulitzerverðlaun
New York 15. apr. AP.
„THE Executioners Song“, bók
Normans Mailers um líf og af-
töku morðingjans Gary Gilmore,
hiaut bandarísku Pulitzerverð-
launin í dag. Bókin hefur fengið
lof gagnrýnenda, en vakið mikið
umtal og deilur, sem meðal ann-
ars spretta af þvi að Mailer tclur
hér vera um skáldverk að ræða
þó svo að við sögu komi persónur
úr virkileikanum. Mailer hlaut
Pulitzerverðlaunin áður 1969
fyrir „Armies of the Night“.
Landford Wilson fékk leikrita-
verðlaunin fyrir „Talleys Folly“
sem var frumsýnt í maí sl. og
tekið til sýninga á Broadway nú í
febrúar.
Meðal annarra verka sem til
greina komu til verðlauna voru
„The Ghost Writer" eftir Philip
Roth og „Birdy“ eftir William
Wharton. Þá fékk „The Phila-
delphia Inquirer" sjöttu Pulitzer-
verðlaunin fyrir almenna staðar-
fréttamennsku og Boston Globe
fékk þrenn verðlaun, ar á meðal
fyrir fréttaskýringar og gagnrýni.
Bandarísku blaðamennirnir Bette
Swenson og Charles Stafford
fengu verðlaunin fyrir sérunnin
rannsóknarverkefni og fyrir erlend
fréttaskrif og greinar fékk verð-
launin Joel Brinkley og Jay Math-
er fyrir ljósmyndir og var einkum
tiltekin frábær vinna þeirra um
Kambódíu. Robert Bartley, við
Wall Street Journal, fékk Pulitzer-
verðlaunin fyrir leiðaraskrif.
Norman Mailer
Veður
Akureyri 11 skýjaó
Amsterdam 22 heióríkt
Aþena 20 heióríkt
Barcelona 17 skýjaó
Berlín 22 heiöríkt
BrUssel 19 heióríkt
Chicago 1 skýjaó
Oenpasar 32 skýjaó
Dublin 8 rigning
Feneyjar 14 þokumóóa
Frankfurt 21 heiðrikt
Genf 14 skýjaó
Helsinki 10 heióríkt
Hong Kong 21 heióríkt
Jerúsafem 15 rigning
Jóhannesarborg 22 heiörikt
Kaupmannahöfn 16 heiðríkt
Las Palmas 19 alskýjaó
Lissabon 13 rigning
London 21 heióríkt
Los Angeles 27 heióríkt
Madrid 13 heióríkt
Mallorca 16 skýjaö
Malaga 19 léttskýjað
Mexicoborg 26 heiöríkt
Miami 28 skýjaó
Moskva 4 skýjað
Nýja Delhi 37 heiðríkt
New York 10 skýjað
Ósló 13 heiörikt
París 21 skýjaö
Reykjavík 8 alskýjað
Rio de Janeiro 33 skýjaó
Rómaborg 16 skýjaö
San Francisco 16 heiðríkt
Stokkhólmur 17 heiórikt
Sydney 25 heiórfkt
Tel Aviv 20 rigning
Tókýó 10 skýjaó
Vancouver 14 rigning
Vtnarborg 17 heióríkt