Morgunblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980
17
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakið.
Sjö punktar
Jónasar
ár
Aráðstefnu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir
skömmu gerði Jónas H. Haralz bankastjóri grein fyrir
þeim úrræðum sem hann telur haldbest gegn verðbólgunni nú
um stundir. Viðhorf Jónasar voru rakin í Morgunblaðinu
síðastliðinn laugardag. Þar kemur fram sú skoðun, að við
mótun efnahagsstefnunnar eigi að hverfa frá beinum aðgerð-
Jim gegn verðbólgunni, að minnsta kosti um stundarsakir. Þess
í stað skuli stefnt að aðlögun að verðbólgunni og í því efni ætti
fyrst og fremst að leitast við að ná hagvexti þrátt fyrir
verðbólguna og leggja jafnframt grunninn að samdrætti
hennar.
Jónas H. Haralz nefndi sjö atriði, sem leggja bæri áherslu á
til að ná þessu markmiði. Þau verða ekki rakin í heild hér en
nefnd nokkur lykilatriði: 1) Vaxtakjör verði á sem skemmstum
tíma samræmd verðbólgunni. 2) Þegar í stað verði afnumin öll
verðlagsákvæði fyrir utan þau, sem mæla gegn einokun.
Ríkisstjórnin láti kjarasamninga afskiptalausa og móti ekki
kjarastefnu til dæmis varðandi fiskverð. 3) Hætt verði að láta
gengið fljóta og krónan verði þess í stað tengd einhverjum
erlendum gjaldmiðli, þannig að utanaðkomandi hömlur verði
viðurkenndar að nýju. Hömlum verði haldið á erlendum
lántökum. 4) Seðlabankinn móti og framfylgi í samvinnu við
viðskiptabankana stefnu í peningamálum til að halda
aukningu peningamagns innan hæfilegra marka. 5) Jöfnuður
verði í ríkisfjármálum og útgjöld og skattheimta ríkisins
takmörkuð. Viðskiptaleg viðhorf og fjárhagsleg ábyrgð ráði við
mat á opinberri þjónustu og framkvæmdum. 6) Orkufram-
leiðsla verði eindregið aukin og nýjum orkufrekum iðnfyrir-
tækjum komið á fót um leið og þau verði stækkuð, sem fyrir
eru. Viðurkennd verði á þessu sviði nauðsyn samvinnu við
erlenda aðila á viðunandi grundvelli. 7) Átak verði gert til að
auka framleiðni í öllum greinum íslensks iðnaðar með auknum
rannsóknum, ráðgjöf og lánveitingum. Til þessa verði
fyrirtækjum skapaðar heilbrigðar ytri aðstæður og samvinnu-
andi látinn ríkja innan þeirra.
Menn þurfa ekki að hafa fylgst vel með störfum núverandi
ríkisstjórnar til að átta sig á því, að ofangreind atriði stangast
að verulegu leyti á við þá handahófskenndu efnahagsstefnu,
sem hún hefur mótað. Raunar virðist ríkisstjórnin láta sér
nægja að stjórna frá degi til dags, til dæmis hefur hún ekki
enn gert sér neina grein fyrir því, hvaða afleiðingar síðustu
ráðstafanir hennar hafa á kjaramálin. Afskiptaleysi af þeim
málaflokki er ekki fólgið í því, að ríkisvaldið beiti sér fyrir
ráðstöfunum, sem ganga þvert á hugmyndir aðila vinnumark-
aðarins um lausn aðsteðjandi vanda.
I erindi sínu nefndi Jónas H. Haralz nokkrar forsendur þess,
að unnt yrði að móta skynsamlega stefnu í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Umbætur væru nauðsynlegar á vinnumarkaðnum
og breytingar á kerfi launasamninga og gerð þeirra. Þá væri
nauðsynlegt að breyta kosningalögum og kjördæmaskipan
þannig að jafnrétti kjósenda væri tryggt. Um langan tíma
hefur verið rætt um bæði þessi atriði án þess að nokkur
niðurstaða hafi fengist. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað
öllum breytingum á vinnulöggjöfinni, síðán embætti ríkis-
sáttasemjara var stofnað. Og svo virðist nú sem miðstýring
hreyfingarinnar sé tekin að molna. Þá hafa stjórnmálaflokk-
arnir ekki getað sameinast um nauðsynlegar breytingar á þeim
reglum, sem gilda um kosningu manna á Alþingi. Er misréttið
í því efni orðið svo hróplegt, að furöulegt er, hve lengi er
látið þar við sitja.
Eins og eðlilegt er gætir orðið þreytu í umræðum manna um
verðbólguna og afleiðingar hennar. Þetta á ekki síst rætur að
rekja til þess, að menn sjá, að þeir, sem með völdin fara, segja
eitt og framkvæma annað. Ráðherrar segjast andvígir
gengislækkun og framkvæma hana síðan í sömu andránni.
Boðuð er niðurtalning verðlags um leið og hraðinn á
verðbólguskrúfunni er aukinn. Hins vegar má ekki við svo búið
standa, vilji menn bæta lífskjörin í stað þess að láta
þjóðartekjur minnka eins og nú er. Jónas H. Haralz hefur sett
fram hugmyndir, sem ættu að geta orðið hvati að endurnýjaðri
baráttu þeirra, sem vilja ekki berast með straumnum heldur
takast á við þann vanda að gera lífvænlegt að búa á íslandi.
Helgi Hálfdanarson
Sá er tilgangur málræktar að
gera orð tungunnar og sambönd
þeirra að sem greiðastri brú frá
einum mannshuga til annars,
gera talað og ritað mál að sem
nákvæmustum miðli þeirra er-
inda, sem við eigum hvert við
annað.
Til þess að málið megi sem
bezt gegna því hlutverki, er
einkum tvennt mikilvægt: ann-
ars vegar sem mest fjölbreytni
orðaforðans, og hins vegar
traust varðveizla merkinganna.
Því fjölskrúðugri sem orðaforð-
inn er, þeim mun blæbrigðarík-
ari hugsun getur hann túlkað.
En því aðeins er orðum trúandi
fyrir tiltekinni hugsun, að
merking þeirra sé ekki á reiki,
breytileg frá einum einstaklingi
til annars eða frá einni kynslóð
til annarrar.
Um orðaforðann er tvennt sem
öðru fremur skiptir máli: að
leita sífellt nýrra fanga á hverri
tíð með nýyrðum og tökuorðum,
sem hæft geta nýjum viðfangs-
efnum; og svo að gæta þess, að
hin mikla auðlegð tungunnar
varðveitist sem bezt og haldi
gildi sínu í verki, en lokist ekki
inni í skúmaskotum gleymdra
daga, og týnist; kosta kapps um
að sem mest af forða málsins sé
jafnan á takteinum.
Þegar hugað er að þeim þætti
málverndar, sem að sjálfum
orðaforðanum lýtur, blasir við
ein hróplegasta gloppan í ís-
lenzkri menningu, að ekki skuli
vpra til íslenzk samheitabók. Sá
skortur tekur drjúgan hluta
málsins úr umferð, sviptir flesta
íslendinga sýn yfir það kosta-
land tungunnar, sem þeir tóku í
arf, rænir þá nytjum þess og
hagsæld. Ekki er ég í vafa um
það, að samheitabók myndi stór-
bæta málbragð og stíl flestra
þeirra sem á íslenzku mæla, gera
tungutak þeirra í senn litríkara
og markvísara. Engin þjóð þyk-
ist menn með mönnum nema
eiga á tungu sinni samheitabók;
að undan skildum íslendingum.
Stundum þykir okkur lítið koma
til málræktar frændþjóðanna á
Norðurlöndum; en þær eiga sér
samheitabækur, jafnvel margar.
Auðvitað verður að bjargast
eins og bezt gengur, þar til úr
rætist. Við eigum þó alltjent
Sigfúsar-orðabók, og hún er ein
okkar dýrmætasta þjóðareign.
Nytsemd hennar verður ekki
metin á neina stiku. Samt get ég
aldrei minnzt svo á orðabækur,
að ég þurfi ekki að lofsyngja
eina litla bók, sem þó er stærri
en hún sýnist. En það er danska
orðabókin hans Freysteins
Gunnarssoar, sú gamla, sem
kom út 1926. Kostir þeirrar
bókar eru einkum í því fólgnir,
hvað Freysteinn kunni vel ís-
lenzku, og hafði gaman af orð-
um. Fyrir bragðið er þetta sú
orðabók, sem mun ganga næst
því að vera nothæf sem e.k.
íslenzk samheitabpk, svo langt
sem hún nær. Það er eitt með
öðru til marks um ræfildóm
Islendinga, að þessi ágæta bók er
ófáanleg á eðlilegum markaði.
Ekki má gleyma orðabók Árna
Böðvarssonar (Orðabók Menn-
ingarsjóðs). En hún hefur ekki
sízt það sér til ágætis umfram
Sigfúsar-bók, hversu margt er
þar að finna af orðum, sem ella
þyrfti að leita uppi í svo kölluð-
um „fornmáls“-orðabókum. Sigfús
heldur sig, sem kunnugt er, á
síðari öldum, svo að mikill sægur
orða frá fyrri tíð hefur lent þar
utan garðs. Sá er annar kostur
Árna-bókar, hve þar er mikið af
orðum sem yngri eru í máli en
Sigfúsar-bók, þótt um það megi
deila, hvort nógu glögg skil séu
gerð milli tökuorða og slettna.
Þegar kvartað er undan að-
gerðaleysi í menningarmálum,
er einatt skammt í þann ves-
aldar-söng, að ekki sé grænn
eyrir í sparibauknum. Stundum
virðist örbirgðin jafnvel kær-
komin afsökun fyrir slóðaskap.
Nú er það kunnara en frá þurfi
að segja, að þau mætu hjón
Margrét og Þórbergur gáfu á
sínum tíma rausnarlega fjár-
fúlgu gagngert til þess að kosta
gerð íslenzkrar samheitabókar.
Þá var ekki lengur hægt að berja
við auraleysi; lausn þessarar
brýnu þarfar virtist á næsta
leiti. Þó fór svo, að ýmsum þóttu
framkvæmdir dragast um of á
langinn; en sem betur fór hafði
gjöfinni góðu verið komið fyrir í
fasteign, svo að hún yrði ekki
verðbólgunni að bráð, þótt
verkið kynni að tefjast.
En þar kom, að ráðinn var til
starfs ágætur fræðimaður, Svav-
ar Sigmundsson cand. mag. Því
miður var honum þó ekki gert
kleift að sinna þessu verki
óskiptur, heldur varð hann að
vinna það í hjáverkum samhliða
aðalstarfi sem sendikennari í
Kaupmannahöfn. Þó að eitthvað
hafi honum áskotnazt af hjálp-
arvinnu síðustu tvö árin eða svo,
hefur þessi ráðstöfun að sjálf-
sögðu orðið til að seinka útkomu
bókarinnar meira en æskilegt er;
og ekki væri höfundi hennar
láandi, þótt hann hefði af þeim
sökum reist henni þrengri skorð-
ur en ella hefði orðið.
í nýkomnu hefti Skímu, mál-
gagns móðurmálskennara, gerir
Svavar grein fyrir starfi sínu að
samheitabókinni. Þar kveðst
hann hafa farið yfir Orðabók
Menningarsjóðs, tekið upp sam-
heiti og gert millivísanir. Síðan
segir hann:
„Við söfnunina úr Orðabók
Menningarsjóðs hef ég að mestu
sleppt fornyrðum og orðum úr
skáldamáli og hef ég þar að
mestu farið eftir merkingum
orðabókarinnar sjálfrar en hún
auðkennir slík orð. Ég hef þó
tekið með algengustu heiti úr
skáldamáli sem enn eru til í
málinu, t.d. fák og jó, en auðvit-
að er álitamál hvað ber að taka
af þessháttar orðum. En sam-
heitaorðabókin á að vera orða-
bók yfir íslenskt nútímamál,
ekki söguleg samheitabók.“
Síðan segist Svavar hafa tekið
til við orðabók Freysteins og fer
um hana maklegum lofsorðum.
Enn fremur hefur hann unnið úr
samheitasafni Björns heitins
Franzsonar, sem mér er kunnugt
um að er bæði mikið og gott.
Grein Svavars fylgir sýnishorn
af uppkasti bókarinnar. Tekið er
fram, að sú gerð sé ekki endan-
leg; og ekki verður heldur ráðið
af svo litlu sýnishorni allt sem
máli skiptir um not bókarinnar.
En vart verður annað séð en þar
sé prýðilega að verki staðið.
Sigfús Blöndal er furðu frakk-
ur að merkja orð „úrelt“, jafnvel
orð sem greinilega eru mjög
þarfleg í nútímamáli. Þar tel ég
merkingar Árna Böðvarssonar
miklu réttmætari, þó að stund-
um virðist mér hann láta Sigfús
óþarflega miklu ráða. Það væri
að vísu skrýtin samheitabók,
sem dæmdi orðið „fákur“ í út-
legð fyrir þá sök að hafa þjónað
skáldum. Ætli skáldamál sé ekki
íslenzka? Og svo þýðir fákur
fleira en hestur. Flest orð, sem
orðabækur merkja „úrelt“ eða
„skáldamál" eiga einmitt sér-
stakt erindi í samheitabók. Að
sjálfsögðu yrðu þau ætíð notuð
með allri gát, og vel mættu þau,
einnig þar, vera auðkennd á
þann veg sem glöggvaði tak-
markað notagildi þeirra. En
dauð eða úrelt íslenzk orð eru
ekki til. íslenzk orð deyja ekki,
þó að þau falli úr notkun að
meira eða minna leyti. Þau geta
einungis fengið annað notagildi,
nýtt hlutverk í stíl.
Ef íslenzk samheitabók á að
rísa undir nafni og vera meira en
smávegis málamyndaverk, sem
lítið gagn yrði. að, þá skiptir öllu
máli að þar séu saman komin
sem flést orð frá öllum tímum
íslenzkrar sögu. Sá á einmitt að
vera megintilgangur slíkrar bók-
ar að forða málinu frá þeirri
tæringu, að orð þessi lendi unn-
vörpum utan gátta og liggi þar
gleymd og ónotuð þangað til
einhver dægurspekingur dæmir
þau dauð og ónothæf. Hún á
einnig að blása lífi í margt af
ágætum orðum, sem um skeið
hafa sofið Þyrnirósar-svefni og
beðið þess að verða vakin til
starfa að nýju. Til samheitabók-
ar eiga menn ekki sízt það erindi
að sækja útfyrir þau mið máls-
ins sem mest er róið á, til þess að
leita uppi orð eða orðasambönd
sem bezt hæfa tiltekinni ná-
kvæmni, ýmist vegna beinnar
merkingár eða stílgildis, hug-
myndatengsla eða orðahljóms.
Um stærð bókarinnar segir
Svavar, að stefnt sé að 25 arka
bók eða svo. Þetta þykja mér
skuggaleg tíðindi. Það verð ég að
segja, að mér er óskiljanlegt
hvernig íslenzk samheitabók á
að komast af með 25 arkir, ef
hún á að verða barn í brók. Er
svo að skilja, að fjárveiting til
þessa þjóðþrifaverks, önnur en
gjöfin, sé alls engin eða skorin
svo við nögl, að árangur verði
miklu rýrari en skyldi? Auðvitað
er gert ráð fyrir endurskoðun
bókarinnar eftir fyrstu útgáfu.
En um bók af þessu tagi er afar
mikilvægt að unnt sé að komast
sem lengst í fyrstu lotu. Enda er
hætt við, að niðurskurður efnis
verði einmitt þar sem sízt skyldi.
I grein Svavars segir: „I sam-
heitaorðabókinni verður ekki
sneitt hjá erlendum tökuorðum
..." Þó ekki væri! En á öðrum
stað segir: „... hef ég lagt
áherslu á að bókin sýni venjulegt
nútímamál eins og það tíðkast í
riti núna. Ekki verður þó komist
hjá að taka eitthvað af orðum
sem höfundar seinni tíma hafa
notað og eru lifandi í bókmennt-
um þó að dagblaðalesendur rek-
ist sjaldan á þau.“ Ég vona að
guð gefi, að ég misskilji það sem
hér var sagt, því ef ég skil það
rétt, er ég-hræddur um að gildi
bókarinnar verði minna en boð-
legt geti talizt. Enn segir:
„Nýyrði verða tekin með ef þau
hafa verið notuð síðustu ár eða
áratugi af almenningi en ekki
þau sem minni útbreiðslu hafa
fengið þó að þau standi í nýyrða-
söfnum." Ég verð að játa, að
einnig þessi orð las ég með
nokkrum ugg, sem ég vona í
lengstu lög að sé ástæðulaus.
Það væri hrapallegt slys, ef
verki þessu yrði spillt með ná-
nasarskap í fjármálum. Þegar til
starfs hefur fengizt áhugasamur
fræðimaður, sem sýnir að hann
hefur til þess bæði kunnáttu og
vandvirkni að leysa verkið vel af
hendi, þá ætti að þykja skylt að
sjá honum fyrir fé og vinnu-
krafti, svo sem til þarf, að
árangur verði sem beztur. Til
þess er ekki sjálfsagt að þurr-
ausa^ í fyrstu atrennnu sjóð
"Margrétar og Þórbergs; þar
mættu fleiri lindir saman renna.
Fáir horfa í opinberan styrk á
hverju ári til listasafns, þjóð-
leikhúss eða simfóníusveitar.
Allir viðurkenna menningargildi
þessara stofnana. En skyldi ekki
vera sá menningarauki að ís-
lenzkri samheitabók, að hægt sé
að sjá af nokkrum milljónum í
fáein ár til þess að hún geti orðið
sem nytsömust? Kannski væri
fávísleg bjartsýni að vænta góðs
af því fjárveitingarvaldi sem
lætur sér sæma að svelta
Islenzka málnefnd til bana.
Þó skulu engar hrakspár uppi
hafðar að óreyndu. Og ég lýk
þessum orðum með því að óska
Svavari Sigmundssyni til ham-
ingju með verk sitt, sem ég vona
að hvorki þurfi að valda honum
sjálfum né öðrum vonbrigðum
fyrir sinnuleysi á hærri stöðum.
Samheitabók
Nefndarálit sjálfstæðismanna um skattamál — fyrri hluti:
Skæðadrífa nýrra og hækkaðra
skatta hefur dunið yfir þjóðina
Hér fer á eftir fyrri hluti nefndarálits þingmanna
Sjálfstæðisflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar um skattamál, sem lagt var fram á Alþingi í
gær. í nefndaráliti þessu er gerð grein fyrir tillögum
sjálfstæðismanna um skattstiga, sem Morgunblaðið
skýrði frá í gær:
Frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 40
18. maí 1978, um tekjuskatt og
eignarskatt, á þskj. 219, er þáttur
í stórfelldum auknum skattaálög-
um sem rikisstjórnin og sá þing-
meirihluti, sem hana styður,
standa að. Frv. gerir ráð fyrir að
innheimta í ríkissjóð allan þann
skattauka í tekju- og eignar-
skatti, sem vinstri stjórnin lagði
á sem afturvirka skatta haustið
1978. Því til viðbótar munu þær
tillögur frá 1. minni hluta fjár-
hags- og viðskiptanefndar, sem
fluttar eru á þskj. 309, auka enn
tekjuskatta einstaklinga um 2—3
milljarða kr. frá því sem fjárlög
gerðu ráð fyrir, en forsenda
tekjuáætlunar fjárlaga var sú, að
vinstri stjórnarskattarnir skiluðu
sér í ríkissjóð. í tekjuáætlun
fjárlaga er miðað við að álagður
tekjuskattur á einstaklinga nemi
43.500 millj. kr. Var þá gert ráð
fyrir að meðaltekjur hækkuðu
milli áranna 1978 og 1979 um
45%. Nýjustu upplýsingar Þjóð-
hagsstofnunar benda til þess, að
tekjubreytingin verði 47—48%
(sjá fskj. 1). Skattstigatillögur 1.
minni hl. fjárhags- og viðskipta-
nefndar hafa því í för með sér
45.500—46.500 millj. kr., tekju-
skattsálögur á einstaklinga í ár,
þ.e. framangreinda skattahækk-
un.
Mikil skæðadrífa nýrra og
hækkaðra skatta hefur dunið yfir
þjóðina að undanförnu. Nú er svo
komið, að heildarskattheimta
ríkis og sveitarfélaga þyngist á
yfirstandandi ári um 54 milljarða
vegna aðgerða núverandi ríkis-
stjórnar og fyrri vinstri stjórnar.
Þessi aukna skattbyrði nemur
hvorki meira né minna en 1.300
þús. kr. á hverja fimm manna
fjölskyldu í landinu. Þetta fé
hefðu heimilin handbært í ár ef
sömu álagningarreglur skatta til
ríkis og sveitarfélaga giltu eins
og 1978, áður en vinstri stjórnin
tók þá við völdum, þ.e. þegar
sjálfstæðismenn réðu síðast
ríkisfjármálunum.
Hækkun
beinna skatta
Af þessari skattahækkun af
völdum þessara tveggja ríkis-
stjórna hækka beinir skattar um
25 milljarða kr. frá því sem verið
hefði, ef sama hlutfall tekna
gengi til greiðslu þeirra og á
árinu 1978. Tekju- og eignar-
skattar, sjúkratryggingagjald,
útsvör og fasteignaskattar námu
árið 1978 11.6% af brúttótekjum
skattgreiðenda. Hér er átt við
venjulega álagningu það ár áður
en afturvirku sköttunum var
bætt við. Þessir skattar eru að
mati Þjóðhagsstofnunar í ár
14.2% af brúttótekjum yfirstand-
andi árs (sjá þskj. II). I þeirri
áætlun er einungis gert ráð fyrir
að tekju- og eignarskattar verði í
samræmi við tekjuáætlun fjár-
lagafrumvarps, en ekki 2—3
milljörðum hærri, og að heimild
til 10% hækkunar útsvars verði
aðeins nýtt að hálfu. Raunsærra
er því að gera ráð fyrir að þetta
hlutfall verði í raun 14.6—14.8%.
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað
brúttótekjur framteljenda 820
milljarða króna 1980 (miðað við
47% tekjubreytingu milli áranna
1978 og 1979). Beinir skattar, sem
greiddust af þessum 820 milljörð-
um (þ.e. í tekju- og eignarskatt,
útsvar, sjúkratryggingagjald og
fasteignaskatta), yrðu þá 11.6%
af 820 milljörðum miðað við
álagningarreglur 1978 og 14.7%
1980 eða:
Skattar í ár miðað við mismun-
andi álagningarreglur:
1978 1979
11.6% brúttó- 14.7% brúttó- Skatta-
tekna m.kr. tekna m.kr. hækkun m.kr.
95.000 120.000 25.000
Með sama skatthlutfalli og
1978 hefðu borgararnir greitt 95
milljarða í beina skatta á þessu
ári, en greiða nú nálægt 120
milljörðum skv. tillögum 1. minni
hl. fjárhags- og viðskiptanefndar
um tekju- og eignarskatta, sem
hér liggja fyrir, og aukinni heim-
ild til álagningar útsvara svo og
gildandi lögum um sjúkratrygg-
ingagjald og fasteignaskatta.
Hækkun
óbeinna skatta
Óbeinir skattar í ár verða 31
milljarði króna þyngri vegna
ákvarðana núv. ríkisstjórnar og
vinstri stjórnarinnar síðan ha-
ustið 1978.
Þessi aukaskattreikningur ób-
einna skatta sundurliðast þannig:
1. Hækkun söluskatts (í
fyrrahaust) um 2% . . .10.300
2. Hækkun vörugjalds
(sama tíma) um 6% . . . 7.715
3. Gjald á ferðalög til
útlanda ..............1.700
4. Nýbyggingagjald 250
5. Skattur á verslunar-
húsnæði...............1.700
6. Aðlögunargjald.......1.840
7. Hækkun verðjöfnunar-
gjalds af raforku 1.220
8. Skattahækkun á
bensín umfram
verðlagshækkanir . . . .10.100
9. Nýtt „orku-
jöfnunargjald" sem er í
raun 1.5% söluskattur . 6.000
10. Markaðar tekjur auknar
í ríkissjóð.............4.714
45.539
Frá dregst niðurfelling
söluskatts af matvörum
og tollalækkun..........14.500
31.039
Framangreindar tölur er að
finna í fjárlögum og sumpart
reiknað skv. upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun, sem stuðst er
við. Hækkun söluskatts og vöru-
gjalds, sem ákveðin var í fyrra-
haust af vinstri stjórninni, leggur
í ár 18 milljarða skattaálögur á
þjóðina, en í fyrra voru þessar
skattahækkanir 2.7 milljarðar,
vegna þess hversu seint hækkun-
in kom til framkvæmda á árinu.
Gjald á ferðalögum til útlanda,
nýbyggingagjald, skattur á versl-
unarhúsnæði og aðlögunargjald
eru allt nýir skattar sem fyrst
voru lagðir á af vinstri stjórn-
inni. „Orkujöfnunargjald", sem
er í raun almenn hækkun sölu-
skatts, er uppfinning núv. ríkis-
stjórnar og leggur nýja skatt-
byrði á sem nemur 6 milljörðum í
ár, en á 12 mánuðum tæpum 8
milljörðum.
Skattaálögur á bensín hafa
þrefaldast að krónutölu síðan
1978, og er nú svo komið að
hvergi í veröldinni eru meiri
skattar á rekstur og stofnkostnað
bifreiða en á íslandi. Samtímis
hafa bein framlög úr ríkissjóði til
vegaframkvæmda verið skorin
niður og verða 2 milljörðum
minni að raungildi en 1978 og
skattar á bensín renna í æ ríkara
mæli í ríkissjóð. Rúmlega helm-
ingur (51%) skatttekna af
bensíni gekk til vegafram-
kvæmda árið 1978, en svk. fjár-
lögum 1980 fara einungis 38% af
bensínsköttunum í Vegasjóð.
Ef saman er borin skattlagning
á bensín 1978 og skv. fjárlögum
1980 er samanburðurinn þannig:
1978 1980
M.kr. M.kr.
Bensínftjald til vega 4.626 51% 11.000 38%
Tollur or söluskattur 4.445 49%. 18.000 62%
9.071 29.000
Hækkunin er tæpir 20 millj-
arðar eða 221%. Hér er um
hækkun að ræða sem er 10.1
milljarði umfram verðlagshækk-
anir, því byggingarvísitala er
áætluð hækka um rúmlega 108%
frá miðju ári 1978 og fram á mitt
ár 1980. Ástæðan fyrir þessum
gegndarlausu skattaálögum er
sú, að innflutningsverð á bensíni
hefur stórhækkað vegna orku-
kreppunnar. Hvergi hefur þó ver-
ið slakað á álagningu söluskatts
og tolla sem bætast ofan á þessa
verðhækkun, heldur þvert á móti
hækkað hlutfall lagt á.
Verð á bensínlítra hækkaði í
dag um 60 kr. Þar af renna 42 kr.
í ríkissjóð og er bensíngjald þó
ekki nema rúmlega 20 kr. af því.
Eftir þessa hækkun sundurliðast
verð á bensíni þannig:
Bensíngjald í vegasjóö . . 91.36 kr. af lítra
Söluskattur og toliur .. .156.14 kr. af lítra
Til olíufélaganna....182.50 kr. af lítra
Samt. 430.00 kr.
Til ríkisins ganga 247.50 af
verði bensínlítra eða 57.6%, en
21.2% af verðinu fara til vega-
framkvæmda.
Öllum sæmilega viti bornum
mönnum hlýtur að skiljast, að
hér er stefnt út í algjöra ófæru.
Eitt arðbærasta félagslega verk-
efni, sem bíður úrlausnar með
þjóðinni, er gerð varanlegra vega.
Bundið olíumalarslitlag með 1000
bíla ársumferð er 6—7 ár að
borga sig í sparnaði á viðhaldi
vegarins. Slíkt slitlag sparar
einnig:
21% af eldsneytiskostnaði,
170% í viðhaldi hjólbarða,
45% í viðhaldi bifreiða.
Meðaltalsslit bifreiða er talið
63% meira á malarvegi en vegi
með bundið slitlag. Vegagerð
ríkisins telur að 2000—2500 km
af íslenskum vegum séu með
þeirri ársumferð að arðbært sé að
leggja á þá varanlegt slitlag.
Þegar slík félagsleg stórvirki bíða
úrlausnar er það óskiljanleg fjar-
stæða að auka sífellt skattaálög-
ur til almennra þarfa ríkissjóðs á
rekstur og stofnkostnað bifreiða
— svo að heimsmet er slegið —
og minnka samtímis framlög af
því fé til vegamála.
Lárus Jónsson, alþingismaður:
1300 þúsund króna
aukaskattar á fimm
manna f jölskyldu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar Alþingis hafa lagt fram breytingartillögur varðandi skatt-
stiga. ásamt greinargerð. sem Morgunblaðið hefur gert fréttaleg skil
í gær og dag. Lárus Jónsson mælti fyrir afstöðu sjálfstæðismanna í
þingdeildinni í gær og sagði efnislega m.a.
Efnisatriði
breytingartillagna
• 1. Að álagning tekju- og eigna-
skatta hjá einstaklingum og félög-
um 1980 verði hin sama og hún var
1978, eftir þeim lögum, sem sjálf-
stæðismenn báru þá ábyrgð á.
• 2. Að afnumdir verði afturvirkir
skattar, sem vinstri stjórnin lagði á
haustið 1978 og gilt hafa í einu eða
öðru formi síðan.
• 3. Að tekjuskattar ríkisins
lækki að nokkru á móti þeirri
hækkun útsvara, sem heimiluð var
hér á hinu háa Alþingi fyrir
forgöngu ríkisstjórnarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisfloxksins í
fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar telja að allir þingmenn, sem
kosnir voru á þing af listum
Sjálfstæðisflokks, hafi skuldbundið
sig til að fylgja slíkri meginstefnu *
álagningu tekju- og eignaskatta.
í tillögu okkar er lagt til að
tekjuskattsstigar einstaklinga
verði: 25% af fyrstu 4 m.kr.. 35% af
næstu 4 m.kr. og 45% af hærri
tekjum en 8 m.kr. Við gerum hins
vegar ekki tillögur um breytingu
barnabóta né persónuafsláttar eins
og þessi atriði eru boðuð í tillögum
stjórnarliða. Þessar tillögur okkar
þýða 7.2 milljarða kr. lækkun á
tekjuskatti einstaklinga frá tillög-
um stjórnarliða. Hækkun fyrsta
skattþrepsins léttir 5 milljörðum
af skattbyrði einstaklinga en ann-
að þrepið 2.2 milljörðum króna.
Skattalækkun samkvæmt tillög-
um sjálfstæðismanna verður að
meðaltali 16,4%, hjá einstaklingum
12%, hjá hjónum 17% og hjá
barnmörgum fjölskvldum allt að
33%.
Afkomuáætlanir
heimila i landinu
Ef skattaáform núverandi ríkis-
stjórnar ná fram að ganga, ofan á
framlengingu vinstri stjórnar
skattanna 1978 og 1979, þyngjast
heildarskattar almennings um 54
milljarða króna. Hér er hvorki um
meira né minna að ræða en 1300
þúsund krónur í auknar álögur á
hverja 5 manna fjölskyldu í landinu
þegar allt er tíundað, bæði í beinum
sköttum og sköttum í vöruverði.
Þetta fé myndu heimilin hafa í
landinu til annarrar ráðstöfunar, ef
skattastefna Sjálfstæðisflokksins
væri framkvæmd, ef sama skatt-
hlutfall af tekjum og eignum al-
mennings og 1978 væri nú notað.
Stjórnarstefnan . i skattamálum
skerðir því kjarastöðu og ráðstöf-
unartekjur þorra fólks verulega.
Fjárhagsáætlanir heimilanna í
landinu skipta verulegu máli ekki
síður en fjárlög landssjóðsins. Á
þessari stefnu bera stjórnarliðar
ábyrgð, raunar einnig Alþýðuflokk-
ur, sem átti sinn þátt í skattaukum
vinstri stjórnar 1978/1979.