Morgunblaðið - 16.04.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980
19
sem eftir var ævinnar. Gróa dó í
Stapakoti þann 23. janúar 1905, 79
ára að aldri. Var hún jörðuð þann 29.
sama mánaðar af séra Árna Þor-
steinssyni á Kálfatjörn (presti
Njarðvíkinga). Þennan dag, jarðar-
farardaginn, var mikið um jarð-
skjálftakippi. Þótti séra Árna ekki
tryggt að bera líkkistuna í kirkju og
að líkfylgdarfólkið færi þar inn, varð
því kirkjuathöfnin að fara fram úti
við kirkjuvegginn.
Vorið 1909 flytja þau Magnús og
Snjáfríður frá Stapakoti að Bolafæti
í Ytra-hverfinu, hinu forna og nafn-
fræga býli séra Hallgríms Péturs-
sonar. Þar í Bolafæti bjuggu þau í 3
ár, flytjast þaðan 1912 að Sjávar-
götu, litlu býli (skammt austur frá
Höskuldarkoti), það hafði verið í
eyði í 2 ár. Guðrún fylgdi foreldrum
sínum eftir og var þeirra dygga
dóttir í öllum þessum bústöðum
þeirra.
Ung að árum fór Guðrún að vinnu
heimili sínu til hags. Á þeim tímum
var vinna barna og unglinga öll til
gagns og gæða heimila þeirra, hvort
sem unnið var heima eða heiman.
Guðrún var snemma ævinnar af-
burða dugleg til allrar vinnu, hvort
sem það voru karlmannsstörf útávið
eða kvennastörf innanhúss. Líkams-
hreysti, vilji og skyldurækni fóru
saman í ríkum mæli hjá henni. Hafa
þau veganesti enst henni Guðrúnu
afar vel og lengi, og lítt undan látið,
nema þá helst ííkamskraftarnir nú í
seinni tíð.
Þegar Guðrún var á sínum bestu
árum um og eftir tvítugt, fór hún
sem margar aðrar stúlkur á Suður-
nesjum til Austfjarða á sumrin til að
vinna þar við lóðabeitingu, fiskað-
gerð og fl. Á þessum ferðum kynnt-
ist hún þeim manni er hún átti síðan
samleið og sambúð með næstum
fjóra áratugi. Hann hét fullu nafni
Georg Emil Pétur Pétursson, fæddur
Reykvíkingur. Þau Guðrún og Georg
eignuðust sitt fyrsta barn, Petreu
Rós, í Sjávargötu, hjá foreldrum
Guðrúnar, skömmu seinna fóru þau
að búa í Skólanum (Íshússtíg 3) í
Keflavík. Þar fæddust tvær dætur
þeirra, Guðríður Elínbjörg og Ingi-
björg. Árið 1919 byggja þau Guðrún
og Georg sér lítinn timburbæ á
melnum vestur frá Nýjabæ, sem þá
var utasta býlið á Ytri-Njarðvíkur-
hverfinu. Var þessi nýbygging þeirra
að vissu leyti utan við hverfið sjálft
því að grjótgarður hafði nokkuð
löngu áður verið hlaðinn þar vestur
um og norður með og var hann sem
útveggur byggðarlagsins. Voru þau
Guðrún og Georg því utangarðs með
bæinn sinn. Þótti það vera langt út
úr og langsótt á þeim árum í
svartamyrkri að kalla til róðra og
sækja til sjávar þaðan. Bærinn var
byggður sunnan í brekku og fékk
nafnið Brekka. Brekka var í stíl við
efnahag byggjendanna, lítill en lag
legur, var baðstofa og kokkhús
(eldhús), baðstofan tvær rúmlengdir,
tvö rúm hvorum megin. Enga lána-
sjóði var að sækja, aðeins það sem
fátæktin hafði með höndum. Brekka
varð til fyrir rúmum 60 árum og
þann 21. nóvember 1919 var hún
samkvæmt skírteini nr. 136 metin til
brunabótamats á kr. 2.350. Um þetta
leyti voru 40 íbúar í Ytra-hverfi, 80 í
Innra-hverfi og 15 á Vatnsnesi.
Á þessu heimili sínu, Brekku, áttu
þau Guðrún og Georg þrjú yngri
börn sín, Sigfríði, Jón Benedikt og
Jónu Björg. Dótturdóttur sína tóku
þau síðar til uppfósturs. Georg var
sjómaður og lengst af hjá Magnúsi
Olafssyni, útgerðarbónda og for-
manni í Höskuldarkoti. Var Georg
einn af þeirrar tíðar dugnaðar-
mönnum við sjóverkin á sjónum og í
landi. Guðrún með sitt barnmarga
heimili, sívinnandi heima og að
heiman, eftirsótt til stærri sem
smærri verka hvar sem með þurfti.
í röskan áratug létu þau sér nægja
að búa í litla bænum sínum, en
þröngt var orðið þegar börnin
stækkuðu og þá var ráðist í að
byggja nýtt og stærra og árið 1930
byggðu þau Guðrún og Georg húsið
Brekku, sem við sjáum enn í dag
standa í fullum blóma. Það hús var á
sínum byggingartíma eitt með
stærri og betri húsum í Njarðvíkum,
metið þá til brunabóta á þrenn til
fern árslaun vinnandi sjómanns og
samkvæmt skírteini útgefnu 27. okt.
1930 var hin nýja Brekka metin til
brunabótamats á kr. 9.500.
Þótt þau Georg og Guðrún væru
fyrst og fremst, hann sjómaður og
hún húsmóðir, voru hugir þeirra og
hendur þegar nokkur tækifæri gáf-
ust í fullum krafti að rækta stóru
lóðina sína, melinn gróðurlausa. Þar
gerðu þau ræktað land (túnblett) og
matjurtagarð (kálgarð). Síðasta
haustið er þau bjuggu í gamla
bænum, fengu þau 3 hesta af töðu af
blettinum, 6 tunnur af kartöflum og
2 tunnur af gulrófum úr garðinum
sínum. Nú var góð breyting á
húsakynnum þegar flutt var í nýja
húsið á Brekku í desember 1930.
Rúmgott hús, kjallari, hæð og ris.
Ekki var um nein þægindi að ræða
sem nú til dags eru bæði sjálfsögð og
nauðsynleg, ekkert rafmagn, ekkert
vatn og ekkert frárennsli. Það leið 21
ár þar til rennandi vatn var lagt í
Brekkuhúsið. Kom það í hlut Guð-
rúnar húsmóður að halda öllum
heimilisþörfum til haga að og frá,
þegar Georg sem oftast var á sjó eða
við sjóverkin.
Oft hefur Guðrún átt góða daga á
sinni löngu ævi og oft hefur hún
einnig mátt í ströngu standa, þegar
veikindi sóttu að hennar nánustu
ættingjum. Er þar stærst á að
minnast þegar einkasonur hennar
dvaldi í Vk ár veikur á sjúkrahúsum
í Reykjavík og nágrenni og oft á
þeim árum talinn nærri því að
hverfa úr okkar heimi. bá rétti
Guðrún sína móðurást og umhyggju
ríkulega fram þó langt væri heiman
að sækja og færra um farartæki og
ferðir en nú er.
Eins var það haustið 1950 þegar
Georg lá sína síðustu veikindalegu,
þá hafði Guðrún nótt með degi vökur
og vandamál við að stríða, eins og
oft vill vera við slíkar aðstæður, ein
til átaka af mannlegum mætti.
Guðrún var sterk, meir en að
líkamsburðum, hún var og er víst
enn andlega sterk, trúuð á Guð hinn
góða, bað hann og biður meðan
hugsun helst. Það hefur verið henn-
ar líf og kraftur til þessa dags.
Georg dó þann 23. desember 1950.
Kosti sína hefur Guðrún til góðra
að sækja, þar sem foreldrar hennar
Magnús og Snjáfríður voru. Eg
heyrði aldrei annað um þau sagt en
að þau væru heiðvirðar sómamann-
eskjur. Sjálfur þekkti ég þau ekki
mikið en nóg til þess að vita satt sem
sagt var. Tryggð Guðrúnar við sína
lífs og liðnu hefur verið einn af
hennar kostum. Gróa Jónsdóttir,
amma Guðrúnar, dó þegar hún var
15 ára gömul. Höfðu þær frænkur
átt góðar samverustundir í Stapa-
koti og minningin um ömmu var ljós
og lifandi hjá Guðrúnu er hún var
komin á miðjan áttunda áratuginn
og til þess að minnast ömmu sinnar
og foreldra hugkvæmdist Guðrúnu
að gefa peningaupphæð er verja
skvldi til kaupa á ljóskrossi á
kirkjuna í Innri-Njarðvík. Bað mig
sig að finna til móttöku þeirrar
gjafar er var krónur 10.000. Voru
það miklir peningar á þeim árum,
það af fátækri ekkju að gefa. Miðað
við kaupgjald og verðlag nú í dag
væri þessi gjöf um það bil krónur
400—500.000. Skömmu seinna kom
ljóskrossinn á kirkjuna og hefur nú
lýst þar í meira en 15 ár.
Á þessu herrans ári 1980 er
Guðrún ekki aldeilis ein á báti með
sitt stóra afmæli innan fjölskyldu
sinnar, vina og ættingja. Annan
apríl sl. voru 100 ár liðin frá því
Georg heitinn fæddist, tvær dætur
Guðrúnar áttu afmæli í marz, önflúr
65 ára ocr hin 60 ára. í maí verður ein
dóttirin 50 ára, sonurinn 55 ára í
desember og tvær dætradætur Guð-
rúnar verða fertugar í apríl og maí á
þessu vori.
Guðrún hefir nú í seinni tíð átt við
nokkra vanheilsu að stríða, en hefir
þó að mestu le.vti séð fyrir sínum
daglegu þörfum, með góðu eftirliti
og aðhiynningu afkomenda sinna
sem margir hverjir eiga heima í
næsta nágrenni við hana. Alls eru
afkomendur þeirra Guðrúnar og
Georgs nú orðnir nær 100 að tölu.
Og nú þegar Guðrún níræð að
aldri lítur yfir sína löngu ævi, má
hún margs minnast frá því sem var
og til þess sem nú er og þótt margt
hafi á daga hennar drifið, heldur
Guðrún enn furðuvel því forna fari
er hún hlaut í vöggugjöf frá sínum
heiðvirðu foreldrum.
Kæra Guðrún mín, Guðsblessun
veri með þér á 90 ára afmælinu og
um ókominn tíma.
Guðrún verður stödd á afmælis-
daginn hjá dóttur sinni og tengda-
syni á Brekkustíg 16, Ytri-Njarðvík.
Guðmundur A. Finnbogason.
Safnlánakerfi Verzlunarbankans
gerir ráð fyrir 100 þúsund kr.
hámarkssparnaði á mánuði. Þú ræður
sparnaðarupphæðinni upp að því
marki.
Sparnaðartíminn er frá 3 mán.
upp í 48 mán. í þriggja mánaða
tímabilum. Þú velur þann tíma og
upphæð sem þú ræður við.
Þannig öðlast þú lánsrétt á
upphæð sem er jafn há þeirri sem þú
hefur safnað.
Einfaldara getur það ekki verið.
ÞU
SAFNAR
VIÐ LANUM
UŒZLUNfiRBfiNKINN
Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í afgreiðslum bankans:
BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI172, ARNARBAKKA 2,
UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI13 og
VATNSNESVEGI14, KEFL. fAÍiUÐ'
P$