Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 27

Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980 27 Ferðaskrifstofa ríkisins: Tæknifræðinga- félagið kaup- ir hús með BHM AÐALFUNDUR Tæknifræðinga- félags íslands var nýlega haldinn og i skýrslu Jóns Sveinssonar formanns kom fram að eitt helzta verkefnið á síðasta ári voru kaup á nýju húsnæði við Lágmúla 7. Standa vonir til þess að hægt verði að taka húsnæðið í notkun í lok þessa árs, en það er keypt í félagi við Bandalag háskóla- manna. Þá skýrði formaður frá þátttöku í ráðstefnum, sérunnum álitsgerðum til ýmissa opinberra aðila og annarri starfsemi þess. Stjórn Tæknifræðingafélagsins skipa nú: Jón Sveinsson formaður og meðstjórnendur Guðmundur S. Guðmundsson, Heimir Sigurðs- son, Gísli Gíslason og Þorleifur Finnsson. Kvöldvaka Vísna- viíia á Borginni VÍSNAVINIR halda kvöldvöku á Hótel Borg í kvöld og hefst hún kl. 20:30. Þar koma fram Trítiltoppar, Ólafur Þórarinsson og fleiri úr Kaktus flytja lög eftir Þórarin, fólk frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar kemur fram, kór skólans og gítarleikarinn Arnald- ur Arnarson og Prins Fats leikur gömlu lögin . Síðan er gestum frjálst að koma fram með eigið efni og tónsmíðar. Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni. Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3 við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt mánaðarlega. Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi þeirra og vexti frá einum mánuði til annars. Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu. Vandfundin er öruggari fjárfesting. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú. SEÐLABANKI Söluskrá um sum- arf erðir á Islandi dreift í 17 löndum Sýningunni „Fólk“ lýkur á morgun Ljósmyndasýningunni „Fólk“ í Ásmundarsal lýkur annað kvöld, fimmtudagskvöld. Þar sýna 13 fréttaljósmyndarar verk sín. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð. Hún verður opin í dag og á morgun klukkan 16—22. Eins og nafnið gefur til kynna er fólk myndefnið á sýningunni. Kápumynd söluskrárinnar, en hún er í A4 broti og mikið myndskreytt. I fréttatilkynningu frá ferða- skrifstofunni segir, að töluverð aukning hafi orðið á ferðum á vegum skrifstofunnar undanfarin ár, auk þess sem íslendingar hafi í vaxandi mæli tekið þátt í ferðum skrifstofunnar. Vinsælustu lang- ferðir meðal íslendinga hafa verið FERÐASKRIFSTOFA rikisins hefur gefið út söluskrá á ensku, þar sem kynnt eru ferðalög um ísland sumarið 1980. Þar er að finna stuttar ferðir til allra landshluta svo og lengri ferðir i kringum landið. í öllum ferðunum er gist á hótelum, ieiðsögn er i flestum ferðum. Söluskránni er dreift í 7.000 eintökum til ferðaskrifstofa í 17 löndum. um Vestfirði og Suðurland ásamt hringferðinni um landið, sem tek- ur 10 daga. Auk þess hafa lengri eða skemmri dvalir á Eddu-hótel- unum, sem Ferðaskrifstofa ríkis- ins rekur, átt vinsældum að fagna. Það er einnig tekið fram í fréttatilkynningunni, að Ferða- skrifstofan hafi í vaxandi mæli veitt fyrirgreiðslu í sambandi við skíðaferðir um landið yfir vetr- armánuðina, bæði fyrir einstakl- inga og hópa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.