Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 Göturnar hafa veriö gi hafa stundum á oröi s OGNARSTJORN ——— Ljótur leikurí litlu landi I>að var lengi draumur íbúa smáríkisins Malawi í Mið-Afríku að losna undan yfirráðum Breta, en landið hafði lengi verið brezk nýlenda. 16 árum eftir að það fékk sjálfstæði, hefur draumur- inn orðið að martröð og miklu fleiri tærast nú upp í fangelsum þar en á árum sjálfstæðisbarátt- unnar. Menn þurfa ekki aðeins að vera andstæðingar alræðisstjórnar Dr. Hastings Kamuzu Banda til þess að verða hnepptir í fangelsi, held- ur eru menn teknir úr umferð fyrir ýmsar minni háttar sakir svo sem trúmálaágreining, afbrýði- semi og jafnvel vegna persónulegs hefndarþorsta forsetans og skó- sveina hans. Erlendum blaða- mönnum er bannað að koma til Malawi, enda þótt þeir séu frá vinveittum þjóðum svo sem Bandaríkjunum og Vestur- Evrópuríkjum. Mér tókst eigi að síður að komast til landsins og dveljast þar í fjóra daga meðan meistarakeppni í knattspyrnu milli Austur- og Miðafríkuríkja stóð yfir. Þóttist ég vera í klapp- liðinu frá Kenya. Ég heyrði um hinar alræmdu Dzeleka-fangabúðir og einnig um hryllilegar refsiaðgerðir leynilög- reglusamtakanna. „Ungir braut- ryðjendur„. Miklar sögusagnir ganga um, að fólki sé troðið ofan í poka og fleygt fyrir krókódíla í ánni Shire. Samuel Chizuka, sem áður var fangi í Malawi, en tókst að flýja land til Tanzaníu, og býr nú í Dar es Salaam skýrði mér frá því að þúsundir manna ættu um sárt að binda vegna ógnaraldarinnar und- ir stjórn Banda, en hann hefur sæmt sjáifan sig forsetatign ævi- langt. Hann sagði: — Þegar Idi Amin framdi sín myrkraverk í Uganda stóð allur heimurinn á öndinni af skelfingu og hneykslun, en allir virðast hins vegar hafa lokað skilningarvitum sínum fyrir því, sem er að gerast í Malawi. Malawibúi af Bantuættflokknum við vinnu á tóbaksakri. Sjálfstæð- isdraumar þjóðar hans hafa snúist upp í martröð. Fyrrverandi blaðamaður, sem var látinn laus frá Dzeleka fyrir skömmu, skýrði svo frá, að fangar væru stundum fluttir í fangelsi eftir að hafa verið pyndaðir. — Það á sér þó einungis stað, þegar þeir eru svo illa haldnir að nauð- synlegt er að taka af þeim hönd eða fót. Jafnvel þá eru menn hlekkjaðir við sjúkrarúmin og a.m.k tveir verðir eru yfir þeim dag og nótt. Annar maður, sem dvalizt hefur í Dzeleka og vill halda nafni sínu leyndu, svo að stjórnvöld geti ekki framið á honum hefndaraðgerðir sagði eftirfarandi: — Þegar menn hafa verið fluttir til Dzeleka með grimmúðlegum hætti, eru þeir afklæddir og látnir raða sér upp með hendur á höfði. Síðan kemur fram nakin kona, hæðir þá og spottar og slær þá í kynfærin. Ef einhverjum fanga verður á að æpa, kallar hann yfir sig heilaga reiði hinna ungu brautryðjenda, og á það á hættu að verða barinn til ólífis. Sumum föngum er haldið í einangrunarklefum. Þar mega þeir dúsa allt að fimm ár án þess að fá tækifæri til að tala við einn eða neinn. Árið 1974 var fulltrúum frá Alþjóða Rauða krossinum leyft að skoða Dzeleka-fangabúðirnar og önnur fangelsi í Malawi vegna sögusagna um pyndingar. Eftir það slakaði ógnarstjórnin á klónni um skamma hríð. Sama ár sendi páfi Afríkuríkjum sérstakan boðskap, þar sem hann sagði, að í Malawi væru þúsundir manna pyndaðir fyrir smávægilegar póli- tískar yfirsjónir. Hann fór þess á leit við Dr. Banda að pyndingum á pólitískum föngum yrði hætt, en forsetinn hefur greinilega skellt skollaeyrum við þessari umleitan, því að ekkert hefur breyzt til bóta á þeim 6 árum, sem síðan eru liðin. - LEO ODERA OMOLO. k Napóleon — Átti fótum sínum fjör að launa og mátti skilja eftir ránsfeng sinn. dýrgripi úr höllum og dómkirkjum Kremlar. Síðast er minnst á dýr- gripina í október árið 1812 þegar Napóleon var staddur nálægt Smolensk, um 230 mílur vestur af Moskvu. I nóvemberlok fór Napó- leon frá hernum og flýði til Parísar og skipaði svo fyrir, að öllu her- fangi og skjölum varðandi herför- ina skyldi eytt. Sagnir frá héruðunum í kringum Semlevo-vatn herma að ránsfengn- um hafi verið varpað í vatnið en á bökkum þess áði Napóleon hvað lengst. Semlevo-vatn er einstakt að því leyti, að þó sjálft vatnið sé aðeins 12—15 feta djúpt er botneðj- Rússar leita þýfis frá 1812 Ef rússneskum fræðimönnum skjátlast ekki því meir mun fólkið sem býr á bökkum Sem- levo-vatns brátt verða vitni að einstæðum atburði — þegar gull- in lystikerra Katrínar miklu kemur upp úr forareðjunni á vatnsbotninum. Vísindamennirnir sem eru vopn- aðir öllum nýjustu galdratólum tækninnar leita nú sem ákafast að herfanginu sem Napóleon skildi eftir einhversstaðar í A-Rússlandi og um þessar mundir hafa þeir mestan augastað á óvanalega þykkri botnleðju Semlevo-vatns. Þegar Napóleon hélt frá Moskvu á haustdögum árið 1812 hafði hann með sér gríðarmikið herfang og þar á meðal viðhafnarvagn Katrínar og an víða 45 feta djúp og hinn ágætasti felustaður. Samkvæmt fregnum frá Tass- fréttastofunni eiga leitarmenn í miklum erfiðleikum. Mómýrarnar í kringum vatnið voru vettvangur mikilla orrustna í seinni heims- styrjöldinni og jörðin er „bókstaf- lega mettuð málmi“; tækin sem notuð eru við leitina eru svo næm að þau greina hvern bol og hvern stein sem fallið hafa í leðjuna á liðnum öldum, og að síðustu halda sumir því fram að leiðangurinn fari villur vegar. Þeir segja, að Napóleon hafi alls ekki verið búinn að gefa herförina til Rússlands upp á bátinn þegar hann var staddur við Semlevo-vatn og hafi þess vegna ekki komið til hugar að losa sig við herfangið á þessum stað. SPILLING Sumum öreig- um vegnar ólikt betur en öðrum _ Um miðjan febrúar sl. gekk Ár apans í garð í Kína og þá hófst einnig mikil herferð gegn þeim félögum í kínverska kommúnista- flokknum sem sérstakra fríðinda hafa notið, hafa hald- ið íburðarmiklar veislur og gefið vinum og vandamönn- um dýrar gjafir sem greiddar hafa verið með almannafé. Er það i annað sinn á þremur vikum sem Dagblað alþýð- unnar í Peking hefur beint spjótum sínum að háttsettum mönnum í flokknum og stjórnkerfinu. Fyrirmenn í flokknum hafa verið sakaðir um margvíslega glæpi eins og t.d. að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum, að hafa selt á laun ýmsar opinber- ar eigur, að hafa ferðast frítt með ríkisjárnbrautunum og lif- að í vellystingum praktuglega og jafnvel um nauðganir. Á árinu 1978 varð uppvíst um sex háttsetta flokksmenn sem stóðu í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið og höfðu dregið sér 100 milljónir dollara til að létta sér róðurinn. Það er þó ekki fjárdráttur og frjálsleg meðferð á opinberu fé sem veitir Kínverjum mestar bú- sifjar heldur kæruleysi skrif- finnskunnar sem veldur því, að verksmiðjur eru reistar án þess að gert sé ráð fyrir nauðsyn- legum búnaði og þegar hús eru reist gleymist að gera ráð fyrir vatns-, gas- og raflögnum. Öll skipulagning er í molum og göturnar hafa verið grafnar upp svo oft til að koma fyrir í þeim leiðslum að gárungarnir hafa stundum á orði, að best sé að setja á þær rennilás. Millj- ónir manna bíða eftir betra húsnæði en byggingar standa tómar. Það eru ekki fyrst og fremst svikahrapparnir sem valda stjórnmálaráðinu áhyggjum heldur milljónir óprúttinna flokksmanna sem eru orðnir mestu snillingar í því að túlka skipanir flokksins sér í hag eða bara gæta þess að lenda ekki í vandræðum. Þegar fjórmenn- ingaklíkan svonefnda for- dæmdi þá sem „tóku fram- leiðsluna fram yfir fræðin" á miðjum þessum áratug brugðu margir á það ráð til þess að eiga nú ekkert á hættu, að mæta bara alls ekki í vinnu. Nú er það brýnt fýrir for- stjórum og forystumönnum í atvinnulífinu að þörf sé á meira „lýðræði" og „samvirkri for- ystu“ í verksmiðjunum til að glæða áhuga óbreyttra verka- manna á nútímalegri uppbygg- ingu Kína. Fyrir letingjunum er lýðræðið stundum helst það að sitja á kjaftatörn í vinnu- tímanum og í augum hinna varfærnu er samvirk forysta það að láta öðrum eftir að taka ákvarðanir. Ekkert af þessu er þó nýtt af nálinni. Árið 1957 var í Dagblaði alþýðunnar ráð- ist á háttsetta flokksmenn sem væru „hrokafullur, íhaldssam- ur og fáfróður forréttindalýð- ur“ og ýmsum lægra settum flokksmönnum var lýst sem „litlum keisurum sem þættust hlýða en gerðu það ekki“. Forstjóri í efnaverksmiðju í Kanton sagði mér frá því, að háttsettur maður í flokknum Sex drógu sér 100 milljónir! hefði komið frá Peking og skipað honum að tvöfalda þrýstinginn á verksmiðjukatl- inum til að auka framleiðsluna. Þegar forstjórinn benti honum á að þá væri ketillinn ekki lengur ketill heldur sprengja sagði flokksbroddurinn honum að hann skyldi nú passa sig á því að vera að leggja stein í götu sósíalískra framfara. „Hann var aðeins að hlýðnast skipunum," sagði forstjórinn, sem einnig varð að hlýða og auka þrýstinginn — en þó aðeins um 20%. Eftir skamma stund rifnaði gufuleiðsla frá katlinum og öll vinna í verk- smiðjunni lagðist niður í heila viku meðan viðgerð fór fram. Báðir mennirnir héldu þó starfi sínu. Þær endurbætur sem nú er stefnt að eru m.a. þær, að verkamennirnir eiga að kjósa sína eigin yfirmenn; að tækni- menntaðir menn komi í stað fulltrúa flokksins; að letingjum og svikahröppum verði refsað og þeim sem geta ekki uppfyllt framleiðslukvóta stjórnarinn- ar. Allar þessar breytingar valda hins vegar óánægju rót- tækra flokksmanna sem líta með söknuði til ringulreiðar- innar á valdatíma fjórmenn- inganna, þegar öllum voru greidd sömu laun hvort sem þeir unnu nokkuð eða ekkert, þegar það þótt lofsvert að eyða vinnutímanum í pólitískar um- ræður og „kvóti“ eða fram- leiðsluáætlun var hið mesta skammaryrði. - DENNIS BLOODWORTH NYJUNGAR Litmynd- ir gegn- um sima NEÐRA-SAXLAND í V-Þýskalandi er ákveðið í að vinna sér sess i sögu íjarskiptanna en i Fjöimiðlatækni- stofnuninni i Brunswick hefur nú verið fundin upp aðferð til að senda litmyndir gegnum síma. Þessi nýja tækni byggir á því að sérstakt móttökutæki notar ákveðin merki, sem send eru gegnum símann, til að breyta gráum lit- brigðum svart-hvítu símamyndar- innar og framkalla hana í öllum regnbogans litum. Einnig er talið unnt að beita þessari tækni til að breyta svart-hvítum sjónvarps- myndum í litmyndir ef myndavélin er búin sérstökum litgreini. Sömu- leiðis á að vera hægt að breyta litmyndunum í svart-hvítar. Við háskólann í Hannover vinna vísindamenn nú að því að fullkomna fyrrgreindar aðferðir þannig að ekki á að vera þörf á að byrja með svart-hvíta mynd heldur stefna þeir að því að geta sent litmyndir milliliðalaust í gegnum símann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.