Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 49 Tveim sendiráðsstarfsmönnum visað úr landi fyrir [eyndu aö kaupa íslending i til samstarís, en hann i rtjósnir á íslandi I Vi5tal við Raqnar I skýröi lögreglunni frá m KÚSSNISKIR IENDIK*BSST»RFSMKNN SjN. ,,H» M, hér á Undi. lUyndu þelr »8 fá l»Undin*. sem íyrtr nokhr h<Mlu ,,BB, „ árum *»r boAld til RúmUndl f æ»kulv6*Kendinefnd og hefur v'™ | b.rnum. _ R«».. Ikabundinn kommúnlsti til »8 njó*n» fyrlr «lt- ►eg*r h»nn u »8 *tU*t w whimnIM Ml h"".™. »•'«'• •“ I ‘“'m,., hana við »8 upplýsa málið. |»,ófNt þrtt» IMARMR mtluðu .ðber. M 4 f.lend ngint, Ragnnr Ounn»r.un ,1. þe« kann i .ln. þjónu.tu oB hofðu me»tun áhttgd u Krfluv.kurflugvelli "B mnvirkjum varnarUð»in*. | w,( « m—k. ■N«^-a^íti’lSi‘rÍ2'5£r:; hafa frevnlr af atbur8‘ Sovéskt herskip á Húnaflóa 1978. Síðari grein/ BJÖRN BJARNASON brottrækur vegna njósna. Spánska vikuritið, Cambio 16, skýrði ný- lega frá því, að meðal sovéskra diplómata og viðskiptafulltrúa á Spáni væru 100 manns, sem til- heyrðu KGB. Og þannig mætti lengi halda áfram að rekja dæmin um njósnastarfsemi sovéskra sendiráðsmanna. Oftar en einu sinni hefur verið vakin á því athygli í blöðum hér á landi, að yfirlýstir KGB-menn væru í starfsliði sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík. Til dæmis var Farafanov, sem hér var sendi- herra á undan þeim, sem nú situr, sagður hafa sérstaka stöðu meðal sovéskra njósnara. Cyrus L. Sulz- berger, fyrrum aðalfréttamaður The New York Times í utan- ríkismálum, sagði í grein, sem hann ritaði 1967, að Farafanov væri einn örfárra, sem störfuðu beint á vegum alþjóðanefndar Sovéskt rannsókn- arskip aö „rannsókn- um“ undan Stokksnesi, þar sem varnarliðið hefur bækistöð. At- hygli vekur búnaður- inn í skut skipsins, en til eru myndir, sem sýna kranann þar að störf- um. miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og gegndi því meg- inhlutverki að sinna pólitískri undirróðursstarfsemi. Eftir að frá þessu hafði verið skýrt í blöðum hér, kvörtuðu háttsettir, sovéskir stjórnarerindrekar undan ámælis- verðum óhróðri um Sovétríkin og sendiráð þeirra í íslenskum blöð- um. Fjarskipta- njósnir Ekki bý ég yfir neinum upplýs- ingum um það, hvað gerist innan veggja sovéska sendiráðsins í Reykjavík. En augsýnilegt er, að alls ekki er þörf á öllu því starfsliði, sem þar vinnur, til þess eins að rækta opinbert stjórn- málasamband milli ríkjanna eða Forsíða Morgun- blaðsins 27. febrúar 1963, þegar skýrt var frá njósnastarfsemi sov- ésku sendiráðsmann- anna tveggja, sem síðan voru reknir úr landi. sinna viðskiptamálum. í íslenska sendiráðinu í Moskvu látum við okkur nægja að hafa sendiherra, fulltrúa hans og ritara til að gæta okkar hagsmuna bæði gagnvart Sovétríkjunum og flestum Aust- ur-Evrópuríkjanna. Því er ekki óeðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvað allur þessi mikli fjöldi Sovétmanna er að gera hér á landi. Mín niðurstaða af slíkum vangaveltum er sú, að þeir stundi fjarskiptanjósnir, fylgist með þeim samskiptum, sem fram fara í loftskeytum og hleri samtöl eftir því sem kostur er, til dæmis milli Islands og annarra landa. Á þessu sviði hefur verið þróuð mikil tækni, til dæmis með beitingu tölva. Á sínum tíma var á það bent, að ef til vill ætti tilvist tækjanna í Kleifarvatni rætur að rekja til endurnýjunar á fjar- skiptatækjabúnaði í sovéska sendiráðinu. Tækin fundust fyrstu dagana í september 1973, þau virtust flest af rússneskum upp- runa og voru ætluð til móttöku og segulbandsupptöku. Stjórnarpóstur Miklir flutningar eru stundaðir af sovéska sendiráðinu með svo- nefndum stjórnarpóstberum. Ferðast þeir jafnan tveir saman og má oft sjá þá í flugvélum Flugleiða hf. á leið til og frá Kaupmannahöfn. Sitja þeir jafn- an sitt hvorum megin við gangveg vélarinnar, en innan við annan þeirra eru oftast tvö sæti lögð undir einhvern varning, sem teppi er breitt yfir, og er það stjórnar- pósturinn. Millilendi vélin til dæmis í Glasgow, yfirgefa gæslu- mennirnir ekki vélina og félagar þeirra í Skotlandi koma þeim oft til trausts og halds. Á grundvelli samninga um frið- helgi sendiráðsmanna og stjórn- arpósts hafa íslensk stjórnvöld ekki heimild til að kanna innihald bögglanna, sem virðast á stundum nokkuð þungir. Mér finnst ekki ólíklegt að þeir hafi meðal annars að geyma spólur, sem geyma upptökur af því, sem Sovétmenn hafa heyrt í loftinu, ef þannig má að orði komast. Ég tek það skýrt fram, að hér er aðeins um getgátu mína að ræða og ég myndi fúslega játa, að ég hefði rangt fyrir mér, væri mér sýnt fram á það með rökum eða dæmum. Hitt er stað- reynd, að á árinu 1979 fóru sovésku stjórnarpóstberarnir að meðaltali tvisvar í mánuði með varning sinn héðan. Rannsókna- leiðangrar Þegar fjallað er um athafna- semi Sovétmanna hér á landi er óhjákvæmilegt að fara nokkrum orðum um þá rannsóknastarfsemi, sem þeir hafa stundað á íslenskri jarðfræði undanfarin ár. Fyrsta rannsóknaleyfið var samþykkt af ríkisstjórninni í júlí 1971, skömmu eftir að vinstri stjórnin hafði sest að völdum og var samþykktin byggð á meðmælum Rannsókna- ráðs ríkisins. Stunduðu sovéskir vísindamenn síðan rannsóknir í landinu sjálfu og á skipum um- hverfis það sumarmánuðina 1971—73. A árinu 1975 sóttu þeir um heimild til að fá að halda þessum rannsóknum áfram og var hún veitt eftir að Rannsóknaráð ríkisins hafði mjög hvatt til þess, meðal annars með skírskotun tií þess, að fáir eða engir leiðangrar hafi fylgt reglugerðinni um er- lenda vísindamenn á íslandi frá 1968 eins bókstaflega og sovéski leiðangurinn 1971—73. Voru Sov- étmenn síðan hér við rannsóknir sumurin 1976—77. Nú sóttu þeir enn um rann- sóknaleyfi og þá bregður svo við, að ýmsir náttúruvísindamenn telja varhugavert að veita þeim leyfið með vísan til hegðunar þeirra við fyrri rannsóknir og að þeir hafi ekki skilað fullnægjandi skýrslum um þær. Rannsóknaráð ríkisins, sem gefur út leyfin í umboði menntamálaráðuneytisins að fenginni umsögn vísindastofn- ana eða vísindamanna, sem starfa á viðkomandi sviði, hefur nú lýst því yfir, að frekari rannsóknaleyfi verði ekki veitt að svo stöddu, þar sem Sovétmenn hafi ekki farið að settum reglum. Af þeim upplýs- ingum, sem fyrir liggja um rann- sóknir Sovétmanna umhverfis landið og á því er augljóst, að þeir stefna að því að þaulkanna allt landið og hafsbotninn undan ströndum þess. Stjórnvöld hafa því orðið að gera upp við sig, hvort veita ætti erlendri þjóð svo víðtæka heimild til rannsókna. Um þátt sovésku njósnastofn- unarinnar í störfum vísinda- manna má minna á vísindaráð- stefnu, sem haldin var í Hamborg fyrir skömmu til undirbúnings undir framhaldsfund Öryggis- ráðstefnu Evrópu í Madrid síðar á árinu. Samkvæmt blaðafréttum var þriðji æðsti maðurinn í sov- ésku sendinefndinni á ráðstefn- unni foringi í KGB, sem 1962— 1967 var í sovéska sendiráðinu í London og hafði þar þann starfa að færa út njósnanet þess. Togarar og flugvélar_____________ Á síðasta ári benti ýmislegt til þess, að sovéskir togarar ætluðu að stunda reglulegar komur í Reykjavíkurhöfn til að afla vista og hvíla áhafnir. Til dæmis voru í Reykjavík fleiri hundruð sovéskir sjómenn, þegar fastafloti Atlants- hafsbandalagsins kom hingað í heimsókn í september. Síðan í október hafa engir sovéskir togar- ar komið í höfn hér á landi og ferðum rannsóknaskipa hefur fækkað. Sovésk skip þurfa ékki sérstakt leyfi til að koma til hafna hér á landi, hins vegar hefur það tíðkast, að sovéskar flugvélar sæki ávallt um lendingarleyfi hjá íslenskum stjórnvöldum. Ekki verður fjallað um samskipti þjóð- anna á þessu sviði nú, en aðeins minnt á það, að fyrir nokkrum vikum ákváðu afgreiðslumenn á Keflavíkurflugvelli að starfa ekki við sovéska risaþotu, sem sótt hafði um lendingarleyfi á leið til Kúbu. Venja okkur við návist sína Ég hef gerst næsta langorður um athafnasemi Sovétmanna hér á landi og heimsóknir þeirra hingað. Áður var því haldið fram, að helsta markmið Sovétmanna væri að koma íslandi úr Atlants- hafsbandalaginu. Það er hið stór- pólitíska markmið. Athafnasemin í og umhverfis landið miðar að því að venja Islendinga við sovéska návist og afla upplýsinga um það, sem er að gerast, og landshætti alla. Auðvitað þætti Sovét- mönnum æskilegast að geta komið hingað á togurum sínum og rann- sóknaskipum án þess að um það væri getið' í blöðum í máli og myndum. Að sjálfsögðu er það álitshnekkir fyrir þá, að íslenskir náttúruvísindamenn efast um til- gang rannsókna þeirra. Og hve- nær ætli þeim detti næst í hug að sækja hér um lendingarleyfi fyrir flugvélar sínar? Miðað við allar aðstæður tel ég því, að þeim hafi hvorki tekist að ná stórpólitíska markmiðinu né að venja íslend- inga við návist sína. En sú niður- staða þýðir ekki, að þeir muni láta staðar numið. í upphafi gat ég þess, hvernig utanríkisstefna Bandaríkjanna hefði þróast frá slökunarstefnunni yfir í takmörkuð samskipti við Sovétríkin og jafnframt var minnt á, að sumum Vestur-Evrópuríkj- um þættu Bandaríkin ganga nokk- uð langt. Þá minnti ég einnig á þá tilhneigingu öflugra vestrænna aðila að vilja umfram allt frið- mælast við Sovétríkin. Báðir þess- ir þættir hafa að sjálfsögðu einnig gildi hér á landi. Höfuðmáli skipt- ir hins vegar að meta stöðu sína rétt og gera sér grein fyrir úrlausnarefninu. SJÁ BLS. 52. - MARKVISST UNNIÐ AÐ ÞVÍ AÐ VENJA ÍSLENDINGA VIÐ SOVÉSKA NÁVIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.