Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1980 47 Sir William Stephenson dubbaður til riddara. „Þessi er mér hjartfólginn ...“ Sjálfur get ég vottað, sem und- irmaður Donovans, að ég hefði ekki getað innt af hendi skyldu- störf mín, svo að aðeins hefði talist þolanlegt, ef ég hefði ekki notið drengilegra heilræða og óþreytandi stuðnings Stephensons og manna hans. Ég hef orð þessi ekki fleiri. Bókin talar sínu máli. Það er Donovan hershöfðingi, sem hefði átt og mundi hafa skrifað formála hennar, ef hann hefði verið á lífi. Mér er gleðiefni að gera það, því ég finn ljóslega, að þjóð mín mun um langan aldur standa í þakk- arskuld við sir William Stephen- son og að hann verðskuldar virð- ingu hennar." Morgunblaðið mun birta í þess- ari grein og nokkrum öðrum, ágrip af ferli V-íslendingsins sir Will- iam Stepensons, byggt á bókunum „Dularfulli Kanadamaðurinn“ (The Quiet Canadian) eftir sagn- fræðinginn Montgomery Hyde og „Maður að nafni óragur", — A man called Interpid" eftir William Stevenson. Sú bók hefur náð feikimiklum vinsældum, selst í milljónaupplagi. Kvikmynd hefur verið gerð um Stephenson, byggð á Donovan hershöfðingi sæmir sir William Stephenson „Verðleikaorðu Bandaríkjanna“. Einnig eru á myndinni Ned Buxton, aðstoðarframkvæmdastjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna á stríösárunum, Robert Sherwood, leikritaskáld og lafði Stephenson. aði um Bill Stephenson í formála að Dularfulla Kanadamanninum: „Nafn þessarar bókar á sérstak- lega vel við. Sjaldan hefur kyrrlát- ur maður beitt eins miklu valdi með eins ríkum árangri á styrjald- artímum. En það væri hinn mesti misskilningur ef menn ætluðu að rólyndi í framkomu og fasi sir Williams Stephenson, væri sönn- un þess, að hann væri maður daufgerður. Hann er hugmynda- ríkur, úrræðagóður, uppfinninga- samur, hagsýnn, þolinn, gæddur snilligáfu. Valdi sínu beitti hann án yfirlætis og menn mátu hann og virtu öfundarlaust. Nokkur glæsileiki og ómótmæl- anlegur þokki vöktu þegar eftir- tekt ókunnugra og nánir sam- verkamenn höfðu sífellt orð á þessu. Ef til vill bar enginn eins mikið lof á þann kost í fari hans að öðlast tryggð og ástsæld sam- starfsmanna sinna en sir Winston Churchill, þegar hann lagði til við Georg konung sjötta að hann væri „A man called Interpid" og einnig sjónvarpsmyndaþættir. Bók Will- iam Stevensons hefur verið mjög umdeild. Þáttur Stephensons í bók Stevensons er gerður mikill, og þykir mörgum, sem Stevenson hafi tekið of djúpt í árinni þegar hann skrifaði bókina, sem hann sjálfur segir að sé byggð á óyggj- andi gögnum. Það verður ekki lagður dómur á það hér, hvort bók William Stev- ensons sé trúverðug eða ekki heldur hafist handa um frásögn þess dularfulla manns, sem lagði svo mikið af mörkum til þess, að sigur mætti vinnast í síðari heimsstyrjöldinni. Hvað sem deil- um líður, þá sáu bæði Bandaríkja- menn og Bretar ástæðu til að sýna sir William Stephenson þakklæti sitt, fyrir framlag hans í heims- styrjöldinni. Bandaríkjamenn sæmdu hann æðsta heiðursmerki sem hægt er að veita útlendingi, Verðleikaorðu Bandarikjanna og Bretar öðluðu hann. Ólst upp í Winnipeg William Stephenson ólst upp í Winnipeg, höfuðborg Manitoba- fylkis. Hann stundaði nám í Agyllemenntaskólanum þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu í ágúst 1914, og fyrri heimsstyrjöld- in hófst. Hann fór rakleiðis úr skólanum í verkfræðingasveitir Kanadahers. Aður en hann hafði náð 19 ára aldri, var hann orðinn liðsforingi. Hann barðist í skot- gröfunum í Frakklandi og var brátt hækkaður í höfuðsmanns- tign. I lok ársins 1915 hlaut hann slæma gaseitrun og var fluttur til Englands. Meðan hann var að ná heilsu, ákvað hann að læra að fljúga og bað síðan um að verða fluttur í flugherinn, sem þá hét Royal Flying Corps. Hann varð meðlimur í 73. flugsveitinni i Frakklandi árið 1916 en flugsveit- in gekk undir nafninu „sjálfs- morðssveitin“. Yfirmanni hans, Thomas Drew Brook, fannst held- ur lítið til Stephensons koma á þessum árum. Hann var fölur og veiklulcgur eftir veikindi sín. Framan af var ferill Stephensons fremur sviplítill i flughernum en í marzsókninni 1918 var hann í leiðangri á Sopwith-Camelflugvél, þegar tveir þýzkir orustuflugmenn komust aftan að honum og lösk- uðu vél hans svo illa að hann gat með naumindum lent. Engu líkara var en Stephenson umturnaðist við þetta atvik — hann var reiðubúinn að ráðast gegn öllum þýzka flughernum, að því er Drew Brook sagði síðar frá. Fékk viðurnefnið „hríðskotabyssan“ William Stephenson fékk þegar aðra flugvél og vildi ólmur komast í bardaga. Það næsta sem fréttist af Stephenson var, að hann hafði skotið niður tvær þýzkar orustu- flugvélar. Eftir þetta var hann óstöðvandi — á fáeinum vikum skaut hann niður 18 óvinaflugvél- ar og tvo loftbelgi. Þrjár flugvél- anna komu niður að baki víglína bandamanna, eina "þeirra neyddi hann til lendingar, aðeins rétt um eina mílu frá flugstöð sinni. Hann hafði veðjað um það í borðsalnum, áður en hann fór í ferðina, að hann skyldi koma með „Húna í morgunverð“. Meðal fórnarlamba hans var Lothar von Richhofen, bróðir hins fræga þýzka flug- kappa, Manfreds baróns. Þó ekki hafi borið eins mikið á Lothar, þá var hann engu að síður álitinn einn af skærustu orustuflug- mönnum Þjóðverja. Hann barst ekki mikið á en lagði þeim mun ríkari áherzlu á, að skotmörkin væru mikilvæg og yllu fjand- mönnum hans skaða. Um Manfred barón, sem barst mikið á, var líka sagt, að mörg fórnarlamba hans hafi verið heldur léttvæg. Sagt var um Stephenson í orust- unni um Chateau Thierry, að hann hefði bókstaflega lifað í loftinu yfir Marnefljóti og átt sinn þátt í því, að verkfræðingasveitir Þjóð- verja náðu ekki að setja flotbrú yfir fljótið. „Maður veit alltaf hvenær Steve er á ferðinni," sagði kanadískur hermaður, sem barðist í skotgröfunum. „Hann kemur alveg niður að jörð til að veifa í kveðjuskyni og gleymir aldrei fé- lögum sínum á jörðu niðri þegar bardagar eru harðir." Fyrir þessi afrek sín fékk Will- iam Stephenson herkrossinn og afrekskross flugmanna. Frakkar tóku hann i heiðursfylkingu sína og sæmdu hann striðskrossinum, Croix de Guerre, með pálma. Um þessar mundir var Stephenson einnig afburðaflinkur hnefaleika- maður og hann varð meistari í léttvigt í Bandaríkjaher. Vegna þess hve skjóthöggur hann var í hnefaleikum fékk hann viðurnefn- ið „hríðskotabyssan". Frakklandsforseti sæmdi hann, eins og áður sagði Croix de Guerre, en þá var skammt til þess að hann var skotinn niður. Síðdeg- is hinn 28. júlí 1918 var Stephen- son einn í eftirlitsför. Þá sá hann í gegnum skýjarof hvar frönsk tvísessa njósnaflugvél varð fyrir árás sjö Fokkerflugvéla. Steph- enson steypti flugvél sinni hik- laust niður í gegn um skýin og réðst á foringja fjandmannasveit- arinnar og skaut vél hans niður svo hún féll brennandi til jarðar. Síðan var háður mikill „hunda- slagur“ og leitaði Stephenson þá iðulega skjóls í skýjum með ágæt- um árangri. Hann skaut síðan aðra Fokkervél og sú þriðja hrap- aði stjórnlaust til jarðar. Hinar vélarnar sáu sitt óvænna og flýðu. Stephenson renndi sér að hlið frönsku njósnavélarinnar og til allrar óhamingju hélt Frakkinn, að þar færi óvinavél. Hann sendi honum kúlnadrífu með þeim af- leiðingum að hreyfill vélarinnar stöðvaðist og sjálfur særðist hann á fæti. Honum tókst að nauðlenda að baki víglínu Þjóðverja. Hann reyndi að komast yfir í skotgrafir Breta, sem voru um 3 mílur frá, en fékk þá kúlu í særða fótinn og lá óvígur. Hann var tekinn til fanga og sendur til fangabúðanna í Holzminden við Weserfljót, nærri Brunswick í Þýzkalandi. Þar hitti hann Drew Brook, sem skömmu áður hafði sjálfur verið skotinn niður. Strauk úr fangelsi og stal mynd fanga- búðastjórans af borði hans Fangabúðavist er dauf, eins og þeir einir þekkja til hlítar sem slíka vist hafa orðið að þola. Stephenson reyndi nokkrum sinn- um að flýja en, eins og hann sagði síðar, „þær voru ekki vel skipu- lagðar. En ég vildi komast aftur til sveitar minnar. Loftbardagarn- ir virtust á þessum tíma geta skipt sköpum í stríðinu. Þjóðverjar voru að falli komnir en þeir höfðu góðar flugvélar og góða flugmenn. Það var þörf allra sem höfðu haft reynslu af loftbardögum." Þjóðverjum var þetta ljóst, og því var vörður strangur um flug- mennina. En Stephenson lagði á ráðin með sjálfum sér hvernig bezt yrði að komast undan. Hann sýndi félögum sínum, sem höfðu verið teknir við stroktilraun, litla samúð. Hann fékk starfa í eldhúsi fangabúðanna og smám saman viðaði hann að sér ýmsum verk- færum, sem hann hugðist nota við flóttatilraun. Klippur til að kom- ast í gegn um gaddavírsgirðingar, hníf og kompás. Eftir tæpra þriggja mánaða vist í fangabúðun- um var hann reiðubúinn til að gera flóttatilraun. Síðla nætur tókst honum að komast út og brjóta sér leið út úr fangabúðun- um — með mynd af fangelsisstjór- anum, Hans Niedmeyer, undir stolnum þýzkum herfrakka. Myndinni stal hann af skrifborði fangelsisstjórans, til þess að sýna fyrirlitningu sína, að því er Steph- enson sagði síðar frá. Enn þann dag í dag á Stephenson þessa mynd. Fyrir dögun var Stephen- son kominn út í frelsið og innan þriggja daga var hann að baki víglínu bandamanna. Hann gaf nákvæma skýrslu af þýzkum fangabúðum. Williamson segir það líkt honum. Hann var alla ti,ð mikill nákvæmnismaður. Striðslok voru skammt undan og þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk hafði Stephenson skotið niður 26 óvinaflugvélar. Hann gerðist tilraunaflugmaður og hann gerði ýmsar tillögur um breytta smíði flugvéla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.