Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
Greinin, sem hér birtist, er
þýdd úr sænska blaðinu Dagens
Nyheter, og er eftir blaðamann-
inn Áke Ringberg:
Þeir kúra sig saman í
hópum undir skítugum
teppum eða plastdúk á
gangstéttinni, fjórir eða
fimm saman. Sælustund-
in er runnin upp og þeir
soga djúpt að sér her-
óíngufuna. Aðrir hópar
liggja í sæluvímu fyrir
hunda og manna fótum á
götunni. Enn aðrir ráfa
um í eirðarleysi og ör-
væntingu. Svo sem
hundrað metra frá út-
sýnisstaðnum, húsi, sem
á að fara að rífa. í gamla
melluhverfinu í Teheran,
fara fram æðisgengin
slagsmál þegar eitur-
lyfjasalinn kemur með
varning sinn.
Á hverjum morgni kemur
hingað vörubíll til að hirða
fjögur til fimm lík. Þessi staður
er örlítill hluti hins víðáttumikla
fátækrahverfis í Suður-Teheran,
en þar verður heróínið æ meiri
plága. Áreiðanlegar tölur um
eiturlyfjasjúklingana eru ekki
til, en sumir gera ráð fyrir því að
um þessar mundir hljóti um 700
þúsund manns að vera forfallnir
heróínneytendur. Þetta er sjálf-
sagt varlega áætlað því að marg-
ir segja að talan sé helmingi
hærri.
Rjúkandirúst
Eiginlega stóð svo á ferðum
mínum í þessum borgarhluta, að
íslamskir byltingarnefndarmenn
ætluðu að sýna mér órækar
sannanir um umbætur Khom-
eini-stjórnarinnar. Það er verið
að leggja þessi alræmdu hóruhú-
sahverfi í rúst með sprengjum.
Þetta útrýmingarstarf hófst
raunar á meðan keisarinn var
enn við völd og Savak kom af
stað orðrómi um að í rauninni
væru það menn Khomeinis, sem
stæðu fyrir eyðileggingunni. Nú-
verandi valdhafar standa a.m.k.
fyrir því að nú er verið að slétta
úr rústum hvar sem litið verður,
Heróín-stórveldið íran:
Reza Pahlavi og tvíburasystir hans, Asraf. Dagens Nyheter
staðhæfir í greininni að öngþveiti hafi ríkt í eiturlyfjaheiminum í
iran síðan keisarinn flúði land — svo áhrifamikill hafi hann verið í
því kerfi, sem þrífst á því að ánetja fólk eitri, að stórstyrjöld standi
nú um það hverjir eigi aö fylla það tómarúm, sem hann hafi skilið
eftir sig á þeim vettvangi.
Barizt um
að fylla
skarð
keisarans
en gleðikonur eru allar löngu á
bak og burt. Slíkum stéttum er
ekki vært eftir að hin refsiglaða
byltingarstjórn íslams komst á
valdastól.
Helvíti á jörðu
Við hliðina á gömlu hóruhúsa-
hverfunum er heróínhverfið, og
það er svo sannarlega enn við
lýði. Eiturlyfjasalarnir koma
reglulega í Jamshid-götu þrisvar
á dag, og í hverri ferð koma þeir
með alls fimmtíu kílógrömm af
heróíni. Sjúkrahúsin í hverfinu
eru troðfull af deyjandi fórnar-
lömbum, en möguleikarnir til að
sinna þessum vesalingum eru
hverfandi, og að kjarna vanda-
málsins verður aldrei komizt
fyrr en ráðizt verður gegn þeim
sem rækta eitrið og dreifa því.
Heróín-
furstarnir leika
lausum hala
„Að ráðast gegn heróín-
furstunum er einmitt það, sem
við höfum engin tök á að gera,“
segir félagi í einni byltingar-
nefndinni við greinarhöfund.
„Við hirðum líkin og fjarlægjum
þau á hverjum morgni, reynum
að flytja suma eiturlyfjasjúkl-
inga í sjúkrahús, þar sem reynt
er að halda í þeim lífinu með
lágmarksskömmtum af eitrinu.
Þeir dæju á stundinni ef eitrið
væri tekið af þeim snögglega.
Við reynum að góma eiturlyfja-
sala, en „stóru kallana" náum
við aldrei í. Þeir eru of voldugir."
Menn segja að í hópi eitur-
lyfjasjúklinganna sé fólk af öll-
um þjóðfélagsstéttum, — þetta
þjóðfélagsmein nr. 1, eins og það
er kallað, fer ekki í mann-
greinarálit.
Ástæðan fyrir því hversu erf-
itt er að koma höndum yfir þá
sem standa að baki eiturlyfja-
braskinu er m.a. sú, að um
þessar mundir stendur yfir
harðvítug valdabarátta milli
þeirra innbyrðis. Deilurnar
standa aðallega um það hverjir
eigi að gína yfir eiturlyfjasöl-
unni annars vegar innan írans
og hins vegar sölu og dreifingu á
því eitri, sem fer til V-Evrópu og
Bandaríkjanna frá Iran.
Það er alþekkt staðreynd, að
keisarinn fyrrverandi og fjöl-
skylda hans voru einhver mikil-
vægasti hlekkurinn í eiturlyfja-
braskinu í Iran. Keisarinn og hin
svonefnda Pahlavi-stofnun hans
höfðu raunverulega einokunar-
aðstöðu í ópíumviðskiptunum,
sem á hverju ári gáfu af sér
svimandi fjárhæðir í beinan
hagnað. I einu austurhéraða
Irans, Kerman, var bein ópíum-
uppskera keisarans sjálfs 30
tonn á ári.
Handtaka Asraf
Tvíburasystir keisarans, As-
raf, er í Iran álitin spilltasti
meðlimur Pahlavi-fjölskyldunn-
ar. Hún var eitt sinn handtekin í
Sviss með ferðatöskurnar fullar
af heróíni. Bertrand Russel stað-
hæfði einhverju sinni að bæði
tollyfirvöldum og Alríkislögregl-
unni í Bandaríkjunum væri full-
kunnugt um að frá íran kæmi
megnið þeirra eiturlyfja sem
smyglað væri til Bandaríkjanna,
en svo mikilvægur væri keisar-
inn í sambandi við olíuhagsmuni
Vesturlanda að óhjákvæmilegt
þætti að láta þá hagsmuni sitja
fyrir.
Nú, þegar keisarinn hefur
neyðzt til að flytja frá íran,
hefur skapazt tómarúm innan
eiturlyfjaiðnaðarins, og um það
stendur baráttan. Byltingar-
nefndirnar ráða ekkert við
vandamálið, og líkur benda til
þess að áhugi á að láta til skarar
skríða sé af skornum skammti.
Á eiturlyfjamarkaðnum í íran
eru miklir peningar í umferð, og
þeir, sem hafa hagsmuna að
gæta, þurfa ekki að skera mútur
við nögl. Mútuþægni og hvers
konar spilling hafa ætíð verið
mikill þáttur í eiturlyfjavið-
skiptum, hvers konar stjórnir
sem hafa verið við völd þar sem
þau fara fram.
Ætla má, að eiturlyfjaverzlun-
inni sé í raun og veru stjórnað á
„æðstu stöðum“, og þá er átt við
stjórnmálaleiðtoga. Keisarinn
og fjölskylda hans eru dæmi um
slíkt. Annað dæmi um það
hvernig eiturlyfjabraskið fer í
raun og veru fram í austurlönd-
um: Þegar fyrrum forseti Líban-
ons, Suleiman Franjieh, kom til
New York í nóvember 1974 til að
flytja ræðu eina mikla hjá Sam-
einuðu þjóðunum var hann góm-
aður á flugvellinum og hluti
farangurs hans var gerður upp-
tækur. Franjieh hefur ætíð haft
náin tengsl við vini sína í
Sýrlandi ...
í íran segja sumir að eitt af
því fáa, sem þar gangi með
eðlilegum hætti um þessar
mundir, sé eiturlyfjaverziunin. í
fyrra fékkst metuppskera —
ópíum-akrarnir gáfu af sér 600
tonn. 400 tonn til viðbótar komu
frá Pakistan og Afganistan. Af
þessum birgðum fá 180 þúsund
skrásettir eiturlyfjasjúklingar í
íran 200 tonn, aðallega í formi
morfíns eða heróíns.
Svipmynd frá Jamshid-götu í Teheran — mannleg lágkúra í sinni ömurlegustu mynd