Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1980
3
Olíumöl til umræðu á Alþingi:
Byggðasjóður ráðstafar 700
m. kr. í varanlega vegagerð
Stefnumótandi sam-
þykkt stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar
í fjárlögum ríkisstjórnar 1980
er heimild til handa f jármálaráð-
herra, bundin samþykki fjárveit-
inKanefndar, að breyta skuldum
Olíumalar hf. við ríkissjóð i
hlutafjárframiag, ef verða mætti
til að efla lífslíkur fyrirtækisins.
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, upplýsti á Alþingi í gær,
að hann hefði formlega leitað
eftir samþykki fjárveitinga-
nefndar — og bæri að lita á þá
gjörð i ljósi fyrra samkomulags,
þess efnis, að fjárveitinganefnd
tæki afstöðu til þessara heimilda
i kjölfar könnunar á fjárreiðum,
rekstrarstöðu og lífslíkum Olíu-
malar hf.
Sverrir Hermannsson skýrði
frá því í umræðu um málið að
stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins hefði samþykkt, að sinni
tillögu, að verja 700 milljónum
króna af lántökuheimild Byggða-
sjóðs í endurlán til Vegasjóðs til
varanlegrar vegagerðar. — Væri
hér um timamót að ræða i
afstöðu fjárráðstöfunar Byggða-
sjóðs, sem í senn flýtti fyrir
varanlegri vegagerð og gæti auk-
ið á verkefni Oliumalar hf. en
verkefnaskortur væri helzta or-
sök erfiðrar fjárhagsstöðu þess.
Varanleg vegagerð væri og verk-
efni, sem bæði strjálbýlis og
þéttbýlisfólk ætti að geta samein-
ast um sem verðugt verkefni
fjárstuðnings úr Byggðasjóði.
Þessu fjármagni skal ráðstafað
af fjárveitinganefnd Alþingis og
fulltrúum frá Framkvæmda-
stofnun og Vegagerð rikisins, að
fengnum tillögum vegamála-
stjóra. Þær tillögur liggja enn
ekki fyrir.
Gagnrýnendur á þá fyrirhug-
uðu gjörð fjármálaráðherra, ef
fjárveitinganefnd samþykkir, að
breyta skuldum Oliumalar í
hlutafjárframlag, voru einkum úr
röðum Alþýðuflokks, og umræðan
spannst í framhaldi af fyrirspurn
Vilmundar Gylfasonar (A) um
þetta mál. Töldu þeir rekstrar-
stöðu fyrirtækisins verri en áður
var haldið, málið allt illa uþplýst
og tengjast því sem þeir kölluðu
„samtryggingarkerfi flokkanna".
Veittust þeir einkum að fjármála-
ráðherra, sem tekið hefði afstöðu
áður en málið væri fullrannsakað.
Verjendur bentu hinsvegar á,
að ef fyrirtækið yrði gert upp yrði
tapið fyrst og fremst opinberra
aðila: sveitarfélaga, sem ættu
fyrirtækið, ríkissjóðs og ríkis-
banka. Ef hinsvegar væri hægt að
koma fyrirtækinu á rekstrarfætur
á ný, sem vonir stæðu til, mætti
bjarga þeim fjármunum, er ella
væru glataðir, auk þess sem óvíða
væru stærri verk óunnin í verk-
efnaþáttum þjóðfélagsins en í
varanlegri vegagerð.
Stund
milli stríða
Skemmdarverk unnin á sundlaug og
dagheimili í Breiðholti:
Kostnaður um 19
milljónir króna
KOSTNAÐUR vegna skemmda sem
unnar hafa verið á tveimur bygging-
um sem unnið er að á vegum
Reykjavikur í Breiðholti III nemur
nú samtals 19 milljónum króna, að
því er fram kemur í bréfi Þórðar Þ.
Þorbjarnarsonar borgarverkfræð-
ings til borgarráðs. Hér er um að
ræða sundlaug við Fjölbrautaskól-
ann og dagheimili og leikskóla við
Iðufell. Sundurliðað er talið að
skemmdirnar hafi verið unnar við
Iðufell fyrir 3 til 4 milljónir króna,
og á sundlauginni fyrir um 15
milljónir króna.
í bréfi borgarverkfræðings lýsir
hann þeirri skoðun sinni, að óhjá-
kvæmilega muni þessi skemmdarverk
verða til þess að valda töfum á skilum
verktaka á byggingunum, svo um-
fangsmikil séu skemmdarverkin.
í niðurlagi bréfs borgarverkfræð-
ings segir svo:
„í laug Fjölbrautaskólans var
kveikt í birgðum af asfalti sem
verktakinn geymdi fyrir Reykja-
víkurborg. Mesta tjónið í eldsvoðan-
um varð af sóti, sem myndaðist við
bruna asfaltsins. Verktakinn hefur
sett fram ósk um að Reykjavíkurborg
taki þátt í tjóni er varð vegna þessa
bruna.
Nú er það ekki óþekkt að skemmd-
arverk séu unnin á byggingum á
vegum Reykjavíkurborgar, en hér í
þessu tilviki tekur steininn úr og
núna seinast þegar nýgerð flísalögn í
sundlaugarmannvirkinu var eyðilögð,
o^g varð þess valdandi að panta verður
nýjar flísar frá Þýskalandi. Hér er
um samfélagslegan vanda að ræða og
með tilliti til þess þykir mér ekki
óeðlilegt að Reykjavíkurborg hjálpi
til með eftirfarandi:
Að Reykjavíkurborg greiði auka-
kostnað sem af því leiðir að hafa
mann í vinnu á eftir og næturvinnu-
kaupi við þessar byggingar þann tíma
sem þær eiga eftir til verkloka nú í
haust. I öðru lagi að Reykjavíkurborg
taki þátt í þeim kostnaði sem hlaust
af brunatjóni við sundlaugarbygging-
una, sem nemur 50% eða 4 millj.
króna.
Mál þetta er kynnt í borgarráði
með það fyrir augum að það beiti
öllum tiltækum áhrifamætti sínum
til þess að vekja íbúa borgarinnar til
meðvitundar um þetta mikla og
vaxandi vandamál."
Ekið á pilt á vélhjóli:
Lýst eftir öku-
manni og vitnum
Á LAUGARDAGINN ók biíreið á
pilt á vélhjóli á Breiðholtsbraut
við Seljabraut um klukkan 15.50.
Pilturinn féll í götuna og meidd-
ist lítils háttar en hjólið er mikið
skemmt. Hins vegar stoppaði bif-
reiðin ekki heldur var henni ekið
af vettvangi. Slysarannsóknadeild
lögreglunnar vill ná tali af öku-
manninum, svo og vitnum að
atburði þessum, en það mun hafa
verið gulur Fíat 128, sem þarna
átti hlut að máli.
Iðnskólinn í Reykjavík:
Sjö umsóknir um
stöðu skólastjóra
RUNNINN er út umsóknarfrest-
ur um stöðu skólastjóra Iðnskól-
ans í Reykjavík.
Eftirtaldir menn sóttu um
stöðuna: Guðmundur Pálmi
Kristinsson byggingarverkfræð-
ingur, Halldór Jón Arnórsson,
settur skólastjóri Iðnskólans,
Ingvar Ásmundsson, fjármála-
stjóri Rafmagnsveitu Reykja-
víkur, Kjartan Borg kennari,
Kristján Torlacius yfirkennari,
Ólafur R. Eggertsson yfirkenn-
ari, Sveinn Sigurðsson véltækni-
fræðingur.
Menntamálaráðherra veitir
stöðuna.
Uppboð
Klausturhóla
KLAUSTURSHÓLAR efna til
málverkauppboðs i súlnasal
Hótels Sögu á morgun, upp-
stigningardag kl 15.
Myndir, sem verða á uppboð-
inu, verða sýndar að Laugavegi
71 klukkan 9—18 í dag og á
Hótel Sögu klukkan 10—14 á
morgun.
Colgate MFP f luor tannkrem herðir
tennurnar og ver þær skemmdum.
Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið
á markaðnum.
Þúsundir barna um viða veröld hafa um árabil verið
þáttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún
ótvirætt sannað að Colgate MFP fluor tann-
krem herðir glerung tannanna við hverja
burstun. þannig að tennurnar verða sifellt
sterkari og skemmast siður.
Þess vegna velja milljónir foreldra um heim
allan Colgate MFP fluor tannkrem handa
börnum sinum.
p }q
1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn
og herðir hann.
2. Þess vegna veröur glerungurinn sterkari
Og börnunum líkar bragöiö.