Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980
31
Sá yngsti!
Paul Allen heitir þessi ungi
heiðursmaður og er æði kátur að
sjá. Og engan skal það undra.
myndin er neínilega tekinn
skömmu eftir að West Ham hafði
sigrað Arsenal í úrslitum ensku
bikarkeppninnar. Allen lék sem
tengiliður í liði West Ilam og
fékk það erfiða verkefni að elta
Liam Brady eins og skugginn.
Allen ritaði nafn sitt á spjöld
sögunnar einnig með því að vera
yngsti leikmaður sem leikið hef-
ur í úrslitaleik um bikarinn. en
strákurinn er aðeins rétt rúm-
lega 17 ára gamall.
Allen gerði stöðu sinni í leikn-
um góð skil og engu mátti muna
að hann kórónaði daginn með því
að skora annað mark West Ham 5
mínútum fyrir leikslok. En það
var Willy Young, miðvörður Ars-
enal, sem rændi hann augnablik-
inu með því að fella hann gróflega
einum metra fyrir utan vítateig.
Það kom þó ekki að sök, West
Ham þreif heim með sér bikarinn
og eftir sátu leikmenn Arsenal
með sárt ennið.
Vestur-Þjóóverjar
áttu stórleik
ÞAU KNATTSPYRNULIÐ sem
hafa áunnið sér rétt til þess að
leika í lokakeppni Evrópumóts-
ins í knattspyrnu sem fram fer á
ítaliu í júni, eru nú að slá
botninn í lokaundirbúninginn
með því að leika vináttulands-
leiki. í gærkvöldi léku Vestur-
Þjóðverjar við Pólverja í Frank-
furt og sigruðu Þjóðverjar ör-
ugglega 3—1. Staðan i hálfleik
var 2—1. Þýska liðið lék allan
tímann mjög vel að sögn frétta-
skeyta. Og oft á tíðum þótti
samleikur þeirra og leikfléttur
með ólíkindum. Fyrsta mark
leiksins kom á 6. mínútu. Karl
Heinz Rummenigge skoraði með
föstu vinstri fótar skoti frá vita-
teigslínu.
Boniek jafnaði fyrir Pólverja á
35. mínútu er hann skoraði beint
úr aukaspyrnu af tuttugu metra
færi.
Þremur mínútum síðar náði
Klaus Allofs forystu og í síðari
hálfleiknum skoraði Bernd
Schuster þriðja markið. Var þetta
áttundi sigur Vestur-Þjóðverja yf-
ir Pólverjum í tólf leikjum. Fjórir
hafa endað með jafntefli.
Kaliforníufarar
senn á heimleið
NÚ í vikunni koma heim sex
Kaliforníufarar úr hópi frjáls-
íþróttamannanna sem dvalist
hafa við æíingar vestra frá því í
janúar, og í byrjun júní kemur
afgangurinn. átta manns.
Þeir sem koma í vikunni eru
Erlendur Valdimarsson ÍR, Vé-
steinn Hafsteinsson KA, Sigurð-
ur Einarsson GÁ, Kristján Giss-
urarson GÁ og Ásgerður ólafs-
dóttir KA. Dýrfinna Torfadóttir
KA heldur á sama tíma frá
Kaliforniu til Massachusettsfylk-
is þar sem hún dvelur um hríð.
I júníbyrjun koma svo þau
Gunnar Páll Jóakimsson ÍR, Þor-
valdur Þórsson ÍR, Þráinn Haf-
steinsson ÍR, Þórdís Gísladóttir
Frlðlsar Iferðltlr
l................. ...
ÍR, Guðlaugur Þorsteinsson ÍR,
Vilmundur Vilhjálmsson KR,
Stefán Hallgrímsson UÍA og Rut
Ólafsdóttir FH. Þeir sex fyrst
töldu eru í San Jose, en Stefán og
Rut eru í San Diego. Stefán hefur
fengið sér vinnu við garðyrkju og
útkeyrslu húsgagna meðfram æf-
ingum, til að framfleyta sér
vestra. Þá er óljóst hvort Elías
Sveinsson FH komi heim í sumar,
þar sem hann hefur hafið störf
hjá byggingafyrirtæki í San Jose
og hyggst staðfesta ráð sitt vestra
á næstunni.
Islenzku frjálsíþróttamennirnir
vestra virðast hafa vakið athygli,
því nokkrir bandarískir háskólar
vilja fá flesta þeirra í sínar raðir.
Þessa dagana eru þeir í viðtölum
hjá skólum út um hvippin og
hvappinn, flestum þó í Kaliforníu-
fylki. — ágás.
• Leikmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafa þann hátt á að rétt áður en haldið er til leiks á fyrsta
leik í lslandsmótinu ár hvert, fer liðið upp í kirkjugarð og leggur blómsveig á leiði Jóns Kjartanssonar
fyrrum knattspyrnumanns í Val. er lést af slysförum eftir meiðsli er hann hlaut í leik 15. júní árið 1933.
Jón sem var aðeins 21 árs og lék í marki hlaut sla'm meiðsli og lést tveimur dögum síðar. Á myndinni er
Guðmundur Þorbjörnsson fyrirliði Vals að koma blómsveignum fyrir, en við legsteininn stendur formaður
knattspyrnudeildarinnar. Jón Gunnar Zoega. — þr.
Ljósm. Kristján Einarsson.
Köln vill skipta á
Ásgeiri og Okudera
ENN EITT evrópskt stórlið hefur
bætzt í hóp þeirra liða, sem
áhuga hafa á þvi að kaupa
knattspyrnusnillinginn Ásgeir
Sigurvinsson. Er það vestur-
þýzka félagið FC Köln, sem varð
Þýskalandsmeistari 1978.
Útsendari frá Köln fylgdist á
dögunum með leik Standard Liege
og Anderleicht. Var erindið að sjá
Ásgeir leika. Köln hefur tvivegis
haft samband við Ásgeir eftir
leikinn og einnig við Standard. Ef
Standard er tilbúið að selja Ásgeir
mun Köln hafa í hyggju að selja
Japanann Okudera og láta Ásgeir
leika með enska landsliðsmannin-
um Tony Woodcook, en eins og
margir vita er aðeins tveimur
útlendingum heimilt að leika með
hverju liði í þýzku deildinni.
Ásgeir tekur þessu öllu með
jafnaðargeði og hann einbeitir sér
nú að belgísku bikarkeppninni, en
þar er Standard komið í fjögurra
liða undanúrslit. — SS.
Englendingar sigruöu
heimsmeistarana 3—1
Enska landsiiðið í knattspyrnu
sigraði Argentínu 3—1 i vináttu-
leik i knattspyrnu sem fram fór á
Wembley leikvanginum í gær-
kvöldi. Enska liðið lék mikla
sóknarknattspyrnu allan leikinn
og yfirspilaði heimsmeistarana
oft á tiðum. Staðan í hálfleik var
1—0, fyrir England. David John-
son skoraði tvö mörk og Kevin
Keegan sem var einn besti maður
I Knatlspyrna 1
vallarins eitt. Mark Argentínu
skoraði fyrirliði liðsins Passar-
ella úr vítaspyrnu.
Leik ÍBV og
UBK frestað
í GÆRKVÖLDI stóð til að leikur
ÍBV og UBK færi fram í 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu.
En þar sem ekki var flugveður til
Vestmannaeyja varð að fresta
leiknum fram á fimmtudag. Þá
mun leikurinn eiga að fara fram
kl. 16.00 og verður þá síðasti
leikurinn í 1. umferð mótsins.
Þakkarvert
framtak
KNATTSPYRNUDEILD Vals
stóð fyrir myndarlegu framtaki
eftir leik Vals og FH. Þeir
boðuðu til blaðamannafundar
með þjálfurum liðanna og þeim
leikmönnum sem blaðamenn
óskuðu eftir að fá að ræða við.
Er þetta til mikils hægðarauka
fyrir blaðamenn því að þeirra
timi er oft naumur og oft
kemur það fyrir að búningsher-
bergjum er læst og þjálfarar og
leikmenn gefa sér ekki tíma til
að ræða um leikinn og segja sitt
álit á honum. Mættu fleiri félög
taka sér Valsmenn til fyrir-
myndar í þessum efnum. Þá
hefur knattspyrnudeildin gefið
út veglega leikskrá með lit-
prentaðri forsiðu. Þá vöktu
stuðningsmenn Vals á sér
óskipta athygli með fagurlega
skreyttum bíl sem þeir óku um
götur borgarinnar þegar þeir
hvöttu fólk til að sjá leikinn.
- þr.
Danir
flengdu
Svía!
SÆNSKA handknattleiks-
landsliðið fékk heldur betur
á baukinn gegn erkif jendum
sinum Dönum í landsleik í
Randers í fyrradag. Lokatöl-
ur leiksins urðu 24 — 14 fyrir
Dani, eftir að staðan i hálf-
leik hafði verið 12—7.
Sænsk blöð sögðu ýmist
frá leik þessum í agnar-
smáum eindálkum eða með
gífurlegum uppslætti, þar
sem allir milli himins og
jarðar voru hundskammað-
ir. Danska pressan fjallaði
eins og vænta mátti um
leikinn af allt öðrum toga,
t.d. sagði Berlingske Tid-
ende frá því að hinir 1200
áhorfendur hafi sungið
linnulaust „Mogens, Mog-
ens, je, je, jeeee,“ enda mun
Mogens (Jeppesen mark-
vörður) hafa staðið sig með
mikilli prýði i leiknum.
Þrír á
Evrópumót
ÞRÍR íslendingar verða
meðal þátttakenda á Evr-
ópumeistaramótinu í kraft-
lyftingum sem fram fer í
Sviss um næstu helgi. Það
eru þeir Skúli Óskarsson.
Sveinn Hjaltason og Jón P.
Sigmarsson. Fararstjóri
verður formaður Lyftinga-
sambandsins, Ólafur Sigur-
geirsson.
Víkingur
Mynda- og skemmti-
kvöld hjá skíðadeild
Víkings í kvöld kl.
19.00 í félagsheimilinu
við Hæðagarð.
Stjórnin.
Mót hjá GR
Á MORGUN, fimmtu-
dag, fer fram hjá
Golfklúbbi Reykja-
víkur „Greenson"-
mótið og hefst það kl.
13.00.