Morgunblaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAI 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
^ujjunry - ua ■/; if
veit nema þessi lofsverða viðleitni
valdi straumhvörfum til heil-
brigðs menningarlifs?
Mætti ég biðja fyrir tvær kveðj-
ur? Önnur er til Ríkisútvarpsins,
með þökk fyrir dagskrá hljóðvarps
og sjónvarps, sem að mínu mati
eru yfirleitt mjög góðar, miðað við
aðstæður. En þær ná ekki tilgangi
sínum nema athygli sé vakandi,
skyldi hún ekki vera brengluð hjá
þeim, sem kvarta mest og van-
þakka?
Hin er til landlæknis með fyrir-
spurn varðandi atriði, sem ég
skrifaði bréf um til Velvakanda í
fyrra. Er virkilega ekki nokkur
leið að koma því við, að sjúklingar
á sjúkrahúsum fái svefnfrið leng-
ur en til kl. 6 að morgni?
Vanrækjum hvorki í meðlæti né
Þessir hringdu . . .
• Dómgreindin
skert
A.B. hringdi:
Mig langar að beina orðum
mínum til umsjónarmanna feg-
urðarsamkeppni íslands. Ég sótti
skemmtun úti á landi, þar sem
valin var fegursta stúlka sýsl-
unnar og mér ofbauð sú aðferð,
sem notuð var við valið. Þetta er
gert á dansleik, hinar og þessar
stúlkur eru „pikkaðar út“ og þær
beðnar að taka þátt í keppninni.
Klukkan u.þ.b. tvö að nóttu eru
gestum afhentir seðlar sem þeir
eiga að skrifa nafn fallegustu
stúlkunnar á. Það er nú þannig
með landann að kl. 2 að nóttu á
dansleik eru flestir orðnir vel
drukknir og dómgreindin skert
hjá mörgum.
Það fór svo á þeim stað, sem ég
var gestkomandi á, að þegar nafn
sigurvegarans var kallað upp,
hrópaði fólkið: „Mistök, mistök".
Ekki öfundaði ég vesalings stúlk-
una, sem valin var þarna. Því vil
ég spyrja umsjónarmenn keppn-
innar „ungfrú ísland". Er ekki
hægt að hafa skemmtilegri brag á
þessu?.
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Þessi staða kom upp í áttundu
einvígisskák þeirra Ninu Gurieli
og fyrrverandi heimsmeistara
kvenna Nonu Gaprindashvili. Sú
síðarnefnda hafði svart og átti
leik.
23. — Rf3!, 24. c4 (Peðið á d3 var
friðhelgt vegna gaffalsins á el) —
Hh5, 25. Kxf3 - Bxal,26. Bxd3
— Hxh2, 27. Bf4 — h4 og hvítur
Gaprindashvili sigraði í ein-
víginu, hún hlaut sex vinninga
gegn þremur vinningum Gurieli.
mótlæti að reyna að komast í
samband við æðri máttarvöld með
einlægum bænum, og drífum okk-
ur í kirkju oftar en á stórhátíðum
og syngjum með, eins og Sigur-
borg Eyjólfsdóttir og Karl Helga-
son hafa bent svo fallega á í
bréfum til Velvakanda nýlega.
Guð blessi lönd og þjóðir vors
hverfula heims.
Erla Þórdís Jónsdóttir.
• Nauðsyn réttrar
lífernisfræðslu
„Hegðunar eða lífernisfræði
getur ekki orðið viðunandi fyrr
en hin nauðsynlega þekkingar-
undirstaða er fundin“. HP.
Lífernisfræði ætti að vera
helsta námsgrein í hverjum skóla.
Hin sanna, vísindalega lífernis-
fræði, skyldi vera undirtónn allrar
fræðslu.
Þegar svo væri komið, að allir
nytu fræðslu í þeirri grein, mætti
búast við hugarfarsbreytingu, sem
dygði til að bæta heiminn.
Hin sanna lífernisfræði byggir
á alsambandi lífsins og þá að
sjálfsögðu á afleiðingum allrar
breytni og allrar hugsunar eins til
annars.
Framkoma og hugsun eins til
annars veldur farsæld eða ófar-
sæld hverjum einstaklingi fyrr
eða síðar.
Allt sem vér gerum öðrum
kemur niður á oss sjálfum í
einhverri framtíð.
Ef vér breytum illa við náunga
vorn, þá stuðlum vér að eigin
ófarsæld og ef vér breytum vel við
náunga vorn, þá erum vér að
stuðla að eigin farsæld.
Minnumst þess, að dýr eru ekki
síður náungar vorir, en menn. Oss
ber að sýna þeim umhyggjusemi
og góðvild ekki síður en mönnum.
Sá sem veldur öðrum meini,
manni eða dýri, sjálfum sér til
ánægju, stuðlar að eigin skipbroti,
eigin ófarsæld, í einhverri
framtið.
Afleiðingar gerða vorra snerta
oss sjaldan undireins. Stundum
koma þær ekki fram fyrr en í
framlífi hvers og eins.
Allar gerðir vorar, athafnir og
hugsanir, ráða því hvernig framlíf
vort verður.
Alla ævi vora hér erum vér að
móta framtíð vora og framlíf með
líferni voru.
Vitum, að framlíf vort verður
jafn raunverulegt og jarðlíf vort
er nú, og ástand vort í framlífi
mun í fyrstu ráðast af breytni
vorri hér.
Framlíf manns á öðrum hnetti
er beint framhald og afleiðing
þess, sem lifað er hér á tiltölulega
skammri ævi.
Stríðsástand á jörð vorri er
afleiðing þess, að vita ekki af
lífinu á öðrum stjörnum og hvern-
ig hægt er að efla sambönd við
æðri lífstöðvar.
Þekkingin á alsambandi lífsins
og á meginstefnunum tveimur,
hinni góðu og hinni illu, er undir-
staða allrar sannrar lífernis-
fræðslu.
„Án þess sannleika, sem hægt
sé að byggja á nægilega full-
komna lifernisfræði, getur öld
hins óbrigðula friðar ekki hafist
á jörðu vorri“. H.P.
Ingvar Agnarsson.
HÖGTSTI HREKKVÍSI
M^ertA 02 Mðbfr veikop rOó-L •-"
Frá skólaslitunum í Útskálakirkju.
Garður:
Tónlistarskólanum
slitið í fyrsta sinn
(íarði. 12. maí.
í GÆR, 11. maí, fór fram
skólauppsögn Tónlistarskóla
Gerðahrepps, sem er útibú frá
Tónlistarskóla Keflavíkur. en í
vetur var fyrsta starfsár skólans.
Fór athöfnin fram í Úiskála-
kirkju og var mikið fjölmenni.
Spiluðu nemendur á gítar, píanó
og blokkflautur en á þessi hljóð-
færi var kennt í skólanum í vetur.
Þrír kennarar kenndu við skólann,
þar af tveir fastráðnir. Skólinn er
til húsa í störu, glæsilegu húsi á
sjávarkambinum í Út-Garðinum
sem heitir Akurhús.
Veittar voru þrjár viðurkenn-
ingar fyrir námsárangur í vetur.
Þær hlutu Helga Birna Ingimund-
ardóttir, Gísli Rúnar Heiðarsson
og Auður Finnbogadóttir.
Skólastjórinn, Herbert H.
Ágústsson, sleit skólanum í lok
tónleikanna og kennarar afhentu
einkunnabækur.
Arnór.
Af steypur af mynd
Kaldals af M.A.
í UNDIRBÚNINGI eru mikil há-
tiðarhöld i tilefni aldarafmælis
Menntaskólans á Akureyri. Munu
þau fara fram bæði á Akureyri og
Möðruvöllum 15. til 17. júní nk.
Væntanieg er 3ja binda saga skól-
ans, eins og áður hefur verið skýrt
frá.
Þá hefur verið ákveðið að gefa út í
tilefni aldarafmælis skólans, af-
steypur af mynd Leifs Kaldal gull-
smiðs, af gamla skólahúsinu á Akur-
eyri, er gefin var Sigurði Guð-
mundssyni skólameistara, þegar
hann lét af störfum. Frummyndin er
úr silfri og hinrf* fegursti gripur.
Afsteypurnar eru hins vegar gerðar
úr bronsi og innrámmaðar í gylltan
málmramma í rauðviðartréramma.
Hver afsteypa verður númeruð og
upplag takmarkað við pantanir.
Áletraður skjöldur verður á hverri
mynd og mun Leifur Kaldal árita
hverja mynd. Sýnishorn af þessum
afsteypum eru til sýnis hjá Listhús-
inu og Galleri Háhól á Akureyri og
Klausturhólum Laugavegi 71,
Reykjavík. Afsteypurnar eru gefnar
út af Myndaútgáfunni, Reykjavík.
S3P SlGeA V/GGA í ÁiLVERAW