Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 1
64 SÍÐUR
138. tbl. 67. árg.
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Furðar sig á
Carter-bréfi
Washington. 21. júní. AP.
HELMUT Schmidt. kanzlari
Vestur-Þjóðverja, „furðar sig“ á
bréfi frá Jimmy Carter forseta.
þar sem snúizt er gegn þvi að
kanzlarinn leggi til, að frestað
verði að koma fyrir eldflaugum i
Evrópu, þegar hann hittir Leonid
Brezhnev forseta að máli 30. júni.
að sögn „Washington Post“ i dag.
í viðtali við „Washington Post“
segir Schmidt kanzlari að tillaga
sín um að frestað verði að koma
fyrir meðaldrægum eldflaugum í
þrjú ár, sé í samræmi við almenn
vestræn sjónarmið.
Talsmaður Hvíta hússins, Jody
Powell, sagði að Bandaríkjastjórn
teldi ekki að Schmidt mundi
stinga upp á samkomulagi um
„frystingu staðsetningar eld-
flauga". En fregnir um, að
Schmidt kynni að stinga upp á
slíku, þrátt fyrir ákvörðun NATO
um að tefla fram eldflaugunum,
vöktu ugg í Bandaríkjunum og
urðu til þess að Carter skrifaði
Schmidt bréf til að gera grein
fyrir andstöðu sinni. Talsmaður
kanzlarans hefur síðan sagt, að
Bonn-stjórnin styðji ákvörðun
NATO.
Schmidt segir í viðtalinu, að
náið samstarf við vestræna sam-
herja heyri undir vestur-þýzka
þjóðarhagsmuni, en „við munum
vissulega ekki láta af þeim vilja að
hafa samstarf við“ Austur-
Evrópuríkin. „Það er einnig röng
hugmynd, að ríkisstjórnir í Evr-
ópu hafi ekki rétt til að lýsa ugg
sínum, að þær hafi ekki rétt til að
leggja fram tillögur," sagði
Schmidt.
Carter kom í dag til Páfagarðs
í Evrópuför sinni til að ræða við
Jóhannes Pál páfa II og kirkju-
BanKkok, 21. júni. AP.
UM 50 thailenzkir fiskimenn
munu hafa drukknað þegar viet-
nömsk varðskip sökktu þremur
togurum á Siam-flóa á þriðjudag-
inn, að sögn „Bangkok Post“ í
dag.
Blaðið sagði, að átta varðskip
hefðu hafið skothríð á flota thai-
lenzkra togara, sem voru komnir í
höfðingjar og svissneski lífvörður-
inn tóku honum með mikilli við-
höfn. Forsetinn kom við hjá minn-
isvarða Aldo Moro á staðnum, þar
sem hryðjuverkamenn Rauðu her-
deildarinnar skildu lík hans eftir.
Pínuhnetur
handa Carter
eru týndar
Feneyjum, 21. júní. AP.
FORRÁÐAMENN Cipriani-
hótelsins í Feneyjum eru nú i
öngum sinum. Þeir eiga von á
Jimmy Carter, forseta Banda-
rikjanna, til gistingar vegna
sjö-Ianda ráðstefnunnar. Þar
er þeir vissu hve hnetubónd-
inn Jimmy Carter er hrifinn
af pinuhnetum. þá pöntuðu
þeir 50 kiló af pínuhnetum frá
Georgíu — heimaríki forset-
ans.
En nú horfir til vandræða —
pínuhneturnar eru ókomnar til
Feneyja og enginn veit hvar
þær eru niðurkomnar.
„Við vitum hve forsetinn er
hrifinn af pínuhnetum," sagði
William Hamilton, talsmaður
hótelsins við fréttamenn. „Því
vildum við gleðja forsetann
með ljúffengum pínuhnetum.
En við erum nú úrkula vonar
um, að þær komi í tíma,“ sagði
Hamilton ennfremur. Því virð-
ist flest benda til þess, að
hnetubóndinn frá Georgíu
verði af Georgíu-hnetum —
nema hann sjálfur sé svo
forsjáll að taka pakka með sér
til Feneyja.
39,5 km fjarlægð frá víetnömsku
eynni Thorn.
Nokkrum hinna thailenzku
fiskimanna mun seinna hafa verið
bjargað um borð í víetnömsku
bátana, að sögn blaðsins.
Nokkrir svipaðir atburðir hafa
gerzt á undanförnum árum. Thai-
lenzkir fiskimenn veiða jafnan í
landhelgi grannríkja, þar á meðal
Burma, Kambódíu og Víetnam.
Þrjár herflugvélar, þrjú
varðskip og nokkur herskip
hófu sameiginlegar aðgerðir
gegn njósnabátnum þegar hann
hafði laumazt inn í suður-kór-
eska landhelgi, og honum var
eytt á Gulahafi um 65 km.
vestur af Sosan á vesturströnd-
inni. Sosan er um 15 km.
suðvestur á Seoul.
Tveir suður-kóreskir sjóliðar
særðust lítilsháttar í viðureign-
inni að sögn yfirvalda.
Shin Hyun-Soo hershöfðingi,
yfirmaður gagnnjósnaþjónust-
unnar, hélt því fram að bátur-
inn hefði átt að setja á land
norður-kóreska útsendara, sem
hefðu átt að æsa til uppþota
gegn stjórnvöldum í líkingu við
hina blóðugu uppreisn í
Kwangiu í síðasta mánuði þeg-
ar 170 létu lífið.
Hann sagði, að meðan á
eltingarleiknum stóð hefðu
Suður-Kóreumenn orðið varir
við fimm herskip og 12 MIG-
herflugvélar, sem Norður-
Kóreumenn hefðu teflt fram til
hugsanlegra aðgerða. Með „við-
eigandi ráðstöfunum" sagði
hann að komið hefði verið í veg
fyrir að Norður-Kóreumenn
sæktu yfir landamærin.
í marz var njósnabáti frá
Norður-Kóreu sökkt út af hafn-
arborginni Pohans á austur-
ströndinni. Norður-Kóreumenn
neituðu því að bátnum hefði
verið sökkt.
í viðureigninni í dag hóf
njósnabáturinn viðureignina
þegar hann hafði neitað að
hlýða stöðvunarmerkjum og
tveimur viðvörunarskotum
I hafði verið hleypt af að sögn
yfirvalda. Yfirvöld hafa varað
við aðgerðum af hálfu Norður-
I Kóreu síðan í fyrra haust.
Prestur
iðrast
Moskvu. 21. juni. AP.
SÉRA Dmitri Dudko. sem verið
hefur virkur i andstoóu sinni
við sovésk yfirvöld kom í gær-
kvöldi fram i sovéska sjónvarp-
inu og sagðist iðrast gerða
sinna. Hann hafnaði öllu sem
hann hafði áður skrifað, sem
„slúðri“ og hét sovéskum yfir-
völdum hlýðni.
Séra Dudko var handtekinn í
janúar síðastliðnum og hefur
verið í fangelsi síðan. „Eg iðrast
gerða minna og viðurkenni, að
svokölluð barátta mín gegn guð-
leysi, var gegn yfirvöldum."
Hann sagðist hafa verið undir
áhrifum vestrænna áróðurs-
meistara.
Presturinn virtist afslappaður
og brosti af og til. TASS-frétta-
stofan sagði, að Dudko hafi verið
handtekinn fyrir andsovéskan
undirróður. Hins vegar segja
heimildir, að saksóknarinn hafi
verið að undirbúa ákæru á hend-
ur séra Dudko, þar sem honum
var borin kynvilla á brýn. Séra
Dudko á konu og þrjú börn. I lok
útsendingarinnar sagðist séra
Dudko hafa „fundið sjálfan sig“.
Ætla að gefa 50 til
100 manns Interferon
Aætlaður kostnaður við tilraun-
ina einn milljarður ísl. króna
Lundúnum. 21. júní. AP.
KONUNGLEGA krabbameins-
félagið í samvinnu við Well-
come lyfjafyrirtækið hefur
ákveðið að hieypa af stokkun-
um umfangsmikilum rannsókn-
um á notagildi Interferonlyfs-
ins. Á milli 50 og 100 krabba-
meinssjúklingum verður gefið
Interferon \ meðferð við sjúk-
dómnum. Áætlaður kostnaður
við tilraunina er einn milljarð-
ur islenzkar krónur.
Margir læknar álíta, að með
Interferon sé að finna lausnina í
baráttunni við krabbamein. Sá
galli er á gjöf Njarðar að
Interferon er feikilega dýrt og
seinunnið í framleiðslu. Því
verður að takmarka fjölda sjúkl-
inga. Meðferð fyrstu sjúkl-
inganna hefst í september. Int-
erferon hefur verið beitt í með-
ferð tveggja pilta á Bretlands-
eyjum en þeir létust báðir, af
völdum krabbameins, þrátt fyrir
lyfjagjöfina.
Togurum sökkt
og 50 fórust
Sumarsól
... .-^v -;>v ™
Nú þessa dagana eru sumarsólstööur, en það er þegar sól kemst lengst frá miðbaug og sólargangur er
lengstur. Nafnið sólstöður mun visa til þess, að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka og lækka á lofti.
Næstkomandi þriðjudag er svo Jónsmessan, 24. júni, en það er fæðingardagur Jóhannesar skírara og eini
fæðingardagur dýrlings. sem haldinn var helgur. Jónsmessan var helgidagur á tslandi fram tii 1770.
Jónsmessur á lslandi eru annars þrjár, sú er áður er nefnd. en siðan er tii Jónsmessa Hólabiskups á
föstu. 3. marz. haldin i minningu þess að þann dag árið 1200 voru bein Jóns Ögmundssonar tekin upp.
Jónsmessa Hólabiskups um vorið, eða hin siðari, 23. apríl, er andlátsdagur Jóns Ögmundssonar 1121.
Myndina tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, ólafur K. Magnússon, af miðnætursólinni á Seltjarnarnesi.
Njósnabáti Norður-
Kóreumanna sökkt
8pouI. 21. luni. Ar .
FLUGVÉLAR og herskip frá Suður-Kóreu sökktu njósnabáti frá
Norður-Kóreu í morgun eftir 12 tíma eltingarleik og átta menn
af bátnum biðu hana. en einn var tekinn til fanga. að sögn
suður-kóresku gagnnjósnaþjónustunnar. Þetta er annar sjóbar-
dagi Kóreurikjanna á þremur mánuðum.