Morgunblaðið - 22.06.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
íslenska álfélagið
seldi fyrir tæplega
34 milljarða sl. ár
Hagnaðurinn rúmur milljarður
SÝNINGU Félaxs íslenzkra myndlistarmanna ok Listahátíðar á verkum Sigurjóns ólafssonar
myndhöggvara í FÍM-salnum við Laugarnesveg lýkur í kvöld. Listaverk Sigurjóns hafa einnig verið til
sýnis fyrir utan heimili hans og vinnustofu á Laugarnestanga og þar er þessi mynd tekin.
Sverrir Hermannsson um ákvörðun þingfararkaupsnefndar:
Bókunin tekur gildi, þeg-
ar Alþingi kemur saman
í ÁRSSKÝRSLU íslenska álfé-
lagsins, sem nýlega er komin út,
kemur fram að á sl. ári hafi verið
mikil eftirspurn eftir framleiðslu
Álversins og verðþróunin verið
hagstæð. Heildarsalan nam tæp-
um 34 milljörðum íslenskra
króna, framleiðslan varð 71.000
tonn og af henni voru seld 68.900
tonn. Skipað var út á árinu
„Haugafyllerí
við heita læk-
inn“ — Tveir
á slysadeild
TVEIR menn voru fluttir á Slysa-
deild Borgarspítalans í gærmorg-
un vegna meiðsla, sem þeim hlutu
við heita lækinn í Nauthólsvik.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni var mikil ölvun við lækinn í
fyrrinótt og þá einkum á tímabilinu
frá klukkan 6 til 8 en þarna var þá
um 50 manna hópur. „Það var
haugafyllerí á fólkinu og þessir
tveir ultu hreinlega um sjálfa sig
niður í fjöru. Annar fékk það slæmt
höfuðhögg að hann var meðvitund-
arlaus um tíma,“ sagði varðstjór-
inn.
EINS og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær, hefur utankjör-
staðakosning í Miðbæjarskólan-
um í Reykjavík verið verulega
minni nú vegna forsetakosn-
inganna heldur en við þa-r al-
þingiskosningar, sem fram hafa
farið á svipuðum árstíma síð-
ustu ár.
„Ég vil endilega nota tækifærið
til að hvetja það fólk, sem veit að
það verður ekki heima á kjördag
til að kjósa sem fyrst, því síðustu
76.700 tonnum og fór 71,2% til
EBE landa, 23,5% til Efta landa
og 5,3% til annarra landa.
Þá kemur fram í ársskýrslunni
að hagnaður hafi verið 1,9 millj-
arðar á sl. ári, en rúmir 1,2
milljarðar eftir að opinber gjöld
höfðu verið greidd. A árinu 1978
nam salan 23 milljörðum króna og
skilaði Álverið þá 125 milljón
króna hagnaði eftir að dregnar
höfðu verið frá rúmar 400 milljón-
ir í opinber gjöld.
Á síðasta ársfjórðungi 1979 varð
að draga nokkuð úr orkusölu til
Áiversins vegna óhagstæðs veð-
urfars á landinu og nam minnkun:
in 6,2% þennan ársfjórðung. í
árslok 1979 voru starfsmenn Isal
670 þar af 118 skrifstofustarfs-
menn og stjórn, 490 aðrir starfs-
menn, 8 nemar og 54 í tímabundnu
starfi hjá ísal. Stjórn íslenska
álfélagsins skipa Halldór H.
Jónsson formaður, dr. Paul H.
Muller varaformaður, Wolgang
Capitaine, Gunnar J. Friðriksson,
Sigurður Halldórsson, Ingi R.
Helgason og Þorsteinn Ólafsson
og komu þeir tveir síðastnefndu í
stað Héðins Finnbogasonar og
Stefáns Jónssonar sem gengur úr
stjórn á aðalfundi 1979. Forstjóri
Álversins er Ragnar S. Halldórs-
son.
daga getur fólk þurft að bíða
lengi eftir að komast að hér,“
sagði Jónas og bætti því við að í
undanförnum kosningum hefði
ekki verið óalgengt að fólk hefði
orðið að bíða í eina klukkustund
eftir að geta kosið síðustu 3 til 4
dagana fyrir kjördag.
Utankjörstaðakosningin í Mið-
bæjarskólanum er opin alla daga
milli klukkan 10 og 12,14 og 18 og
20 og 22 nema á sunnudögum en
þá er aðeins opið milli klukkan 14
og 18.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá
Sverri Hermannssyni, forseta
neðri deildar Alþingis og vara-
formanni þingfararkaupsnefnd-
ar:
„Það er að bera í bakkafullan
lækinn að itreka enn einu sinni.
að þingfararkaupsnefnd hefur
ekki með að gera að ákveða
þingmönnum bein laun. Um það
gilda lög, sem segja við hvað
launin skuli miðuð.
í febrúar síðastliðnum kemur í
ljós, að allur viðmiðunarlauna-
flokkur ríkisstarfsmanna um laun
þingmanna, hefur breytzt og
hækkað um 20 til 50% fyrir hvorki
meira né minna en 6 árum! Að
kalla launahækkunina yfirvinnu-
greiðslur er ekkert annað en nýtt
nafn á launaskriði, sem ríkis-
stjórn hafði sjálf forystu um á
sínum tíma.
Þegar þingfararkaupsnefnd-
armenn fengu þessar upplýsingar,
og kröfu frá þingmönnum úr
öllum flokkum um að farið yrði að
lögum og þetta leiðrétt, fóru þeir í
smiðju til Guðmundar Karls
Jónssonar, forstöðumanns launa-
deildar fjármálaráðuneytisins og
fengu staðfestingu hans.
Sá, sem sker úr um túlkun
laganna um þingfararkaup, er
skrifstofustjóri Alþingis, Friðjón
Sigurðsson, en ekki forsætisráð-
herra á hverjum tíma. Að fengn-
um fyrrgreindum upplýsingum,
var skrifstofustjóri ekki í vafa um
réttmæti kröfu þingmanna. Fyrir
Samþykkt
þingfarar-
kaupsnefndar
HÉR FER á eftir orðrétt
samþykkt þingfararkaups-
nefndarmanna sl. fimmtudag
um launamá) þingmanna:
„Undirritaður þingfarar-
kaupsnefndarmaður samþykkir
tilmæli þingforseta um að
fresta framkvæmd bókunar
þingfararkaupsnefndar frá 20.
maí sl. til næsta reglulegs
alþingis." Þessi samþykkt er
gerð skv. tillögu Sverris Her-
mannssonar og samþykktu
hana allir nefndarmenn í þing-
fararkaupsnefnd nema Stefán
Valgeirsson, sem hefur ekki
tekið formlega afstöðu til
hennar.
því var margrædd bókun þingfar-
arkaupsnefndar gerð. Áuðvitað
var hún á óheppilegum tíma,
einneginn vegna fáránlegra kaup-
tilboða fjármálaráðherra til
handa hinum lægri launuðu í
röðum ríkisstarfsmanna. En hin
óheppilega tímasetning breytir
ekki lögum.
Ég vek athygli á, að þingfarar-
kaupsnefnd hefir ekki breytt
stafkrók í bókun sinni, enda telur
nefndin að hún hafi farið að
lögum, þótt nú reynist þau óheppi-
leg í framkvæmd, og forsetar
Alþingis voru sammála um, að
nefndin hefði farið að réttum
lögum. Þingfararkaupsnefnd hef-
ur aðeins frestað framkvæmd bók-
unarinnar, þar til reglulegt Al-
þingi kemur saman. Þá tekur hún
gildi. Auðvitað getur Alþingi
sjálft breytt lögum, en enginn
annar, nema ríkisstjórn með
bráðabirgðalögum, sem Alþingi
síðan samþykkir eða hafnar.
Kröfur ríkisstjórnarinnar og
formanna þingflokka Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar-
flokksins um að bókun þingfarar-
kaupsnefndar yrði úr gildi felld
var hafnað, þar sem farið hafði
verið að réttum Iögum. Þetta er
mergurinn málsins."
Utankjörstaðarkosning í Rvík:
Fólk getur þurft að
bíða í klukkustund
síðustu 3 til 4 dagana
Óðal feðr-
anna frum-
sýnd í gær
ÓÐAL feðranna. ný íslenzk kvik-
mynd var frumsýnd í Háskólabíói
i gær að viðstöddu fjölmenni.
Myndin er 95 mínútna löng, tekin
i lit og á 35 mm filmu. Framleið-
endur eru Hrafn Gunnlaugsson,
Snorri Þórisson og Jón Þór Hann-
esson, en þeir eiga fyrirtækið
íslenzka leikritamiðstöðin.
Óðal feðranna var tekin á sl. ári í
Borgarfirði, Keflavík, Reykjavík og
Hafnarfirði. Alls eru um 30 leikar-
ar í myndinni, sem fjallar um
baráttu ungs manns sem ætlar sér
ákveðna hluti, en ekki fer allt sem
ætlað er.
Myndin verður sýnd í Háskóla-
bíói og Laugarásbíói samtímis, en á
næstunni verða send eintök út á
land og þá fyrst í Borgarnes og
Keflavík.
15 tonna álbátur smíð-
aður í Hveragerði
NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, Álbátar hf. í Hveragerði hefur nú hafið smíði
á 15 tonna fiskibát úr áli, sem mun vera alger nýjung hér á landi.
Frumdrög að gerð bátsins hafði Sigurður Karlsson í Ilveragerði og
hefur hönnun og smiði hans tekið um tvö ár. Lagði hann þessa
hugmynd sína fyrir nokkra aðilja, sem standa að fyrirtækjunum Sveinn
Egilsson hf. og Þ. Jónsson & Co og þróaðist það í þann farveg að
stofnað var fyrirtækið Álhátar hf.
í samtali við Mbl. sögðu Sigurð-
ur Karlsson og Þórir Jónsson
stjórnarmenn fyrirtækisins að
kostir bátsins væru margir um
fram báta af sama stærðarflokki
sem smíðaðir eru úr stáli og eik.
Álið gerir bátinn um 60% léttari
og verður hann fyrir vikið mun
rúmbetri, vinnuaðstaða verður
betri og vistarverur mjög rúmgóð-
ar. Léttleiki álsins sparar svo
mikinn vélarkraft og þar með
eldsneyti. Álið þarf lítið sem ekk-
ert viðhald, enda varið gegn allri
tæringu sjávar og lofts.
Eins og áður sagði er báturinn
15 tonn. Hann er 11 metra langur
og ber um 15 tonn af fiski í lest
sem hönnuð er fyrir fiskikassa.
Hægt verður að nota margar
gerðir veiðarfæra, allt frá fiski-
rúllum til fiskineta. Báturinn verð-
ur knúinn 150 hestafla Fordvél frá
Sveini Egilssyni og með Borg-
Warner gír. Fullgerður mun bátur-
inn kosta um 100 milljónir. Vél-
smiðja Ævars Axelssonar í Hvera-
gerði smíðaði bátinn.
Til gamans má geta þess að
fyrsti sjómaðurinn sem skoðaði
bátinn keypti hann á staðnum, svo
við hljótum að vera bjartsýnir með
framtíðina, sögðu þeir Þórir og
Sigurður að lokum.
Þeir Ævar Axelsson og Sigurður Karlsson á þilfari álbátsins, en
hann verður til sýnis að Austurmörk i Hveragerði næstu daga.