Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 Býður nokkur betur? i" Málning — Hraunmálning — Þakmálning — Fúavarnarefni — allar málningavörur. —Afsláttur- Kaupir þú fyrir 30—50 þúsund veitum viö 10% afslátt - I Kaupir þú umfram 50 þúsund veitum við 15% afslátt Veggfóður — veggdúkar 51 cm breiður , —Afsláttur-------------------- Kauþir þú 3—5 rúllur veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 5 rúllur veitum viö 15% afslátt Sannkallað Litaverskjörverð Ertu aö byggja, viltu breyta, þarftu aö bæta Líttu við í Litaver, því þaö hefur ávallt borgað sig Grensasvegi, Hreyfilshusinu Sími 82444. Guðlaugur og Kristín verða á fundi að Hvoli Hvolsvelli þriðjudaginn 24. júní kl. 21.00. Fundarstjóri: Séra Hannes Guömundsson. Ávörp: Albert Jóhannsson. Anna Margrét Jakobsdóttir. Fannar Jónasson. Magnús Finnbogason. Matthías Pétursson. Sveinn Runólfsson. Ljóðalestur: Guörún Jónsdóttir og Guöný Pálsdóttir. Einsöngur: Rut L. Magnússon. Píanóleikur: Jónas Ingimundarson. Almennur söngur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Húsiö opnað kl. 20.30. Jónas Ingimundarson leikur létt lög á píanó. Stuðningsmenn. Bátar, sól og vor í Reykjavikurhöfn. I.jósmynd II.S. Kergja og hugur þungur Nú fyrir stuttu hélt Snar- fari, félag sportbátaeigenda sinn fimmta aöalfund í húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði. Formaður fé- lagsins skýrði fundargestum m.a. frá, að þrátt fyrir marg- endurteknar áskoranir og beiðni smábátaeigenda, þráuðust borgaryfirvöld enn við að veita fé i þá smábáta- höfn, sem samþykkt var 1978 af þáverandi borgar- stjórn Reykjavíkur, að byggð yrði. óneitanlega fer þetta að verða torskilin tregða. Hvers virði eru sam- þykktir ef þær eru virtar að vettugi af sjálfum borgar- fulltrúum Reykjavíkurborg- ar ár eftir ár. Ekki er undarlegt þótt brúnir smá- bátaeigenda séu þungar. þá er þessi mál bera á góma innan raða þeirra og það ófremdarástand, sem þeir hafa átt við að stríða á undanförnum árum og farið hefur hríðversnandi eftir því sem smábátum hefur fjölgað, en þeir skipta nú hundruð- um í Reykjavík án hafnar- aðstöðu. Enn endurtók sig sama sagan fyrir stuttu er vindhæð náði 10 vindstigum hér í Reykjavík. að smábátar Snarfaramanna slitnuðu frá bólfærum í Elliðavogi þar sem þeim er lagt út á opinn voginn. Rak þá upp í grýtta fjöru, en Snarfaramenn stóðu í sjólöðri og tóku á móti bátunum jafn óðum og þá rak að landi og björguðu því, sem bjargað varð. Enn urðu bátaeigendur fyrir milljóna tjóni. Er nokkur furða þótt í þeim sé kergja og hugur þungur. Nýr formaður Snarfara Á aðalfundi Snarfara fé- lags sportbátaeigenda sem haldinn var 17. maí síðastlið- inn baðst formaður félagsins Hafsteinn Sveinsson mjög eindregið undan endurkjöri, en hann hefur verið formaður þess frá því að það var stofnað 1975. Enn fremur baðst varaformaðurinn Hörð- ur Guðmundsson undan endurkjöri hann hefur verið varaformaður frá upphafi þessa félagsskapar. Þriðji maðurinn Oskar Magnússon gekk einnig úr stjórninni þar sem hann er fluttur út á land. Kjörnir voru eftirtaldir menn í þeirra stað, formaður Oddur Guðmundsson, Örlygur Hálf- dánarson sem er varaformað- ur og Jón Hjörleifsson ritari, áfram sitja í stjórninni þeir Einar Sigurbergsson gjald- keri og Einar Nikulásson meðstjórnandi. Á þessum fundi flutti Hafsteinn Sveinsson fráfarandi formað- ur ítarlega ársskýrslu og sagði meðal annars, þótt mik- il vinna hafi verið lögð í að ná fram hafnarsamþykktinni á sínum tíma, fer það víðsfjarri að það sé eina vinnan sem stjórn Snarfara og aðrir Snarfarafélagar hafa lagt að mörkum til handa þessum félagsskap. Sstar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON Það væri of langt mál að telja það allt upp hér, þó freistast ég til að drepa á nokkrum atriðum þar sem ég nú hverf frá félaginu sem formaður þess. Vorið 1976 hófust Snarfaramenn handa um að koma sér upp sjósetn- ingaraðstöðu í Elliðavogi með því að ýta niður jarðvegi, keyra í möl og steypa síðan sjósetningarbraut, hlaða bryggjuhaus, byggja flot- bryggju frá grunni, og koma- henni fyrir út af bryggju- hausnum, ennfremur koma fyrir skýli á sjávarkambinum og slá upp svölum umhverfis það, koma fyrir fánastöng, gróðursetja blóm á svæðinu og raflýsa það. Þaðan vorum við svo hraktir burt, og urð- um að byrja upp á nýtt á öðrum stað í Elliðavogi eins og flestum félagsmönnum er kunnugt. Margar skipulagðar hópsiglingar hafa félagsmenn farið. Fjölskyldu sumarhátíð haldin í Viðey. Hópsigling í Breiðafjarðareyjar. Sjóveiði- keppnir í Faxaflóa. Kappsigl- ingar umhverfis landið tvö ár í röð. Gefið út bátablað sem \ Nýkjörinn formaður Snarfara Oddur Guðmundsson. ber nafnið Sjósport. Á annað hundrað manns hafa farið á vegum Snarfara í Stýri- mannaskólann og lokið þaðan 30 tonna prófi. Kennt hjálp í viðlögum. Kvikmyndasýn- ingar á fundum félagsins svo og kynntar talstöðvar og dýptarmælar. Yfirgripsmikil bátasýning 1979 sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Safnað skýrslum erlendis frá, er varða rannsóknir á áhrif- um utanborðsvéla á lífríki í ám, vogum og vötnum, sem við notfærðum okkur svo í baráttunni fyrir hafnarsam- þykktinni á sínum tíma, sem okkur tókst að fá samþykkta 1978, sú samþykkt hljóðar upp á meira en bara hafnar- byggingu. í skipulagstillög- unni sem samþykkt var, er gert ráð fyrir að auk hafnar- innar sem á að rúma 200 báta verði flotbryggjur, bátag- eymsla fyrir 100 báta með rafknúnum krana, (hlaupa köttur), sem ná á út í höfnina svo hægt verði að hífa bátana beint úr sjó, og koma þeim fyrir hverjum fyrir sig í sinn rekka í bátageymslunni að auki er gert ráð fyrir klúbb- húsi og viðgerðarstofu. Eldsneytistanki, malbikuðu bílastæði, skjólgarði með trjágróðri svo og bátsýn- ingarsvæði og knattvelli. Állt þetta er innifalið í skipulags- tillögunni sem samþykkt var 1978. Langt er frá að allt sé upptalið sem starfað hefur verið innan þessa félags frá stofnun þess. En ég læt hér staðar numið. í fundarlok þökkuðu fráfarandi formaður og varaformaður Snarfara- mönnum ánægjulegt sam- starf á liðnum árum og óskuðu þessum mjög svo nauðsynlega félagsskap allra heilla á komandi árum svo og hinum nýkjörna formanni og meðstjórnendum hans. Sjórall 1980 Miðvikudaginn 11. júní síð- astliðinn rann út frestur til að tilkynna þátttöku í vænt- anlegu sjóralli umhverfis landið, sem hefst laugardag- inn 5. júlí næstkomandi. Ca^’ 10 bátar eru nú komnir á blað. Gert er ráð fyrir að keppninni ljúki sunnudags- kvöldið 13. júlí og að þá hafi allir keppendur lokið hringn- um umhverfis landið. Trún- aðarmenn keppnisstjórnar skoða bátana 23. júní til að kanna hvort allt sé í lagi um borð og tryggja að öllum öryggisreglum sé fylgt, sem eru margar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.