Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
„Þaö hefur veriö skemmtilegt og þroskandi aö fá tækifæri til þess
aö taka þátt í koáhingabaráttunni. Þetta er lífsreynsla sem maður
getur metiö eins og hvaö annaö burtséö frá úrslitum. Það hefur alltaf
veriö svolítill ævintýramaður í mér og mér líkar vel aö ferðast um
landið og kynnast dugmiklu fólki lands okkar. Þaö er spennandi að
keppa um þaö aö veröa sameiningartákn þjóöarinnar því umfram allt
veröum viö aö standa saman þegar á reynir, standa saman um
sjálfstæöi okkar, menningu og framtíö," sagöi Guölaugur Þorvalds-
son í upphafi samtals okkar þegar óg spuröi hann um þá nýju
reynslu aö taka þátt í kosningaferðalögum, en þau hjón, Guðlaugur
og Kristín Kristinsdóttir, voru þá nýlent í Reykjavík eftir kosningaferö-
alag um Austurland. Þótt Kristín og Guölaugur séu komín af
táningsaldrinum eins og sagt er þá hafa þau fas ungs fólks, eru kvik
og opinská og þótt Guólaugur hafi um langt árabil unniö
embættisstörf sem krefjast mikillar alvöru þá á hann auóvelt meö aó
bregöa á leik og gantast á sígildan hátt. Ég spurói hann hvernig hann
hefói farið að því aó halda þessum tón þrátt fyrir störf í þágu
kerfisins sem býður upp á flest annað en skemmtilegheit.
„Að verjast
leiða kerfisins“
„Ég held,“ svaraði hann, „að
það hafi hjálpað mér mjög í
þessum efnum, félagsskapur-
inn í badmintonhópnum sem
ég er í. Þar eru góðir félagar.
Einnig höfum við hjónin gam-
an af að bregða á leik, ferðast,
og við eigum stóran vinahóp
sem tekur sig stundum til og
fer út að dansa eða eitthvað
annað til þess að fylgjast með í
mannlífinu. Ég hætti á sínum
tíma störfum í fjármálaráðu-
neytinu vegna þess að mig
langaði að vera innan um ungt
fólk. Mig langaði að fá tæki-
færi til þess að reyna mig
frekar í kennslu og í háskólan-
um komst ég í þá snertingu við
ungt fólk sem mér féll vel. Allt
þetta held ég að hafi hjálpað
mér til þess að verjast því að
draga dám af leiða kerfisins."
Sameiningartákn
fremur en
valdsmaður
„Svo við víkjum að þeim
kosningum sem málið snýst
um, hver er afstaða þín til
valdsviðs forseta íslands?"
„Ég lít ekki á forseta íslands
fyrst og fremst sem valdsins
mann, heldur sem samein-
ingartákn þjóðarinnar. Þegar
um val er að ræða reynir mest
á forsetann í stjórnarmyndun-
um. Það er ætlast til þingræð-
islegs meirihluta að baki ríkis-
stjórn og forsetinn á að stýra
málum þannig að svo verði.
Gangi það ekki eftir er ekki
unnt að setja upp neinar fyrir-
fram ákveðnar reglur um lausn
mála, það verður að meta
hverju sinni hvort reyna skuli
aðrar leiðir eins og utanþings-
stjórn eða minnihlútastjórn.
Þá getur forseti neitað að
staðfesta lög frá Alþingi, en á
það hefur ekki reynt og ég tel
æskilegast að til slíks komi
ekki. Kjörnir fulltrúar eiga að
geta stýrt fleyinu það vel og
ábyrgst að til þess komi ekki.
Það hlýtur að vera mikið sam-
vizkuuppgjör hjá forseta að
neita lögum og ég tel að forseti
þurfi að hafa mjög sterk rök í
eigin huga ef hann grípur til
slíks. Þetta er vissulega var-
nagli í stjórnkerfi landsins, en
ég vona að til slíks komi ekki.
Eins er mögulegt að ríkisstjórn
reyni að koma forseta frá, en
góður forseti er ekki metinn
eftir stöðvun laga, það er
ætlast til þess að ráðherrar
fari með valdið.
Ég tel komna nokkuð hefð-
bundna mynd á embætti for-
seta og hef enga hugmynd á
breytingum þar að lútandi sem
ástæða er til að nefna."
„Áhugavert að
takast á við
verkefni forseta“
Ég spurði Guðlaug hvers
vegna hann hefði áhuga á því
að verða forseti?
„Þetta er erfið spurning,"
svaraði hann, „en í stuttu máli
tel ég að það sé mjög áhugavert
að takast á við þetta verkefni
ef maður hefur traust til þess
og treystir sér til þess í þeim
tilgangi að gera gagn. En það
er ekki nóg að treysta sér til
þess og langa til þess. Traust
sem fólk sýnir manni skiptir
ákaflega miklu máli og ég hefði
ekki farið í þetta framboð
nema vegna fjölmargra áskor-
ana frá fólki víðs vegar af öllu
Guðlaugur var
á gangi úti i
garði þegar við
renndum i hlað
og veifaði.
- ' - ■>/ -jf
fólkið er mesta
sem við eiaurn"
landinu úr öllum atvinnugrein-
um og öllum stjórnmálaflokk-
um. Eg taldi því skylt að gefa
kost á mér og láta reyna á það
hvort þetta traust væri al-
mennt.
Ég spurði sjálfan mig að því
hvað ég teldi að yrði mér gott
veganesti ef til kæmi í embætti
forseta íslands og alltaf sigldu
þrjár myndir í kjölfarið á
þessum vangaveltum. í fyrsta
lagi bakgrunnurinn frá upp-
vaxtarárunum í Grindavík þar
sem ég vann alla almenna
vinnu í venjulegu sjávarþorpi.
Ég er ekki að tala um hand-
brögðin, þau verða úrelt, en
vinnan sjálf með almennu fólki
er skóli sem ekki bregst. í öðru
lagi vil ég nefna þá skólagöngu
sem ég hef hlotið og í þriðja
lagi fjölbreytta starfsreynslu
og samvinnu við fólk úr hinum
ýmsu greinum og þáttum þjóð-
félgsins. Hvort þetta nægir er
hins vegar ekki mitt að dæma
um.
„Tillitssemi í
fámenni og
persónulegu
þjóðfélagi“
Einn af fjórum verður kjör-
inn í þessum forsetakosningum
og ég spurði Guðlaug að því
hvort hann væri tilbúinn að
tapa baráttunni?
Það kom ekki til greina að
fara út í þessar kosningar svo
sigurviss að tap kæmi ekki til
greina. Það gerðum við hjónin
fullkomlega upp við okkur. Þá
er einnig að taka tillit til þess
að í fámennu og persónulegu
þjóðfélagi eins og okkar getur
maður ekki verið það barn að
halda að atkvæði greitt öðrum
sé greitt á móti manni sjálfum.
Fólk skiptist eftir svo mörgu
eins og eðlilegt er og það er
mín ósk að eftir þessa kosningu
standi menn fyrst og fremst
saman hver sem verður kjör-
inn.“
„ísland er í raun
miklu stærra
og f jölbreyttara“
Við ræddum um sérkenni
íslenzks þjóðfélags þar sem
þræðir frænda og vina spinn-
ast þvers og krus um landið, en
þessi tengsl taldi Guðlaugur
vera eitt af sérkennum íslenzks
mannlífs og styrkur okkar sem
þjóðar á vettvangi þjóða heims.
Tal okkar barst aftur að kosn-
ingaferðalögum.
„Það hefur að flestu leyti
verið gaman að taka þátt í
þessari kosningabaráttu, en ég
verð að játa að ég hefði gjarn-
an viljað hafa meiri tíma til
ferðalaga um landið og í þétt-
býlinu, en ég missti þrjár vikur
úr vegna inflúensu. Hins vegar
má vissulega velta því fyrir sér
upp á framtíðina hvort unnt er
og æskilegt að heyja kosn-
ingabaráttuna með þeim hætti
sem nú er gert. Á fáum vikum
geta menn ekki heimsótt allar
byggðir landsins eða vinnu-
staði og ég skil vel óánægju
fólks þar sem frambjóðendur
koma því ekki við að koma í
heimsókn. Litlir staðir vilja
verða útundan og fámennir
vinnustaðir og það er vissulega
slæmt. Menn kæmust yfir
meira í þessum efnum ef þeir
hefðu meiri tíma, en ég er hins
vegar á móti því að menn taki
ef til vill heilt ár í svona
—