Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
— Þaö, sem kemur nokkuö á óvart í þessari kosningabaráttu er, hvaö sveiflurnar viröast
miklar. Þessa dagana veröum viö áþreifanlega vör viö þaö — stuöningsfólk mitt og ég — aö
línurnar eru aö skýrast. Fólk er óöum aö ákveöa sig, og ef ég ber saman þaö sem aö okkur sneri
fyrir nokkrum vikum og þaö sem er aö gerast í dag, þá er þar mikiíl munur á. Annaö, sem
hefur líka komiö á óvart á fundinum úti á landi og hér á höfuöborgarsvæöinu, er hversu
margir viröast standa í þeirri trú, aö meö því aö mæla meö frambjóöanda hafi þeir
skuldbundiö sig til aö kjósa þann hinn sama þegar komið er aö kjörboröinu. Meömælin eru
aöeins yfirlýsing manns um þaö, aö maöur telji hlutaöeigandi persónu hæfa til
forsetaframboös. Þaö væri óeölileg regla, ef menn gætu bundiö atkvæöi sitt löngu fyrir
kjördag, sérstaklega ef menn vita ekki ennþá um hverja er aö velja. Og margt getur breytzt
síöustu vikurnar og síðustu dagana áöur en kosning fer fram. Þess vegna er ætlazt til aö menn
kjósi miöaö viö aöstæður á kjördegi, sagöi Pétur Thorsteinsson í samtali á þjóöhátíöardaginn
en hann var þá nýkominn úr fundaferö um Snæfellsnes.
að sækja ráó til
— Ég gerði mér grein fyrir því
í upphafi að á brattann var að
sækja, en samt er ég búinn að
hafa það sterklega á tilfinning
unni allan tímann, að andrúms-
loftið ætti eftir að breytast, mér í
hag. Stuðningsmenn mínir segja
að það sé að koma í ljós.
— Ilver heldurðu að ástæð-
an sé?
— Ástæðurnar eru sjálfsagt
margar, en ein hlýtur að vera sú,
að í upphafi þessarar kosninga-
baráttu var ég ekki þekktur
meðal almennings. Vegna starfa
minna hingað til hef ég lítið verið
í sviðsijósinu. Ég hef ekki látið á
mér bera í fjölmiðlum fyrr en
þessar síðustu vikur, og þegar ég
fór að fara út um land, varð ég
þess var, að margt fólk vissi fátt
um mig annað en það, að ég væri
sendiherra, héti Pétur Thor-
steinsson og væri í forsetafram-
boði. Nú er þetta breytt. Þar sem
ég er á ferðinni þessa dagana,
þarf engan formála og ástæðan er
auðvitað sú, að á þessum fáu
vikum er ég orðinn fjölmiðlaper-
sóna. Menn geta haft mismun-
andi skoðanir á því hvað þetta er
geðfeiit, en þetta er nú samt sem
áður staðreynd, sem ekki er hægt
að sniðganga.
lega eins og nú er háttað málum,
geti komið að góðum notum,
meðal annars áratuga reynsla á
sviði stjórnsýslu og samskipti við
ríkisstjórnir og Alþingi, allt frá
því að lýðveldið var stofnað 1944.
Ég hef viljað láta umræður
snúast sem mest um forsetaemb-
ættið sjálft, enda er það mergur
málsins, en persónulegar kosn-
ingar eins og þessar hljóta einnig
að snúast verulega um þá, sem
eru í framboði. Ég hef ekki vanizt
því að málefni snúist um persónu
Péturs Thorsteinssonar, þannig
að sú hlið málsins var mér að
sjálfsögðu framandi þegar lagt
var upp, en þetta venst.
— Hverjir eru það sem
sækja framboðsfundi?
— Það er fólkið í landinu, fólk,
sem tekur málið alvarlega og vill
kynna sér, hvað um er að ræða,
áður en það ákveður hvern það
kýs forseta sinn. Fólk sækir þessa
fundi í jákvæðum tilgangi. Því er
ekki sama hver verður forseti.
Það gerir sér grein fyrir því að
um annað og meira er að ræða en
yfirborðsembætti. Það veit að
forsetinn hefur vald, sem hann á
að nota til að gæta hagsmuna
fólksins í landinu, og það lætur
sér annt um hver gegnir því
embætti. Ef á reynir í landinu, þá
hafa afskipti af þeim málum, sem
ég teldi varða hagsmuni þjóðar-
innar, að svo miklu leyti sem slíkt
er unnt án þess að brjóta þá
reglu, að forsetinn láti stjórn-
málabaráttuna afskiptalausa.
Mér bæri skylda til að fylgjast
mjög nákvæmlega með því, sem
er að gerast í þjóðfélaginu á
hverjum tíma. Ég mundi gera
mér far um að vera forseti, sem
hægt væri að sækja ráð til. í
starfi ráðuneytisstjóra í utanrík-
isráðuneytinu kynntist ég for-
setaembættinu náið í daglegum
samskiptum mínum við það og
hef því haft tækifæri til að
mynda mér ákveðnar skoðanir á
hlutverki forsetans. í stjórn-
arskránni eru fá ákvæði um
forsetaembættið og er því svig-
rúm til að móta það á ýmsan
hátt, en að sjálfsögðu innan þess
ramma sem þingræðisreglan set-
ur. En við þingræðisfyrirkomulag
vona ég að við munum ávallt búa,
hér eftir sem hingað til, og að því
vil ég stuðla á allan hátt sem mér
er unnt.
Það getur vel verið að ég yrði
afskiptasamur forseti, — ég gæti
átt það til að benda ráðherra á
málvillu eða hugsanavillu í frum-
varpi sem leggja á fram sem
stjórnarfrumvarp.
Forsetinn á
að vera maður sem
— Hvað olli því að þú
ákvaðst að gefa kost á þér í
íramboð til forsetakjörs?
— Ástæðurnar voru ýmsar, og
meðal annars sú, að samkvæmt
venjum og reglum ætti ég bráð-
lega að fara að skipta um starf
innan utanríkisþjónustunnar. Ég
hef nú starfað hér heima nærri
ellefu ár og ætti því að taka við
starfi erlendis. Það var eitt af
því, sem ég lagði áherzlu, á
meðan ég var ráðuneytisstjóri, að
starfsmenn þjónustunnar ynnu
til skiptis heima og erlendis. Á
hinn bóginn erum við hjónin
sammála um það, að við viljum
helzt hvergi búa nema á íslandi.
Og hvað snertir forsetastarfið,
held ég að reynsla mín, sérstak-
reynir á forsetaembættið. Ef
stjórnsýslan bilar, þá verður for-
setinn að taka til sinna ráða. Það
er fyrst og fremst þetta, sem ég
tel a forsetakosningar snúist um,
og áreiðanlega er það líka skoðun
flestra.
— Þú hefur fengið orð
fyrir stjórnsemi í ráðuneyt-
inu. Ertu ráðríkur maður?
— Ég þyki það víst. Ég býst við
að ég sé kröfuharður stjórnandi.
Þeir, sem hafa mannaforráð,
þurfa að vera það, en sanngirni
og réttsýni eru ekki síður nauð-
synlegir eiginleikar í því sam-
bandi.
— Yrðir þú afskiptasam-
ur forseti?
— Ég mundi ekki hika við að
— Þú dvaldist langdvöl-
um erlendis. Fannst þér
ekkert losna um tengsl þín
við land og þjóð á þeim
tíma?
— Nei, þvert á móti. Störf mín
í utanríkisþjónustunni voru eðli
málsins samkvæmt svo bundin
Islandi og því sem íslenzkt er, að
kannski hefur maðúr af þeirri
ástæðu gert sér betri grein fyrir
hagsmunum þjóðarinnar, vanda-
málum hennar og viðfangsefnum,
en ella hefði orðið. Fjarlægðin
getur gefið mönnum aðstöðu til
að meta mál af hlutlægni, sem
e.t.v. er síður viðhöfð þegar menn
eru beinir aðilar að því sem er að
gerast.
— Var erfitt að koma
heim?
— Nei, heimkoman var ósk
okkar sjálfra og það var gott að
koma heim. Eftir 16 ára útivist
fannst okkur sannarlega kominn
tími til að setjast að hér. Þetta
var árið 1969, og ein ástæðan
fyrir því, að við lögðum áherzlu á
flutning heim, voru synir okkar
þrír, sem voru að komast á legg.
Við höfðum ævinlega látið okkur
annt um að þeir gleymdu ekki
uppruna sínum og vildum að þeir
festu rætur hér á íslandi og ekki í
útlöndum. Hér beið mín starf,
sem ég hlakkaði til að takast á
við. Ég hafði ákveðnar hugmynd-
ir um breytingar, sem tímabært
var að gera á utanríkisþjónust-
unni, og fyrstu árin, sem ég var
ráðuneytisstjóri, lagði ég megin-
áherzlu á að sinna því verkefni.
— Sumum finnst kominn
tími til að utanríkisþjónust-
an dragi saman seglin og að
veizluvafstur setji um of
svip sinn á þá starfsemi.
— Já, það heyrist stundum, en
slíkar skoðanir stafa oft af
ókunnugleika á aðstæðum. Sam-
kvæmi eru ekki nema lítill hluti
af starfinu, en þau geta verið
hinn þarfasti vettvangur tii að
greiða fyrir nauðsynlegum sam-
skiptum.
— Ilvernig atvikaðist
það að þú fórst í utanríkis-
þjónustuna?
■nm