Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
29
Helgi Guðjónsson
verkstjóri - Minning
Fæddur 24. febrúar 1917
Dáinn 13. júní 1980
Kær mágur minn og vinur Helgi
Guðjónsson, verkstjóri, andaðist á
Landspítalanum 13. þ.m. eftir erf-
iða sjúkdómslegu.
Ég kynntist Helga fyrst árið
1947 er hann kvæntist Borghildi
systur minni. En þar áður hafði ég
oft veitt honum athygli á förnum
vegi sem óvenjulega fríðum og
röskum manni. Karlmenni var
hann að burðum, óvenjulega
greindur, lesinn og minnugur vel.
Hann fylgdist og vel með lands-
málum. Og á seinni árum sökkti
hann sér niður í ævisögur og
ættfræði. Músíkalskur var Helgi,
spilaði á slaghörpu, hafði fallega
og mikla söngrödd og mikið yndi
af sígildri tónlist enda söng hann
nokkuð í kórum á yngri árum.
Hann var fágaður í framkomu,
átti létt um mál og sagði vel frá.
Ljót orð voru honum ekki töm.
Hann var einarður, en stilltur vel,
hlédrægur, en gat verið hrókur
alls fagnaðar þá hentaði. Hugur
hans mun hafa staðið mjög til
mennta á yngri árum. En þá var
kreppa á landi hér og ungum
mönnum þar af leiðandi ekki eins
greiðfær leið til mennta og nú er.
Helgi var mikill smekkmaður og
höndin hög eins og heimili hans
ber vott um. Hann var öllum
velviljaður, ekki dómharður um
menn eða málefn og mun hafa
varast að hrinda magnlitlum í
halla.
Ég stend í mikilli þakkarskuld
við Helga. Móðir mín og faðir,
tengdaforeldrar hans, voru á
heimili þeirra hjóna frá því
skömmu eftir að þau stofnuðu til
hjúskapar og eyddu ævikvöldi sínu
hjá þeim. Reyndist hann þeim
mæta vel enda mátu þau hann að
verðleikum. Heimilið var gest-
kvæmt og áttu margir vinir og
venslafólk þar ánægjulegar stund-
ir.
Móðir Helga er Steinunn Magn-
úsdóttir frá Miðvogi við Akranes,
en faðir hans var Guðjón Jónsson
verkamaður frá Hunkubökkum í
Vestur-Skaftafellssýslu sem lát-
inn er fyrir allmörgum árum.
Steinunn er enn á lífi í hárri elli,
eða 89 ára. Ekki kann ég ættir
þeirra«að rekja en mér hefur verið
tjáð að að þeim hafi staðið styrkir
stofnar enda áttu þau miklu
barnaláni að fagna eins og börn
þeirra síðar, en þau eru Elín,
húsmóðir, Helgi sem hér er
minnst, Guðjón, deildarstjóri hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga og
séra Magnús, lengi þjónandi
prestur á Éyrarbakka, nú biskups-
ritari.
Helgi vann í rúm 20 ár í
kjötbúðinni Borg en síðar var
hann verkstjóri hjá Sambandi ísl.
samvinnufél. þar til hann hóf
störf hjá fyrirtækinu Ísfugl í
Mosfellssveit. Helgi kvæntist eft-
irlifandi eiginkonu sinni Borghildi
Þórðardóttur þann 14. júní 1947.
Börn þeirra eru Þórður cand.
mag., kennari við Háskóla íslands,
Guðjón, viðskiptafræðingur, Þóra
sem vinnur hjá Flugleiðum og
Solveig sem starfar hjá Síldarút-
vegsnefnd.
Þegar ég fyrir síðustu ferð mína
vestur um haf fyrir mánuði síðan
Sýning á til-
lögu að skipulagi
Garðabæjar
SÝNING á tillögu að skipulagi
Garðabæjar, sem unnin var á
árunum Hún er opin alla daga
vikunnar frá klukkan 16—19 og er
í stofu 101. Höfundar tillögunnar
voru Gestur Ólafsson og Pálmar
Ólason og munu þeir svara fyrir
spurnum frá kl. 18 til 19 sýningar-
dagana.
Bæjarstjórn og skipulagsnefnd
vilja benda þeim sem hafa ein-
hverjar ábendingar sem gætu
stuðíað að æskilegri framtíðar-
þróun, á að snúa sér til þeirra.
kvaddi Helga var kjarkur hans
óskertur og var hann þá farinn að
gera framtíðaráætlanir og hlakka
mjög til þess að geta hafið störf að
nýju, en þegar ég kom aftur að
sjúkrabeði hans mátti hann ekki
mæla. Sköpum mátti eigi renna.
Tveimur dögum síðar var hann
allur.
Jesús sagði „Ég lifi og þér
munuð lifa“. Við þessi vegamót á
vegferð Helga er ég viss um að
hann er nú aðeins að hefja ferð
um fegri heim meira að starfa
guðs um geim. Þegar mér sjálfum
verður gert að fara yfir þau
landamæri sem hann hefur nú
farið þá er víst að Helgi er einn af
þeim sem ég hlakka hvað mest til
að sjá aftur.
Hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Ég votta eiginkonu hans og börn-
um innilega samúð okkar Sigrún-
ar svo og móður hans, systkinum
og öllum ástvinum.
Helgi verður kvaddur hinstu
kveðju hérvistar mánudaginn 23.
júní.
í guðs friði.
Sigbjörn Þórðarson
FALLEG HÚSGÖGN
FJÖLBREYTT ÚRVAL
Wienarstólarnir
V Í n Sð81U T egund 9591 ruggustóll
Verökr. 98.000
Tegund 14
Verökr. 29.000
Höfum sölu-
umboö fyrir
þessar margeft-
irspuröu vörur.
Hagstætt verö.
SENDUM GEGN PÓSTKROFU
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLI 4 SÍMI82275
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
SOFFÍU MAGNEU JÓHANNESDÓTTUR,
Byggöarenda 22.
Margrét Arnadóttir,
Sólveig Arnadóttir,
örn Árnaaon,
Jón Árnason,
Ólafur Árnason,
og barnabörn.
Gísli Guómundsson,
Ragna Rósantsdóttir,
Margaret Árnason,
Ragnheiöur Benediktsdóttir,
Eyrún Jóhannesdóttir
t
Utför
BALDURS ÞORSTEINSSONAR,
Sólheimum 10
fer fram frá Fossvogskapellu, þriöjudaginn 24. júní kl. 3.
Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á
líknarstofnanlr.
Fjóla Jónsdóttir,
Þorsteinn Baldursson, Katrin Magnúsdóttir,
Jón Baldursson,
Vigdís Baldursdóttir,
Sævar Baldursson,
Helgi Baidursson,
Ágústa Baldursdóttir,
Hermína Benjamínsdóttir,
Axel Bender,
Matthildur Guómundsdóttir,
Guöbjörg Marteinsdóttir,
Kristinn Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Félag austfirskra
kvenna í Reykjavík
fer sína árlegu skemmtiferö sunnudgainn 13. júlí.
Fariö verður í Þórsmörk. Konur eru beðnar aö láta
vita í síöasta lagi 3. júlí í síma, Laufey 37055,
Jóhanna 30342, Sonja 75625.
Eldhúsinnréttingar
Baðinnréttingar
Til sýnis og sölu. Einnig sófaborö
á verksmiöjuveröi.
• Smíöum eftir máli.
Tréiðjan,
Tanghöföa 2. Sími 33490.
Opið í dag frá 10—17 og alla virka
daga.
orkugjafinn
heimsþekkti