Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
Ræðuhöld í Varðarferð:
Ferðanefnd ákvað að óska
ekki eftir ræðu frá Gunnari
„ÞAÐ var ferAanefnd Varðar.
sem tók ákvöróun um aö óska
ekki eftir því við dr. Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, að
hann flytti ræðu i Varðarferðinni
í da>{“. satfði Guðmundur Jóns-
son, sem gegnt hefur störfum
formanns ferðanefndar siðustu
SENDIHERRA íslands í Kaup-
mannahöfn, Einar Ágústsson,
flutti á föstudaK ræðu á kvenna-
ráðstefnunni sem þar stendur nú
yfir. í upphafi ræðunnar minntist
hann á tvö atriði, sem hann sanði
að áunnizt hefðu í jafnréttisbar-
áttu íslenzkra kvenna, setnintfu
jafnréttislatta ok kjör konu sem
forseta, sem væri ekki aðeins
fyrsta konan kjörin í embætti
forseta íslands, heldur ok fyrsta
konan í heimi sem kjörin er
þjóðhöfðingi i lýðræðisletcum kosn-
ingum.
Einar Ágústsson las ávarp til
ráðstefnunnar, sem borizt hafði frá
Vigdísi Finnbogadóttur: „Sem kjör-
ið forsetaefni ísiands sendi ég
ykkur, sem eruð samankomin í
Kaupmannahöfn á þessari mikil-
vægu ráðstefnu, kveðju mína og
daga, er Morgunblaðið hafði sam-
band við hann i gær vegna
fréttar i Dagblaðinu þess efnis,
að Geir Hallgrímsson hefði kom-
ið í veg fyrir að Gunnar Thor-
oddsen fengi að tala i þessari
ferð.
„I ferðanefndinni var til um-
fylgist með umræðum ykkar af
miklum áhuga og virðingu. Island
hefur með þessum forsetakosning-
um vakið athygli heimsins á mikil-
vægum þætti varðandi stöðu
kvenna í þjóðfélaginu. Ég vænti að
sá boðskapur berist meö aukinni
áherzlu á ykkar vegum til landa
ykkar."
Þá sagði Einar Ágústsson að með
setningu jafnréttislaganna 1976
hefði verið mótuð stefna um jafnan
rétt kynjanna, áherzla væri einnig
lögð á að breyta hefðbundnu við-
horfi, sem tæki langan tíma, en
ýmsir teldu að þeirrar viðhorfs-
breytingar hefði m.a. gætt í því á
íslandi að kona var kjörin til
embættis forseta. I ræðu sinni drap
Einar einnig á ýmis jafnréttismál
hérlendis, minntist á kvennafund-
inn fjölmenna 1975 og stöðu jafn-
réttismála í þróunarlöndum.
ræðu hverjir yrðu ræðumenn í
þessari ferð,“ sagði Guðmundur
Jónsson. „Að sjálfsögðu var nefnd-
in sammála um, að formaður
Sjálfstæðisflokksins flytti aðal-
ræðuna, eins og verið hefur um
langt skeið. Formanni flokksins
var jafnframt skýrt frá tillögum,
sem fram hefðu komið um að
Gunnar Thoroddsen talaði einnig,
en það var ferðanefnd Varðar, sem
tók ákvörðun um að óska ekki
eftir því við Gunnar Thoroddsen,
að hann yrði ræðumaður í þessari
ferð," sagði Guðmundur Jónsson.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Svein H. Skúlason, fram-
kvæmdastjóra Fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, sem
starfað hefur með nefndinni að
undirbúningi Varðarferðarinnar
og sagði hann, að Geir Hall-
grímsson hefði út af fyrir sig
ekkert haft við það að athuga, að
Gunnar Thoroddsen talaði í þess-
ari ferð en hins vegar hefði hann
vakið athygli á því, að búast mætti
við, að í ræðu sinni gagnrýndi
hann stefnu og störf ríkisstjórnar-
innar.
Það gæti verið óviðeigandi,
ef Gunnar Thoroddsen notaði
ræðutíma sinn í Varðarferðinni til
þess að svara þeirri gagnrýni, að
gera þessa sumarferð Varðar að
vettvangi fyrir deilur um þessi
mál. Geir Hallgrímsson hefði hins
vegar sagt, að það væri að sjálf-
sögðu ferðanefndar Varðar að
taka ákvarðanir um þetta mál.
Einar Ágústsson á kvennaráðstefnu:
Flutti ávarp frá Vig-
dísi Finnbogadóttur
Ensk kona sýnir islemkar vatnslitamyndir
ENSK listakona, Moy Keightley, heldur sýningur á 60 vatnslita-
myndum i Listmunahúsinu við Lækjargötu og var sýningin
opnuð i gær. Myndirnar eru allar islenzkar landslagsmyndir,
afrakstur ferðar listakonunnar um Norður- og Austurland á
árinu 1977. í fyrra hélt Keightley sýningu í New Grafton Gallery
í Bond Street í London. á myndum frá íslandi. Seldust þá nær
allar myndirnar, en þar sýndi hún 48 myndir. Listakonan hefur á
siðustu 20 árum haldið um 15 einkasýningar og tekið þátt i f jölda
samsýninga.
Iðnaðardeild Sambandsins:
5% grunnkaupshækk-
un kostar 130 millj.
„ÞAÐ er alveg augljóst, að við
erum illa i stakk búnir ti) að taka
á okkur grunnkaupshækkanir,
þar sem reksturinn stendur i
járnum,“ sagði Bergþór Kon-
ráðsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri Iðnaðardeildar Sambands-
ins á Akureyri, í samtali við Mbl.
„Hér hjá Iðnaðardeildinni, sem
hefur um 900 mannár, myndi 5%
grunnkaupshækkun þýða um 130
milljón króna útgjaldaaukningu.
Hins vegar held ég að ljóst sé, að
endar munu aldrei nást saman í
þessum kjarasamningum, nema til
komi einhverjar grunnkaups-
hækkanir og í því sambandi er
spurningin hvort stjórnvöld vilja
gera eitthvað til þess að létta
iðnaðinum þessar áiögur. Það gæti
t.d. verið í því formi, að uppsafn-
aður söluskattur yrði greiddur út
jafnóðum svo og hið svokallaða
uppsafnaða óhagræði," sagði
Bergþór.
Bergþór sagði ennfremur, að
mikill markaður væri fyrir vörur
Iðnaðardeildarinnar. Vandinn
væri hins vegar að halda verðinu
innan skynsamlegra marka á erl-
endum markaði og nefndi hann í
því sambandi að á síðasta ári
hefði dollarinn hækkað um 30%, á
sama tíma og innlendar kostnað-
arhækkanir voru í kringum 50%.
V iðskipta jöf nuðurinn:
Ohagstæður um
9 milljarða
VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR
landsmanna varð óhag-
stæður íyrstu íjóra mán-
uði ársins um tæplega níu
milljarða króna, en verð-
mæti innflutnings nam
tæpum 121 milljarði
króna, en verðmæti út-
flutnings hins vegar að-
eins tæpum 112 milljörð-
um króna.
Á sama tíma í fyrra var við-
skiptajöfnuðurinn hins vegar hag-
stæður um tæpa sex milljarða
króna, þegar verðmæti innflutn-
ings var tæpir 69 milljarðar
króna, en verðmæti útflutnings
hins vegar tæpir 75 milljarðar
króna.
Af útflutningi okkar fóru vörur
að verðmæti um 16.5 milljarðar
króna til landa innan EFTA. Til
landa innan EBE fóru vörur að
verðmæti um 41 milljarða króna
og til landa í Austur-Evrópu fóru
vörur að verðmæti um 14 millj-
arða króna. Til Norður-Ameríku
fóru vörur fyrir rúmlega 28 millj-
arða króna.
Inn voru fluttar vörur frá lönd-
um í EFTA fyrir 29.6 milljarða
króna. Frá EBE-löndunum fyrir
50.4 milljarða króna og frá
Austur-Evrópu fyrir 15.6 millj-
arða króna. Frá Norður-Ameríku
voru fluttar inn vörur fyrir um 10
milljarða króna.
Hvað varðar einstök lönd flytj-
um við langmest út til Bandaríkj-
anna eins og endranær, eða fyrir
um 27.8 milljarða. Bretar fyígja
svo fast á eftir með tæpa 20
milljarða króna. í því sambandi er
vert að geta þess, að útflutningur
til Bretlands hefur aukist jafnt og
þétt síðustu árin, frá því að vera
nánast enginn í kringum þorska-
stríðin.
Þá eru viðskiptin og jákvæðust
við þessi tvö lönd, þar sem við
flytjum mun meira til þeirra, en
frá þeim. Fyrstu fjóra mánuðina
fluttum við inn vörur fyrir um 11
milljarða frá Bretlandi, en út-
flutningurinn nam eins og áður
sagði tæpum 20 milljörðum. Frá
Bandaríkjunum fluttum við inn
vörur fyrir 10 milljarða, en út-
flutningurinn var um 27.8 millj-
arðar króna.