Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
Bjarni Egilsson Ilvalnesi á Skaga:
Það er
lífshags-
munamál
fyrir
sveitirnar
að byggð
grisjist
ekki
Biarni EtrilsHon bóndi á llvalncsi. Heimasætan vildi ekki sýna sig.
MiÖja vegu á leiðinni út á Skagaströnd býr Bjarni
Ejíilsson, ásamt unnustu sinni Hrafnhildi Bjarnadóttur
og ungri dóttur þeirra, á Hvalnesi í Skefilstaðahreppi.
Bjarni er uppalinn á Sauðárkróki og bjó hann þar fram
til 1976 þegar hann keypti jörðina Hvalnes, 21 árs
gamall, og hóf þar búskap. Bjarni er búfræðingur að
mennt, útskrifaður frá Bændaskólanum á Hvanneyri
1975.
Hagstætt að skipta á
íbúð í kaupstað og
jörð í sveit
Var ekki strembið fyrir ungan
mann að kaupa jörð 1976? Vissu-
lega var það ýmsum annmörkum
háð, og staðreyndin er sú að ég
ætlaði alls ekki að kaupa jörð
strax, þrátt fyrir að ég væri
staðráðinn í að hefja búskap.
Þegar móðurbróður minn, sem
átti Hvaines, hugðist selja á þess-
um tíma gat ég ekki látið þetta
tækifæri úr greipum ganga, ég sló
til og ekki skemmdi það fyrir að
jörðin hafði verið í eigu fjölskyld-
unnar um langa hríð. Ég þurfti
vissulega að greiða fullt verð fyrir
jörðina en segja má að frændsem-
in gerði það að verkum að auð-
veldara var að semja um greiðsl-
ur, þannig að gamla máltækið
„frændur eru frændum verstir"
átti ekki við í þessu tilfelli. Ég
þurfti hins vegar að nýta mér öll
þau lán sem í boði voru, og þau eru
þungur baggi, en mér sýnist við
munum bráðlega komast yfir erf-
iðasta hjallann, en það er óneitan-
lega ekkert sérstaklega girnilegt
fyrir ungt fólk að hefja búskap á
þessum tímum.
Ég myndi ráðleggja ungu fólki
sem hyggst hefja búskap að koma
fyrst yfir sig þaki í kaupstað, og
skipta síðan á jörð, því reynslan
hefur sýnt að það er mjög auðvelt.
Hve stóran bústofn átt þú?
Ég á um 350 fjár, nokkuð af
hestum en enga kú. Þessi bústofn
er þó ekki nógu stór til að halda
uppi hagkvæmu búi, þannig að ég
verð að stækka það í framtíðinni,
hvort sem það verður fjölgun fjár
eða hesta.
Ég á síður von á að ég leggi út í
kúabúskap, aðallega vegna
offramleiðsluvandans. Hvalnes er
að mínu viti betri jörð fyrir
fjárbúskap. Hér er mikil fjörubeit,
sem sparar okkur hey, og er auk
þess ákaflega holl fyrir skepnurn-
ar. Fjörubeitin kom sér ekki síst
vel sl. sumar, ef kalla má sumar,
þar sem hún bjargaði mér alveg
með fóðrunina. Hlunnindi sem
þessi eru ómetanleg, en þetta eru
ekki einu hlunnindi jarðarinnar.
Á hverju ári fáum við hingað í
fjörur mikið magn af rekavið, svo
mikið að það nægir fyrir öllum
girðingum, en auk þess eru öll hús
hér reist úr rekavið, grindur í
fjárhús eru úr rekavið og yfirleitt
allt annað sem smíðað er úr á
þessum bæ. Ég get nefnt sem
dæmi að á síðasta ári girti ég á
þriðja ferkílómeter af nýgirðing-
um og auk þess var þó nokkuð
viðhald á eldri girðingum. Ef við
miðum við fimm metra bil á milli
staura lætur nærri að ég hafi
notað 2000 girðingarstaura í þess-
ar framkvæmdir. í kaupfélaginu
kostar girðingarstaurinn 1.800 kr.
sem gerir samanlagt 3,6 milljónir,
þannig að augljóst er hversu mikil
hlunnindi eru af rekanum.
Grásleppuveiði gefur
vel af sér, en hún er
á versta tíma fyrir
fjárbændur
Er ekki Hvalnes nokkuð stór
jörð, og hvað með sjóróðra? Jörðin
er nokkuð stór, við eigum auk þess
vötn uppi á heiðum, sem í veiðist
silungur, en þau hefur Stangveiði-
félag Sauðárkróks á leigu.
Ég nytja einnig tvær aðrar
jarðir, Selnes, sem ég nytja í
félagi við annan mann og Berg-
skáia, sem ég nytja einn. Báðar
þessar jarðir hafa farið í eyði, en
það hefur lengi verið eitt af helstu
áhyggjuefnum hér um slóðir
hversu byggð hefur grisjast hér á
Skaganum, þrátt fyrir að hægt
hafi á þeirri þróun í bili.
Hér á árum áður var alltaf gert
út á grásleppu, höfn er hér góð frá
náttúrunnar hendi og aðstæður
allar ágætar. Meginókosturinn við
grásleppuveiðina er hins vegar sá,
að vertíðin stendur yfir sama tíma
og undirbúningur fyrir sauðburð-
inn, þannig að fyrir fjárbónda er
erfiðleikum háð að stunda róðra.
Móðurbróðir minn gerir hins veg-
ar út héðan, í félagi við annan
mann og þeir salta og verka
grásleppuna sjálfir.
Hvernig er félagslífið hér í
sveitinni?
Það er líflegt, við tókum upp á
því að halda árlega þorrablót, en
auk þess höfum við tvö spilakvöld
á hverjum vetri. Þessar samkomur
fara fram á einu eyðibýlinu hér í
sveitinni, og það sem er skemmti-
legast við þetta er hin almenna
þátttaka, þar ríkir ekkert
kynslóðabil.
í fámennri sveit eins og hér er
það vitaskuld forsenda félagslífs,
að allir séu virkir þátttakendur,
og áhuginn er það mikill að
hreppurinn hyggst byggja nýtt
félagsheimili á næstunni.
Það verður að gera
sveitarfélögin aðlað-
andi til búsetu
Hyggst þú fara út í einhverja
aukabúgrein?
Ég hef undanfarin ár verið með
hesta í fóðrun og tamningu til að
drýgja tekjurnar og sl. vetur var
ég með 25 hross, þar af 8 í
tamningu. Ég hef gælt við þá
hugmynd að fara meira út í að ala
hross, temja þau og selja, en sú
hugmynd á langt í land með að
verða að veruleika. Um aðrar
búgreinar hef ég lítið hugsað.
Hvernig líst þér á þróun byggð-
ar til sveita, og þá sérstaklega hér
í Skefilstaðahreppi?
Það hefur verið okkur nokkuð
áhyggjuefni hér í hreppnum
hversu byggð hefur jafnt og þétt
grisjast í gegnum árin, og ég álít
að við verðum að snúa við blaðinu
sem fyrst. Það er lífshagsmuna-
mál fyrir sveitirnar að byggð
grisjist ekki, þannig að okkar
hlutverk er að gera sveitarfélögin
sjálf aðlaðandi til að setjast að í.
Annars lítur þetta aðeins betur út
en áður, hér er mikið af ungu fólki
og samheldni er mikil, þannig að
ég óttast ekki sérstaklega þróun
byggðar hér næstu árin, og lít
björtum augum til framtíðarinn-
ar. '
Á ferð um Skagafjörð / Texti: Friðrik Friðriksson